Morgunblaðið - 02.07.2010, Side 2

Morgunblaðið - 02.07.2010, Side 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2010 Ný og endurbætt útgáfa Handhæg t ferðakort Hljóðbók Arnar Jón sson les 19 þjó ðsögur Nýr ítarle gur hálendisk afli Hafsjór af fróðleik um land og þjóð Vegahandbókin sími: 562 2600 Gamla bókin tekin upp í á kr. 1.000 Aðeins í bókaverslunum - Ekki á bensínstöðvum Eymundsson metsölulisti 16.06.10-22.06.10 1. Sæti Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Stór svínabú að sameinast  Stjörnugrís í viðræðum um kaup á svínabúum á Kjalarnesi og í Borgarfirði  1.500 gyltur og sameinað bú yrði með 65% af íslenska svínakjötsmarkaðnum Eigendur svínabúsins Stjörnugríss á Vallá á Kjal- arnesi og stjórnendur Arion banka eiga í viðræð- um um kaup hinna fyrrnefndu á svínabúunum á Brautarholti á Kjalarnesi og Hýrumel í Hálsasveit í Borgarfirði. Nokkrar vikur eru síðan búin tvö voru auglýst til sölu og hafa viðræður um hugs- anleg kaup staðið yfir síðustu vikur. „Ég á von á því að þetta skýrist fljótlega eftir helgina,“ sagði Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri Stjörnugríss, í samtali við Morgunblaðið. Í yfirstandandi viðræðum bónda og banka eru undir þrjú af stærstu svínabúum landsins. Þau framleiða alls um 60% af því svínakjöti sem fer á markað. Íslenski kjötmarkaðurinn er, ef allar teg- undir eru inni í myndinni, alls um 28 þúsund tonn á ári hverju og koma því um 8% af því kjöti sem Ís- lendingar neyta á ári frá þremur umræddum bú- um. Á Brautarholti og Hýrumel er búið með alls 900 gyltur og um 600 á Vallá. Geir Gunnar segir hins vegar ljóst að verði af kaupunum þurfi að nálgast hlutina með breyttum brag og draga mjög úr öll- um umsvifum, sökum þess að rekstrargrundvöllur sé ekki fyrir hendi eins og landið liggur í dag. „Núna er stórtap á þessu og ekki hægt að reka þessa starfsemi nema gera verulegar breytingar á hlutunum,“ segir hann. Framleiðslumál í mjólkuriðnaði bar á góma á Alþingi á dögunum. Í deiglunni er að þrengja að þeim bændum og sekta sem framleiða mjólk utan greiðslumarkskerfisins og virðist nokkuð breið samstaða um málið, þvert á flokkslínur. Í um- ræðum um mjólkurframleiðsluna nefndi Atli Gíslason, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðar- nefndar Alþingis, svínaræktina í framhjáhlaupi og sagði greinina gjalda þess að framleiðslunni væri ekki stýrt með neinu móti. Afleiðing þess væri sú að nú væri einn svínakjötsframleiðandi að ná á milli 55 og 65% markaðshlutdeild og er ljóst af framansögðu hvaða dæmi þingmaðurinn lagði út af í ræðu sinni. sbs@mbl.is „Stórtap og ekki hægt að reka þessa starfsemi nema gera breytingar,“ segir bóndinn. Gísli Tryggvason, talsmaður neyt- enda, hafnar því aðspurður að hans eigin lántökur hafi haft áhrif á störf hans í embættinu. Samkvæmt veð- bandayfirliti íbúðar Gísla við Núpalind í Kópavogi, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, er myntkörfulán frá Landsbanka Íslands á fyrsta veðrétti, að upphæð nítján milljónir króna. Gísli segir að af um 100.000 heim- ilum í landinu sé hátt í helmingur með gengistryggð lán af einhverju tagi. Þau mál varði því ekki sértæka hagsmuni afmarkaðs hóps. Vanhæfissjónarmið eigi þess vegna ekki við. Ljóst sé að talsmaður neytenda sé neytandi eins og all- ir aðrir og lifi ekki í neinu tómarúmi. „Ég er auðvitað með alls konar lán og eignir eins og fleiri á mínum aldri og vil ekki blanda því saman við þetta. En ég hef frá upphafi vega mælt fyrir heildstæðri lausn á bæði verðtryggðum og gengistryggðum lánum,“ segir hann og minnir á að í tillögum sínum að lausnum hafi hann tekið öll lán með í umræðuna. „Bílalán, jafnvel námslán, íbúðalán, geng- istryggð og verðtryggð lán.“ Gísli tekur ekki undir að svona upplýsingar um skulda- stöðu hans þurfi að koma fram. „Ég er ekki í neinni sér- stakri hagsmunagæslu fyrir einn hóp skuldara frekar en annan og reyni að gæta hagsmuna allra skuldara, inni- stæðueigenda og peningamarkaðssjóðseigenda. Þannig að ég tel þetta ekki skipta máli, eins og dæmin úr störf- um mínum sanna,“ segir Gísli. Spurður hvort það varði hann ekki miklu hver niðurstaðan verður um vaxtakjör á gengistryggðum lánum, kveðst Gísli ekki hafa talað fyrir ýtrustu kröfum lántakenda í því efni. „Ég hef talað fyrir gerðardómslausn eða sáttafarvegi. Ég hef ekki haldið því fram að ein lausn sé sú eina rétta,“ segir hann. Í gær lagði talsmaður neytenda til að embætti hans fengi heimild til að setja lögbann á gengistryggð lán í þágu heildarhagsmuna neytenda. onundur@mbl.is Litast ekki af eigin lánum  Talsmaður neytenda með 19 milljóna kr. gengistryggt lán  „Ekki í sérstakri hagsmunagæslu fyrir einn hóp skuldara“ Gísli Tryggvason Sextíu starfsmönnum ísfirska verk- takafyrirtækisins KNH var sagt upp störfum í lok júní. Að sögn Sævars Óla Hjörvarssonar, eiganda KNH, eru þetta þrír af hverjum fjórum starfsmönnum fyrirtækisins. Sumir þeirra hafa áður fengið uppsagnar- bréf hjá sama fyrirtæki í kreppunni en hingað til hefur tekist að halda flestum. „Verkefnin er að þrjóta,“ segir Sævar Óli, spurður hvers vegna þurft hefði að taka þessa ákvörðun nú. „Það er ekkert verið að bjóða út og verkefnin eru að klárast í haust. Þá höfum við ekkert að gera í vetur fyrir allan þennan mannskap.“ Hann segir ekkert í sjónmáli af nýjum verkefnum og ekkert í píp- unum hjá stjórnvöldum. Verkefna- staðan er þó ágæt fram á haustið, en eftir það er nánast ekkert. „Núna hefur ekkert verið boðið út í tvö ár af viti. Þetta er að deyja út enda ekkert nýtt verið að bætast við, engin ný út- boð. Þeir bara lofa og lofa og lofa og svo kemur ekkert,“ segir Sævar Óli um ráðamenn. Fjórar hópuppsagnir í júní Í heildina voru fjórar hóp- uppsagnir tilkynntar til Vinnu- málastofnunar í síðasta mánuði, þar af þrjár í byggingariðnaði. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær misstu fimmtíu starfsmenn Ístaks vinnuna en tuttugu og sex hjá Eykt. Þá sagði eitt verktakafyrirtæki til viðbótar upp tuttugu og fjórum. Einnig tilkynnti fiskvinnslufyr- irtæki að þrettán starfsmönnum hefði verið sagt upp á einu bretti. Alls misstu því 173 starfsmenn vinn- una í þessum mánuði, í hópupp- sögnum. Að sögn Karls Sigurðs- sonar, sviðsstjóra vinnumálasviðs Vinnumálastofnunar, er þetta tals- vert meiri fjöldi en verið hefur á þessu ári, en slagar þó ekki upp í það sem gerðist um hver mánaðamót fyrir einu til einu og hálfu ári. onundur@mbl.is Flestum sagt upp hjá KNH 173 í hópuppsögnum Morgunblaðið/RAX Karlmaður var fluttur mikið slasaður með sjúkraflugi til Akureyrar eftir að hann festist undir stórri gröfu sinni sem lenti ofan í Sandá í Þistilfirði á fjórða tímanum í gærdag. Aðeins höfuð mannsins stóð upp úr vatninu og var hann orðinn nokkuð kaldur þegar tókst að bjarga honum. Að sögn Jóns Stefánssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Þórshöfn, eru tildrög slyssins óljós. Hugsanlegt þykir að maðurinn, sem ók að einbreiðri brú, hafi ekið á brúarstólpa með fyrrgreindum afleiðingum. Maðurinn var um 45 mínútur í vatninu en ekki tókst að ná honum upp úr fyrr en fengin var önnur stór grafa sem notuð var til að lyfta hjólaskóflunni. Ekki fengust upplýsingar um líðan mannsins í gærkvöldi. Aðeins höfuðið stóð upp úr vatninu Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.