Morgunblaðið - 02.07.2010, Qupperneq 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2010
Halli Hallssyni þykir Evrópu-umræðunni snúið á haus:
Ritstjóri Fréttablaðsins sakarSjálfstæðisflokkinn um að
ganga erinda þröngra sérhagsmuna
með andstöðu við
Evrópuaðild.
Þetta er skrítin
staðhæfing.
Tveir þriðju
hlutar þjóð-
arinnar eru and-
vígir aðild.
Sjálfstæðis-
flokkurinn stend-
ur með fólkinu í
landinu.
Ritstjórinn vinnur fyrir Jón Ás-
geir Jóhannesson: manninn sem öðr-
um fremur keyrði þjóðina í þrot.
Í skjóli nætur færði lítil klíka íLandsbankanum Jóni Ásgeiri 365
fjölmiðla á silfurfati og afskrifaði
milljarða.
Klíka í æðstu stjórn AriJon-bankavinnur baki brotnu að því að
færa Jóni Ásgeiri Haga í andstöðu
við þjóðina.
Á bak við luktar dyr í lokuðumbakherbergjum vinna öfl að því
að viðhalda veldi Jóns Ásgeirs í
helstu fjölmiðlum og áhrifamesta
fyrirtæki landsins.
Aðeins útlenskir kröfuhafar íGlitni sjá manninn í réttu ljósi.
Þeir eru ekki að skafa utan af
hlutunum og kalla Jón Ásgeir og
klíku hans bankaræningja.
Spillt vinstristjórn heldur vernd-arhendi yfir þessum manni.
Ritstjóri Fréttablaðsins gengur er-inda þessa manns.“
Blöskrar ekki fleirum en Halli?
Hallur Hallsson
Umræða á haus
Veður víða um heim 1.7., kl. 18.00
Reykjavík 13 rigning
Bolungarvík 8 alskýjað
Akureyri 10 rigning
Egilsstaðir 8 rigning
Kirkjubæjarkl. 10 rigning
Nuuk 7 skýjað
Þórshöfn 11 skúrir
Ósló 22 heiðskírt
Kaupmannahöfn 19 heiðskírt
Stokkhólmur 20 skýjað
Helsinki 20 skýjað
Lúxemborg 28 heiðskírt
Brussel 29 heiðskírt
Dublin 21 skýjað
Glasgow 20 skýjað
London 25 heiðskírt
París 32 heiðskírt
Amsterdam 25 heiðskírt
Hamborg 26 skýjað
Berlín 28 heiðskírt
Vín 29 léttskýjað
Moskva 25 heiðskírt
Algarve 29 léttskýjað
Madríd 32 léttskýjað
Barcelona 26 heiðskírt
Mallorca 27 heiðskírt
Róm 30 léttskýjað
Aþena 28 léttskýjað
Winnipeg 19 skýjað
Montreal 18 léttskýjað
New York 23 heiðskírt
Chicago 22 léttskýjað
Orlando 31 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
STAKSTEINAR
VEÐUR
2. júlí Fjara m Flóð
REYKJAVÍK 3.57 0,8 10.00
ÍSAFJÖRÐUR 5.59 0,4 11.54
SIGLUFJÖRÐUR 2.04
DJÚPIVOGUR 1.04 0,5 7.01
Eyjafjarðarsveit | Heyskapur hefur gengið mjög vel
það sem af er sumri og hafa margir bændur þegar lok-
ið fyrri slætti.
Tíðarfarið hefur leikið við menn og varla hefur dott-
ið dropi úr lofti síðan sláttur hófst um 10. júní. Spretta
er góð hjá þeim sem báru snemma á og friðuðu túnin
fyrir beit. Heyvinnuvélarnar dregnar af gríðarlega öfl-
ugum traktorum eru orðnar mjög afkastamiklar og
koma töðunni í plast á undraskömmum tíma. Að eiga
mikil og velverkuð hey fyrir veturinn er afar mikilvægt
atriði í búskapnum og stuðlar að bættum hag bænda og
búaliðs.
Nú væri nokkur væta vel þegin því jarðvegur er orð-
inn mjög þurr og hreinlega kallar á rigningu. Og í gær,
fimmtudag, voru menn bænheyrðir því þá byrjaði að
rigna.
Morgunblaðið/Benjamín Baldursson
Heyskapur Stefán Ragnar Garðarsson, vinnumaður í Hleiðargarði Eyjafjarðarsveit, bindur heyið í rúllubagga.
Sarka Mrnakova frá Tékklandi og Justyna Graf frá Póllandi fela endana á plastfilmunni svo allt líti vel út.
Heyskapur hefur gengið vel
Heildarverð-
mæti seldra
framleiðslu-
vara árið
2009 jókst
um rúma 28
milljarða
króna frá
árinu á und-
an.
Það sam-
svarar 5,3%
aukningu.
Nam því heildarverðmæti seldra
framleiðsluvara 574 milljörðum
króna árið 2009.
Vísitala framleiðsluverðs hækk-
aði um 11,4% á sama tímabili og
hefur því heildarverðmæti seldra
framleiðsluvara dregist saman um
61% að raungildi.
Þetta kemur fram í Hagtíðindum
sem Hagstofa Íslands gaf út í gær.
Aðallega fiskur og málmar
Líkt og verið hefur vegur fram-
leiðsla fiskafurða og málma
þyngst. Hlutur fiskafurða var
34,8% af heildarverðmætinu og
hlutur málmframleiðslu nam
33,4%.
Ef heildarverðmæti seldra fram-
leiðsluvara árið 2009 að undan-
skildum fisk- og málmframleiðslu
er skoðað kemur í ljós að það nem-
ur um 183 milljörðum króna.
Það er heldur minna en árið
2008 og nemur samdrátturinn um
fjórum milljörðum króna.
Framleiðsla fiskafurða jókst um
23% milli ára. Framleiðsla mat- og
drykkjarvara, utan fiskafurða,
jókst um 10,4% og nam hún 7,5
milljörðum króna.
Hlutfallslega jókst verðmæti
seldra framleiðsluvara mest í fram-
leiðslu á pappír og pappavörum.
Nam sú aukning um 580 milljónum
króna sem samsvarar 29% aukn-
ingu frá fyrra ári.
hjaltigeir@mbl.is
Aukning
um 28
milljarða
Verðmæti seldra
framleiðsluvara jókst
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
kveðið upp úrskurð þess efnis að
kröfur nokkurra erlendra banka í
þrotabú Samsonar eignarhalds-
félags hafi fallið niður sökum vanlýs-
ingar. Samtals hljóðuðu kröfur
bankanna upp á rúmar 2,1 milljón
evra sem samsvarar um 330 millj-
ónum króna.
Úrskurðir Héraðsdóms eru tveir.
Annars vegar var um að ræða mál 13
banka gegn þrotabúi Samsonar sem
hljóðaði upp á tæpar 466 þúsund evr-
ur auk vaxta. Hins vegar kröfu 8
banka á hendur þrotabúinu sem
hljóðaði upp á 1,65 milljónir evra auk
vaxta.
Meðal banka sem lögðu fram kröf-
urnar má nefna Commerzbank Int-
ernational.
Bankarnir höfðu haft uppi kröfu á
hendur þrotabúinu vegna innstæðu á
reikningi í Landsbanka Íslands hf.
Helgi Birgisson hrl., skiptastjóri
Samsonar, viðurkenndi ekki kröf-
urnar á grundvelli vanlýsingar. Taldi
hann þær of seint fram komnar og að
auki væru þær ónákvæmar. Bank-
arnir fóru því fram á að Héraðsdóm-
ur úrskurðaði í málinu.
Dómari hafnaði kröfum bankanna
og staðfesti ákvörðun skiptastjóra
Samsonar. Að auki þurfa bankarnir
að greiða allan málskostnað.
Samson var eignarhaldsfélag
Björgólfsfeðga og fór áður fyrir ráð-
andi hlut í Landsbankanum. Félagið
var tekið til gjaldþrotaskipta 12. nóv-
ember 2008. hjaltigeir@mbl.is
Dómstóll staðfesti ákvörðun
skiptastjóra Samsonar
Kröfur erlendra banka fallnar niður sökum vanlýsingar