Morgunblaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 10
Hönnuðurinn Franc-isco Costa, sem starfarfyrir Calvin Klein,hefur ákveðið að hefja framleiðslu á litla, hvíta hlýrakjólnum sem Alicia Silverstone gerði frægan í kvikmyndinni Clueless. Það var eigandi fata- merkisins Confederacy, Ilaria Urbinati, sem bað Costa um að koma kjóln- um í búðir en hún út- skýrði fyrir honum að ást hennar á hönnun Calvin Klein byggðist að miklu leyti á því hve mikið hún hreifst af hvíta kjólnum sem hún sá í Clueless þegar hún var táningur. Fyrir þá sem ekki muna eftir kjólnum þá klæðist Alicia Silverstone honum, eða réttara sagt persónan Cher, í einu atriðinu þegar hún gengur niður stigann heima hjá sér og er á leiðinni út að skemmta sér. Pabbi hennar spyr: Cher, í hverju ertu? Cher: Kjól! Pabbinn: Segir hver? Cher: Calvin Klein! Pabbi hennar skipar henni því næst að hylja sig aðeins betur og þá fer hún í gegnsæja kápu. Kjóllinn verður framleiddur í tveimur litum, rauðum og hvítum, og verður til sölu á heimasíðu Confederacy. Fyrir þá sem hafa áhuga þá kostar kjóllinn ekki nema um 130 þúsund krónur. Litli hvíti Calvin Klein-kjóllinn hefur ekki gleymst Kjóllinn Rauð útgáfan af hvíta kjólnum sem sást í Clueless. Clueless-kjóll kominn í sölu Morgunblaðið/Ómar Gleðilegt og litríkt Símaskraut, hálsmen og eyrnalokkar sem Kristjana hefur búið til með ullina sem aðalefnivið. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Frá því ég man eftir mér hefég verið að skapa meðhöndunum. Þegar ég varlítil var ég alltaf að teikna og ég bjó líka til allskonar húsgögn úr pappír og stundum heilu húsin. Mér finnst bara svo gaman að búa eitt- hvað til með höndunum, það hefur ekkert breyst,“ segir Kristjana Björk Traustadóttir, 22 ára yngismey sem undanfarin tvö ár hefur verið að hanna og búa til allskonar skart þar sem uppistaðan er rammíslensk þæfð ull. „Þegar ég byrjaði að búa til skart þá prófaði ég mig áfram með allskonar efnum. Ég gerði mikið úr perlum og líka fímóleir en ég fann ekki það efni sem hentaði mér fyrr en ég komst í tæri við ullina. Ég hef allt- af verið hrifin af því sem gert er úr þæfðri ull svo ég skellti mér með mömmu á þæfingarnámskeið í Borg- arnesi. Eftir það hef ég verið óstöðv- andi og það er gaman að prófa sig áfram með ullina. Ég móta ýmis form úr henni, kúlur og kassa og nota svo allskonar efni með, hraunmola, fersk- vatnsperlur, skeljar, steina, gler, málm og fleira, en ég nota ekki plast,“ segir Kristjana sem tekur fram að hún noti læknastál í eyrnalokkafest- ingarnar til að forða fólki frá ofnæmi. Fór á ullarþæfingarnámskeið Kristjana býr til símaskraut, lyklakippur, eyrnalokka, hálsmen og armbönd í öllum regnbogans litum. „Ég kaupi ullarkembur sem hafa verið litaðar en ég nota líka ólitaða ull í sauðarlitunum. Svo sest ég bara nið- ur hvar sem ég kem því við heima hjá Hin íslenska Pelé er með friðlausa fingur Hún notar hverja stund sem hún á aflögu til að búa til PELE-skart úr þæfðri ull, skeljum, steinum og allskonar dóti. Hún er sérlega ljós á hörund og hár en einmitt þess vegna er hún kölluð Pele, eftir hörundsdökku knattspyrnuhetjunni. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2010 10 Daglegt líf Ólöf Jakobína Ernudóttir heldur úti þessari skemmtilegu bloggsíðu um ýmislegt sem viðkemur hönnun. Ólöf Jakobína er lærður innanhússhönn- uður frá Istituto Superiore di Archi- tettura e Design í Mílanó á Ítalíu og hefur þar að auki unnið sem stílisti og blaðamaður, m.a. fyrir Hús og hí- býli og Gestgjafann. Þá hefur verið fjallað um hönnun hennar í íslenskum sem erlendum tímaritum og dag- blöðum. Ólöf Jakobína setur reglulega inn vel myndskreyttar færslur sem fjalla um allt frá forvitnilegum verslunum í Amsterdam, Fjällräven-bakpokum og listasýningum til kaffihúsa og lista- verka úr diskum eða polaroid- myndum. Þá bloggar hún um fallega innréttuð heimili, sýnir myndaþætti sem hún hefur gert fyrir Gestgjafann auk þess að selja hluti sem hún lumar á, t.d. kökudiska og snaga (sem hún bjó til sjálf), loftljós og hnífaparasett. Allir þeir sem hafa gaman af að skoða hönnunarblogg, sérstaklega þau sem haldið er úti af lærðum hönnuðum með mikla þekkingu og næmt auga fyrir fallegri hönnun og sniðugum lausnum, ættu að hafa gaman af síðunni hennar Ólafar Jak- obínu. Vefsíðan www.olofjakobina.blogspot.com Falleg hönnun, matur og bakpokar Mér þykja gælunöfn ogviðurnefni skemmtileg.Ofboðslega skemmti-leg. Alveg hreint hrika- lega yfirgengilega agalega skemmti- leg. Skemmtó. Sjálfur heiti ég nafni sem erfitt er að stytta í gælunafn og viðurnefni hafa ekki tollað. Ég hef þó verið kenndur við rokk, bassa, barta og auðvitað rauðan af aug- ljósum ástæðum. Til skamms tíma var ég kallaður dr. Oddur, Batman, Ginger og Lilli og í ákveðnum kreðs- um er ég ennþá stundum nefndur Skúlfurinn. Kanadískar stelpur sem ég kynntist í París kalla mig Iceman eða Ísmanninn. Ekkert hefur enn fest varanlega við mig og hlotið al- menna viðurkenningu. Spæling. Í von um að einhver launi greið- ann er ég duglegur við að gefa fólki viðurnefni eða uppnefna það á ein- hvern hátt. Síðast gerðist það þegar félagi minn safnaði sér í myndar- legan „doughnut“, efrivarar- og hökuskegg. Með það var hann alveg eins og eiginmaður Gaby Solis í Despó – Jónas varð Carlos. Þennan sama gæðing kölluðum við vinirnir gjarna Naza í fornöld og var það til þess eins að við gætum talað um „das Nazi Party“ þegar hann hélt samkvæmi. Það voru ævinlega bestu teitin og okkur fannst óbæri- lega fyndið að kenna þau við þessi vafa- sömu pólitísku samtök. Annar vinur minn er Egilsson og kölluðum við hann því Eagles, sem hljómar vel að merkja eins og engilsöxuð útgáfa af Egils. Það tolldi um tíma. Annan kölluðum við Hjössarokkið en sá heitir Hjörtur og var mikill töffari. Allavega eftir að hann var rekinn úr skátunum. Samdráttur eiginnafns, millinafns og/eða eftirnafns er líka skemmtileg aðferð við að nefna fólk. Góð dæmi eru Grísberg, Kralda, Brós og Frómar. Lesanda er eftirlátið að geta sér til um hvaða nöfn eru hér samandregin. Ótrúlega vegleg verð- laun verða kannski ekki veitt fyrir djörfustu kenninguna. Eitt er það viðurnefni sem öllum öðrum slær við. Festist það við Jón nokkurn sem var sviðs- maður í leikhúsi hér í bæ fyr- ir óralöngu. Hann var kall- aður Jón mínus. Ekki þó af því að hann væri allt- af í mínus eða talna- glöggur. Nei. Það var af því að hann dró frá tjöldin í leik- húsinu. Epísk tímamóta- snilld, geri aðrir betur. Skúli Á Sigurðsson skulias@mbl.is »Til skamms tíma varég kallaður dr. Oddur, Batman, Ginger og Lilli og í ákveðnum kreðsum er ég ennþá stundum nefndur Skúlfurinn. Kanadískar stelpur sem ég kynntist í París kalla mig Iceman … Heimur Skúla Á sumrin er allra veðra von hér á landi og það ættu landsmenn að þekkja. Því miður er ekki alltaf sól og blíða heldur koma inn á milli dagar þar sem hellirignir og vindurinn feyk- ir manni næstum um koll. Það er auð- velt að svekkja sig á þannig veðri en þar sem maður getur ekki breytt því, sama hvað maður reynir, ætti maður að njóta þess. Það er t.d. fátt meira frískandi en að fara í góðan göngutúr í rigning- unni. Maður hressist allur við og verður tilbúinn í hvað sem er. Endilega... ... farið í göngutúr í rigningunni Morgunblaðið/Golli Regn Það er hressandi að vera úti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.