Morgunblaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2010 „Fátækt í Reykjavík er býsna skipulögð og virðist stað- bundin í ákveðnum borg- arhverfum og vera jafnan með- al sömu fjöl- skyldna. Þennan veruleika þurf- um við að kort- leggja nákvæmlega svo raunveru- lega sé hægt að bæta úr,“ segir sr. Bjarni Karlsson. Velferðarráð Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í vikunni að fela vinnuhópi, sem Bjarni mun leiða, að koma með tillögur um það hvernig borgin og aðrar velferðarstofnanir geta betur stutt við þá Reykvíkinga sem höllum fæti standa. Hópurinn verður skipaður pólitískum fulltrú- um, embættismönnum og fræðifólki á sviði félagsvísinda. Afraksturinn af starfi hópsins á að liggja fyrir í byrjun næsta árs og væntir Bjarni þess að fyrirliggjandi upplýsingar þá geti orðið afl til raunverulegra úrbóta. Vilji nýs meirihluta í borg- arstjórn Reykjavíkur standi til þess. Bjarni hefur þjónað sem sókn- arprestur í Reykjavík sl. tólf ár og kveðst á þeim tíma hafa séð fátækt í ýmsum birtingarmyndum. „Í meintu góðæri kom um það bil tveggja ára tímabil þegar minni þörf var fyrir matargjafir eða ann- an stuðning. Nú er aftur kallað eftir slíku og það í mjög vaxandi mæli. Hins vegar virðist mér ekki þurfa svo mikið til að bæta stöðu þess fólks, þannig að stuðningur komi því í sjálfbæra stöðu. Hér mun ekki síst reyna á breytt hugarfar.“ Vinnuhópinn segir Bjarni munu byggja starf sitt m.a. á gögnum til dæmis frá velferðarsviði Reykja- víkurborgar, ríkinu og fleiri. Jafn- framt verði tekin viðtöl við fólk sem þekki til aðstæðna og því eigi fljótt að sjást hvernig landið liggur. sbs@mbl.is Ætla að kortleggja fátæktina í Reykjavíkurborg  Úttekt starfshóps og tillögur til að- gerða væntanlegar í byrjun næsta árs Bjarni Karlsson Nokkrir sýslumenn munu á næstu vikum og mánuðum flytjast um set milli embætta. Þetta er skv. ákvörð- un Rögnu Árnadóttur dóms- málaráðherra sem breytt hefur skipan sýslumannsembætta með hliðsjón af breytingum á lögum um framkvæmdarvald í héraði. Guðmundur Sophusson, sýslu- maður í Hafnarfirði, tekur við emb- ætti í Reykjavík 1. nóvember nk. Guðgeir Eyjólfsson, sýslumaður í Kópavogi, sinnir embættinu í Hafn- arfirði út október á næsta ári. Þá hefur Úlfari Lúðvíkssyni, sýslu- manni á Patreksfirði, verið falið að gegna embætti á Ísafirði til júní- loka á næsta ári. sbs@mbl.is Ráðherra flytur sýslumenn um set og milli embætta Ástand atvinnumarkaðarins hefur leitt til þess að fólk með kennara- menntun, sem hefur verið í öðrum störfum, hefur sótt inn í skólana í auknum mæli að sögn Eiríks Jóns- sonar, formanns Kennarasambands Íslands. Hann segir söguna endurtaka sig þegar kreppir að á atvinnumarkaðn- um. „Þetta hefur alltaf gerst þegar þrengt hefur að. Sama þróun var frá árinu 1990-1995 en þá var fólk, sem sagt var upp í betur launuðu starfi, að sækja inn í skólana,“ segir Eirík- ur. Á meintum góðæristímum hafi jafnvel ekki verið búið að ráða í allar stöður kennara þegar skólar byrjuðu. „Ef horft er til at- vinnuleysis kenn- ara í samanburði við atvinnuleysi almennt á landinu þá er það þó mjög lítið. Miðað við þær skrár sem við höfum séð, gæti atvinnuleysi kenn- ara legið nálægt 1% á meðan það eru ein 8-9% á landsvísu,“ segir Eiríkur og bætir við að atvinnuleysi í þessari stétt hafi verið nánast óþekkt. „Það er nánast hægt að telja það á fingr- um sér, fólk sem hefur lent inn á at- vinnuleysisskrá í kennarastétt í gegnum árin. Þannig að þetta er gríðarleg aukning. En þetta skýrist ekki fyrr en í ágúst, hvernig staðan verður nákvæmlega,“ segir hann og telur að ekki verði vandamál að manna skólana í haust. gunnthorunn@mbl.is Kennarar sækja í skólana  Atvinnuleysi hjá kennurum nánast óþekkt hingað til og því talsverð breyting  Sagan endurtekur sig þegar þrengir að og kennarar sækja aftur í skólana Mismunandi milli svæða » Erfiðara er að fá vinnu sem kennari á höfuðborgarsvæðinu og jafnvel Akureyri en víða í dreifbýlinu. » Endanleg mynd af því hversu vel hefur tekist að manna skólana kemur ekki fyrr en á haustmánuðum þessa árs. Eiríkur Jónsson STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Stórlaxinn er svo sannarlega mættur í Laxá í Aðaldal. Nokkrir tuttugu pund- arar hafa veiðst á svæðum Lax- árfélagsins og í vikunni veiddist sá stærsti þetta sumarið, þegar Klaus Fri- mor veiddi 105 cm hæng á Vitaðsgjafa á Nesveiðum. Viðstaddir töldu laxinn hafi vegið 25 pund. Veiði á Nessvæðinu hófst ekki form- lega fyrr en í gær en bændadagar voru fyrr í vikunni og þá náði Frimor í þenn- an glæsilega fisk á hálfstommu Sunray Shadow-túpu. „Ég hef ekki séð svona mikið af laxi hér á þessum tíma síðan 1987,“ sagði Árni Pétur Hilmarsson í Nesi. Veiðin á bændadögunum, sem var þó hóflega stunduð, var eftir því; 22 laxar færðir til bókar. „Ég dró niður meðalvigtina þeg- ar ég fékk einn 10 punda; hitt eru allt laxar 15 til 25 pund,“ sagði hann og hló. Tuttugu pundari í Haffjarðará Fyrsti 100 cm lax sumarsins veiddist í Haffjarðará í fyrradag. Franskur veiðimaður hafði þá sett í tvö sann- kölluð tröll en misst bæði, er hann setti í þann þriðja í Hanlon, og náði að landa þessum stóra hæng. Veiðin byrjar vel í Miðfjarðará og mikið er af stórum fiski. Í fyrradag voru um 130 laxar veiddir og þar af var tæplega helmingur yfir 80 cm. Ljósmynd/Árni Pétur Hilmarsson Stórlaxar Klaus Frimor með 105 cm langan hænginn sem hann veiddi á Vitaðsgjafa á Nessvæðinu í Aðaldal. Töldu laxinn hafa vegið 25 pund  Tíu pundari dró niður meðalvigtina á bændadögum á Nesveiðum  Nær helmingur stórlaxar í Miðfirði Grímsá í Borgarfirði er ein þeirra laxveiðiáa sem þar sem veiðin hófst með látum í sumar en fyrsta hollið fékk yfir 70 laxa, um alla á. Nokkuð hægðist á tökunni hjá öðru hollinu, sem veiddi 28. Þriðja hollið sem lauk veiðum í vikunni, endaði nánast á pari við það, með 27 laxa. „Það er í raun ótrúlega lítil veiði miðað við þann laxafjölda sem virðist vera í ánni,“ segir einn veiðimannanna, Kjartan Þorbjörnsson sem veiddi ásamt eiginkonu sinni. Hann segir suma veiðistaði árinnar hreinlega pakkaða af laxi. „Undir Laxfossi mátti sjá laxafleka upp á 50 til 80 laxa sem renndu sér sífellt á eftir gáruflugum og ofarlega í ánni voru Kota- kvörn og Efstihylur kraumandi af æstum laxi. Flestallir staðir upp að Stekkjarstreng héldu löxum; Svartistokkur, Viðbjóður, Kokkshylur og Strengir geymdu laxafjöld. Hollið fékk hins vegar á sig hina alræmdu vestanátt heila daginn og datt þá öll taka niður þrátt fyrir mikið líf. Þegar vindáttin breyttist síðasta morguninn komu 18 laxar á land.“ Laxaflekar upp á 50 til 80 laxa STERKAR LAXAGÖNGUR OG GÓÐ VEIÐI Í GRÍMSÁ Í veiðiham Júlía Þorvaldsdóttir þreytir lax við Laxfoss í Grímsá. „Við erum þess fullviss að áfram verði fullur grundvöllur fyrir flugi til Vestmannaeyja þrátt fyrir að að- stæður séu að breytast,“ segir Ás- geir Örn Þorsteinsson, sölu- og markaðsstjóri Flugfélagsins Ernis. Ernir hefur reglulegt áætlunar- flug til Vestmannaeyja 4. ágúst. Farnar verða tvær ferðir alla daga vikunnar, sú fyrri að morgninum og hin síðari í eftirmiðdaginn. Flugtím- inn er rétt um tuttugu mínútur og flogið verður á JetStream 32- skrúfuþotu sem tekur nítján far- þega. Flugfélag Íslands fleytir rjómann fram yfir verslunarmannahelgi en hættir strax eftir þjóðhátíð þegar höfn í Bakkafjöru verður komin í gagnið, en þangað mun Herjólfur sigla fjórum til fimm sinnum á dag. Farþegar í flugi milli Reykjavík- ur og Vestmannaeyja hafa undan- farin ár verið um það bil 33 þúsund á ári hverju. Ásgeir Örn segir for- svarsmenn Ernis vænta þess að þrátt fyrir bættar samgöngur á sjó muni margir áfram nýta sér flugið. „Við teljum ekki óvarlegt að ætla að farþegar verði 20-25 þúsund á ári og með því ætti flug á þessari leið að standa vel undir sér. Fyrir fólk sem þarf dagsferðir til Eyja verður flugið áfram mjög góður kostur og með því má spara mikinn tíma,“ segir Ásgeir. Síðastliðin fjögur ár hefur Ernir flogið til Hafnar í Hornafirði, Sauð- árkróks, Bíldudals og Gjögurs. Jöfn stígandi hefur verið í flugi til þess- ara áfangastaða en með Eyjaflugi er þess vænst að farþegum með vélum félagsins fjölgi um helming. sbs@mbl.is Ernir til Eyja í ágústbyrjun  Vænta 20-25 þúsund flugfarþega á ári Eyjaflug Farnar verða tvær ferðir til Eyja alla daga vikunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.