Morgunblaðið - 02.07.2010, Side 16

Morgunblaðið - 02.07.2010, Side 16
Gísli Baldur Gíslason gislibaldur@mbl.is Lýsing hefur höfðað fyrsta málið á hendur skuldara eftir að dómur Hæstaréttar féll um lögmæti gengistryggingar lána þann 16. júní síðastliðinn. Málið er það fyrsta sinnar teg- undar, þ.e.a.s. það fyrsta sem er rekið eftir breyttri kröfugerð þar sem þess er ekki krafist að greitt verði samkvæmt gengistryggingu. Málið var þingfest fyrir héraðsdómi í gær og verður flutt næsta miðvikudag. „Menn telja réttaróvissu vera uppi um þetta málefni og það er verið að leitast við að eyða henni,“ segir Helgi I. Jónsson, dómstjóri Hér- aðsdóms Reykjavíkur. Hann segir að dóms- og mannréttindamála- ráðuneytið hafi ekki beitt sér fyrir því að mál- inu yrði flýtt. Stefnandi og stefndi hafi eingöngu komið sér saman um flýtinguna, hagsmunir beggja aðila séu að efnisdómur verði kveð- inn upp sem fyrst. „Kröfugerð Lýsingar í þessu máli fjallar aðallega um hvort það sé hægt að breyta samningum eftir á þar sem Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að gengistryggingarákvæðin séu ólögmæt. Þess vegna vill Lýsing láta reyna á, fyrst þau ákvæði voru ólögmæt, hvort önnur komi í samninginn til uppfyllingar,“ segir Jóhannes Árnason, verjandi skuldarans og lögmaður hjá JÁS Lögmönnum. „Þeir hafa stefnt umbjóðanda mínum til greiðslu og miða annað hvort við verðtryggða eða óverðtryggða vexti Seðlabankans. Lýsing heldur því fram að forsendubrestur hafi orðið varðandi upphæð vaxtaálagsins í samningnum og telur það allt of lágt. Þeir velta upp í kröfu- gerð sinni nokkrum valkostum fyrir dómarann til að velja um hvað eigi að taka við.“ Kröfur Lýsingar nema allt frá 1,3 milljónum króna auk dráttarvaxta niður í 120 þúsund krónur auk dráttarvaxta. „Við teljum að það sé alls enginn vafi um að það sé ekki hægt að breyta samningum eftir á. Lögin eru skýr, hvað þetta varðar. Í flestum lagaákvæðum sem kveða á um að hægt sé að breyta samningi eftir á er yfirleitt miðað að því að breytingin sé neytandanum í hag,“ segir Jó- hannes. Lýsing höfðar fyrsta málið eftir dóm  Mál Lýsingar gegn skuldara var þingfest í gær  Hlýtur flýtimeðferð í héraðsdómi og verður flutt næsta miðvikudag  Vilja breyta samningi eftir á í ljósi niðurstöðu Hæstaréttar um gengistryggingu Jóhannes Árnason „Varakröfurnar hefðu getað orðið upp undir tugur og af mjög ólíkum toga,“ segir Sigurmar K. Albertsson, lögmaður Lýs- ingar hf. og SP-fjármögnunar, inntur eftir því hvers vegna varakrafa um leiðréttingu hefði ekki verið gerð í fyrstu málunum sem vörðuðu lögmæti gengistryggingar. Hann kveður að það hafi verið talið rétt að leggja spurninguna, hvort gengistrygging lánanna væri lögmæt eða ekki, skýrt og skorinort fyrir dóm. skulias@mbl.is Einfölduðu málið ENGIN VARAKRAFA Í FYRSTU MÁLUM 16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2010 Tilmæli Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins FRÉTTASKÝRING Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Tilmæli Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands til fjármálafyrir- tækja vegna óskuldbindandi gengis- tryggingarákvæða sem gefin voru út í fyrradag virðast veita fjármálafyrirtækjum sjálfdæmi um mat á því að hvaða lánasamningum tilmælin beinast. Í tilmælum Seðla- banka Íslands og Fjármálaeftirlits- ins segir: „Lánasamningar sem að mati viðkomandi fjármálafyrirtækis innihalda óskuldbindandi gengis- tryggingarákvæði sbr. framan- greinda dóma Hæstaréttar verði endurreiknaðir.“ Fjármögnunarfyrirtækjunum er þannig í sjálfsvald sett að meta hvort dómarnir taki til gengistryggðra lánasamninga sinna eða ekki. Mismunandi viðbrögð Fjármögnunarfyrirtækin hafa brugðist við þessum tilmælum á mis- munandi hátt en flest þeirra sem veittu gengistryggð húsnæðislán virðast líta svo á, að svo stöddu, að ekki sé ástæða til að leiðrétta þau í samræmi við tilmæli Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. SP-fjármögnun hefur ákveðið að gengistryggðir samningar fyrirtækisins verði endurreiknaðir samkvæmt tilmælunum. Íslandsbanki sendi og frá sér yfir- lýsingu í gær þess efnis að gengis- tryggð bílalán og kaupleigusamn- ingar bankans féllu undir tilmæli eftirlitsstofnananna en þar segir jafnframt að verið sé að meta hvort aðrir samningar falli undir tilmælin. Þá hefur Arion banki einnig sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að verið sé að kanna erlenda lánasamninga fyrirtækisins en vænta má að þeirri vinnu ljúki í næstu viku, að því er fram kemur í yfirlýsingu Arion banka. Kristján Kristjánsson, upplýs- ingafulltrúi Landsbankans, segir ekki enn ákveðið af hálfu bankans hvort tilmælin taki til gengis- tryggðra húsnæðislána bankans. „Þetta tekur í augnablikinu til þeirra lána sem við teljum dóma Hæsta- réttar eiga við, þ.e. bara bílalánanna í bili. Við höfum ekki klárað skoðun á húsnæðislánunum. Þetta eru mjög mismunandi samningar og það er misjafnt eftir formum þeirra hvort lögmenn telja þá falla undir for- dæmið eða ekki,“ segir Kristján. Telja fordæmið skýrt Fræðimenn sem Morgunblaðið hefur rætt við í umfjöllun sinni um dóma Hæstaréttar taka í annan streng og segja dómana ganga jafnt yfir bíla- og húsnæðislán. Eyvindur G. Gunnarsson, lektor í lögfræði, sagði í samtali við Morgunblaðið: „Dómurinn er algerlega fordæmis- gefandi. Hann er þannig skrifaður af Hæstarétti að það er enginn í vafa um það. Það skiptir engu máli hvort það er bíll, hús eða eitthvað annað. Fullyrðingar um það að samningar séu ólíkir og það takmarki fordæmisgildi dómsins fá ekki stað- ist.“ Fjármögnunarfyrirtæki meta fordæmisgildi dóma  Fyrirtækjum í sjálfsvald sett að meta til hvaða samninga tilmæli FME taka Morgunblaðið/Ómar Tilmæli Seðlabankinn og FME beindu þeim tilmælum til lánafyrirtækja að endurreikna gengistryggð lán eftir lægstu óverðtryggðu vöxtum SÍ. Halldór Jörg- ensson, forstjóri Lýsingar, segir að fyrirtækið muni fara að til- mælum Seðla- bankans og FME um endur- útreikning gengistryggðra lána. Þar sem dómur Hæsta- réttar og þar með tilmælin nái að mati Lýsingar ekki til fjármögn- unar- og rekstrarleigusamninga muni þeir standa óhaggaðir. Rökstyður Halldór það með því að í slíkum samningum sé ekki um að ræða lán. Hæstiréttur skar ekki úr um aðra gengistryggingu en þá sem lýtur að lánsfé í íslenskum krónum. skulias@mbl.is Lýsing mun fylgja tilmælum SÍ og FME eins langt og þau ná Halldór Jörgensson „Ég á frekar von á því að við mun- um fara þessa leið [skv. tilmæl- unum] en síðan er alveg ljóst að til þess að fá úr þessu skorið þarf þetta að fara fyr- ir dómstóla,“ segir Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Avant. Hann segir að þó tilmælunum verði fylgt muni lánþegar ekki tapa betri rétti. Hann kveður tilmælin kalla á mikla vinnu við að endurreikna lán- in, samningarnir séu margir og inn- byrðis ólíkir. Þá hafi Avant komið til móts við lánþega með ýmsum hætti og það flæki útreikninga enn frekar. skulias@mbl.is Munu líklega hlíta tilmælum en loka- orðið er dómstóla Magnús Gunnarsson Fjármálafyrirtækin kveða húsnæðislánasamninga ólíka bílalánasamn- ingum og því óljóst hvort fordæmisgefandi dómar Hæstaréttar taki til þeirra. Í gengistryggðum húsnæðislánasamningi sem Morgunblaðið hef- ur undir höndum segir þó skýrt: 1. gr. Lán þetta er bundið kaupgengi á ofangreindum myntum [CHF og JPY.] 2. gr. Höfuðstóll skuldarinnar breytist í hlutfalli við breytingar á sölu- gengi hverrar myntar. ÁKVÆÐI ÚR GENGISTRYGGÐUM HÚSNÆÐISLÁNASAMNINGI Í 4. gr. þess samnings sem Hæstiréttur dæmdi ólögmætan í máli Lýsingar segir: „Samningur þessi er gengistryggður og eru allar fjárhæðir bundnar er- lendum/innlendum myntum í eftirfarandi hlutföllum og taka mið af þeim á hverjum tíma: USD: 15%, JPY 10%, EUR 20%, CHF 5%, ISK 50%. Gengi/vísitala gjaldmiðla miðast við útborgunardag samnings.“ ÁKVÆÐI ÚR GENGISTRYGGÐUM BÍLALÁNSSAMNINGI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.