Morgunblaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 18
18 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2010
N1 hefur sagt upp samningi við Ríkiskaup um sölu á
eldsneyti og olíum fyrir ökutæki og vélar. Samning-
urinn er upp á eina og hálfa milljón eldsneytislítra á
ári, sem þýðir að verðmæti hans skiptir hundruðum
milljóna árlega. Að sögn Hermanns Guðmundssonar,
forstjóra N1, segir fyrirtækið samningnum upp vegna
forsendubrests. „Skilyrði útboðsins voru þau að af-
slættir væru fastir í prósentum. Þegar við gerðum til-
boðið gáfum við okkur, eins og gefur að skilja,
ákveðnar forsendur. Skömmu eftir að við fengum
samninginn hóf ríkið að hækka álögur á eldsneyti, sem
gerði að verkum að samningurinn var ekki lengur
þolanlegur fyrir félagið,“ segir hann.
Hermann segir fyrirtækið vera þeirrar skoðunar að
meiri hækkanir séu í farvatninu, og því hafi ákvörð-
unin verið fyrirbyggjandi aðgerð til að verja félagið
gegn því að þurfa að greiða með eldsneytinu í framtíð-
inni.
Samningurinn hljóðar upp á 13% afslátt af almennri
verðskrá. Hermann segir að viturlegra væri að afslátt-
urinn væri föst krónutala, því álögur ríkisins af elds-
neyti virki þannig að fyrirtækið verði að gefa afslátt af
þeim líka. Þar með væri félagið farið að greiða með
eldsneytinu. „Og það er í fyrsta lagi bannað og í öðru
lagi ekki arðbær viðskipti,“ segir hann.
Magnús G. Sigurgeirsson, verkefnastjóri hjá Ríkis-
kaupum, segir að ekki þurfi að fara fram nýtt útboð í
bráð, þar sem einnig hafi verið gerður rammasamn-
ingur við Olís. Aðspurður hvort til greina komi að
breyta fyrirkomulaginu þannig að afsláttur verði föst
krónutala frekar en hlutfall af verðskrá, segir hann að
það verði tekið til athugunar. ivarpall@mbl.is
N1 segir upp hundraða milljóna
króna samningi við Ríkiskaup
Morgunblaðið/Ernir
N1 Forstjórinn segir félagið hafa sagt upp samningnum vegna aukinna álagna ríkisins á eldsneyti.
ÞETTA HELST ...
Sigurgeir B. Kristgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í
Vestmannaeyjum, segir ríkisstjórnina
halda „fyrningarsvipu“ yfir sjávarút-
veginum. Á meðan svo sé verði ekki
ráðist í frekari fjárfestingar og fram-
kvæmdir, svo sem við endurnýjun hús-
næðis og vinnslutækja. Sigurgeir segir
rekstur ársins 2009 hafa gengið vel,
þrátt fyrir áföll á borð við loðnuveiði-
bann. Rekstrartekjur ársins námu
tæplega 58 milljónum evra, og hagn-
aður 5,6 milljónum, eða sem samsvarar
tæplega 900 milljónum króna. Þetta
kom fram á aðalfundi félagsins nýver-
ið. Þrátt fyrir þessa góðu afkomu segir
Sigurgeir að „rekstur félagsins [þoli]
einfaldlega ekki að farið verði að fyrna
aflaheimildir og ríkisvæða þannig
sjávarútveginn í áföngum í samræmi
við þennan gæfulausa boðskap úr
Stjórnarráði Íslands.“
Færa reikninga í evrum
Athygli vekur að Vinnslustöðin kýs
að nýta sér lagaheimild til þess að færa
reikninga sína í evrum. Í tilkynningu
frá félaginu segir að tekjur og skuldir
séu að mestu í erlendri mynt, og því
rökrétt að reikningar séu færðir með
þessum hætti. Væri umreiknað í ís-
lenskar krónur gæfi það bjagaða mynd
af stöðu rekstrarins. Eigið fé í lok síð-
asta árs var um 30 milljónir evra og
eiginfjárhlutfall tæp 33%. Sömu reikn-
ingar í íslenskum krónum gæfu til
kynna að eigið fé væri neikvætt um 872
milljónir króna, og eiginfjárhlutfallið
neikvætt um 8,7%. Á aðalfundinum var
samþykkt að hlutafé skyldi skráð í evr-
um, og 18% arðgreiðsla gerð með sama
gjaldmiðli. einarorn@mbl.is
Vinnslustöðin skilar tæplega
900 milljóna rekstrarhagnaði
Þakkar starfsfólki og fiskveiðistjórnunarkerfi árangurinn
Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson
Loðnuvinnsla Loðnuveiðibann hafði neikvæð áhrif á rekstur Vinnslu-
stöðvarinnar á síðasta ári, en kom þó ekki í veg fyrir að hún skilaði hagnaði.
● Birkir Hólm
Guðnason, for-
stjóri Ice-
landair, er á
forsíðu nýjasta
tölublaðs Air-
line Business,
sem fjallar um
starfsemi flug-
félaga í heim-
inum.
Stórt viðtal
er við Birki Hólm í blaðinu og þar segir
hann m.a. að bankahrunið og eldgosið í
Eyjafjallajökli hafi verið stærsta al-
mannatengslavandamál félagsins frá
upphafi. Um eldgosið segir hann: „Þeg-
ar litið er til skamms tíma hafði það
slæm áhrif, því fólk hætti að panta
ferðalög. Til lengri tíma eru áhrifin já-
kvæð, því fólk hefur fræðst um Ísland
og fjöldinn allur af fólki vill heimsækja
nýjasta svæði jarðarinnar.“ Hann segir
að nú sé fjöldi pantana aftur orðinn
eðlilegur. Eyjafjallajökull hafi hreinlega
sett Ísland á landakortið.
Birkir segist áætla að tap Icelandair
vegna eldgossins nemi um 900 millj-
ónum króna. Þó búist hann við góðu
rekstrarári og svipaðri eða betri af-
komu en árið 2009.
Forstjóri Icelandair
á forsíðu Airline
Business
● Markaðsstofa Suðurnesja hefur tekið
yfir rekstur Upplýsingamiðstöðvar
ferðamála í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
af Sandgerðisbæ, með samþykki Isavia
ohf., sem áður hét Keflavíkurflugvöllur
ohf., og Ferðamálastofu. Fyrir rekur
Markaðsstofan Upplýsingamiðstöð
Suðurnesja í Reykjanesbæ. Markaðs-
stofan hefur jafnframt samið við ITA
um að halda úti alhliða bókunarþjón-
ustu í tengslum við Upplýsingamiðstöð-
ina í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Á næstu
dögum verða gerðar breytingar í komu-
sal á útliti og starfsaðstöðu við Upplýs-
ingamiðstöðina til að geta sinnt bók-
unarþjónustunni betur. „Með því að
bjóða upp á aukna þjónustu í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar vonast Markaðsstofan
og Isavia ohf. til þess að erlendir ferða-
menn verði ánægðari og öruggari um
ferðir sínar um Ísland,“ segir í tilkynn-
ingu sem Markaðsstofa Suðurnesja
sendi frá sér í gær.
Tekur við upplýsinga-
miðstöð í Leifsstöð
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Íslandsbanki sendi í gær frá sér árs-
hlutareikning fyrir fyrsta fjórðung
þessa árs. Rekstrarafgangur bank-
ans á þessu tímabili nam 3,6 millj-
örðum króna. Til samanburðar var
rekstrarafgangur alls ársins í fyrra
tæpir 24 milljarðar, eða 6 milljarðar
á fjórðung að jafnaði. Birna Einars-
dóttir, bankastjóri Íslandsbanka,
segir uppgjörið í takt við væntingar,
rekstur bankans hafi gengið vel.
Eigið fé í lok ársfjórðungsins nam
95,7 milljörðum króna, og arðsemi
þess á ársgrundvelli var 15,3%.
Eigið fé yfir viðmiði FME
Fjármálaeftirlitið gerði þá kröfu
til bankanna, þegar mat var lagt á
viðskiptaáætlanir þeirra í fyrra, að
áhættuvegið eiginfjárhlutfall þeirra
(CAD) færi ekki undir 16 prósent.
Samkvæmt reikningum Íslands-
banka er þetta hlutfall 20,8 prósent,
nokkuð yfir viðmiðum FME. Gunnar
Andersen, forstjóri FME, sagði á
blaðamannafundi í Seðlabankanum í
vikunni að hann teldi líklegt að bank-
arnir færu niður fyrir 16 prósentin,
en erfitt væri að segja til um það
hvort þeir færu niður fyrir lögbundið
lágmark, sem er 8 prósent. Ljóst má
telja af stöðu Íslandsbanka að mikið
þurfi að ganga á í lánasafni félagsins
til þess að svo verði. Í athugasemd-
um með árshlutareikningnum gerir
bankinn grein fyrir áhyggjum sínum
af þeirri óvissu sem enn ríkir varð-
andi gengistryggð lán. Honum hafi
þegar borist tilkynningar um fyrir-
hugaðar lögsóknir vegna þeirra.
Lánasafnið stöðugt
Lítil hreyfing var á lánasafni
bankans á fjórðungnum, og hélst
samsetning þess í grófum dráttum
óbreytt. Tæpur þriðjungur útlána er
til einstaklinga, 13 prósent til sjávar-
útvegsfyrirtækja og 14 prósent til
fasteignafyrirtækja. Að sama skapi
breytist heildarupphæð útlána lítið
frá áramótum, dregst saman um 2
prósent og stóð í lok fjórðungsins í
568 milljörðum. Heildarinnlán voru á
sama tíma 465 milljarðar. Þar af
voru innstæður einstaklinga 146
milljarðar. Bankinn er í dag að
mestu leyti fjármagnaður með
óbundnum innstæðum. Þegar að-
stæður batna á fjármálamörkuðum
er stefnan að breyta því, með útgáfu
skuldabréfa til styttri og lengri tíma.
Afkoma í takt við áætlun
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Áhættuvegið
eiginfjárhlutfall tæpum 5 prósentustigum yfir lágmarksviðmiði Fjármálaeftirlits
Morgunblaðið/Júlíus
Tilbúinn Birna Einarsdóttir, forstjóri Íslandsbanka, segir bankann í stakk
búinn til að takast á við óvissuna sem ríkir vegna gengistryggðra lána.
Rapparinn góð-
kunni Snoop
Dogg reyndi að
taka heilt Evr-
ópuland á leigu
fyrir nýjasta tón-
listarmyndband
sitt. Hann gerði
tilraun til þess að
taka Liechten-
stein á leigu, en
fyrirspurnin kom
yfirvöldum þar í landi í opna skjöldu.
Breska blaðið Daily Mirror hefur
eftir Karli Schwaerzler, leigumiðl-
ara í Liechtenstein, að fyrirspurnin
hafi verið einsdæmi. „Við höfum
fengið fyrispurnir um hallir og þorp,
en aldrei áður allt landið,“ segir
hann við blaðið. Karl segir þó að
mögulegt hefði verið að verða við
óskum rapparans, en fulltrúar hans
hefðu ekki gefið yfirvöldum nægileg-
an tíma til undirbúnings.
Liechtenstein er dvergríki á milli
Sviss og Austurríkis. Það er 160 fer-
kílómetrar að stærð og íbúar eru
36.000 talsins. ivarpall@mbl.is
Snoop
Dogg
Vildi leigja
Liechten-
stein
Snoop Dogg með
stórtækar áætlanir
! "
"
# "
$ % & ' '
$
()$( $ *!
+,-./0
+/1.-2
++1.,
,3.11
+1.210
+-.44/
++/.-0
+.240/
+/0./
+5-.4-
+,0.+0
+13.+
++1.55
,+.35+
+1.552
+-.4/-
++1
+.22,
+//.4-
+5-./
,+4.3-50
+,0.20
+13.5-
++1.1
,+.++,
+1.-++
+-.242
++1.44
+.22-,
+//.1,
+50.,2