Morgunblaðið - 02.07.2010, Page 32
32 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2010
Á miðnætti byrja tónleikar á Só-
dómu Reykjavík til heiðurs Pearl
Jam en húsið verður opnað klukkan
23. Magni Ásgeirsson syngur,
Franz Gunnarsson spilar á gítar,
Haraldur V. Sveinbjörnsson spilar
á gítar og syngur, Stefán Ingimar
Þórhallsson trommar og Birgir
Kárason spilar á bassann. Leikin
verða lög af nánast öllum plötum
sveitarinnar ásamt lögum sem hafa
ratað inn í kvikmyndir. Pearl Jam á
farsælan feril að baki og hefur ver-
ið leiðandi rokksveit frá upphafs-
árum sínum í grugginu, en sveitin
er enn í fullu fjöri í dag. Meðlimir
Pearl Jam sögðu nýlega í viðtali að
Ísland væri á óskalista yfir þá staði
sem þeir vildu sækja heim og spila
fyrir og er það von tónleikahaldara
að þessir heiðurstónleikar kunni að
gera sveitina líklegri til að koma.
Tónleikar til heiðurs
Pearl Jam í kvöld
Fólk
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Svartmálmssveitin Fortíð, sem er leidd af Ís-
lendingnum Einari Thorberg (Eldur), mun
halda þrenna tónleika á Íslandi á næstunni. Í
kvöld leikur sveitin á staðnum Venue, á morgun
í TÞM og þann 8. júlí á Eistnaflugi.
Hljómsveitin sem gerir í dag út frá Noregi
var stofnuð sem sólóverkefni á sínum tíma af
Einari, en hann hefur verið mikilsvirkur í ís-
lensku svartmálmssenunni í gegnum bönd eins
og Curse og Potentiam. Tilgangurinn með For-
tíð var að koma sjálfri Völuspá í tónaform og
kom fyrsti hluti áætlaðs þríleiks út árið 2003 á
vegum þýsku útgáfunnar No Colours Records.
Völuspá part I: Thors Anger kallaðist hann og
annar hlutinn, Völuspá part II: The Arrival of
Fenris, kom út fjórum árum síðar á sama merki.
Seinnipart árs 2008 flutti Einar til Noregs og
kláraði þar þriðja hlutann, Völuspá part III:
Fall of the Ages. Platan kom svo út í mars síð-
astliðnum á vegum þýsku útgáfunnar Schwarz-
dorn Production. Í millitíðinni sneri Einar verk-
efninu upp í fullmannaða sveit og hefur hún
m.a. komið fram á hinni virtu Inferno hátíð í
Noregi. Það verða svo miklar þungavigt-
arsveitir sem spila með Fortíð á Reykjavík-
urtónleikunum, Wistaria, Forgarður Helvítis og
Carpe Noctem leika á Venue en Chao, Piss-
anthrope og Atrum spila með á TÞM. Meira
þungarokk, meira helvíti!
Fortíð með þrenna tónleika á Íslandi
Helteknir Fortíð í mistri tímans.
Finna má kabarettgleði með
Rocky Horror-þema á skemmti-
staðnum Barböru í kvöld. Leik-
ararnir Bjarni Snæbjörnsson og
Sigríður Eyrún Friðriksdóttir
munu troða upp sem hið kon-
unglega söngleikjapar Viggó og
Víóletta kl. 23 og Orri Huginn
Ágústsson hristir líka skankana og
þenur raddböndin. Gestum mun
hafa gefist kostur á að horfa á kvik-
myndaútgáfu Rocky Horror-
söngleiksins kl. 21. Þá verður öllum
sem koma í búningum úr myndinni
boðið upp á drykk á barnum.
Áhugasömum er bent á að hyggja
Viggós og Víólettu er sú að það sé
guðsgjöf að vera alltaf einlæglega
hamingjusöm, glöð og fáguð –
vegna þess að þau horfa stanslaust
á söngleiki. Þess vegna skal mæta
með bros á vör. Fýlupúki tak gleði
þína og gakk!
Kabarettgleði
á Barböru í kvöld
Í dag hefja göngu sína svokall-
aðir Grapevine Got Legs!-
göngutúrar, en um er að ræða
fræðandi göngutúra um miðbæinn
fyrir ferðamenn sem vilja ekki
endilega að það sjáist að þeir séu
ferðamenn.
Göngutúrinn hefst í plötubúðinni
Havarí í Austurstræti alla föstu-
daga kl. 16. Þaðan er svo haldið í
tveggja tíma göngutúr, þar sem
sérfræðingar á vegum Grapevine
munu fræða gesti um allt það helsta
sem er að gerast miðbænum; best
geymdu leyndarmálin, kaffihúsin,
listagalleríin og að sjálfsögðu næt-
urlífið. Ýmsir lista- og tónlistar-
menn munu svo halda stuttar kynn-
ingar á því sem um er að vera í
bænum hverju sinni.
Göngutúr með Reykja-
vík Grapevine
Guðmundur Egill Árnason
gea@mbl.is
Hin vinsæla kanadíska hljómsveit
The Weakerthans hefur gefið út
fimm plötur, þar af eina nýlega af
tónleikum, sex tónlistarmyndbönd
og ótal smáskífur, en John K. Sam-
son, forsprakki hljómsveitarinnar,
er mjög meðvitaður um íslenska arf-
leifð sína. Hann var nýlega gerður
tónlistarsendiherra í Winnipeg á
vegum kanadísku ríkisstjórnarinnar
þar sem Morgunblaðið náði tali af
honum. „Winnipeg er menningar-
höfuðborgin í ár og þetta er dagskrá
sem þeir eru með þar sem einn
sendiherra er valinn fyrir hvert svið
listanna; myndlist, dans og bók-
menntir, og þeir völdu mig fyrir tón-
list af einhverri ástæðu. Verkefnið
sem ég á að vinna er arfleifðarverk-
efni sem þýðir að þetta á að verða
hluti af arfleifð til komandi kyn-
slóða. Ég hugsa að ég búi til eitt-
hvert víðtækt samstarfsverkefni
sem börn af svæðinu geta tekið þátt
í.“ John kemur úr pönkrokksenunni
í Winnipeg sem er mjög sterk en
tónlist Weakerthans hefur verið lýst
sem indí- og folk-rokki og folk- og
postpönki. „Þeir tónlistarmenn sem
ég hef kynnst hérna í gegnum árin
hafa veitt mér innblástur og fyrir
mig sem lagasmið hafa John Waite,
John Prine og Bob Dylan verið
áhrifamestir. Nýlega hafa rosalega
margir íslenskir tónlistarmenn veitt
mér innblástur. Ég kynntist sumum
þeirra þegar ég var að aðstoða við
Núnanow-listahátíðina í Winnipeg
og þá fengum við meðal annars
Ólöfu Arnalds, og hún spilaði nokkr-
um sinnum,“ segir John Kristjan.
Íslenska arfleifðin
„Ég hef tvisvar komið til Íslands.
Í fyrra skiptið árið 2001 og þá fór ég
norður á Hofsós. Í annað skipti sem
ég kom til Íslands var það sem
framleiðslustjóri Núnanow-
hátíðarinnar en tveir meðlimir
hljómsveitarinnar eru meðlimir há-
tíðarnefndarinnar, þannig að við fór-
um yfir hafið til Íslands og vörð-
um miklum tíma í að velta
vöngum og ráfa um, leitandi að
fólki sem gæti viljað spila.“
Núnanow-hátíðin er hluti af
Canada Iceland Arts Festi-
val Inc. og sér nefnd lista-
manna og útgefenda í
Manitoba um hana. Þá
styrkja kanadísk og íslensk
fyrirtæki hátíðina sem er
tenging Vestur-Íslendinga
og Íslendinga hvorra við
aðra.
„Íslenska arfleifðin
vekur áhuga minn,
aðallega menning-
arlega; hvernig
Winnipeg og Ís-
landi svipar hvoru
til annars. Þau eru bæði frekar ein-
angruð landfræðilega; stærsta borg-
in í nálægð Winnipeg er í 10 klukku-
stunda akstursfjarlægð og Toronto
og Vancouver eru 24 klukkustundir
frá okkur, hvor í sína áttina. Hvort
svæði fyrir sig hefur neyðst til þess
að skemmta sjálfu sér og þurft að
skilgreina sig í gegnum menningu
sína. Þetta er það sem mér finnst
áhugaverðast en ekki erfðateng-
ingin, ég hef engan áhuga á henni.
Ísland er hrífandi staður en ég held
að það sem hrífur mig sé að það
minnir mig á menninguna hérna
heima.“
Afi kunni tungumálið aftur á
bak og áfram
„Afi minn, Jón Viktor, var Vestur-
Íslendingur. Hann var prentari
hérna í Winnipeg þannig að sagan af
honum var alltaf sú að hann hefði
kunnað tungumálið aftur á bak og
áfram, bókstaflega, vegna þess að
þannig var því háttað í prent-
smiðjum í gamla daga. Prentarar
þurftu að geta lesið og skrifað aftur
á bak og áfram. Tungumálið var tal-
að hérna heima hjá okkur þangað til
um 1960, en maður heyrir alltaf
bergmál þess. Hér er mikið stolt og
mikill áhugi á þeirri sérstöku menn-
ingu sem nýju Íslendingarnir fundu
upp á; hún var ólík íslenskri menn-
ingu og ólík kanadískri menningu.
Hún var mjög sérstök og mér finnst
hún áhugaverð að mörgu leyti en all-
ir í föðurætt minni eru Vestur-
Íslendingar,“ segir John Kristjan að
lokum. Yfir fimmtán þúsund Vestur-
Íslendingar búa í Manitoba en talið
er að heildarfjöldi Vestur-Íslend-
inga í Kanada sé um 88.000 manns.
www.theweakerthans.org/
www.nunanow.com
John Kristjan Samson
Vestur-Íslendingur
Forsprakki kanadísku hljómsveitarinnar The Weakerthans Mjög meðvit-
aður um íslenska arfleifð sína Afinn kunni íslenskuna aftur á bak og áfram
Um 20.000 Íslendingar flýðu land frá 1870-1915 vegna fjölgunar,
landskorts og eldgoss. Um 300 Íslendingar komu að Willowpoint
nálægt Gimli 21. október 1875 og 1200 Íslendingar bættust við
seinna það sumar. Ríkisstjórn Kanada veitti þeim ferðaréttindi innan
Kanada og búseturéttindi fyrir svæði sem yrði nefntNew Iceland.
Landnemum fjölgaði næstu árin en áætlað er að um þessar mundir
séu um 80.000 Vestur-Íslendingar í Kanada, þar af 25.000 í
Winnipeg, höfuðborg Manitoba-fylkis, eða um 2% íbúanna.
Flýðu land vegna eldgoss
og landleysis
ÍSLENSKIR LANDNEMAR Á 19. ÖLD
Gimli Risavaxin víkingastytta er einkennismerki bæjarins
John Kristjan Íslenska arfleifðin vekur áhuga tónlistarmannsins, sem á rætur sínar að rekja til Íslands.