Fréttablaðið - 14.10.2011, Síða 13

Fréttablaðið - 14.10.2011, Síða 13
FÖSTUDAGUR 14. október 2011 13 Delta og American Airlines, SAS, Air France eða British Airwa- ys,“ segir Matthías og hrósar Icelandair sérstaklega fyrir það hvernig fyrirtækið hefur staðið sig á þessum harða markaði. Það sprakk ekkert Matthías segir þó að aldrei hafi slegið í brýnu á milli hans og Pálma. „Pálmi á náttúrulega þetta félag og er stjórnarformaður þess. Það er eðlilegt að hann hafi sterkar skoðanir á því sem fram fer í rekstri þess. Ég vil ekki segja að það hafi slest neitt upp á okkar samskipti. Það er kannski fyrst og fremst að áherslurnar hafi verið ólíkar og hafi þróast í ólíkar áttir.“ Ekkert eitt atriði hafi gert útslagið í þeirra samskiptum. „Það sprakk ekkert,“ segir hann. Aðspurður hvort hann hafi verið hissa á því að eftirmaður hans hafi sagt upp starfinu einungis tíu dögum eftir að hann tók við því segir Matthías:. „Ég kannast aðeins við Birgi. Hann er drengur góður. Hann hefur komið þarna inn með ákveðnar hugmyndir og sýn sem hann hefur ætlað að fram- fylgja en fljótlega áttað sig á því að þær hugmyndir fóru ekki saman við hugmyndafræði eigandans og stjórnarinnar og nutu ekki stuðn- ings. Það er bara eins og það er.“ Framtíð Express getur verið björt Nýjasti forstjóri Iceland Express er náinn samstarfsmaður Pálma til margra ára, Skarphéðinn Berg Steinarsson. Í ljósi þess að Matthías og Pálmi voru ekki að öllu leysi sammála um hvert félagið skyldi stefna, er hann þá bjartsýnn á framtíð þess? „Ég held að framtíð Iceland Express geti alveg verið björt,“ segir hann. „Sérstaklega ef menn halda rétt á spilunum.“ Iceland Express veiti Icelandair mikilvæga samkeppni, einkum yfir vetrar- tímann þegar fáir aðrir fljúga til Íslands. Og hann telur þrátt fyrir allt að Iceland Express geti veitt þá samkeppni, enda sé þar starfandi margt gott fólk. Spennandi ferðaiðnaður Matthías situr nú auðum höndum í fyrsta sinn í fimm ár. Hvað tekur við hjá honum? „Ég er með nokkur járn í eldinum og þetta verður bara að koma í ljós. Ég er að minnsta kosti ekki tilbúinn til að gefa neitt út um það eins og er,“ segir hann. Hann segir ferðaiðnaðinn vax- andi og spurður hvort hann hafi áhuga á að starfa þar áfram kveðst hann ekki vilja útiloka það. „Ég sé mörg tækifæri þar og það væri mjög spennandi,“ segir hann. „Núna er til dæmis verið að fara af stað með mjög áhugavert átak sem gengur út á að reyna að fá ferðamenn hingað í lengri tíma yfir árið og yfir veturinn líka, enda hefur ferðamennskan þróast þannig að langstærstur hluti ferða- manna kemur yfir sumarmánuðina þrjá og einnig í september,“ segir Matthías, og hann hefur ákveðnar hugmyndir um hvað þyrfti til að dreifa ferðamönnunum meira um landið. „Ég lít á það sem framtíðarverk- efni, ekki bara að dreifa ferða- mönnum meira yfir árið heldur líka að bæta innviðina – ekki síst samgöngukerfið – til að auðvelda ferðafólki að njóta alls landsins.“ Mikil tækifæri felist í því byggja upp ferðamannaiðnaðinn á lands- byggðinni, sérstaklega þegar litið sé til minni fyrirtækja í ferðaiðn- aði. „Sprotafyrirtæki í ferðaþjónustu víða um land held ég að gætu skil- að okkur miklu. Þar skiptir miklu máli að fólk horfi út fyrir kass- ann, geri eitthvað nýtt og spenn- andi fyrir ferðamennina en skoði jafnframt hvað hefur tekist vel annars staðar,“ Hann fagnar einn- ig áhuga erlendra aðila á að reka ferðaþjónustu á Íslandi. „Það verð- ur til dæmis skemmtilegt að sjá hvað verður úr þessu ævintýri á Grímsstöðum. Þar sjá menn tæki- færi sem við höfum ekki séð sjálf,“ segir hann. Hann kallar eftir auknum stuðn- ingi ríkisvaldsins við sprotafyrir- tæki. „Þeir peningar myndu skila sér margfalt til baka til samfélags- ins, jafnvel þótt ekki nema lítill hluti sprotanna nái að dafna.“ Ferðamenn í milljón á örfáum árum Matthías telur að til þess að hægt sé að laða ferðamenn til landsins allan ársins hring séu samgöngu- bætur lykilatriði. „Það væri gott fyrir ríkisvaldið að fjárfesta meira í ferðaþjónustunni og sérstaklega í innviðunum,“ segir Matthías. „Verkefni sem eru á teikniborðinu og myndu skila þessum áhrifum eru til dæmis Suðurstrandavegur, betri vegatengingar á Snæfellsnesi og tvöföldun Hvalfjarðarganga.“ Hann bendir einnig á að Kefla- víkurflugvöllur sé sprunginn á ákveðnum, afmörkuðum tímum. „Álagstímarnir eru á milli sjö og níu á morgnana og svo frá þrjú til sex á daginn. Eitt af því sem ég sæi fyrir mér til að laða að ný flugfélög væri að bjóða upp á mikla afslætti af lendingar- gjöldum og sköttum ef þú færir á tímum utan háannatíma. Þann- ig væri hægt að nýta flugvallar- mannvirkin miklu betur og það gæti leitt til þess að fleira fólk kæmi til landsins,“ segir Matthías. „Ég sé fyrir mér að ef þetta gengur allt eftir þá væri hægt að fjölga ferðamönnum úr sex hundr- uð þúsundum á ári í milljón á örfá- um árum. Til þess þyrftu aðilar í þessum geira hins vegar að vinna enn nánar saman.“ Ég sé fyrir mér að ef þetta gengur allt eftir þá væri hægt að fjölga ferðamönnum úr sex hundrum þúsundum á ári í milljón á ör- fáum árum. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir oddviti Tálknafjarðarhrepps Andrea Björnsdóttir oddviti Reykhólahrepps Vestfjörðum 14. október 2011.Láglendisveg strax! Háttvirtu þingmenn. Vegamál á sunnanverðum Vestfjörðum eru í ólestri og hafa verið árum saman. Áralöng bið eftir Höfum í huga að: öruggra láglendisvega. Greiðfær og öruggur láglendisvegur um Barðastrandasýslu er nauðsynlegur til að stuðla að áframhaldandi byggð og framþróun í samfélags- og atvinnumálum á sunnanverðum Vestfjörðum. Á síðustu árum og áratugum hefur mun minna fjármagni verið varið til vegagerðar á samgangna og öryggi vegfarenda er stefnt í voða. hefur verið á áætlun Vegagerðarinnar í sjö ár. Vegna deilna um vegstæði er þessi sjálfsagða vegabót nú í uppnámi. Tillaga ráðherra felur ekki í sér ásættanlegar vegabætur. Vegstæðið verður áfram í sömu hæð Láglendisvegur er eina lausnin í samgöngumálum svæðisins og hefja þarf vinnu við hann ekki bið. Við treystum á stuðning þingmanna úr öllum kjördæmum í þessu mikilvæga byggða- og samfélagsmáli. Finna þarf nýja láglendisleið sem sátt er um.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.