Fréttablaðið - 14.10.2011, Page 27

Fréttablaðið - 14.10.2011, Page 27
LYKLAR&LÁSAR FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2011 Kynningarblað Smíði, viðgerðir, neyðarþjónusta og rafræn aðgangsstýring Protector SX1 Stafrænn lás, lykill til vara – frábær stærð fyrir heimilið. 9.950 kr 7.462kr MP2 Öryggisskáður Uppgjörin eru örugg í þessum, fyrir verslanir og þjónustufyrirtæki. 86.292 kr 64.719kr Vopnaskápur Lykillæstur og öruggur. 48.492 kr 36.369kr EM 15 öryggisskápur Klukkustundar eldvörn, stafrænn lás, vinsælasti eldvarði skápurinn. 49.500 kr 37.124kr M eð fyrirvara um prentvillur og uppseldar vörur. Ö ll verð m eð V S K . Einn lykill möguleikar... Smíðum og þjónustum allar stærðir af lyklakerfum . Það getur verið þægilegt a ð hafa einn lykil í stað margr a og einnig er mikið atriði að vera viss um að engin n sé með lykil af þinni eign nema þú vitir af því. Allt frá því að Neyðarþjónust-an var stofnuð árið 1991 hefur hún aðstoðað þá sem þurfa að láta opna læsta hluti. „Bílar, peninga- skápar og sílendrar eru engin fyrir- staða fyrir okkar starfsmenn að sögn Ólafs Más Ólafssonar, framkvæmda- stjóra Neyðarþjónustunnar. Óðinn, Páll og Sigurður eru sérfræðingar á sínu sviði.“ Hann tekur fram að nafn fyrirtækisins segi ekki alla söguna. „Þetta er ekki bara einhver neyðar- sími, heldur verslun ásamt verkstæði með lásasmíði og lásaviðgerðum eins og fjölmargir þekkja. Fyrirtæk- ið vinnur mjög náið með öðru fyrir- tæki sem heitir Gler og lásar og er í eigu sömu aðila en það sinnir opn- unarútköllum í heimahús fyrir þá sem læstir eru úti auk bráðalokana vegna gler- og innbrotstjóna. Þessi þjónusta er í boði allan sólarhring- inn,“ útskýrir hann. Ólafur Már segir flestar gerðir bíl- lykla smíðaðar hjá Neyðarþjónust- unni, með og án fjarstýringa. „Í gegn- um tíðina hafa bílaframleiðendur lagt áherslu á forritaða bíllykla og því þarf mikla þekkingu ásamt dýrum búnaði til að framleiða slíka lykla. Neyðarþjónustan hefur lagt mikinn metnað í að bæta sig og vera í fremstu röð á þessu sviði með fjárfestingum í búnaði og þjálfun starfsmanna hér heima og erlendis,“ segir Ólafur og getur þess að starfsmenn hafi farið um allt land að forrita svisslykla, því yfirleitt þurfi að tölvutengja lyklana við bílinn svo hann fari í gang. Skrár, læsingar, sílendrar og lykla- kerfi eru til í miklu úrvali hjá Neyðar- þjónustunni. „Við höfum hannað og smíðað fjöldann allan af lyklakerfum fyrir húsfélög, fyrirtæki og stofnanir. Það getur verið gott að vera bara með einn lykil í stað margra á kippunni,“ segir Ólafur Már en hann mælir ein- dregið með því að fólk skipti alltaf um sílendra þegar það flytur í notaða fasteign. „Enginn veit hversu margir lyklar að íbúðinni eru í umferð,“ segir hann og bendir á að hægt sé að taka sílendra úr hurðum og koma með í Neyðarþjónustuna til að endurraða þeim og búa til nýja lykla. „Það er jafnvel hægt að samræma alla sí- lendra í viðkomandi húsi fyrir að- eins einn lykil.“ Spurður hvort það komi ekki stundum upp skemmtileg atvik svar- ar Ólafur að slíkt gerist alltaf annað slagið. „Ég fékk símtal um daginn þar sem útlendingar höfðu læst lyklana í skottinu á bílaleigubílnum sínum en þeir voru staddir á Ísafirði. Kona ein úr verslun í nágrenninu var að hjálpa þeim í þessum vand- ræðum. „Flugið er eftir 20 mínút- ur,“ sagði hún við mig. Að sjálfsögðu náðum við að smíða lykil og koma honum á flug og fengum mikið hrós fyrir. Útlendingarnir sögðu við kon- una að þetta hefði aldrei verið mögu- leiki í þeirra heimalandi. Svona er Ís- land í dag, við hjálpumst að,“ segir Ólafur að lokum. Þetta er ekki bara einhver neyðarsími, heldur verslun ásamt verkstæði með lásasmíði og lásaviðgerðum eins og fjölmargir þekkja. Við opnum nánast allt Flestir lenda einhvern tíma í því að týna lyklum og þá er að leita til Neyðarþjónustunnar á Laugavegi 168 því þar geta menn opnað nánast allt. Hvort heldur það eru peningaskápar, tengdamömmubox, hvers kyns skápar eða skrín, og nýr lykill er smíðaður á stuttum tíma. Þar starfa þaulreyndir og duglegir menn með Ólaf Má Ólafsson í forsvari. GOTT AÐ VITA Neyðarþjónustan hefur tuttugu ára reynslu í lásavið- gerðum, lyklasmíði og opnun á hvers konar læsingum. Það var eitt fyrsta fyrirtækið á landinu sem bauð útkallsþjónustu allan sólarhringinn fyrir þá sem voru læstir úti. Núverandi eigendur Neyðar- þjónustunnar tóku við rekstr- inum 1. ágúst 2007 og reka auk þess Gler og lása sem sérhæfa sig í þjónustu allan sólarhring- inn. Neyðarþjónustan hefur á undanförnum árum keypt hátæknibúnað til að forrita lykla í flestar tegundir bíla. Það er nauðsynleg,t að sögn Ólafs Más framkvæmdastjóra, þar sem ræsivörn bíla verður sífellt flóknari. Yfir tíu þúsund gerðir af lyklum eru til í Neyðarþjónust- unni og nánast alltaf er hægt að útvega þá lykla sem beðið er um. Peningaskápaeign hefur farið vaxandi á heimilum síðustu ár. Þar geymir fólk passa, vísakort, peninga og skart. Neyðar- þjónustan selur margar gerðir peningaskápa fyrir heimili og fyrirtæki. „Bílar, peningaskápar og sílendrar eru engin fyrirstaða fyrir okkar starfsmenn,“ segir Ólafur. Frá vinstri: Sigurður Birgir Sigurðsson, Ólafur Már, Óðinn Sigurðsson rekstrarstjóri og Páll Rafnsson. MYND/GVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.