Fréttablaðið - 14.10.2011, Page 34

Fréttablaðið - 14.10.2011, Page 34
föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 14. OKTÓBER 2011 YFIRHEYRSLAN Hallgerður Hallgrímsdótt- ir ljósmyndari, með gráðu í fatahönnun en vinnur fyrir sér með skrifum. Ertu A eða B manneskja? Ég trúi ekki á A manneskjur, ég held að fólk sem segist vera A sé bara betri leik- arar en við hin. Þau eru ekkert í alvör- unni búin að fara í sund. Verst að við B fólkið munum aldrei vakna nógu snemma til að komast að hinu sanna. Hvaða bók er á náttborðinu? IKEA-bæklingurinn, Snow eftir Orhan Pamuk, Úrvalið eftir Einar Fal Ingólfsson og styrkumsókn frá mann- inum mínum. Uppáhaldslitur? Hvítur af því að nú er að koma vetur. Nýjustu kaupin? Bestu kaup lífs míns: 6 mánaða áskrift að Orðabók. is. Ef ég myndi reikna þetta út eins og maður gerir með fötin sín þá er ég örugglega komin niður í 10 krónur fyrir skiptið sem hún er notuð. Annars er ég bara enn þá að reyna að slíta út 2007 hælaskónum og sparka í mig fyrir að hafa ekki keypt fleiri pör þá. Hvað dreymir þig um að eignast? Flug- miða til Víet- nam, helst í febrúar þegar skammdegið er farið að smjúga inn í merg og bein. Mig dreymir reyndar líka um stað til að búa á en leigusalar mega leita mig uppi á Facebook. Uppáhaldshönnuður? Á bak við EYGLO er mjög hæfileikarík kona með efnisvalið og hlutföllin á hreinu, þótt fólkið með alla pen- ingana sé ekki búið að átta sig á því. Er ekki einhver sem getur gefið henni nokkrar milljón- ir? Svo finnst mér gaman hvað stelp- urnar í Volka eru fjölhæfar og litríkar. Uppáhalds- drykkur? Pouilly- Fuissé en það er sjaldséður hvítvínshrafn. Tíska, fegurð, hönnun, lífið, fólkið, menning og allt um helgina framundan Fylgstu meðAuglýsendur vinsamlegast hafið samband: Sigríður Dagný í síma 512 5462 eða sigridurdagny@365.is föstudagur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.