Fréttablaðið - 10.11.2011, Qupperneq 6
10. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR6
Opið:
Má. - Fö. 12 - 18 - Lau. 12 - 16 - Sun. 13 - 16
Rýmingarsala!
Oreon sett m/4 körfustólum
Verð áður kr. 207.100- verð nú kr. 124.260,- m/40% afsl.
Seljum garðhúsgögn, bastsófasett, blómapotta ofl.
með allt að 80% afsl. í nokkra daga!
Frábært tækifæri til að eignast vandaða vöru á pallinn, svalirnar eða í
sólstofuna.
Við hringjum fljótlega í þig.
Söfnunarreikningur 546-26-6609, kt 660903-2590.
Símasöfnun Fjölskylduhjálpar Íslands hafin. 2500
börn búa hjá foreldrum sem neyðast reglulega til að
sækja sér mataraðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands
sem leitar nú eftir stuðningi landsmanna.
HJÁLP Í NEYÐ Á HEIMASLÓÐUM
Í tengslum við Aðalfund Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda –
SFÚ verður haldinn opinn fundur um sjávarútvegsmál á Icelandair
Hótel Natura (áður Hótel Loftleiðir), laugardaginn 12. nóvember nk.
og hefst hann kl. 14:30.
1. Ávarp frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.
2. Framsögumenn:
Elín Björg Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri SFÚ
Ólína Þorvarðardóttir, alþingismaður.
Kristinn H. Gunnarsson, fyrrv. alþingismaður,
áhugahópnum Betra kerfi.
Ólafur Arnarson, hagfræðingur, Pressupenni og höfundur
bókarinnar Sofandi að feigðarósi.
3. Pallborðsumræður
Fundarstjóri: Sigurður Ingi Jónsson
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir
Stjórn SFÚ
– er vitlaust gefið?
Samkeppni
og fiskvinnsla
UMHVERFISMÁL „Við erum að stefna
í ranga átt varðandi loftslags-
breytingar,“ segir Fatih Birol,
aðalhagfræðingur Alþjóðlegu
orkustofnunarinnar. Hann segist
ekki bjartsýnn á að leiðtogar ríkja
heims verði tilbúnir til að færa
þær fórnir, sem þarf til að breyta
um stefnu.
Í nýrri skýrslu stofnunarinnar
um horfur í orkumálum næstu ára-
tugina er því spáð að orkunotkun
mannkyns muni aukast um þriðj-
ung fram til ársins 2035, að því
gefnu að þeim markmiðum, sem
alþjóðasamfélagið hefur sett sér
til að draga úr losun gróðurhúsa-
lofttegunda, verði framfylgt af
varfærni. Níutíu prósent þessa
vaxtar verða í ríkjum utan OECD.
Stofnunin segir tvennt næsta
víst í framtíðinni: fólki heldur
áfram að fjölga og tekjur halda
áfram að hækka. Þrátt fyrir alla
óvissu um framtíðina ætti að vera
ljóst, að af þessu tvennu leiðir að
orkuþörf mannkyns verður meiri.
„Stjórnvöld verða að grípa til
strangari aðgerða til að efla fjár-
festingu í hagkvæmri tækni sem
notar lítið af kolefnum,“ segir
Maria van der Hoeven, fram-
kvæmdastjóri stofnunarinnar.
Verði ekki gripið til slíkra
aðgerða fyrir árið 2017, verður
orðið of seint að snúa við þeirri
þróun að hlýnun jarðar verði meiri
en tvær gráður á Celcius-kvarða.
Almennt hefur verið gengið út
frá því að hlýnun jarðar megi ekki
verða meiri en tvær gráður, ef
afleiðingarnar eigi ekki að verða
afdrifaríkar fyrir stóran hluta
mannkyns.
Líklegasta framhaldið, sam-
kvæmt spá orkustofnunarinnar,
er sú að hlýnunin verði þegar
fram líða stundir 3,5 gráður, jafn-
vel þótt öll ríki framfylgi þeim
loforðum um að draga úr losun
gróðurhúsalofttegunda, sem
þegar hafa verið gefin á alþjóða-
vettvangi.
Leggja þarf út í verulegan
kostnað strax á allra næstu árum
ef takast á að snúa þeirri þróun
við. Allur dráttur á aðgerðum,
þótt kostnaðarsamar séu, bitna
hins vegar á framtíðinni: „Fyrir
hvern Bandaríkjadal sem spar-
ast í fjárfestingum í orkugeiran-
um fyrir árið 2020 þarf að verja
4,3 dölum til viðbótar eftir árið
2020 til þess að bæta fyrir auk-
inn útblástur,“ segir í skýrslunni.
gudsteinn@frettabladid.is
Tíminn til að hemja
hlýnun að renna út
Alþjóða orkustofnunin segir að innan fárra ára verði ekki lengur hægt að tak-
marka hlýnun jarðar við tvær gráður, nema gripið verði til stórtækra aðgerða.
Áframhaldandi fólksfjölgun og aukin velmegun kallar á aukna orkuþörf.
OÍUSKIP VIÐ OLÍUHREINSUNARSTÖÐ Í SINGAPÚR Erfitt verður að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis á borð við olíu. NORDICPHOTOS/AFP
DÓMSMÁL Héraðsdómur hefur
dæmt íþróttafélagið Fylki að fullu
bótaskylt vegna slyss sem maður
varð fyrir við félags heimili þess
fyrir sex árum.
Maðurinn, sem nú er tæplega
þrítugur, var á leið á dansleik í
félagsheimilinu í september 2005
og hugðist stytta sér leið með því
að stökkva yfir steinvegg, sem
frá honum séð var 72 sentimetr-
ar á hæð. Hinum megin við vegg-
inn reyndust hins vegar vera 3,82
metrar niður á steinsteypta stétt,
og slasaðist maðurinn mjög alvar-
lega við fallið. Hann fór í hjarta-
stopp, marðist á lungum og var
frá vinnu í sex vikur.
Hélt að veggurinn væri bara 72 sentimetrar en hinum megin tók við tæplega fjögurra metra fall:
Stökk yfir vegg og fær bætur frá Fylki
Forsvarsmenn Fylkis töldu manninn hafa athafnað sig á ófyrirsjáanlegan og
óeðlilegan hátt.
„Í fyrsta lagi hafi stefnandi verið ölvaður á ferð í svartamyrkri og algjörlega
ókunnugur umhverfinu þegar hann hafi án fyrirvara tekið á rás frá samferða-
mönnum sínum.
Í öðru lagi hafi hann stokkið yfir vegginn sem sé við inngang á efri hæð
hússins án þess að huga nokkuð að því hvað væri handan hans […]
Þrátt fyrir að búið hefði verið að hækka vegginn um 40 cm, eins og til
stóð, liggi ekkert fyrir um að það hefði breytt ákvörðun stefnanda um að
stökkva yfir hann.“
Ölvaður í svartamyrkri á efri hæðinni
LÖGREGLUMÁL Ekki var um tvo
erlenda karlmenn að ræða þegar
ráðist var á tæplega tvítuga konu
í Vestmannaeyjum á sunnudags-
morgninum síðastliðnum. Konan
hefur dregið vitnisburð sinn til
baka en hefur ekki viljað upplýsa
hver eða hverjir það voru sem réð-
ust á hana.
Samkvæmt upplýsingum frá
rannsóknardeild lögreglunnar í
Vestmannaeyjum kom þetta í ljós
við rannsókn málsins, en konan
leitaði til lögreglu seinnipart
sunnudagsins og kærði tvo
karlmenn, sem hún taldi vera af
erlendum uppruna, fyrir líkams-
árás. Hún sagði þá hafa ráðist á
sig, áreitt sig kynferðislega og
rifið utan af henni sokkabuxurnar
en hún hefði komist undan.
Konan sagði mennina hafa verið
á þrítugsaldri, um 180 sentímetra
á hæð, dökkhærða og lýsti
klæðaburði þeirra.
Greinilegir áverkar voru á kon-
unni, svo ekki fór á milli mála að
ráðist hafði verið á hana. Hins
vegar hefur hún ekki tilgreint um
hvern var að ræða, líkt og áður
sagði, eftir að hún breytti vitnis-
burði sínum.
Málið er enn í rannsókn, en að
sögn lögreglu er lítið hægt að gera
fyrr en konan er tilbúin að veita
upplýsingar um þann eða þá sem
voru að verki. - sv
Ung kona í Vestmannaeyjum dregur til baka vitnisburð sinn um líkamsárás:
Ekki um tvo erlenda menn að ræða
VESTMANNAEYJAR Greinilegir áverkar
voru á konunni þegar hún leitaði til
lögreglu en hún hefur dregið fyrri vitnis-
burð sinn til baka. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Fylkir vildi að maðurinn bæri
fjórðung tjónsins sjálfur, en því
mótmælti hann með þeim rökum
að aðbúnaðurinn hefði verið óvið-
unandi. Vísaði hann meðal annars
til þess að lengi hefði staðið til að
gera bragarbót á honum.
Fylkismenn mótmæltu og
töldu manninn hafa athafnað sig
óeðlilega og hann hlyti að þurfa
að bera einhverja ábyrgð á því
hvernig fór.
Dómurinn skoðaði aðstæður,
hafnaði málatilbúnaði íþrótta-
félagsins og dæmdi Fylki til að
greiða manninum fullar bætur,
eina milljón og 160 þúsund krón-
ur. - sh
Veiðir þú rjúpu þetta haustið?
Já 8,4%
Nei 91,6%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Telur þú ástæðu til að herða
eftirlit með símhlerunum lög-
reglu?
Segðu þína skoðun á visir.is
KJÖRKASSINN