Fréttablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 46
Norco VFR 4 Verð 69.900 TILBOÐ 48.930 30% ALLT MIKIÐ MEIRA ÚRVAL AÐ Í BÚÐINNI AFSLÁTTUR %50 Norco Plateau Verð 69.900 TILBOÐ 48.930 30% SÍÐUSTU DAGAR HAUSTTILBOÐ aukaafsláttur 10% auka- afsláttur 10% auka- afsláttur 10% Vivi Sweety Verð 16.900 TILBOÐ 8.450 50% auka- afsláttur 10% auka- afsláttur 10% Bronco Windsor Klassískt dömuhjól, 3 gírar og fótbremsa Verð 59.900 TILBOÐ 47.920 20% auka- afsláttur 10% Öll þríhjól 30% 30% auka- afsláttur 10% 6 • NÝ PLATA FRÁ LANEGAN Mark Lanegan, sá mikli snillingur og söngvari hljómsveitarinnar sálugu Screaming Trees, sendir frá sér plötu í febrúar undir nafni Mark Lanegan Band. Verður þetta fyrsta slíka platan frá árinu 2004 þegar hin frábæra Bubblegum kom út. Hún fékk mjög góðar viðtökur gagnrýnenda og fékk fjórar stjörnur af fimm mögu- legum í blöðunum Q, Guardian og Uncut. Nýja platan hefur fengið nafnið Blues Funeral, sem er einstaklega viðeigandi þar sem stíll Lanegans hefur verið afar jarðarfararlegur síðustu ár. Hann hefur verið upp- tekinn við hin og þessi verkefni og meðal annars sungið inn á tvær plötur með hljómsveitinni Soulsavers. MORRISSEY KÆRIR NME Sérvitringurinn og snillingurinn Morrissey hefur kært tímaritið NME vegna viðtals sem lætur hann líta út fyrir að vera rasisti. Málið verður tekið fyrir hjá breskum dómstólum á næsta ári. Í yfirlýsingu sem Morrissey birtir á aðdáendasíðunni True to You segir að viðtalið hafi skaðað orð- spor hans og að blaðamaður NME hafi haft rangt eftir Morrissey og slitið ummæli úr samhengi þannig að hann kom út eins og rasisti. Þá telur Morrissey að málstaður NME sé óverjandi og leggur fram upp- töku og uppkast af öllu sem fór á milli hans og blaðamannsins hjá tímaritinu. POPPARAR AGNES BJÖRT ANDRADÓTTIR SÖNGKONA SYKURS 01. Ég hef aldrei aflýst tónleikum þrátt fyrir að hafa alveg misst röddina sko. Þá læt ég bara einhvern stíga ofan á löppina á mér svo ég öskri á sviðinu eins og alvöru rokkstjarna. 1 02. Ég hringi í Johnny-boy vin minn í Mið-Evrópu, fæ mér bjór og kíki í partí. 1 03. Það var þegar ég var að rífa kjaft við lögguna á Seyðisfirði í denn, alveg árið 2006 þegar ég var kolklikkaður unglingur. 1 04. Ja, ég hef ekki tölu yfir þetta. Þú verður eiginlega bara að hringja í Jimmy Page. Hann er með þetta á blaði. 1 05. Ég er með allt stafrófið húðflúrað á hægri rasskinnina svo ég þurfi ekki að lenda í neinu veseni, þú veist. 1 06. Nei en ef mig langar að ganga í leðurbuxum fer ég bara nakin út því mitt skinn er mitt flottasta leður. 1 07. Nei, Helgi Björns er með númerið mitt. 1 08. Ef ég myndi fá geggjað mikinn pening fyrir það myndi ég senda eitthvað gamalt Eurovision-lag og ljúga að ég hefði samið það. 0 09. Chet Baker myndi gera það því hann var sönn rokkstjarna og myndi kunna á‘etta. 1 10. Ég fæ mér þrefaldan Jack í kók og læt Júdas skyrpa ofan í það. 1 NANNA BRYNDÍS HILMARSDÓTTIR SÖNGKONA OF MONSTERS AND MEN 01. Nei, hef aldrei aflýst tónleikum. Í sumar spilaði ég samt í annarleg- asta ástandi sem ég hef verið í, nýkomin úr hressum túr um Ísland með Agent Fresco og Lockerbie þar sem var töluvert sukk og við enduðum föstudagskvöldið á svaka sveittum tónleikum á Ellefunni. Daginn eftir spiluðum við í Dillon-garðinum og ég haltraði upp á svið því Raggi ákvað að fella mig kvöldið áður og röddin nánast farin. 1 02. Sko, pabbi er bifvélavirki svo þetta er í blóðinu. Ég redda málunum. 1 03. Ég hef aldrei verið handtekin, þeir hafa aldrei náð mér. 1 04. Það voru þessir 45 mánuðir af meðgöngu sem ég bara man ekkert eftir, hver veit hvað ég var að bralla. 1 05. Ef ég vissi nú bara hvað þeir hétu, ég er svo gleymin. 1 06. Nei, en ég var einu sinni goth. Svo ég á svaka fínar gaddaólar. 0 07. Ég get ekki átt síma í meira en 5 mínútur svo ég er með svona alls 5 númer. Það eru samt nokkrir Helgi Björns á ja.is og núna veit ég númerið hjá þeim öllum. 0 08. Ekki séns. 1 09. Wes Anderson myndi fá starfið og síðan kæmi Peter Jackson inn til að að gera allt epískt. 1 10. Ég segi við Björn að hann fengi mörg rokkstig ef hann splæsti tequila á alla á barnum. Svo verður svaka partí. 1 Ef þú varst að lesa viðtalið við Lay Low og hugsaðir með þér: „Mikið væri ég til í að eignast nýju plötuna hennar Lovísu“ þá er heppnin með þér. Þú getur alveg farið út í búð og keypt plötuna, en ef þú vilt láta reyna á að eignast hana án endur- gjalds skaltu fara inn á Facebook, finna Popp og smella „like“. Á næstu dögum dregur Popp svo út fimm heppna tónlistaráhugamenn úr vinahópnum sínum og þú, já þú, gætir verið einn af þeim. Ef þú vinnur ekki er óþarfi að örvænta því Popp hyggst draga út miklu fleiri plötur og aðra vinn- inga á næstu vikum. Fylgist með! POPP GEFUR BROSTINN STRENG MEÐ LAY LOW 01. HEFURÐU AFLÝST TÓNLEIKUM VEGNA EYMSLA Í HÁLSI? 02. HLJÓMSVEITAR RÚTAN BILAR Á FERÐ UM MIÐ-EVRÓPU. HVAÐ GERIR ÞÚ? 03. HVENÆR VARSTU SÍÐAST HANDTEKIN? 04. ÁTTU ÓSKILGETIN AFKVÆMI Í FLEIRI EN FIMM SÝSLUM Á ÍSLANDI? 05. ERTU MEÐ NAFN FYRRVERANDI ÁSTKONU/ELSKHUGA HÚÐ- FLÚRAÐ Á ÞIG? 06. ALLIR EIGA LEÐURJAKKA, EN ÁTT ÞÚ LEÐURBUXUR? 07. ERTU MEÐ NÚMERIÐ HJÁ HELGA BJÖRNS Í SÍMANUM ÞÍNUM? 08. MYNDIRÐU SEMJA LAG FYRIR ÍMYNDARAUGLÝSINGU NATO GEGN RÍFLEGRI GREIÐSLU? 09. Í KVIKMYND UM LÍF ÞITT, HVAÐA LEIKSTJÓRI VÆRI RÉTTI MAÐURINN Í STARFIÐ? 10. BJÖRN JÖRUNDUR SPLÆSIR Á BARNUM, HVAÐ FÆRÐU ÞÉR? 8 STIG ROKKPRÓFIÐ 9 STIG Lay Low gaf út plötuna Bros- tinn strengur á dögunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.