Fréttablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 10. nóvember 2011 3
Loðtreflar - tilvalin jólagjöf
Einnig mikil úrval af
hringtreflum, klútum
og slæðum.
Ný sending
af loðtreflum
Það heitasta í
tískuheiminum í dag
www.belladonna.is
Flott föt fyrir
flottar konur,
Alltaf
eitthvað
nýtt og
spennandi
Stærðir
40-60.
Tösku og hanskabúðin • Skólavörðustíg 7 • 101 Reykjavík • Sími 551 5814 • www.th.is
Að hennar sögn hefur mikil
vinna verið lögð í að gera sýn-
inguna sem allra veglegasta. „Ari
Magg ljósmyndari sér um allt
kynningarefni og síðan er ég svo
vel gift að maðurinn minn Jóel
Pálsson hefur smalað saman góðum
hópi tónlistarmanna sem munu
leika ljúfa tóna.“
Innt eftir því hvort til standi
að fara í meiri háttar kynningar-
herferð til Bandaríkjanna tekur
Bergþóra fyrir það. „Alls ekki.
Hingað til höfum við einblínt á
Evrópu og Asíu þar sem við höfum
verið að gera góða hluti og Amer-
íka er í raun bara eðlilegt framhald
á því. Enda hefst þetta allt saman
með seiglunni.“ roald@frettabladid.is
Framhald af forsíðu
Farmers Market sækir innblástur í íslenska arfleifð.
Tvö hundruð hárgreiðslumenn og
konur fylgdust spennt með fimm
hárgreiðslufagmönnum klippa og
greiða tuttugu fyrirsætum á hár-
greiðslunámskeiði sem fram fór
á Reykjavík Natura á dögunum.
Námskeiðið var á vegum Wella,
Sebastian og Sassoon og þar var
sýnd hártískan sem heitust verð-
ur á landinu í haust og vetur.
„Ég vil breyta til í toppunum og
brjóta þá upp,“ segir Anna S. Páls-
dóttir á Barber Theater. Hún sýndi
margvíslegar gerðir toppa á nám-
skeiðinu en tekur fram að taka
þurfi mið af andlitsfalli og sveip-
um fólks þegar klippa eigi topp.
Hún nefnir að fallega rauðir og
koparlitir séu að koma sterkir inn.
„Þá kælast litirnir auðvitað þegar
haustar og vetrar.“ Anna segir að
náttúrulegt hár eigi að fá að njóta
sín sem mest. „Fólk á ekki að slétta
krullur eða krulla slétt hár, heldur
fá góða klippingu í sitt náttúrulega
hár,“ segir Anna sem sýndi sína
bestu takta á námskeiðinu ásamt
þeim Ingólfi Grímssyni á Hárbeitt,
Sigurlaugu Ingvarsdóttur, Sillu, á
Galtará, Jóhönnu Stefnisdóttur á
Fagfólki og Huldu Hafsteinsdóttur
á Medullu.
Hulda segir hártískuna í dag
tímalausa og er sammála Önnu
um að toppurinn komi sterkur inn.
„Hann getur verið í boga, beinn, í
vaff og jafnvel styttri öðru megin,“
lýsir hún en tekur fram að hár-
greiðslufólk meti alltaf hvað muni
klæða viðskiptavininn. „Áhrif-
in eru mikil á formið í hárinu og
kemur þar sterk inn mikil tækni
í skæravinnunni,“ segir Hulda og
lýsir að skæratækninni hafi fleygt
fram hin síðari ár. Hulda segist fá
hugmyndir sínar frá fræga fólk-
inu, tískublöðum og tískusýning-
um. „Svo mótar maður sitt eigið
út frá því.“ Litina segir hún einn-
ig sérstaka nú. „Ég móta mér hug-
myndir um litina þegar ég er búin
að klippa. Þá vil ég heldur setja
skugga og birtu í hárið, en rönd-
ótt er alls ekki málið í dag. Litirnir
verða blæbrigðatengdir, fara
stundum frá dökku upp í
ljósara og öfugt,“ segir
Hulda. Hún segir einn-
ig mikilvægt að minn-
ast á öll þau góðu efni
sem séu í boði í dag.
„Góð klipping helst
ekki þannig nema
henni sé viðhaldið. Til
eru mjög góð efni sem
bæði gefa hárinu heil-
brigðan gljáa eða kemur
lyftingu í hárið.“
solveig@frettabladid.is
Toppurinn er sterkur
Fimm íslenskir hárgreiðslufagmenn sýndu það sem nýjast er í stofu- og götutísku fyrir haustið og
veturinn á námskeiði sem haldið var á vegum Wella, Sebastian og Sassoon.
Topparnir koma sterkir inn eins og sést í klippingum
Önnu á Barber Theater.
Ljoshærða stúlkan er
með greiðslu á rauða
dregilinn eftir Jóhönnu
á Fagfólk og stúlkan
til hægri með klipp-
ingu frá Sillu.
Þegar hárkollur urðu
nauðsynlegur hluti
af búningi karla af
betri stéttum varð til
öflug stétt hárkollu-
gerðarmanna. Gildi
hárkollugerðar manna
var stofnað í Frakk-
landi árið 1665. Um
1780 varð tíska hjá
ungum mönnnum
að púðra og lýsa upp
eigið hár.
wikipedia.org