Fréttablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 74
10. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR58 Rækju- samloka 169 kr ...opið í 20 ár Conrad Murray var á mánu- dag fundinn sekur um að hafa valdið dauða poppgoðs- ins Michaels Jackson með gáleysi sínu af kviðdómi dómstólsins í Los Angeles. Hann á yfir höfði sér fjög- urra ára fangelsi. Murray er ekki allur sem hann er séður þótt fæstir efist um læknishæfileika hans. Breska blaðið Daily Mail birti í vikunni ítarlega grein um fortíð læknisins Conrad Murray sem var fundinn sekur um að hafa valdið dauða Michael Jackson með gáleysi sínu í júní 2009. Murray á yfir höfði sér fjögurra ára fang- elsi og verður væntanlega sviptur læknisréttindum ævilangt. Fjöl- skylda Jacksons fagnaði ákaft þegar kviðdómurinn kynnti niður- stöðu sína í dómsal í Los Angeles og sagði að réttlætinu hefði verið fullnægt. Við réttarhöldin kom fram að Murray hefði átt í síma- samskiptum við þrjár ástkonur sínar þegar hann átti að vera að hjúkra Jackson þennan örlagaríka dag í júní. Það voru ekki faglegar ástæður sem bjuggu að baki þeirri ákvörð- un Murray að taka við starfi læknis hjá Michael Jackson. Hans helsta hlutverk var að sprauta poppgoðið með sterku svefnlyfi sem á endanum dró það til dauða. Murray var ákaflega viðkunnan- legur læknir í Las Vegas sem hafði nóg að gera. Vandinn var hins vegar sá að verkefnin nægðu ekki til að borga þær skuldir sem hann hafði komið sér í með glamúrlífsstíl sínum. Murray var nefnilega óforbetranleg- ur kvennabósi, átti nánast konu og barn í hverri höfn, skuldaði himinháar upphæðir í meðlög og hafði auk þess komið sér í veru- lega vond mál með glæsilegri villu sinni í Las Vegas. Hún var á leiðinni á uppboð vegna 96 þúsund dollara skuldar þegar Jackson birtist eins og riddarinn á hvíta hestinum og bauð honum starf sem einkalæknir sinn. Murray fór vel og vandlega yfir fjárhagsstöðu sína, sá að þar stefndi í óefni og ákvað að gera Jackson tilboð; hann vildi fá 4,8 milljónir dollara fyrir starfið en sættist að lokum á 160 þúsund dollara á mánuði sem samsvarar tæplega nítján milljón- um íslenskra króna. Samkvæmt Daily Mail er Murray kvæntur maður en hefur feðrað að minnsta kosti sjö börn með sex konum, flest af þeim utan hjónabands. Hann hefur verið kærður fyrir ógreidd meðlög all- nokkrum sinnum og var gert að sitja inni árin 2007 og 2009. Í bæði skiptin tókst honum að komast hjá fangelsisvist með því að greiða sektirnar. Sem dæmi um kven- semi Murray þá borgaði hann leigu upp á 2.564 dollara fyrir ástkonu sína, Nicole Alvarez, í Kaliforníu á meðan hann bjó með eigin konu sinni og tveimur börnum í Las Vegas. Murray neyddist jafn- framt til að flytja frá San Diego, þar sem hann var læknir, eftir að hafa gert hjúkrunar konu þar barn samkvæmt frétt Daily Mail, sem greinir einnig frá því að við réttar- höld í barnsfaðernismáli árið 1999 hafi Murray viðurkennt að hafa átt það til að barna konur og yfirgefa þær svo. freyrgigja@frettabladid.is SKULDUM VAFINN KVENNABÓSI MURRAY OG FRÚRNAR Þær Michelle Bella, Sade Anding og Nicole Alvarez viðurkenndu allar fyrir dómstólnum í Los Angeles að þær hefðu átt í samskiptum við Conrad Murray um það leyti sem hann átti að vera að hjúkra Jackson þennan örlagaríka dag í júní fyrir tveimur árum. Murray átti í miklum fjárhagslegum erfiðleikum þegar Michael Jackson réð hann í vinnu og var síður en svo við eina fjölina felldur. Frank Black, söngvari Pixies, hefur sett á fót eigin plötuútgáfu, sem fengið hefur nafnið The Bureau. Black, sem um þessar mundir er á tónleikaferða- lagi um Bandaríkin með Pixies, segir að hann muni gefa út eigin tónlist hjá útgáfufyrirtækinu auk þess sem stefnan sé að uppgötva nýja og spennandi lista- menn. „Það var ekkert á dagskránni að stofna eigin plötuútgáfu, en ég vona að ég fái nú boð í alvöru fín partí,“ segir Black. Frank Black hefur um langt skeið verið afkasta- mikill í útgáfu á sólóplötum í eigin nafni. Hann segir að upphaflega hafi ætlunin verið að gefa út eigin tón- list því hefðbundin plötufyrirtæki séu ekki spennt fyrir því að hann vill gefa út plötur á níu mánaða fresti. Black segir að rekstur plötufyrirtækja sé alveg eins og áður fyrr, eini munurinn sé að fyrirtækin hafi úr minni peningum að spila. „Það eru minni peningar í umferð, en ég held að það sé bara gott. Það setur bara pressu á fólk að standa sig vel. Sum þessara plötufyrirtækja þurfa að hætta að láta eins og fífl.“ Að síðustu tjáði Black sig um nýtt efni frá Pixies sem hann segir að muni ekki koma út hjá The Bureau. „Pixies mun annaðhvort gera eitthvað mjög hefð- bundið með stóru plötufyrirtæki eða eitthvað mjög róttækt. Ég vona að við förum róttæku leiðina.“ Frank stofnar plötuútgáfu NÝTT PLÖTUFYRIRTÆKI Frank Black, söngvari Pixies, hefur stofnað plötuútgáfuna The Bureau. Hér er hann á tónleikum í Kaplakrika árið 2004. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Harry Bretaprins er þessa dagana staddur í Bandaríkjunum þar sem hann lýkur við menntun sína sem þyrluflugmaður hjá hernum. Þar sem æfingabúðirnar eru í Kali- forníu hefur prinsinn eytt frítíma sínum í bænum Gila Bend og eytt nóttunum með stúlkum bæjarins. Bæjarstjórinn þar er ekki par ánægður með dvöl prinsins. „Það eru margir feður hérna sem geta beitt ýmsum brögðum til verja dætur sínar. Það eru margar sætar stelpur í bænum en feður þeirra vilja ekki prins, sem drekkur og fer í partí allar nætur, sem tengdason. Þetta er enginn partíbær,“ segir bæjar- stjórinn Ron Henry í viðtali við blaðið Daily Mail. Harry prins sleit nýverið sam- bandinu við nærfatafyrirsætuna Florence Brudenell-Bruce. Harry prins í stelpubann VILJA EKKI HARRY Bæjarstjórinn í bænum Gila Bend í Kaliforníu vandar Harry prins ekki kveðjurnar en hann hefur eytt frítíma sínum með stúlkum bæjarins. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.