Fréttablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 22
10. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR22 Umsjón: nánar á visir.is Kjördæmisráð Suðvesturkjördæmis Aðalfundur 2011 Aðalfundur kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðvesturkjör-dæmi verður haldinn þriðjudaginn 15. nóvember 2011. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Samfylkingarinnar í Hafnarfirði að Strandgötu 43 og hefst kl. 20.00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Stjórn kjördæmisráðs Suðvesturkjördæmis Eplasafi 89 kr ...opið í 20 ár VIÐSKIPTI Hugsanleg kæra MP banka til áfrýjunarnefndar sam- keppnismála vegna ákvörðun- ar Samkeppniseftirlitsins um að heimila yfirtöku Íslandsbanka á Byr mun ekki hafa áhrif á sam- runaferli bankanna tveggja. MP banki hefur fram á mánudag til að leggja fram kæruna. Frá þeim degi hefur áfrýjunarnefndin sex vikur til að komast að niðurstöðu. Hún ætti því að liggja fyrir á milli jóla og nýárs. Verði hún í andstöðu við fyrri niður stöðu Samkeppnis- eftirlitsins verður undið ofan af samrunanum í kjölfarið. Þangað til verður honum haldið áfram líkt og ekkert hafi í skorist. Heimild- ir Fréttablaðsins herma að sam- einingin muni að öllum líkindum verða lokið í janúar 2012 ef ákvörð- un áfrýjunarnefndar innar verður í samræmi við niðurstöðu annarra eftirlitsaðila. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir hugsanlega kæru MP banka til áfrýjunar- nefndar ekki hafa áhrif á samein- ingu bankans og Byrs undir merkj- um Íslandsbanka. „Hún mun ekki seinka sjálfu sameiningarferlinu. Við lítum á sameininguna sem mikil vægan þátt í endurreisn og endurskipulagningu fjármálakerf- isins. Sameiningin hefur þegar farið í gegnum nálarauga þriggja eftirlitsaðila: Samkeppniseftirlits- ins, Eftirlitsstofnunar EFTA og Fjármálaeftirlitsins, sem byggja allir niðurstöður sínar á ítarlegum og faglegum athugunum.“ Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er búið að gera ramma- samkomulag milli bankanna tveggja um tilhögun samrunans. Stefnt var að því að klára hann fyrir áramót en nú er líklegt að samkeyrsla útibúa muni teygja sig fram í janúar. Þegar Samkeppniseftirlitið heimilaði yfirtöku Íslandsbanka kom fram í ákvörðun þess að það hefði leitað eftir afstöðu Fjármála- eftirlitsins (FME) til málsins. Í ákvörðuninni segir orðrétt að ekki blasi annað við „en gjaldþrot Byrs gangi samruninn ekki eftir eða að FME yfirtaki bankann á grundvelli heimilda sinna skv. lögum um fjár- málafyrirtæki. Hér skiptir og máli það sem fram kemur í bréfi FME til Samkeppniseftirlitsins frá 10. október sl.“. Samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins segir efnislega í því bréfi FME að verði samruninn við Íslandsbanka ekki samþykktur þá yrði Byr settur í þrot og eignir og skuldbindingar hans færðar yfir til annars fjármálafyrirtækis með aðkomu fjármála ráðuneytisins. Miðað við þær stærðir sem um var að ræða hefðu einungis stóru viðskiptabankarnir þrír; Lands- bankinn, Arion banki eða Íslands- banki, komið til greina. Ekki náð- ist í Sigurð Atla Jónsson, forstjóra MP banka, við vinnslu fréttarinnar. thordur@frettabladid.is Kæra MP seinkar ekki samrunaferlinu Hugsanleg kæra MP banka til áfrýjunarnefndar frestar ekki gildistöku þeirrar ákvörðunar að heimila yfirtöku Íslandsbanka á Byr. FME telur einungis stóru viðskiptabankana þrjá geta tekið Byr yfir. Yfirtakan á að klárast í janúar. YFIRTAKA Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir hugsanlega kæru ekki seinka samrunaferlinu. MP banki var einn þeirra aðila sem lýstu yfir áhuga á að kaupa Byr þegar bankinn var settur í söluferli fyrr á þessu ári. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði tilboð bankans ráð fyrir því að ríkisábyrgð yrði á öllum eignum Byrs. Tilboðið hljóðaði upp á að kaupa 8 milljarða króna í nýju hlutafé, en bankinn var þó ekki búinn að safna fyrir öllu því fé. Tilboð Íslandsbanka, sem var tekið, hljóðaði upp á kaup á tíu milljörðum króna af nýju hlutafé auk þess sem bankinn keypti allt hlutafé sem slitastjórn Byrs og íslenska ríkið átti þegar í bankanum á 7,7 milljarða króna. Vildu ríkisábyrgð á eignum Byrs VIÐSKIPTI Sambankalán sem tekið var í janúar í fyrra til að greiða fyrir byggingu tónlistar- og ráðstefnu- hússins Hörpu er óverðtryggt fram til 15. febrúar næstkomandi. Eftir það mun lánið bera 3,5% verð- tryggða vexti í tvö ár þegar vextirnir munu hækka um 0,15% til viðbótar. Heildarlánstíminn er 35 ár og er gert ráð fyrir að lánið muni vera verðtryggt út þann tíma. Fréttablaðið greindi nýverið frá því að Austur- höfn-TR, eigandi Hörpu, hefði ákveðið að fresta endurfjármögnun á sambankaláninu, sem stóru við- skiptabankarnir þrír; Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, veittu félaginu í janúar 2010. Árlegur kostnaður íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar, eigenda Austurhafnar, vegna lánsins er 960 milljón- ir króna í dag. Ef verðbólga helst há myndi sá kostn- aður aukast þegar lánið yrði verðtryggt. Ársverð- bólga mælist nú um 5,3%. 17.093 milljóna króna þak er á sambankaláninu og því dugaði það ekki fyrir stofnkostnaði Hörpu, sem áætlaður er 17,7 milljarðar króna. Vegna þessarar frestunar fór Austurhöfn fram á að eigendur hennar veittu sér 730 milljóna króna lán í tólf mánuði þar til að skilyrði til endurfjármögnunar myndu verða betri. Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt lán- veitinguna fyrir sitt leyti en fjárlaganefnd mun taka þann hlut lánsins sem er á herðum ríkisins fyrir á næsta fundi sínum. Austurhöfn ætlar síðan að ráð- ast í 18,3 milljarða króna skuldabréfaútboð á fyrsta ársfjórðungi næsta árs til að endurfjármagna þess- ar skuldir. - þsj Fjárlaganefnd á eftir að taka afstöðu til eigendaláns til Hörpu: Lán Hörpu bráðum verðtryggt VIÐSKIPTI Creditinfo International, systurfélag Creditinfo á Íslandi, mun á næstunni koma upp gagna- banka sem hýsa á fjárhagsupplýs- ingar frá bönkum í Tansaníu. Var fyrirtækið valið til verkefnisins í kjölfar útboðs sem seðlabanki Tansaníu hélt. „Við teljum að verkefnið í Tans- aníu geti orðið gott fordæmi fyrir önnur lönd og hlökkum til að tak- ast á við þetta krefjandi verkefni sem við erum sannfærðir um að takist vel enda hefur seðlabankinn unnið vel að undirbúningi verkefn- isins,“ segir Hákon Stefánsson, sem stýrir alþjóðlegri sölu Credit- info International. Gagnagrunninum á að koma upp til að auðvelda seðlabanka Tans- aníu að hafa eftirlit með kerfis- áhættu í fjármálakerfi landsins. Þá á hann jafnframt að auðvelda stofnun einkarekinna fjárhagsupp- lýsingafyrirtækja með því að veita þeim aðgang að gögnunum. Í tilkynningu frá Creditinfo segir að fyrirtækið hafi árum saman búið til lausnir fyrir fjár- hagsupplýsingafyrirtæki og seðla- banka um allan heim. Fyrirtækið hefur starfsemi í sextán löndum og hefur nokkra reynslu af starf- semi í nýmarkaðsríkjum. Þannig er fyrirtækið nú þegar með tvö önnur verkefni í gangi í Afríku; í Súdan og á Grænhöfðaeyjum. - mþl Creditinfo starfar að þremur verkefnum í Afríku: Creditinfo starfar fyrir seðlabanka Tansaníu SEÐLABANKI TANSANÍU Creditinfo mun koma upp gagnagrunni fyrir seðlabanka Tansaníu. DÝR Eigendur Hörpu ætla í skuldabréfaútboð á næsta ári. Þeir vonast til að ávöxtunarkrafa á slíku útboði lækki fram að þeim tíma. - 3,99% ER BREYTINGIN á OMX Iceland 6 hlutabréfavísitölunni frá ársbyrjun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.