Fréttablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 64
10. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR48
Súkkulaði
Póló
119 kr
...opið í 20 ár
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Fimmtudagur 10. nóvember
➜ Tónleikar
19.30 Hljómsveitin Reykjavík! fagnar
útgáfu breiðskífunnar Locust Sounds
með matar- og tónlistarveislu á Kexi
Hosteli. Fiskihlaðborð frá Tjöruhúsinu.
Trúaborinn Markús Bjarnason leikur ljúf
lög áður en Reykjavík! stígur á svið og
FM Belfast endar tónleikana á diskó-
dansi. Miðaverð fyrir mat og tónleika
er kr. 5.500 og á staka tónleika er það
kr. 2.000.
19.30 Tónleikar í Hörpu með Sinfón-
íuhljómsveit Íslands. Hljómsveitin spilar
undir stjórn Petri Sakari Sinfónía nr. 9
eftir Gustav Mahler. Einleikari er Jósef
Ognibene. Á tónleikunum mun hljóma
í fyrsta sinn nýr hornkonsert Áskels
Mássonar. Miðaverð er frá kr. 2.000 til
kr. 6.500.
20.00 Íslenska óperan heimsækir Hof
á Akureyri og flytur tónlist úr óperum
á borð við Carmen, Gianni Schicchi,
La traviata, Kátu ekkjuna, Rakarann í
Sevilla og Perlukafarana, sem öðlast
nýtt líf í þessari stórskemmtilegu sviðs-
settu söngdagskrá úr smiðju Ágústu
Skúladóttur. Miðaverð er kr. 3.200.
20.30 Jón Ólafsson fær til sín Pál
Óskar sem gest á einstökum spjall-
tónleikum í tónleikaröðinni Af fingrum
fram í Salnum í Kópavogi. Miðaverð er
kr. 3.300.
21.00 Mezzó bandalagið kemur fram
á tónleikum á Café Rosenberg og spila
vel valin dans- og vangalög frá árunum
1987-1992. Miðaverð er kr. 1.500.
21.00 Hin árlega Tónlistarveisla í
skammdeginu á vegum menningar-
og safnanefndar Garðabæjar verður
haldin í göngugötunni á Garðatorgi.
Bubbi Morthens stígur á svið með
kassagítarinn og skemmtir gestum. Á
sama tíma verður opið hús í sal Grósku
á Garðatorgi þar sem gestir geta skoðað
myndlist. Aðgangur er ókeypis.
22.00 Strákarnir í hljómsveitinni 1860
halda útgáfutónleika í Þjóðleikhús-
kjallaranum. Miðaverð er kr. 1.860.
22.30 Kreppukvöldin vinsælu halda
áfram á Bar 11. Hljómsveitin Sak-
timóðigur spilar og mun hljómsveitin
Norn sjá um upphitun. Fyrir og eftir
tónleikana heldur Ómar á X-inu uppi
rífandi stemningu. Aðgangur er ókeypis.
➜ Leiklist
20.00 Leikritið Endalok alheimsins í
leikstjórn er sýnt í Kvikunni í Grindavík.
Miðaverð er kr. 2.900.
➜ Fundir
20.00 Fyrirlestraröð félagsins Matur
- saga - menning hefst í vetur á fundi
um Norræna eldhúsið, nýtt fyrirbæri í
matarmenningu. Fundurinn fer fram í
Norræna húsinu.
➜ Hátíðir
20.00 Afmælistónleikar Unglistar í
Austurbæ. Margar af þeim ungsveitum
sem leikið hafa á Unglist síðustu áratugi
hafa getið sér gott orð í gegnum tíðina,
heima og erlendis. Hljómsveitir sem
koma fram eru meðal annars Dikta,
Agent Fresco, Búdrýgindi, We Made
God og Synir Raspútíns. Aðgangur er
ókeypis.
➜ Heimildarmyndir
17.00 Konfúsíusarstofnunin Norðurljós
sýnir heimildarmyndina Óráðin fram-
tíð í Odda 101 í Háskóla Íslands. Allir
velkomnir og aðgangur er ókeypis.
20.00 Heimildar-
myndin Silent Snow
verður sýnd á (Ó)
sýnileg, kvikmynda-
dögum Amnesty
International í Bíói
Paradís. Myndin
segir frá ungum
inúíta sem ferðast
til þriggja heims-
álfa í þeim til-
gangi að rannsaka
áhrif mengunar
á menn og
umhverfi.
Aðgangs-
eyrir er kr.
750.
➜ Kvikmyndir
20.00 Hryllingssófabíó svokallað verð-
ur haldið í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.
Kvikmyndin Dr. Jekyll and Mr. Hyde
verður sýnd. Aðgangseyrir er kr. 500.
➜ Uppákomur
20.30 Undanúrslit í keppninni um
Fyndnasta mann Íslands fer fram á
Spot. Miðaverð er kr. 2.000 í forsölu
en kr. 2.500 við hurð. 20 ára aldurs-
takmark.
➜ Bókmenntir
17.00 Útgáfuteiti verður haldið í Bóka-
búð Máls og menningar á Laugavegi 18
í tilefni af útgáfu bókarinnar Af heilum
hug þar sem Björg Árnadóttir ræðir
við eldhugana Jónu Hrönn Bolladóttur
og Bjarna Karlsson. Gerður Bolladóttir
sópran og Victoria Tarevskaia sellóleikari
flytja tónlist. Allir velkomnir.
➜ Tónlist
21.00 Dj Klebstoff þeytir skífum á
Faktorý.
22.00 Djezus sér um að halda uppi
stuðinu á HúsDjús kvöldi á Kaffi-
barnum.
22.00 Dj Jónas stýrir tónlistinni á
Vegamótum.
22.00 Dj Einar Sonic spilar tónlist á
Bakkusi.
Upplýsingar um við-
burði sendist á
hvar@frettabladid.is.
Tríóið 1860 tók til starfa
fyrir réttu ári en hefur
þegar látið frá sér sína
fyrstu breiðskífu, sem kall-
ast Sagan. Hljómsveitin
spilar þjóðlagaskotið popp
sem fengið hefur góðar
viðtökur hjá landanum.
Útgáfutónleikar verða
haldnir í Þjóðleikhúskjall-
aranum í kvöld klukkan 22.
„Við Óttar erum æskuvinir og
höfum spilað í hinum ýmsu hljóm-
sveitum saman. Við vorum farn-
ir að prófa okkur eitthvað áfram
tveir saman, en Óttar sá svo
Kidda spila á harmonikku eitt-
hvert kvöldið fyrir rúmu ári og
sá að þarna var komið hljóðfær-
ið sem vantaði til að fullkomna
okkar hljóm. Þetta byrjaði svo
að blómstra um leið og við vorum
komnir þrír saman,“ segir Hlynur
Júní Hallgrímsson, söngvari sveit-
arinnar. Auk Hlyns skipa 1860 þeir
Óttar Birgisson gítarleikari og
Kristján Hrannar Pálsson píanó-
leikari.
1860 vakti athygli strax frá upp-
hafi því hljómsveitarmeðlimir not-
uðu sér nútímatækni til að koma
sér á framfæri. Þeir byrjuðu strax
á því að deila lögunum sínum á
samskiptavefnum Youtube. „Við
gerðum þetta aðallega fyrir vini
okkar til að byrja með en allt í einu
hafði einhver linkað á myndband
með okkur á einhverjum vinsæl-
um heimasíðum og við komnir með
einhver þúsund áhorf á myndband
sem var aðallega hugsað fyrir litlu
systur, mömmu og ömmu. Það er
auðvitað skemmtilegt að geta deilt
þessu en þetta vatt upp á sig og við
fengum svona smá meðbyr.“
Aðdáendahópur sveitar innar
er því ekki eingöngu bundinn
við Ísland og nú þegar hefur fólk
hvaðanæva að úr heiminum deilt
myndböndum á vefnum þar sem
það syngur og spilar sínar útgáfu
af lögum sveitarinnar. „Tónlistin
okkar á sér eiginlega sjálfstætt
líf á Youtube, því oft settum við
fyrstu útgáfur af lögum á vefinn,
en breyttum síðar hljómagangi eða
öðru. Svo sjáum við samt einhvern
frá Bandaríkjunum flytja lag með
okkur eins og það var bara eftir
fyrstu æfingu.“
Bandarískir aðdáendur sveit-
arinnar munu fá tækifæri til að
kynnast sveitinni betur strax
eftir áramót því í næstu viku lýkur
upptökum á EP-plötu sem sveitin
gefur út vestanhafs. Það er fyrir-
tækið sem sér um sænska lista-
manninn Tallest Man on Earth
sem sér um útgáfuna, en eig-
andi fyrirtækisins komst einmitt
í kynni við bandið þegar hann
rakst á myndband sveitarinnar á
Youtube.
Tónlist 1860 hefur verið mikið
spiluð í útvarpi og fyrsta smáskífa
plötunnar, Snæfellsnes, sat meðal
annars í öðru sæti vinsældar lista
Rásar 2 í sumar. Hlynur segir þá
félaga hæstánægða með hversu
breiður áheyrendahópurinn er.
„Maður gerði ráð fyrir því að
tónlistin myndi höfða til fólks á
sama aldri og maður sjálfur er,
en það kom okkur aðeins á óvart
að krakkar sem eru talsvert yngri
en við eru að fíla þetta og svo eru
vinkonur ömmu minnar heitustu
aðdáendur okkar.“
Hlynur hvetur fólk til að leggja
leið sína í Þjóðleikhúskjallarann
í kvöld. „Ef fólk ætlar að mæta
á eina tónleika með okkur á lífs-
leiðinni þá held ég að þetta verði
að vera þeir. Við verðum þarna
með heilan her af fagfólki með
okkur, þetta verður eitthvað alveg
sérstakt.“ bergthora@frettabladid.is
Mömmuvænt alþýðupopp
í Þjóðleikhúskjallaranum
ALÞÝÐUPOPPARAR Meðlimir 1860 eru þrír en hljóðfærin sem þeir spila á eru töluvert fleiri. Þeir hafa vakið athygli á tónleikum
fyrir snerpu í hljóðfæraskiptum í miðjum lögum. Frá vinstri eru þeir Kristján, Hlynur og Óttar. FRETTABLAÐIÐ/ANTON
Hollenski kvikmyndagerðamaðurinn Tom Six er
væntanlegur hingað til lands í dag ásamt systur
sinni en hann verður með spurt og svarað-sýningu
í Háskólabíói í kvöld þegar kvikmynd hans, The
Human Centipede 2, verður forsýnd.
Myndin er stranglega bönnuð innan átján ára
og verða dyraverðir til taks á sýningunni. Þeir
verða ekki eina varúðarráðstöfunin því Ísleifur B.
Þórhallsson, sem hefur veg og vanda af komu Six
hingað til lands, hefur þegar tryggt að þrjú hundruð
ælupokar verði til taks. „Og svo verða alvöru
sjúkraliðar með súrefni og börur á reiðum höndum
ef einhverjum fer að líða verulega illa.“
Myndin er feikilega umdeild, svo ekki sé fastar
að orði kveðið. Breska kvikmyndaeftirlitið ákvað
meðal annars að banna hana alfarið í Bretlandi
og varð sú ákvörðun tilefni mikilla ritdeilna. Að
endingu ákváðu bresk yfirvöld að hleypa henni í
gegn. Myndin hefur fengið misjafna dóma en kvik-
myndatímaritið Empire gaf henni meðal annars
þrjár stjörnur og fína dóma og Entertainment
Weekly gaf henni lofsamlega umsögn.
Ísleifur segir að Six og systir hans séu ákaflega
viðkunnanlegt fólk sem hlakki mikið til heimsóknar-
innar til Íslands. „Six er alveg hrikalega flughrædd-
ur og hann leggur ekkert á sig svona ferðalög nema
hann sé mjög spenntur,“ segir Ísleifur en þau verða
hérna yfir helgina og ætla sér að kíkja út á lífið.
„Og kannski kíkja á Kevin Smith,“ segir Ísleifur, en
bandaríski kvikmyndaleikstjórinn verður með uppi-
stand í Hörpunni á föstudagskvöld. - fgg
Sjúkraliðar og ælupokar í boði
VENJULEGUR NÁUNGI Tom Six verður með spurt og svarað-
sýningu í Háskólabíói í kvöld en þá verður kvikmynd hans, The
Human Centipede 2, forsýnd.