Fréttablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 82
10. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR66 FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir náði einu besta íþróttafreki ársins þegar hún lenti í þrettánda sæti á HM í frjálsum í Daegu í Suður-Kóreu í septem ber síðastliðnum. Hún hefur aldrei kastað lengra á stórmóti og þessu náði hún þrátt fyrir að vera búin að keppa meidd í sex mánuði. Ásdís er nú laus við meiðslin, hefur hafið stífan undirbúning fyrir Ólympíu- leikana í London og ætlar sér að kasta lengra en Íslandsmetið henn- ar er (61,37 metrar) á árinu 2012. „Fóturinn er orðinn góður og ég er bara að æfa á fullu. Ég er alveg á kafi og er að drepast úr harð- sperrum. Ég byrjaði aftur í byrjun október og hef ekkert fundið fyrir í fætinum síðan ég byrjaði. Það er mjög jákvætt. Þetta lítur rosalega vel út allt saman,“ segir Ásdís, en hún er annað árið í röð á leiðinni í æfingabúðir hinum megin á hnett- inum. Æfingabúðir í Suður-Afríku „Stefnan er að fara í æfingabúðir til Suður-Afríku í lok desember og byrjun janúar. Ég fór aðeins fyrr í fyrra en var þá komin heim fyrir áramótin. Það er betra fyrir okkur að fara aðeins seinna því þá er ég farin að kasta meira,“ segir Ásdís. Hún viðurkennir að það hafi gengið á ýmsu hjá henni árið 2011 og þar hafi meiðslin spilað stórt hlutverk. „Þetta var rosalega mikið upp og niður hjá mér á þessu ári. Meiðslin voru að eyðileggja fyrir mér en samt sem áður næ ég að tryggja mig inn á Ólympíuleik- ana og næ 13. sæti á HM, sem er í rauninni alveg frábært miðað við að stæður,“ segir Ásdís, sem náði sínum besta árangri á HM þrátt fyrir að glíma við þessi meiðsli. „Ég lagði ofboðslega mikið á mig til þess að geta keppt yfir- höfuð. Langflestir hefðu ekki getað keppt eins og ég var en ég hefði verið að vinna með meiðslin síðan í mars. Ég var að gera ótrú- legustu hluti til þess að halda þess- um meiðslum niðri,“ segir Ásdís, en hún glímdi við bólgur í sininni undir ilinni sem liggur frá stóru tánni og festist aftan í hælinn. Hringið bara í mig „Ég gerði bókstaflega allt sem nokkurn tímann hefur verið ráð- lagt við þessum meiðslum. Ég var að kæla þetta, ég var að nudda þetta og ég var að teygja á þessu. Ég fór til sjúkraþjálfara á hverj- um einasta degi í bylgjur og með- ferð. Ég fór líka í nálastungur og í eiginlega allt sem ég fann að væri hægt að gera. Ég veit ekki hversu mörgum klukkutímum á viku ég eyddi í styrktaræfingar. Ef ein- hver fær þessi meiðsli, láttu þann hinn sama hringja í mig því ég veit allt um þetta,“ segir Ásdís í létt- um tón. Árangurinn á HM var því ánægjulegur þótt litlu hafi munað að hún kæmist í tólf manna úrslit. „Það var gífurlegur sigur fyrir mig andlega því ég hef ekki verið nógu heppin að hitta á þetta á stór- mótunum. Það gefur mér mikið sjálfstraust fyrir Ólympíuleikana að ná að kasta svona langt,“ segir Ásdís, sem tryggði sér keppnis- rétt á Ólympíuleikunum með því að kasta 59,12 metra mánuði fyrir HM og varð þá fyrsti íslenski íþróttamaðurinn sem komst inn á Ólympíuleikana í London. Hún kastaði síðan þremur senti metrum lengra á HM. „Ég er laus við allt stress við að ná lágmarkinu inn á Ólympíu- leikana en mig langar til þess að fara inn með A-lágmörk og að sjálfsögðu ætla ég að reyna að kasta eins langt og ég get fyrir leikana. Allt verður samt miðað við það að toppa á Ólympíuleik- unum sjálfum,“ segir Ásdís, en A-lágmarkið er 61 metri og b-lág- markið er 59 metrar. Ætlar að slá Íslandsmetið „Ég stefni á það að bæta Íslands- metið mitt á næsta ári og ég von- ast til að haldast heil. Það er númer eitt, tvö og þrjú hjá mér núna að gera allt til þess. Ef ég verð heil á ég að geta kastað langt,“ segir Ásdís, en hún hefur aldrei verið hrædd við að setja pressu á sjálfa sig. Ásdís hefur náð mjög góðum árangri undanfarin ár en hefur ekki átt upp á pallborðið hjá Samtökum íþróttamanna. Ásdís endaði í 11. sæti í kjörinu fyrir árið 2010 og varð í 13. sæti árið á undan. Bæði árin var hún hins vegar kjörin Íþróttamaður Reykjavíkur borgar. Ofboðslega huglægt mat „Þetta er ofboðslega huglægt mat og það eru örugglega ekki neitt ofboðslega margir þarna sem hafa áhuga á frjálsum. Auðvitað finnst mér það svolítið fyndið þegar ég kemst ekki inn á topp tíu í vali á Íþróttamanni ársins en er svo kosin Íþróttamaður Reykja- víkur og það voru kannski tveir til þrír íþróttamenn fyrir neðan mig sem voru á topp tíu listanum í kosningunni á Íþróttamanni árs- ins,“ segir Ásdís og bætir við: „Markmiðið hjá mér og tilgangur inn með þessari íþrótta- iðkun minni er samt ekki að kom- ast inn á einhverja lista þó að það sé mikill heiður að fá svona við- urkenningu. Þetta er huglægt mat og það er ekki hægt að láta það fara í taugarnar á sér. Það væri mjög gaman og mikill heiður að fá að vera með tíu efstu í kjör- inu en svona er þetta bara,“ segir Ásdís en hvað þá með kjörið í ár? Búin að prófa allt „Nú er ég búin að prófa allt. Ég er búin að prófa það að ná rosa- lega góðum árangri en standa mig ekki neitt ofboðslega vel á stór- móti. Þá fór ég ekki inn. Ég er búin að prófa að eiga gott sumar og standa mig vel á stórmóti en fór ekki inn heldur. Nú er ég búin að standa mig vel á stórmóti og við verðum bara að sjá hvað það gefur.“ ooj@frettabladid.is Flestir hefðu ekki getað keppt Ásdís Hjálmsdóttir hefur verið ofarlega á heimslistanum í spjótkasti kvenna síðustu ár og fastagestur á stórmótum. Hún hefur hins vegar aldrei verið valin í hóp tíu bestu íþróttamanna landsins í kosningu Samtaka íþróttamanna. Ásdís tjáir sig um það, sem og meiðslin og ólympíuárið sem er fram undan. STEFNIR Á NÝTT ÍSLANDSMET Ásdís Hjálmsdóttir er á fullu að byggja sig upp fyrir tímabilið, þar sem hápunkturinn verður Ólympíuleikarnir í London. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ásdís í tölum Stórmótin hennar Ásdísar EM í Gautaborg 2006 25. sæti (51,33 metrar) Ólympíuleikar í Peking 2008 50. sæti (51,33 metrar) HM í Berlín 2009 24. sæti (55,86 metrar) EM í Barcelona 2009 10. sæti (54,32 metrar) HM í Daegu í Suður-Kóreu 2011 13. sæti (59,15 metrar) Bestu köst Ásdísar á hverju ári: 2011 59,15 metrar Daegu, 1. sept. 2011 2010 60,72 Gateshead, 10. júlí 2010 2009 61,37* Reykjavík, 16. maí 2009 2008 59,80** Lapinlahti, 20. júlí 2008 2006 54,66 Árósar, 6. júlí 2006 2005 57,10** Reykjavík, 28. maí 2005 2004 55,51 Grosseto, 13. júlí 2004 * Er Íslandsmet ** Var Íslandsmet HANDBOLTI Ingimundur Ingimundarson, leik- maður Fram og íslenska landsliðsins, hefur verið duglegur við að létta sig síðustu vikur og mánuði svo eftir því var tekið. Hann sneri aftur heim til Íslands úr atvinnumennskunni í sumar og hefur lagt ríka áherslu á að halda sér í sem allra bestu formi. „Ég hef æft vel í sumar og haust og er í fínu standi. Ég er kannski búinn að æfa of mikið því Guðmundur er búinn að tuða yfir því hvað ég er orðinn léttur,“ segir Ingimundur og brosir. „En þó svo að ég sé léttari en ég hef verið að undanförnu held ég mínum styrk. Ég hef allavega verið að glíma við afturendann á Kára á hverri æfingu og það er ekkert smá- ræði. Hann er öflugur í blokkeringunum og harður af sér,“ segir Ingimundur. „En svo ég tali af fullri alvöru þá finnst mér þetta virka vel fyrir mig og ef nauðsyn krefur þá er ég fljótur að bæta á mig nokkrum kílóum. Ég á frekar auðvelt með það.“ Hann segir að það hafi aldrei verið ætlunin að slaka eitthvað á eftir að hann kom aftur til Íslands. „Ég ætla mér að halda áfram í hand- bolta af fullum krafti. Ég æfi mikið auka- lega enda vissi ég að ég þyrfti að halda mér á tánum til að detta ekki úr landsliðinu og gera áfram góða hluti með því,“ segir Ingimundur en bætir við að það hafi verið mikil breyting fyrir sig að koma aftur heim. „Hérna heima er mikið um létta leikmenn, snögga og tekníska, en ytra er maður helst að glíma við tveggja metra menn sem beita sér á annan hátt. Það á enginn fast sæti í landslið- inu og ég þarf að vera í toppformi hér heima til að halda sæti mínu þar.“ Hann segist vera opinn fyrir því að fara aftur út í atvinnumennsku eftir tímabilið. „Ég get ekki sagt að ég stefni beinlínis að því að komast aftur út en ég vil halda mér í góðu standi ef eitthvað áhugavert kemur upp. En mér líður líka mjög vel heima. Það gefur mér mikið að vera nálægt fjölskyldu og vinum, auk þess sem æfingamenningin í handboltan- um hér heima er mjög góð.“ - esá Landsliðsþjálfarinn að „tuða“ yfir því hvað Ingimundur Ingimundarson er búinn að létta sig mikið: Get verið fljótur að bæta aftur á mig kílóum FISLÉTTUR Ingimundur Ingimundarson hefur tekið af sér nokkur kíló að undanförnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Einn fljótasti knatt- spyrnumaður landsins, Gunnar Kristjánsson, hefur skrifað undir samning við 2. deildarlið KV sem stendur fyrir Knattspyrnufélag Vesturbæjar. Gunnar fékk sig lausan undan samningi við FH í gær en hann átti eitt ár eftir af samningi sínum við Hafnarfjarðarliðið. Í kjölfarið skrifaði hann undir samning við KV. Gunnar þekkir vel til hjá félaginu enda var það stofnað á sínum tíma heima hjá honum. Þjálfari liðsins er þess utan bróðir Gunnars. KV-menn ætla sér stóra hluti í 2. deildinni næsta sumar en þeir hafa boðað til blaðamannafund- ar í dag þar sem fleiri leikmenn verða kynntir til leiks. - hbg Gunnar Kristjánsson: Fór frá FH í KV GUNNAR KRISTJÁNSSON Farinn aftur í Vesturbæinn en að þessu sinni ekki til KR. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI Það verður aðeins eitt lið stigalaust á botni Ice- land Express-deildar karla eftir leik Tindastóls og Vals í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Sjötta umferðin hefst þá með þremur leikjum, en bæði Tindastóll og Valur hafa tapað fyrstu fimm leikjum sínum. Það verður einnig athyglis- verður slagur í Toyota-höllinni þar sem Keflavík tekur á móti nýliðum Þórs úr Þorlákshöfn. Bæði lið hafa unnið þrjá leiki og eru ásamt ÍR og Snæfelli í 4. til 7. sæti deildarinnar. Þórsarar hafa þegar farið í Reykjanesbæ í vetur og sótt tvö stig en þeir unnu 90-75 sigur í Njarðvík á dögunum. Þriðji og síðasti leikur kvölds- ins er síðan á milli Reykjavíkur- félaganna Fjölnis og KR í Grafar voginum. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.15 en umferðin klárast síðan á morgun. - óój Iceland Express-deild karla: Fyrstu stigin örugg í húsi RÝR UPPSKERA Darnell Hugee á eftir að vinna leik á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.