Fréttablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 10
10. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR10 SPÁNN Útlit er fyrir að jarðhrær- ingum og gosvirkni á hafsbotni rétt sunnan við eyjuna El Hierro, sem er hluti af Kanaríeyjaklasan- um, sé lokið eftir margra mánaða óróa. Gosefni hefur streymt upp úr sprungu á hafsbotni og þúsundir jarðskjálfta hafa gengið yfir. Það hefur meðal annars orðið til þess að yfirvöld á Kanaríeyjum rýmdu hús í bænum La Restinga sem er í nágrenni við gossvæðið. Alls búa ellefu þúsund manns á eyjunni El Hierro. Samkvæmt vefnum Earthquake Report, sem fylgist náið með fram- vindu mála, hefur hætt að gjósa. Það þýðir þó ekki að virkni sé lokið, en gosi þessu hefur verið líkt við Surtseyjargosið hér við land. Gosefni hefur hlaðist upp á sjávar botni og náð 100 metra yfir botn, en ennþá eru þó 150 metrar upp að sjávarborði. Á yfirborði sjávar suður af eynni hefur aska úr sprungunni myndað gríðarstóran flekk og fjöldi fiska hefur drepist. Margir höfðu séð fram á að ný eyja yrði þarna til, sem yrði fyrsta nýja eyjan í klasanum í rúm millj- ón ár. Að sögn Daily Mail var heimafólk þegar farið að stinga upp á nöfnum fyrir væntanlega eyju. Um fimm hundruð uppá- stungur höfðu borist, þar á meðal Atlantis. Þá var umræða í spænsk- um fjölmiðlum um það hver myndi fá yfirráð yfir eyjunni þegar hún risi upp. Slíkar vangaveltur virðast þó enn um sinn vera ótímabærar en óvíst er hvort framhald verður á gosinu og hvort eyja muni þá á endanum rísa úr sæ. - þj Hlé á gosvirkni á sjávarbotni við Kanaríeyjar: Slær á vonir um að ný eyja sé að verða til ASKA RÍS ÚR SÆ Gríðarstór öskuflekkur liggur á haffletinum úti af El Hierro. Bærinn La Restinga er í stuttri fjarlægð frá gosstöðvunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ármúla 30 | 108 Reyk jav í k | S ími 560 1600 | w w w.borgun . i s J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Vandaðir posar á hagstæðum kjörum Frí uppsetning á höfuðborgarsvæðinu Viðskiptavinir á landsbyggðinni fá senda posa sér að kostnaðarlausu Mundu að panta posa fyrir jólaverslunina á www.borgun.is eða í síma 560 1600. Alltaf nóg að gera fyrir jólin! arionbanki.is – 444 7000 Frjálsi lífeyrissjóðurinn hlaut alþjóðleg verðlaun sem besti lífeyrissjóður á Íslandi árin 2009 og 2010. Frjálsi lífeyrissjóðurinn Lífeyrissparnaður býður bæði upp á skyldu- og viðbótarlífeyrissparnað Kynntu þér kosti Frjálsa lífeyrissjóðsins á www.frjalsilif.is. LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Vest- mannaeyjum rannsakar nú bruna í síldarnót og leitar eins brennu- vargs eða fleiri. Eldurinn kom upp í fyrrakvöld og er nótin mikið skemmd. Ný kostar hún um 50 milljónir króna, þannig að ljóst er að tjónið er mikið. Það var upp úr klukkan tíu sem allt slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út vegna elds í síldarnót sem stóð á plani norðan við Neta gerðina Ísnet. Töluverður eldur reyndist vera í nótinni en greiðlega gekk að slökkva hann, að sögn lögreglu. Að auki var fenginn slökkviliðsbíll frá flugvellinum og var hann notaður við slökkvistarfið, þar sem bæði atvinnu- og íbúðarhúsnæði voru nærri staðnum þar sem eldurinn kom upp. Ekkert rafmagn er þar sem nótin er, að því er lögreglan tjáði Frétta- blaðinu, og er því talið nokkuð víst að kveikt hafi verið í nótinni. Á þessu svæði eru fleiri nætur í hrúg- um og tjónið hefði því getað orðið miklu meira hefði eldurinn læst sig í þær eða verið borinn að þeim. Ísfélag Vestmannaeyja á þessa umræddu síldarnót og nótaskipið Álsey VE hefur notað hana. - jss ELDUR Í SÍLDARNÓT Slökkviliðinu tókst fljótt og vel að ráða niðurlögum eldsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON Mikil tjón þegar eldur var kveiktur í síldarnót í Vestmannaeyjum: Lögreglan leitar brennuvarga FASTEIGNIR 74 kaupsamningum var þinglýst á höfuðborgarsvæð- inu vikuna 28. október til og með 3. nóvember. Þar af voru 55 samningar um eignir í fjölbýli, fimmtán samningar um sérbýli og fjórir samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Á vef Þjóðskrár kemur fram að heildarveltan var 2.377 milljónir króna og meðalupphæð á samn- ing 32,1 milljón króna. Á sama tíma í fyrra var 86 samningum þinglýst og meðal- upphæð var 27 milljónir króna. - þj Fasteignir á höfuðborgarsvæði: Færri kaupsamn- ingar en í fyrra PENINGAR BÍÐA Tékkneskur póker- leikari virðir fyrir sér væntanleg auðæfi á lokametrunum í heimsmeistaramóti í Las Vegas. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.