Fréttablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 12
10. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR12
Miklar vonir eru bundnar
við sjókvíaeldi á laxi á
sunnanverðum Vestfjörð-
um. Á Austurlandi hugsa
menn sér einnig til hreyf-
ings. Þegar hafa skapast
tugir nýrra starfa á stuttum
tíma en það er aðeins vísir-
inn að því sem koma skal,
gangi áform eftir.
Þessa dagana er tekið eftir því
þegar auglýst er eftir starfsfólki
í stórum hópum til að taka þátt í
uppbyggingu á nýjum fyrirtækj-
um. Í lok október auglýsti laxeldis-
fyrirtækið Fjarðalax eftir tólf til
fimmtán starfsmönnum í slátrun,
vinnslu og pökkun í vinnsluhúsi
fyrirtækisins á Patreksfirði. Um
er að ræða framtíðarstörf en fyrir
voru starfsmenn tuttugu á Vest-
fjörðum og tíu við seiðaeldis stöðina
Ísþór í Þorlákshöfn, sem fyrirtækið
rekur.
Fjarðalax hefur á síðustu tveim-
ur árum byggt upp umfangsmikið
laxeldi á sunnanverðum Vestfjörð-
um og er nú með fisk á fóðrum í
Tálknafirði og Arnarfirði. Auglýst
er eftir fólki til að annast slátrun
á fyrstu kynslóð laxa í vetur. Að
sögn framkvæmdastjóra Fjarðalax,
Höskuldar Steinarssonar, er ráðn-
ingu starfsfólks ekki enn lokið en
honum er það ekki áhyggjuefni að
ljúka því. Hingað til hafa tveir sótt
um hverja stöðu.
Sölumálin tryggð
Fjarðalax er í eigu North Landing
LLC, félags í íslenskri og danskri
eigu. Fyrirtækið er stór aðili í
innflutningi, vinnslu og dreifinu
á ferskum laxi og laxaafurðum
á austurströnd Bandaríkjanna.
Eignarhaldið tryggir því að afurð-
ir fyrirtækisins eiga greiða leið inn
á markað þar sem helst er von til að
fá hæst verð.
„Markaðurinn er lykilatriði við
uppbyggingu laxeldis hér á landi,“
segir Höskuldur. „Staðsetning
landsins þýðir kostnað við flutn-
inga sem aðrir þurfa síður að hafa
áhyggjur af. Við getum ekki gert
þetta á vitrænan hátt til framtíðar
öðruvísi en að framleiða sérstaka
vöru á kröfuharðasta og dýrasta
markaðinn.“
Umhverfi
Stefna Fjarðalax er að reka vist-
vænt og sjálfbært laxeldi. Því er
unnið eftir hugmyndafræði um
kynslóðaskipt laxeldi. Það þýðir
að aðeins er ein kynslóð fiska á
hverjum stað á hverjum tíma og
er sá staður hvíldur að lokinni
slátrun. Með kynslóðaskiptu lax-
eldi er tryggt að æskileg hreins-
un sé á svæðinu sem dregur veru-
lega úr hættu á sjúkdómasmiti, en
það hefur valdið mestum vanda í
fiskeldi hér á landi í gegnum tíð-
ina eins og kunnugt er. Fjarðalax
mun ala fisk í þremur fjörðum en
Arnarfjörður bætist við
þá sem fyrr voru taldir.
Einn þeirra verður ætíð
hvíldur.
„Þetta er leiðin sem
allir eru að fara núna. Ef
fyrirtækjum er hleypt
af stað hvert ofan í öðru
má segja að það sé leið-
in til glötunar. Við leggj-
um mikið á okkur til að
fá stjórnvöld til að horfa
til reynslu nágrannaþjóð-
anna og draga upp reglu-
verk sem tryggir að þetta
sé gert rétt,“ segir Hösk-
uldur.
Laxeldi er umdeild
atvinnugrein. Helst er
horft til áhrifa eldisins
á villta laxastofna. Hér
takast á tveir skólar; eldismenn
gegn þeim sem gagnrýna eldið
hart. Noregur er oft nefndur sem
dæmi en þar hafa villtir stofn-
ar látið mjög á sjá. Hins vegar er
langur vegur frá því að menn geti
sæst á það sjónarmið að eldinu sé
um að kenna. Hins vegar er Nor-
egur kannski ekki gott dæmi fyrir
Ísland, svo umfangsmikið sem eldið
er þar í landi með milljón tonna
framleiðslu á ári.
Hérlendis hefur laxeldi í sjó
aðeins verið á Vestfjörðum, Aust-
fjörðum og í Eyjafirði, eða þar
sem ár með laxastofna eru fáar
eða engar. Það skýrir áhuga á lax-
eldi á sunnanverðum Vestfjörðum
þó aðrir þættir spili þar einnig inni
í, eins og ákjósanlegt veðurfar og
skjólgóðir firðir.
Vöxtur og starfsfólk
Í ágúst skrifuðu forsvarsmenn
Fjarðalax undir fjármögnunar-
samning við Landsbankann. Samn-
ingurinn er háður fram-
gangi fyrirtækisins og
því magni sem kemur til
slátrunar. Það er reyndar
við framtíðarsýn Fjarða-
laxmanna sem leikmaður
í þessum fræðum staldr-
ar við. Fyrirtækið stefn-
ir á að framleiða allt að
tíu þúsund tonn af laxi á
ári, fáist til þess tilskilin
leyfi frá stjórnvöldum.
Þetta hefur gríðarlega
þýðingu í byggðalegu
samhengi.
Varlega áætlað gæti tíu
þúsund tonna ársfram-
leiðsla skapað ríflega
300 störf á sunnanverð-
um Vestfjörðum. Hér
er litið til reynslu Fær-
eyinga þar sem sannast hefur að
hver þúsund tonn skapa fimmtán
bein störf. Afleidd störf í strand-
nýtingargreinum, eins og laxeld-
ið er skilgreint, hefur reynst vera
2,2 fyrir hvert beint starf í við-
komandi grein. Og í þessu dæmi
er bara Fjarðalax undir.
Arnarlax
Á Bíldudal, einnig á sunnanverðum
Vestfjörðum, er fyrirtækið Arnar-
lax í startholunum. Fyrirtækið
undirbýr eldi á þrjú þúsund tonn-
um af laxi í Arnarfirði. Áform eru
um að fullvinna afurðir á Bíldudal
og myndi vinnslan skapa fimmtíu
störf, eins og Fréttablaðið greindi
frá í sumar. Sé dæmið reiknað
áfram er nær að tala um hundrað
störf í tengslum við umsvif Arnar-
lax. Fyrirtækið bíður eftir starfs-
og rekstrarleyfum en ætlar af stað
með tilraunaeldi í vor.
Þá hefur fyrirtækið Laxar fisk-
eldi áform um sex þúsund tonna
eldi í Reyðarfirði á Austfjörð-
um, og hefur Skipulagsstofnun
afgreitt erindi fyrirtækisins um
matsskyldu. Kannski er of snemmt
að reikna, en þarna gætu á annað
hundruð störf verið í pípunum
gangi Laxar fiskeldi vel að koma
áformum sínum á koppinn.
Sporin hræða
Viðmælendur Fréttablaðsins tala
um þriðju bylgju laxeldis á Íslandi.
Tvær þær fyrri risu hátt en end-
uðu illa. Skelfilega, myndi einhver
segja.
En af hverju núna? Eitt er að
aðstæður til sjóeldis á laxi hafa
breyst mjög til batnaðar síðan fyrst
var farið af stað um 1990. Hækk-
andi hitastig sjávar skiptir máli
og til þess verður að líta að verð
á eldislaxi var ævintýralega hátt
um nokkurra ára skeið. Skýring-
in á því er hrun eldis í Síle vegna
sjúkdóma. Á þessu ári hefur verð á
laxi hins vegar hrunið aftur, og er
upprisa eldis í Síle aftur ástæðan.
Norsk eldisfyrirtæki horfa nú fram
á tap eftir ofurgróða um tveggja
ára skeið. Einnig er tínt til að eign-
arhald fyrirtækjanna hafi breyst
og bakhjarlar séu fjölþjóðlegur
hópur eldismanna, sem gæti skipt
máli. Breiðari þekking, reynsla og
dýpri vasar hljómar vel. Spurning
hvort minna þurfi á gengis lækkun
að halda eftir hrunið og áhrif á
útflutningsgreinar?
Er einn nóg?
Allir eru sammála um að aðferðum
við sjóeldi hefur fleygt mikið fram.
Kröfur um búnað og eftirlit eru
allt aðrar og strangari en var fyrir
nokkrum árum. Fiskur á ekki að
sleppa úr sjókvíum, ef allt gengur
eins og því er ætlað. Dæmin sanna
hins vegar að lax sleppur, oftast eru
þeir fáir en stundum svo þúsundum
skiptir. Þessi dæmi má finna alls
staðar sem lax er eða hefur verið
alinn í sjó. Hver áhrifin eru grein-
ir menn á um, eins og áður sagði.
Frá þrengsta sjónarmiði er hægt að
segja að þetta sé ekki síst spurning
um ímynd. Einn eldislax er kannski
nóg ef hann veiðist í laxveiðiá sem
hefur verið markaðssett á þeim for-
sendum að stofninn sem þar lifir sé
einstakur vegna uppruna síns.
Allt til staðar
Fréttablaðið flutti af því fréttir í
ágúst að til stæði að kanna grund-
völl þess að byggja íbúðir fyrir
aldraða á Tálknafirði. Það vakti
athygli fyrir þær sakir að aðeins
eitt íbúðarhús hafði verið byggt
í þorpinu frá aldamótum. Undir-
liggjandi ástæða þessara áforma
er ásókn í leiguhúsnæði á staðnum,
ekki síst vegna umsvifa Fjarða-
lax. Í þessu litla dæmi kristallast
vandi sunnanverðra Vestfjarða, eða
stanslaus fólksflótti undan farinna
ára og hvað kröftugt fyrirtæki
getur þýtt fyrir byggðir sem hafa
misst spón úr aski sínum.
www.reykjavik.is
Nánari upplýsingar og aðstoð má fá með því að senda fyrirspurn á netfangið upplysingar@reykjavik.is
eða í síma 411 1111.
Þeir sem sérstaklega óska eftir að fá senda greiðsluseðla geta pantað þá á Rafrænni Reykjavík á
www.reykjavik.is. Þeir sem eru skráðir í Rafræna Reykjavík fá reikninga frá Reykjavíkurborg senda
með tölvupósti.
Frá og með næstu mánaðamótum verða greiðslu seðlar vegna
innheimtu Reykjavíkurborgar og undirstofnana hennar ekki sendir
út til einstaklinga, 18-67 ára. Greiðendur geta þess í stað skoðað
rafræna greiðsluseðla í heimabönkum sínum.
Rafrænir
greiðsluseðlar
Svavar
Hávarðsson
svavar@frettabladid.is
FRÉTTASKÝRING: Uppbygging laxeldis í sjókvíum
Laxeldið vekur vonir og veldur áhyggjum
LAX Í SJÓKVÍ Fjarðalax hefur leyfi fyrir 4.500 tonna eldi í Arnarfirði, Tálknafirði og Patreksfirði. Fáist tilskilin leyfi er tíu þúsund tonna eldi fyrirhugað árið 2017. Slík umsvif kalla
á mikið vinnuafl og gætu verið mikilvægt skref til þess að snúa við fólksflótta frá sunnanverðum Vestfjörðum. MYND/FJARÐALAX
Ef fyrirtækjum
er hleypt af
stað hvert
ofan í öðru
má segja að
það sé leiðin
til glötunar.
HÖSKULDUR
STEINARSSON
FRAMKVÆMDA-
STJÓRI FJARÐALAX