Fréttablaðið - 10.11.2011, Page 72

Fréttablaðið - 10.11.2011, Page 72
10. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR56 folk@frettabladid.is mini Ny r og skemm tilegu r va lkostu r *Pantanir þurfa að berast fyrir 15:00 daginn áður Nú bjóðum við okkar frábæru pítur sem smárétti fyrir öll stór og smá tilefni. Mini píturnar eru afgreiddar á hentugum bökkum í þremur útfærslum* Klassík: Buff, kjúklingabringa, grænmeti, lamb og beikon Exótík: Sjávarréttir, lax, kalkún-beikon og kebab Mix: Roastbeef, buff, skinka og kjúklingalundir Skipholti 50 C Pöntunarsími: 562 9090 www.pitan.is 2.990.- 12 mini pítur klassí k mix exótí k kíló hefur söngkonan Mariah Carey losað sig við síðan hún eignaðist tvíburana sína, Moroccan og Monroe, fyrir sex mánuðum. Carey er í skýjunum yfir að vera komin aftur í kjörþyngd en því lýsti hún yfir í viðtalsþættinum The Rosie Show á dögunum. 32 Elísabet Olka myndlistar- kona hélt sína fyrstu einka- sýningu í Kaupmannahöfn um helgina og vakti mikla athygli. Elísabet hefur verið búsett í Danmörku í fimm ár og segir það auðveldara fyrir listamenn að koma heim og sýna ef þeir hafa þegar fengið viðurkenning ytra. „Það komu miklu fleiri en ég hefði nokkurn tíma trúað og þetta heppnaðist mjög vel,“ segir myndalistarkonan Elísabet Olka, sem opnaði sína fyrstu einkasýn- ingu á Vesturbrú í Kaupmanna- höfn um helgina. Elísabet hefur verið búsett í Danmörku ásamt tveimur börn- um og manni undanfarin fimm ár. Hún er menntuð frá Listahá- skólanum og fór í smíða- og myndlistarkennaranám úti. „Ég lærði smíðakennarann hérna úti en hef verið að sinna mynd- listinni síðan ég útskrifaðist og gengið mjög vel. Ég á samt örugglega eftir að nýta mér kennsluréttindin síðar,“ segir Elísabet sem sýnir bæði málverk og skúlptúra eða eins konar þrí- víddarmálverk á þessari sýningu. Efniviðinn í listaverkin sín hefur Elísabet fundið á víð og dreif um borgina en í Kaup- mannahöfn tíðkast það að setja hluti út á götu sem eigandinn hefur ekki not fyrir lengur. „Ég er alltaf með augun opin fyrir skemmtilegum hlutum sem ég get notað og er þekkt fyrir að draga með mér gamla stóla heim af djamminu. Það er ekki alltaf vinsælt meðal heimilisfólksins,“ segir Elísabet hlæjandi en það er henni hugleikið að koma verð- lausum hlutum aftur í umferð og gefa þeim nýtt líf. „Ég var tilbúin með svo mörg verk sem mig langaði að koma frá mér og hef þegar selt fimm verk,“ segir Elísabet en það er ansi gott fyrir ungan listamann á sinni fyrstu sýningu. „Það er þekkt að maður fer ekki að selja nein verk fyrr en kynslóðin sem maður er af fer að eignast pen- inga og tíma að eyða honum í list, en ég er greinilega að komast á þann aldur.“ Elísabet stefnir á að koma heim með sýninguna á næstunni og viðurkennir að það er auðveld- ara fyrir listafólk að koma heim og halda sýningu ef það hefur fengið viðurkenningu ytra. „Ég stefni á að koma heim og kynna afraksturinn fyrir Íslendingum í bráð en af einhverjum ástæðum er það auðveldara að sýna heima ef manni hefur gengið vel úti.“ Þeir sem eru staddir í Kaup- mannahöfn og vilja berja sýningu Elísabetar augum geta komið við í Vesterbro Showroom VESS á Oehlenschlægersgade 36 næstu tvær vikurnar. alfrun@frettabladid.is Listakona tekur gamla stóla með sér heim af djamminu ÁNÆGÐ MEÐ AFRAKSTURINN Elísabet Olka er í skýjunum yfir sinni fyrstu einkasýningu í Kaupmannahöfn en hún sýnir bæði málverk og skúlptúra eða eins konar þrívíddarlist. FLOTTIR LITIR Verk úr sýningu Elísabetar en miðjan í verkunum á þessari sýningu er táknið og fígúran, og hugmyndin er að túlka innri átök sem við sköpum okkur sjálf við ýmsar aðstæður. Breska söngkonan Adele nær sér að fullu eftir aðgerð sem hún gekkst undir á raddböndum. Söng- konan hefur verið í vandræðum með röddina um hríð en í haust var ástandið orðið svo slæmt að hún þurfti að fresta öllum tónleik- um út árið og fara í aðgerð til að bjarga ferlinum. Adele gekkst undir aðgerð hjá sérfræðingum í Boston fyrr í vik- unni sem segja aðgerðina hafa heppnast vel og að ekki líði á löngu þangað til söngkonan geti staðið á sviði á ný. Adele nær fullum bata eftir aðgerðina NÆR FULLUM BATA Adele getur staðið á sviði á ný eftir aðgerð á raddböndum sem gekk vel. NORDICPHOTOS/GETTY George Clooney er ein skærasta kvikmyndastjarna heims í dag og gerir um það bil það sem hann vill. Hann frumsýndi nýlega myndina The Ides of March, sem er gæluverkefni hans og kostaði ekki mikið. „Hún er ekki fyrir alla, en mér er skítsama,“ sagði Clooney í viðtali við Rolling Stone. „Ég þarf ekki meiri frægð og við skutum hana fyrir tólf milljónir dala. Þannig að allt sem við gerum er fínt.“ Myndin hefur þegar aflað 36 milljóna dala og fær í þokkabót frábæra dóma gagnrýnenda. Clooney leikstýrir myndinni ásamt því að leika aðalhlut- verkið. Hann vill setjast oftar í leikstjórastólinn. „Ég starfa sem leikari, en mig langar að vera leik- stjóri,“ sagði hann. „Þannig að ég tek að mér góð hlutverk sem bjóðast milli mynda sem ég leikstýri sjálfur.“ Einhvern veginn fór viðtalið í Rolling Stone út af sporinu og allt í einu er hann byrjaður að tala um prumpblöðrur. „Ég held að það sé fyndnasta upp- finning í mannkynssögunni,“ sagði hann. „Að segja orðið „prump“ kemur mér til að hlæja. Ég er með iFart í símanum mínum og ég á fjarstýrðar prump- blöðrur. Prump, það er ekkert fyndnara.“ George Clooney er skítsama HLÆR AÐ PRUMPI George Clooney er með prumpforrit í sím- anum sínum og á fjarstýrða prumpblöðru. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.