Fréttablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 2
10. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR2
Hlynur, ertu nokkuð alveg
handónýtur eftir meiðslin?
„Nei, ég er handviss um að svo er
ekki.“
Hlynur Morthens handboltamarkmaður
fékk slæmt sár á hönd í síðasta leik en
lætur það ekki á sig fá.
EFNAHAGSMÁL Nokkuð vantar upp á
að Fjármálaeftirlitið (FME) upp-
fylli alþjóðlega staðla um skil-
virkt bankaeftirlit. Þetta leiddi
athugun erlends sérfræðings í ljós
fyrr á árinu. Gunnar Þ. Ander-
sen, forstjóri FME, fjallaði um
athugun ina á ársfundi FME í gær.
Aðgerðaáætlun sem tryggja á að
stofnunin uppfylli skilyrðin hefur
verið unnin og er til tveggja ára.
Þá kom fram í máli Gunnars
að FME hafi á síðustu misserum
vísað 77 málum til frekari rann-
sóknar hjá embætti sérstaks sak-
sóknara. Þar fyrir utan hefur
tugum mála sem FME hefur haft
til skoðunar lokið með sektum eða
öðrum leiðum.
Auk Gunnars tóku til máls
Árni Páll Árnason, efnahags- og
viðskiptaráðherra, og Aðalsteinn
Leifsson, stjórnarformaður FME.
Árni Páll sagði meðal annars
að stærstu spurningu hrunsins
hefði enn ekki verið svarað til
fulls. Þar átti hann við með hvaða
hætti tryggja mætti fjármála-
stöðugleika og hvaða tæki stjórn-
völd þyrftu að hafa til þess
verkefnis. „For-
sendur fjár-
málakerfis og
fjármálaeftir-
lits eins og við
þekkjum þær
eru í uppnámi
og það er okkar
verkefni að tak-
ast á við þann
vanda á þess-
um tíma þegar
litla leiðsögn er
að fá erlendis frá,“ sagði Árni Páll
enn fremur og vísaði þar til þess
að komið hefði í ljós að algengir
áhættumælikvarðar, sem byggja
á þeirri forsendu að ríkisskulda-
bréf séu áhættulaus, væru að
mörgu leyti gallaðir.
Loks sagði Aðalsteinn að tvö
lykilatriði væru í fjármálakerfinu
á næstunni. Flýta þyrfti skulda-
uppgjöri og fækka lánum í van-
skilum. Og koma þyrfti þeim
fyrir tækjum sem bankar hafa
um tíma orðið stórir eigendur að
í hendur aðila á markaði sem séu
best til þess fallnir að reka þau.
- mþl
Efnahags- og viðskiptaráðherra segir að svara þurfi spurningunni hvernig tryggja megi fjármálastöðugleika:
Fjármálaeftirlitið uppfyllir ekki alþjóðlega staðla
GUNNAR Þ.
ANDERSEN
HEILBRIGÐISMÁL Tveir unglings-
drengir hafa verið lagðir inn á
bráðamóttöku Barnaspítala Hrings-
ins á síðustu dögum eftir að hafa
drukkið orkudrykki. Sextán ára
drengur, Tryggvi Þór Pétursson,
var sendur með sjúkrabíl á bráða-
móttökuna á þriðjudaginn eftir að
hafa drukkið nær einn lítra af orku-
drykknum Red Rooster. Hann fór
heim samdægurs. Annar drengur
kom á spítalann í síðustu viku og
þurfti að dvelja þar yfir nótt sökum
hjartsláttartruflana.
Red Rooster fæst meðal ann-
ars í lítraumbúðum í verslunum
Samkaupa, sem eru innflytjandi
vörunnar, og kostar 199 krónur.
Tryggvi Þór drakk nær einn lítra
af drykknum, sem hann keypti sér
í Samkaupum við Stigahlíð. Fljót-
lega fór hann að finna fyrir aukn-
um hjartslætti og hjartsláttartrufl-
unum, ofvirkni einkennum eins og
ósjálfráðum hlátri, miklum skjálfta
og svima og átti erfitt með andar-
drátt. Var hann því fluttur á sjúkra-
hús með sjúkrabíl, þar sem fylgst
var með honum þar til blóðþrýst-
ingurinn var kominn í eðlilegt horf.
Móðir drengsins, Regína Hall-
grímsdóttir, er lyfjafræðingur og
segir hún merkingum á um búðum
orkudrykkja veru lega ábótavant.
Aðvaranir séu ein ungis aftan á
flöskum eða dósum, og allar á ensku
eða öðru norrænu tungumáli en
íslensku. Hún tilkynnti atvikið til
Matvælastofnunar og Heilbrigðis-
eftirlitsins og krafðist þess að Red
Rooster yrði tekinn úr sölu.
Benedikt Kristjánsson, fram-
leiðslustjóri Samkaupa, kallaði til
heilbrigðisfulltrúa frá Heilbrigðis-
eftirliti Suðurnesja í gær og fóru
þeir yfir merkingar á umbúðum
drykkjanna. Niðurstaðan var að
öllum lögum um merking-
ar væri fylgt og því var
ákveðið að aðhafast ekk-
ert frekar.
„Þetta er allt fullkom-
lega löglegt af okkar
hálfu,“ segir Benedikt.
„Að einhver sé fluttur á
sjúkrahús eftir að hafa
drukkið svona drykk er
eitthvað annað en upp-
lýsingaskortur á vörunni.“
Vakthafandi læknir á
bráðamóttöku spítalans
segir tilvikum sem þess-
um fara fjölgandi. Í síð-
ustu viku kom sautján ára
drengur á bráðadeild Barnaspítal-
ans með mun alvarlegri ein-
kenni en Tryggvi Þór. Hann
hafði drukkið mjög mikið
magn af orkudrykkjum.
Breytingar sáust í hjartalínu-
riti þess drengs og var því
ákveðið að halda honum yfir
nótt. Hann var ekki með neina
undirliggjandi sjúkdóma.
sunna@frettabladid.is
Drukku orkudrykk
og enduðu á spítala
Að minnsta kosti tvö tilvik hafa komið upp á síðustu dögum þar sem unglingar
enda á bráðamóttöku eftir neyslu á orkudrykkjum. Móðir drengs segir aðvör-
unum á umbúðum ábótavant. Tilvikum fer fjölgandi, segir barnalæknir.
ORKUDRYKKURINN Koffínmagnið
er um 300 milligrömm í einum
lítra. Aftan á umbúðum er ráðlagt
að börn og barnshafandi konur
neyti ekki drykkjarins.
VARASAMIR Í MIKLU MAGNI Læknir á bráðamóttöku segir færast í aukana að krakkar
endi á spítala eftir að hafa drukkið mikið magn orkudrykkja. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SVÍÞJÓÐ Grunur leikur á að 14
ára stúlku hafi verið haldið sem
kynlífsþræl í íbúð í Gautaborg
í eitt ár. Stúlkan, sem lögreglan
frelsaði fyrir um viku, segist
hafa búið við hótanir, ofbeldi eða
nauðganir á hverjum degi. Þrír
karlar og ein kona eru í gæslu-
varðhaldi vegna málsins. Þau
neita öll sök.
Samkvæmt frásögn Expressen
er stúlkan frá Serbíu. Fjölskylda
hennar er sögð hafa selt hana
nánum ættingja fyrir 1.000
evrur, jafngildi nær 160 þús-
unda íslenskra króna. Ættinginn,
sem sagður er þroskaheftur, er
einn þeirra sem sitja í gæslu-
varðhaldi. Stúlkan mun hafa
orðið barnshafandi en misst
fóstrið. - ibs
14 ára stúlka í Svíþjóð:
Haldið í eitt ár
sem kynlífsþræl
SKIPULAGSMÁL Húsafriðunarnefnd
ákvað í gær að skyndifriða Skál-
holtsskóla, Skálholtskirkju og nán-
asta umhverfi. Nikulás Úlfar Más-
son, forstöðumaður nefndar innar,
segir þetta þýða að hætta verði
byggingu Þorláksbúðar.
Árni Johnsen, þingmaður og
formaður Þorláks búðarfélagsins,
neitar að lúta þeirri niðurstöðu. Í
Síðdegisútvarpi RÚV í gær sagðist
Árni furða sig á að húsafriðunar-
nefnd hefði ekki haft vitneskju
um framkvæmdirnar í Skálholti
fyrr en nú og hafnaði því að húsið
skyggði á kirkjuna. - sv
Skálholt skyndifriðað:
Neitar að lúta
niðurstöðunni
VIÐSKIPTI Efnahags- og viðskipta-
ráðuneytið telur engin málefna-
leg rök vera fyrir þeirri afstöðu
að synja eigi kínverska fjárfestin-
um Huang Nubo um heimild til að
kaupa Grímsstaði á Fjöllum.
Þessu mati eru gerð skil í
minnis blaði sem Árni Páll Árna-
son, efnahags- og viðskiptaráð-
herra, lagði fyrir ríkisstjórnina á
fundi í gær. Meðfylgjandi minnis-
blaðinu er greinargerð sem Ásgeir
Jónsson, lektor í hagfræði við
Háskóla Íslands, vann að beiðni
ráðherra um þýðingu erlendrar
fjárfestingar fyrir Ísland.
Í minnisblaðinu segir að ekk-
ert bendi til þess að hagsmunum
Íslands sé ógnað af erlendri fjár-
festingu eins og þessari. Þvert
á móti sé það mikilvægt út frá
hagsmunum landsins að laða að
erlenda fjárfestingu.
Þá segir í minnisblaðinu að hug-
myndir Huang Nubo falli vel að
áherslum núverandi stjórnvalda.
Í því samhengi er vísað til sam-
starfsyfirlýsingar ríkisstjórnar-
innar, stefnumörkunarinnar
Ísland 20/20, sem ríkisstjórnin
lét vinna, og jafnframt til yfir-
lýsingar ríkisstjórnarinnar í
tengslum við kjarasamninga í vor.
Loks segir í minnisblaðinu að
sé það vilji stjórnvalda að styrkja
rétt almennings til umferðar um
land í einkaeigu sé þeim það í lófa
lagið með almennri löggjöf sem
beinist jafnt að öllum. Slík sjónar-
mið geti hins vegar ekki verið lög-
mætur grundvöllur synjunar á
einstakri beiðni um erlenda fjár-
festingu.
Í tilkynningu á vefsíðu ráðu-
neytisins segir að þar sem það
fari með málefni erlendrar fjár-
festingar hafi ráðherra áður
kynnt í ríkisstjórn að hann myndi
koma á framfæri sjónarmiðum
ráðuneytis ins við innanríkisráð-
herra. - mþl
Ráðherra lagði fram minnisblað í ríkisstjórn um fjárfestingaráform Huang Nubo:
Árni Páll mælir fyrir samþykkt
ÁRNI PÁLL ÁRNASON Í minnisblaði ráð-
herrans kemur fram að engin málefna-
leg rök séu fyrir því synja Huang Nubo
um heimild til að kaupa Grímsstaði.
ALÞINGI Eygló Harðardóttir þing-
kona hefur óskað eftir fundi í
allsherjar- og
menntamála-
nefnd Alþingis
vegna frávís-
unar Héraðs-
dóms á máli
Milestone gegn
Karli Werners-
syni. Rökstuðn-
ingur við frá-
vísunina er að
lagabreyting-
ar Alþingis á
gjaldþrotalögum hafi ekki verið
nægilega skýrar.
„Eitt af því sem Alþingi á að
leggja áherslu á við lagafrum-
vörp er að þau séu ekki aftur-
virk og því er þessi frávísun
algjörlega óskiljanleg,“ segir
Eygló. „Málinu hlýtur að verða
áfrýjað til Hæstaréttar.“
- sv
Þingkona fer fram á fund:
Vill útskýringar
á frávísun máls
EYGLÓ
HARÐARDÓTTIR
MENNTAMÁL Ólafur Ragnar
Grímsson afhenti Íslensku
mennta verðlaunin í gærkvöldi.
Verðlaunin eru í fjórum flokk-
um. Sjálandsskóli í Garðabæ
hlaut verðlaun fyrir nýsköpun.
Gunnlaugur Sigurðsson, fyrr-
verandi skólastjóri í Garðaskóla
í Garðabæ, hlaut verðlaun fyrir
merkt ævistarf. Karólína Einars-
dóttir í Akurskóla í Reykjanesbæ
fékk verðlaun sem hæfileika-
ríkur ungur kennari. Þá hlutu
Guðbjörg Pálsdóttir, Guðný
Helga Gunnarsdóttir, Jónína Vala
Kristinsdóttir og Guðrún Angan-
týsdóttir verðlaun fyrir stærð-
fræðinámsefnið Geisla. - sv
Menntaverðlaunin afhent:
Fjórir flokkar
verðlaunaðir
VERÐLAUN Forseti Íslands ásamt
verðlaunahöfum í Sjálandsskóla.
Smurostar
við öll tækifæri
ms.is
...tvær nýjar
bragðtegundir
Ný bragðtegund
með
papriku
Ný bragðtegund
Texmex
H
VÍ
TA
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
-
11
-0
50
9
SPURNING DAGSINS