Fréttablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 10. nóvember 2011 25 Menntamálaráðherra breytti reglum um forgang í fram- haldsskóla til hins verra árið 2010. Í stað þess að nemendur sem stóðu sig best nytu forgangs í óskaskóla nýtur nú sá hluti nemenda for- gangs sem er heppnastur með lög- heimili. Fyrir utan að vera líkast til brot á lögum leiðir breytingin til minni samkeppni milli nem- enda og milli skóla. Minni sam- keppni leiðir að öllu jöfnu af sér lélegra skólakerfi. Einna helst geta nemendur sem standa sig síður í skóla en búa á rétta staðnum hagn- ast á breytingunni auk þess sem starfsmenn ráðuneytis mennta- mála þurfa að leggja á sig mun minni vinnu við að raða niður í skólana. Nemendur sem að jafn- aði gætu gert betur leggja minna á sig þegar rétt heimilisfang veitir þeim forgang. Gegn fjölbreytileika og metnaði Eðlilega hafa fá rök komið fram um kosti þess að heppilegt heim- ilisfang sé mikilvægari eiginleiki í fari nemenda við val skólanna á nemendum en árangur. Katrín Jakobsdóttir ráðherra skrifaði grein í vor þar sem hún sagði ljóst að stærri hópur nemenda sæki nú framhaldsskóla í nágrenni heim- ilis en áður, en að það hljóti að teljast „sanngjarnt, uppfylli þeir skilyrði til skólavistar“ og spyr „af hverju ætti að vísa þessum nemendum í skóla fjarri heimili og jafnvel sæta óvissu um skólavist vegna smávægilegs munar á ein- kunnum“. Hvaða skilaboð eru þetta önnur en að litlu máli skipti hvernig þú stendur þig í skóla? Svandís Svavarsdóttir, starfandi menntamálaráðherra undanfarna mánuði, opinberaði skýrt stefnu Vinstri grænna með breytingunni. Svandísi fannst einfaldlega ófært að ákveðnir skólar á Íslandi gætu valið úr bestu nemendunum. Hún segir í viðtali að það sé „forgangs- atriði að tryggja öllum nýnemum skólavist og auka jafnframt fjöl- breytni í námsframboði. Því marki verður tæpast náð ef skólar standa aðeins opnir nemendum sem náð hafa hæstum meðaleinkunnum við lok grunnskóla“. Þetta er misskilningur hjá Svandísi. Forgangur vegna búsetu tryggir ekki nemendum skóla- vist á betri hátt en áður. For- gangur vegna lögheimilis breytir hvorki fjölda nemenda né fjölda skólaplássa. Úthlutunin breytir einungis því að nemendum sem standa sig síður er gert auðveldara að velja sér skóla og skólar sem ekki eru eins eftirsóttir af grunn- skólanemendum fylla öll sín pláss. Þetta þýðir einnig að fleiri nem- endur vita fyrirfram að þeir þurfa að leggja minna á sig til að komast inn í skóla sem þá langar í. Það ýtir undir minni metnað meðal nemenda unglingadeilda og veitir minna aðhald þeim framhalds- skólum sem ekki eru eftirsóttir, hvaða ástæður sem kunna að vera þar að baki. Jafnræðisregla brotin? Alvarlegt er að með innleiðingu pólitískrar sýnar Vinstri grænna er jafnræðisregla stjórnarskrár líklega brotin. Forgangsreglurnar fela í sér mismunun á grundvelli búsetu. Nemendur innan hverfis fá forgang umfram nemendur utan hverfis þó þeir hafi slakari ein- kunnir. Þannig hefur nemandi úr Lækjarskóla í Hafnarfirði minni möguleika en nemandi úr Hlíða- skóla á að komast inn í MH, jafn- vel þó að nemandinn úr Hafnar- firði hafi betra námsmat. Afleiðingarnar Svo óréttlátar reglur geta haft alvarlegar afleiðingar til skemmri og lengri tíma. Skilaboðin eru að nemendur þurfi að leggja minna á sig til að fá inni í hverfaskóla og þurfi lítið að kynna sér ólíkt framboð framhaldsskóla. Búið er að minnka það val sem var áður í boði en nú má aðeins velja um tvo skóla í stað fjögurra áður. Ráðu- neytið hvetur auk þess skóla- stjóra eindregið til að ráðleggja nemendum að „hafa annan þeirra þann skóla sem á að veita þeim forgang“. Unglingarnir hætta því ekki á að setja tvo óskaskóla utan hverfis sem fyrsta og annað val því þá aukast líkur á þeir komist hvergi að. Í þessu ljósi er hjákát- legt af menntamálaráðherra að birta tölur um að betur gangi að bjóða nemendum framhaldsskóla en áður því tölurnar eru með öllu ósambærilegar. Margir framhaldsskólar falla þess heldur ekki inn í hugmyndir um hverfaskóla. Iðnskólinn í Reykjavík og Borgarholtsskóli hljóta að þurfa að sækja sér nem- endur alls staðar að. Annað dæmi er Verzlunarskólinn, en Ingi Ólafs- son skólameistari benti á að skól- inn væri Verzlunarskóli Íslands en ekki Verzlunarskóli Kringlu- hverfis. Mjög líklegt er að reglan dragi úr sérhæfingarmöguleikum íslenskra framhaldsskóla. Með forgangsreglum sem byggja á búsetu fremur en árangri draga Vinstri grænir úr metnaði nemenda og hafna um leið fjöl- breytileika, sérstöðu og sam- keppni milli framhaldsskóla landsins. Í stað þess að bjóða nemendum nám við hæfi eins og lög gera ráð fyrir verður niður- staðan einsleitara framhaldsskóla- kerfi sem passar fáum öðrum en heimsmynd fullorðinna í Vinstri grænum. „Smávægilegur munur á einkunnum“ Nú þegar seðlabankar heimsins keppast hver við annan um að prenta peninga, til að borga fyrir fjárlagahalla og björgun fjármála- fyrirtækja, þá er hafið kapphlaup um að verðfella gjaldmiðla heims- ins. Trú manna á gjaldmiðla fer því eðlilega þverrandi. Einn er sá flokkur sem þó stend- ur af sér þessa prentun en það eru hrávörur. Hrávörur eru af skornum skammti og verðgildi þeirra hefur farið hækkandi, og mun að öllum líkindum halda því áfram, svo lengi sem seðlabankar halda prent- vélunum gangandi. Lönd með digra sjóði, svo sem Kína, hafa áttað sig á þessu og reyna því nú að kaupa hrá- vörur beint, eða aðgang að þeim, í stað þess að geyma fjármuni sína í myntum sem alltaf er verið að verðfella með peningaprentun. Það er nefnilega ekki hægt að prenta hrávörur. Sú staðreynd að stærsta sendiráðið á Íslandi er hið kínverska, þrátt fyrir að Ísland eigi nánast engin viðskipti við Kínverja, segir sína sögu um sóknina í hrá- vörur á norðurslóðum. Því hefur verið haldið fram að Ísland eigi að taka upp evru því mest af útflutningi Íslands sé í þeirri mynt. Ef við skoðum hins vegar hvernig útflutningur Íslands skiptist þá eru þar tvær stórar stoð- ir: orka, í formi áls, og svo fiskur. Hvort tveggja hrávörur sem munu hækka mjög í verði, hvað sem pen- ingaprentun líður, því mannkyninu heldur áfram að fjölga mun hrað- ar en hrávöruframleiðslan eykst. Þeir álitsgjafar sem telja að það sé fráleitt að taka upp aðra mynt en evru, vegna þess að Ísland fram- leiðir ekki í þeim myntum, virð- ast vita harla lítið um útflutning landsins eða hrávörur. Sannleik- urinn er sá að hrávörur heimsins eru opinberlega verðlagðar í doll- ar. Raunin er hins vegar sú að hrá- vörur hafa sitt eigið verð og bind- ast því ekki einni mynt eins og sést hefur síðustu ár þegar verð þeirra hefur hækkað í öllum myntum. Samkvæmt íslenskum hagtölum er álframleiðsla Íslands í evrum, ein- faldlega vegna þess að álið er sent til umskipunar í Rotterdam! Ef við lítum svo til þriðju stoðar útflutn- ings, ferðamannaiðnaðar, þá er meirihluti tekna í öðrum myntum en evru. Það land sem líkist mest Íslandi hvað varðar útflutning er Kanada. Kanadamenn eiga næga orku, vatn og matvæli. Stærsta viðskipta- land Kanada eru Bandaríkin. Er þá firra fyrir Kanada að hafa sinn eigin gjaldmiðil, sem í dag er tal- inn sá traustasti í heimi, vegna þess að þeir versla mest í Banda- ríkjadollar? Nei alls ekki, því Kan- ada má helst líkja við nágranna sinn fyrir rúmri öld síðan, þegar auðæfi Bandaríkjanna voru að mestu ósnortin og landið var að hefja gríðarlega uppbyggingu. Kanada er ung þjóð með framtíð- ina fyrir sér, líkt og Ísland. Kan- ada skuldar lítið, hefur traust fjár- málakerfi og frábæran seðlabanka. Kanada og Ísland framleiða hrá- vörur, sem hafa alþjóðlegt verð- gildi, en ekki bara í einni mynt. Íslendingar hafa sára reynslu af notkun myntar sem stöðugt rýrn- ar í verðgildi. Sú mynt sem flestir telja að haldi verðgildi sínu næstu áratugi er Kanadadollar. Og það sem meira er, Kanadamenn vilja gjarnan að við notum þeirra mynt. Hvað framleiðir Ísland? Gjaldmiðlar Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur Íslendingar hafa sára reynslu af notkun myntar sem stöðugt rýrnar í verðgildi. Sú mynt sem flestir telja að haldi verðgildi sínu næstu áratugi er Kanadadollar. Í DAG Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi AF NETINU Eignarréttur hins skuld- setta Í umræðum um leiðréttingar lána er því gjarna haldið fram að ekki sé hægt að ganga lengra en þegar hefur verið gert vegna stjórnarskrárbundins eignarréttar kröfuhafa. Eignarréttur þeirra sem einhvern tímann áttu hlut í heimili sínu en hafa þurft að þola eignabruna vegna hruns gjaldmið- ilsins, verðbólgu og verðtryggingar er hins vegar sjaldan varinn. Það virðist lögmál á Íslandi að „tapið“ skuli alltaf lenda á skuldsettum heimilum. http://blog.eyjan.is/margrett/ Margrét Tryggvadóttir Ónýtir lífeyrissjóðir Lífeyrissjóðakerfið er ónýtt og hefur alltaf verið. Verkalýðsrekend- ur nota sjóðina til að braska með atvinnurekendum. Lífeyrisþegar fá nettó lítið sem ekkert út. Á móti hverri krónu, sem þeir leggja fram, tapa þeir krónu frá ríkistrygging- unum. Ráðstöfunartekjur ellilíf- eyrisþega ríkisins utan sjóða nema 178.171 krónu á mánuði. Þeir, sem greiða í lífeyrissjóði, missa það og fá margir ekkert meira úr lífeyris- sjóðunum. Sem eru bara aðferð við að spara ríkinu lífeyrisgreiðslur. Því er mikilvægt fyrir fólk að koma sér undan lífeyrissjóðunum. Nota fremur peningana í eitthvað gagn- legt og varanlegt. jonas.is Jónas Kristjánsson Forgangsregl- urnar fela í sér mismunun á grundvelli búsetu. Smiðsbúð 6, 210 Garðabæ, Sími 564 5040 www.h i r z l an . i s Barnahúsgögn Stofnuð 1993 og hefur aldrei farið á hausinn! Dönsk og umhverfisvottuð25 % af sl át tu r í nó ve mb er Verðdæmi: Lágt rúm* Hátt rúm* Fataskápur Mjó kommóða Skrifborð m/yfirhillu *Verð án dýnu 55.800 41.850 66.900 50.175 61.500 46.125 29.700 22.275 34.100 25.575
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.