Fréttablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 28
28 10. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR Maryland allar gerðir 95 kr ...opið í 20 ár Sæll Eiríkur. Grein þín í síðasta tölublaði Fréttatímans er afar ósmekkleg og í raun ógeðsleg þar sem þú bæði berum og óberum orðum tengir mig, framsóknar- manninn, við einhverjar verstu öfgar og öfgahópa sem hægt er að hugsa sér. Þetta hafa pólitískir andstæð- ingar Framsóknar leikið síðustu mánuði en framsetningin á grein þinni er dropinn sem fyllir mæl- inn. Dettur fólki í hug að við sitj- um undir því þegjandi að vera sett í beint samhengi við nýnas- ista, hryðjuverkamenn og ein- kennisklædda öfgaflokka!? Hvað fær þig til að skrifa þann- ig að Framsóknarflokkurinn eigi eitthvað skylt við öfgaflokka? Ekkert í stefnu flokksins gefur slíkt í skyn. Ekkert í málflutn- ingi mínum eða annarra fulltrúa flokksins gefur tilefni til að halda svona ógeði á lofti. Ég hefði hald- ið að maður í þinni stöðu ætti að hafa betri yfirsýn um stefnu og málflutning okkar en þú greini- lega hefur. Telur þú þig geta stað- ið undir starfsheiti þínu sem sér- fræðingur um stjórnmál þegar þú hefur augljóslega ekki fyrir því að kynna þér einfaldar staðreynd- ir um stefnu stjórnmálaflokkanna sem þú fjallar um? Er UMFÍ fasistafélagsskapur? En stjórnlagaráð? Þú virðist helst telja það merki um hættulegar þjóðernisöfgar framsóknarmanna að á síðasta flokksþingi stóðu þrír félagar í Ungmennafélagi Íslands fyrir stuttri glímusýningu sem skemmtiatriði, en fánahylling er hluti sýninga á þeirri ágætu íþrótt. Það ber nákvæmlega engan vott um þjóðernisöfgar eða andúð á útlendingum heldur er einfaldlega rótgróin ungmenna- félagshefð. Eða ætlar þú kannski að halda því fram á sama hátt að fánahyllingin á unglingalands- móti UMFÍ í sumar, þar sem þús- undir manna tóku þátt í fánahyll- ingu, hafi borið vott um öfgafulla þjóðernishyggju? Kom þér ekki til hugar að fram- sóknarmenn geti verið stoltir af fánanum, þjóðinni og landinu á sama hátt og flestir aðrir án þess að í því felist fyrirlitning á öðrum þjóðum, andúð á inn- flytjendum eða fasískar hugsjón- ir? Eru það „fasísk gildi“, Eirík- ur Bergmann, að hafa íslenska fánann uppi við líkt og gert er á Alþingi, í stjórnar byggingum, skólum og kirkjum landsins, svo ekki sé talað um íþróttakappleiki og mannamót af ýmsu tilefni? Var Stjórnlagaráð, sem þú sast í, að daðra við „fasísk minni“ með merki sínu í íslensku fánalitunum og með því að syngja íslensk ætt- jarðarlög við upphaf funda sinna? Eða bera fánalitir og ættjarðarlög aðeins vott um hættulegar þjóð- ernisöfgar ef þú tekur ekki pers- ónulega þátt, Eiríkur Bergmann? Innflytjendur eru jákvæð viðbót við samfélagið Ísland hefur átt því láni að fagna að fjölmargt fólk af erlendum uppruna hefur séð hag sínum vel borgið með því að flytja hing- að til lands. Fjölmargir innflytj- endur hafa skotið hér rótum og sest að með fjölskyldur sínar eða stofnað nýjar, aukið við þekkingu og vinnuafl íslendinga og auðg- að samfélagið. Um það er ekkert nema gott að segja enda hef ég aldrei annað sagt. Samt telur þú þig þess umkom- inn að gefa í skyn að við fram- sóknarmenn ölum á andúð á inn- flytjendum? Hverjir gerðu fyrsta þjónustusamning félagsmálaráðu- neytisins við Alþjóðahúsið? Fram- sóknarmenn. Hverjir eru jákvæð- astir gagnvart fjárfestingum kínversks auðmanns á N-Austur- landi? Framsóknarmenn. Hvar eru þjóðernisöfgarnar og útlendinga- hatrið í þessu, Eiríkur? Framsóknarmenn eru frjálslyndir Ég trúi því að allir menn séu jafnir. Ég trúi því að jafnrétti kynjanna sé ekki val heldur skylda og að fatlaðir eigi sama rétt og aðrir. Ég vil jafnrétti til náms. Ég tel að allar trúarskoð- anir rúmist saman á Íslandi, jafnvel þó ég vilji halda tengslum ríkis og kirkju. Ég vil jafna lífs- skilyrði fólks á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu. Ég vil nýta íslenskar auðlindir en er á móti því að náttúrunni sé mis- boðið. Ég vil semja við erlenda aðila um leit að olíu við Ísland. Ég vil virka samkeppni en um leið tryggja íslenska framleiðslu. Ég er hlynntur fulltrúalýðræði. Ég vil að Ísland eigi góð sam- skipti við öll ríki sem virða mann- réttindi og frelsi einstaklingsins. Ég vil taka vel á móti útlending- um sem flytja hingað til lands og vilja leggja íslensku samfélagi lið, þeir auðga samfélagið og styrkja það. Ég vil banna öfgahópa sem nærast á rasisma og ofstæki. Ég hef ákveðnar efasemdir um Schengen-samstarfið vegna glæpamanna sem nýta sér frels- ið. Ég er stoltur af landinu mínu en tel það ekki yfir önnur lönd hafið. Ég er dyggur stuðnings- maður Ungmennafélags Íslands sem hyllir fósturjörðina og fán- ann við hátíðleg tækifæri en ekk- ert í skoðunum mínum eða stefnu Framsóknarflokksins ber vott um útlendingahatur, andúð á innflytj- endum eða þjóðernisöfgar. Og Eiríkur, ég á útlenska tengdadóttur sem er yndisleg og frábær og grein þín er móðgun við bæði mig og hana. Ert þú maður til að viðurkenna mistök þín Eiríkur? Ég er frjálslyndur. Þess vegna er ég framsóknar maður. Fram- sóknar menn eru ekki þjóðernis- öfgamenn heldur þvert á móti höfnum við öfgum. Greinin sem þú skrifaðir og framsetning hennar er ósönn og meiðandi. Ef þú ert maður til þá biður þú mig og aðra framsóknar- menn afsökunar. Opið bréf til Eiríks Bergmann Á nýafstöðnum aðalfundi BSRB hélt danski hagfræði- prófessorinn Torben M. Ander- sen erindi um skattbyrði og hagkvæmni velferðarkerfa Norður landanna. Ein helsta niður staða rannsókna hans er að fólk á Norðurlöndum sættir sig við að greiða skatta á meðan það hefur trú á því að skattpen- ingum þeirra sé vel varið. Meiri- hluti Norðurlandabúa telur hag sínum best borgið með því að greiða nokkuð háa skatta til að geta haldið uppi öflugu velferð- arkerfi. Nýleg skoðanakönnun í Dan- mörku leiddi í ljós að meirihluti Dana vill ekki lækka skatta þótt skatthlutfallið þar sé með því hæsta í heiminum og efnameiri Danir sætta sig við að greiða hlutfallslega meiri skatt en hinir efnaminni. Þar í landi fá menn líka mikið fyrir skattana sína og það er nokkuð óumdeilt að öflugt velferðarkerfi skilar sam- félaginu meiru en það tekur. Grunnforsenda þess að hægt sé að halda uppi velferðarkerfi er hátt atvinnustig. Lönd eins og Bandaríkin hreykja sér af lágri skattaprósentu sem ætti að virka hvetjandi til atvinnuþátttöku. En þrátt fyrir mikið félagslegt öryggisnet á Norðurlöndum er atvinnuþátttaka þar hvað hæst í heiminum og talsvert meiri en í Bandaríkjunum. Þar munar sérstaklega um mikla atvinnu- þátttöku kvenna í samanburði við önnur lönd og hátt atvinnuhlutfall hjá þeim sem litla menntun hafa. Hátt atvinnustig skilar meiri skatttekjum og þess vegna er brýnt að sem flestir hafi atvinnu. Um leið og vinnandi fólki fjölgar fækkar fólki á atvinnuleysisskrá sem skiptir miklu fyrir ríkissjóð því þá fer fólk að leggja til sam- neyslunnar í stað þess að taka út. Í samanburði á OECD-ríkjun- um koma Norðurlöndin líka mjög vel út hvað lífskjör varðar og eru þau alla jafna vel yfir lífskjara- meðaltali OECD. Jafnræði meðal íbúa Norðurlanda er jafnframt mikið og munar þar mestu um jafna möguleika til menntunar. Menntun leiðir til betri launa og jafnari tækifæra sem um leið fela í sér meiri skatttekjur. Menntun er því grundvallar- forsenda fyrir sjálfbærum hag- vexti. Útgjöld til heilbrigðismála er önnur grundvallarforsenda hagvaxtar því ef heilsa fólks er góð gerir það því kleift að vinna meira og skila betur til sam- félagsins. Umönnun aldraðra og barna skiptir líka sköpum í þessu samhengi og veitir fleirum möguleika á að vinna og leggja þannig til samfélagsins. Heilt yfir hagnast skattgreið- endur og samfélagið allt þess vegna á því að greiða skattana sína. Skattar hverfa nefnilega ekki bara ofan í einhvern pytt. Skattar fara í að greiða fyrir umönnun, heilbrigðisþjónustu og menntun sem á endanum skil- ar sér í hærri skattgreiðslum, framförum og hagvexti. Þótt velferðarkerfi Norður- landanna séu ekki gallalaus sýnir reynslan að um leið og þau veita íbúum landanna þétt öryggisnet hvetja þau til atvinnuþátttöku og búa þannig um hnútana að sem flestir geti unnið. Velferðarkerfi Norður- landanna eru þannig fær um að veita öryggi og umönnun sam- hliða hagvexti og batnandi lífs- kjörum. Að verja fjármunum í velferð er þess vegna góð fjár- festing. Félagsleg samheldni skilar samfélaginu á endanum mun meiru en einstaklings- hyggja. Félagsleg samheldni skilar meiru en einstaklingshyggja Upplýsingafátækt Það er gott að nýafstaðinn landsfundur Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs telji það „eitt af forgangsverk- efnum flokksins, flokksein- inganna og þingflokksins að herða róðurinn við að upplýsa þjóðina um eðli og afleiðing- ar ESB-aðildar“ líkt og segir í landsfundarályktun um aðild- arviðræðurnar. Ekki veitir af. En það er eitt vandamál þar á ferð. Formálinn að þessari fínu niður stöðu ber vott um tölu- verða fákunnáttu um Evrópu- sambandið og samningsferlið sem nú stendur yfir. Í ályktuninni segir að það eigi að hafna því að Ísland afsali sér forræði og yfirstjórn á náttúruauðlindum. Það hefur verið svo ofarlega í umræðunni að auðlindir hvers ríkis innan Evrópu sambandsins eru á for- ræði þess sjálfs að það er óskiljan- legt að landsfundur eins stærsta stjórn- málaflokks landsins skuli halda annað. Annað gildir reynd- ar um sjávarútveg- inn en við skulum sjá hvað um semst í þeim efnum, en vatnsorkan verður til dæmis á okkar framfæri hvað sem öllu öðru líður. Hvað a m i k l a skerðing lýð ræðis er það sem felst í aðild að ESB umfram það sem nú er? Með aðild mun lýðræði Íslendinga ekki skerðast held- ur frekar aukast. Við fáum að kjósa sex þingmenn á Evrópu- þingið, við fáum einn fram- kvæmdastjóra og setu í ráð- herraráðinu og leiðtogaráðinu. Ísland fær rödd og fær áhrif, reyndar langt umfram höfða- tölu, til að hafa eitthvað að segja um það sem nú er sam- þykkt orðalaust í gegnum EES- samninginn. Sjálfstæði okkar mun aukast við aðild þótt full- veldi verði gefið eftir á mjög takmörkuðum sviðum. Með Lissabon-sáttmálan- um var ekki verið að stofna Evrópuher, líkt og ýjað er að í ályktun landsfundar- ins. En Vinstri-græn virðast ekki gera sér grein fyrir því að með sátt málanum var bein þátttaka almennings bundin í lög. Þar sem flestar ákvarð- anir ráðherra- og leiðtogaráðs eru teknar á grundvelli sam- komulags allra þjóða hefur hver þjóð í reynd neitunarvald. Væri nú ekki skemmtilegt fyrir Vinstri-græna að hugsa til þess að flokkurinn gæti, ef þann- ig stæði á, og ef einhverjum dytti sú fásinna í hug að stofna Evrópu her, stöðvað þá uppbygg- ingu? Það ætti ekki að þurfa að segja stjórnmálamönnum á Íslandi í dag að það er engin aðlögun í gangi, nema sú sem á sér stöðugt og gegndarlaust stað í gegnum EES-samning- inn. Einungis er farið fram á það að Íslendingar segi til um hvernig þeir ætli að uppfylla aðildarsamninginn verði hann samþykktur af þjóðinni. En steininn tekur úr, kannski þann sama og sumir stinga hausnum í, þegar skrifað er í ályktun- inni að félagsleg sjónarmið, umhverfisvernd, fæðu- og mat- vælaöryggi og réttindi launa- fólks eigi undir högg að sækja innan Evrópusambandsins. Vinstri-græn, sum hver, vilja takast á við heimskapítalism- ann. Gott og vel með það. En það vill þannig til að vald risafyrirtækj- anna er orðið það mikið að ekki einu sinni ríki á borð við Þýskaland geta tæklað þau, ein og sér. En það er hægt innan Evrópusam- bandsins. Það má til dæmis sjá á því hvernig ESB hefur sett flugfélögum stólinn fyrir dyrn- ar og staðið vörð um réttindi far- þega, hvernig ESB hefur tæklað síma- fyrirtækin og neytt þau til að lækka gjaldskrá sína varðandi reikisímtöl. Neytend- ur eiga því félagslegt skjól í Evrópusambandinu. Og fæðu- og matvælaörygg- ið sem hverfur eins og dögg fyrir sólu stöðvist flutningar til landsins. Með aðild má hins- vegar reikna með að við stæð- um mun betur en án aðildar og gætum tryggt nauðsynleg aðföng miklu lengur en ella. Að mínu mati mætti herða róðurinn við að upplýsa Vinstri- græn um hvað Evrópusamband- ið snýst í raun og veru, áður en menn fara þar sjálfir að upplýsa kjósendur sína. Því ekki hef ég neina trú á því að Vinstri-græn hyggist upplýsa þann annars ágæta hóp um ranghugmyndir einar. ESB-aðild G. Pétur Matthíasson íslenskur Evrópubúi Hvaða mikla skerðing lýðræðis er það sem felst í aðild að ESB umfram það sem nú er? Með aðild mun lýðræði Íslendinga ekki skerðast heldur frekar aukast. Stjórnmál Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður Samfélagsmál Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB Velferðarkerfi Norðurlandanna eru þannig fær um að veita öryggi og umönnun samhliða hagvexti og batnandi lífskjörum. Að verja fjármunum í velferð er þess vegna góð fjár- festing.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.