Fréttablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 4
10. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR4
FÓLK Ekki má nefna drengi Diego
eða Víking, en þeir mega heita
André, Tói, Móði og Werner,
samkvæmt nýjustu úrskurðum
mannanafnanefndar.
Nefndin samþykkti þessi fjög-
ur eiginnöfn karla og fimm kven-
kyns eiginnöfn – nöfnin Ranka,
Dallilja, Millý, Rúbý og Blín. Þá
var millinafnið Hornfjörð sam-
þykkt, sem og kenninöfnin Konst-
antínusardóttir og Írenudóttir.
Diego var hafnað vegna þess
að ritháttur nafnsins er ekki í
samræmi við almennar ritregl-
ur og ekki telst vera komin hefð
fyrir nafninu sem tökunafni. Þó
að nafnið Víking megi ekki nota
sem eiginnafn var það leyft sem
millinafn. - þeb
Mannanafnanefnd úrskurðar:
Má ekki nefna
Víking og Diego
GEIMFERÐIR NASA, Geimferða-
stofnun Bandaríkjanna, hefur
ákveðið að flýta fyrsta reynslu-
flugi Orion-geimfarsins.
Orion, sem er framtíðarfar
Bandaríkjamanna í geimferðum
eftir að Apollo-skutlunum var
lagt, verður skotið upp á fyrri
hluta árs 2014, þremur árum
fyrr en áætlað var. Ómönnuðu
tilrauna fari verður skotið upp á
braut um jörðu þar sem það mun
hnita tvo hringi í kringum jörðina
áður en það snýr aftur til baka og
lendir í Kyrrahafinu. Förunum er
ætlað að bera fjóra geimfara til
nærliggjandi smástirna, tunglsins
og jafnvel Mars. - þj
Nýtt geimfar NASA:
Prufuskoti flýtt
til ársins 2014
GEIMFAR Orion-farinu verður skotið
á braut um jörðu í ársbyrjun 2014.
NORDICPHOTO/AFP
Norska bakaríið á 1 milljón
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar ætlar að
taka einnar milljónar króna tilboði
frá Gistingu ehf. í Norska bakaríið
svokallaða á Silfurgötu 5. Tilboðinu
hafði áður verið hafnað en engin
betri tilboð bárust.
ÍSAFJÖRÐUR
Tvær kindur drápust
Ekið var nýverið á tvær kindur við
Akrafjallsveg og drápust báðar
auk þess sem bifreiðin var talsvert
skemmd eftir höggið. Hlið á girðingu
hafði fallið niður og höfðu bæði hross
og kindur sloppið út.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Vatnslosandi
Eykur brennslu
Jafnar blóðsykur
Dregur úr hungurtilfinningu
Örvar losun úrgangsefna
Öflug hjálp í baráttunni
við aukakílóin
EPLAEDIKm/krómi
20% AFSLÁTTUR
út Nóvember
vi› hlustum!
GENGIÐ 09.11.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
213,9484
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
115,64 116,20
184,92 185,82
158,03 158,91
21,224 21,348
20,383 20,503
17,415 17,517
1,4879 1,4967
181,63 182,71
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson
orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-
5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
21°
13°
9°
10°
12°
13°
9°
9°
24°
15°
21°
17°
25°
4°
15°
19°
8°Á MORGUN
8-15 m/s S-til, annars
yfi rleitt hægari.
LAUGARDAGUR
3-10 m/s.
7
8
7
6
6
4
7
9
9
10
10
9
8
8
12
10
6
7
8
13
10
16
02
6
6
8 10
9
7
7
5
SVIPAÐ VEÐUR
Litlar breytingar í
veðrinu á næst-
unni en það lítur út
fyrir að suðaust-
lægu áttirnar verði
ríkjandi með vætu
einkum sunnan
til en þurrt og
bjart með köfl um
fyrir norðan. Áfram
óvenju milt í veðri
en kólnar um
tíma norðan til á
morgun.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
ÍTALÍA, AP Vextir á ítölskum
skuldabréfum ruku upp í gær og
voru komnir í sjö prósent, daginn
eftir að Silvio
Berlusconi for-
sætisráðherra
boðaði afsögn
sína.
Svo virðist
sem ákvörðun
Berlusconis
um að segja af
sér þegar boð-
aðar efnahags-
aðgerðir
stjórnarinnar yrðu komnar í
framkvæmd hafi engan veginn
dugað til að róa markaði. Hugsan-
lega til þess að róa markaðina
áréttaði Giorgio Napolitano, for-
seti Ítalíu, í gær að Berlusconi
myndi segja af sér innan fárra
daga. - gb
Markaðir róast ekki:
Vextir farnir í
hæstu hæðir
SILVIO BERLUSCONI
ALÞINGI Ögmundur Jónasson innan-
ríkisráðherra segir að lagning
Vestfjarðavegar um Teigsskóg sé
ekki á borðinu. Það muni skapa
miklar deilur og málssóknir sem
líklegt sé að tapist fyrir dómsstól-
um. Þá verði svokölluð Hálsaleið
ekki farin, enda séu heimamenn
mótfallnir henni.
Þetta kom fram á Alþingi í gær,
en þá fór fram sérstök umræða
um málið að undirlagi Eyrúnar
Ingibjargar Sigþórsdóttur, vara-
þingmanns Samfylkingarinnar í
Norðvesturkjördæmi. Eyrún sagði
láglendisleið einu boðlegu lausnina
á vegavanda svæðisins. Hún benti
á að þéttbýlisstaðirnir á sunnan-
verðum Vestfjörðum væru þeir
einu á landinu þar sem þjóðvegir
til þeirra væru ekki lagðir bundnu
slitlagi. Hún spurði ráðherra að því
hvort hann mundi beita sér fyrir
því að láglendisleið yrði valin.
Ögmundur sagði alla kosti lág-
lendisleiðar vera til skoðunar hjá
Vegagerðinni, utan vegar um Teigs-
skóg. Ráðherra nefndi þrjár leið-
ir; að bora göng í gegnum Hjalla-
háls, þverun Þorskafjarðar og
veg úr Reykhólasveit í Skálanes.
Síðastnefnda leiðin kostar um 13
milljarða samkvæmt ráðherra, en
hann vill halda öllum möguleikum
opnum. - kóp
Allar láglendisleiðir fyrir Vestfjarðaveg eru til skoðunar hjá Vegagerðinni:
Teigsskógur og Hálsaleið ekki gerleg
INNANRÍKISRÁÐHERRA Þrír milljarðar
króna fara á næstu þremur árum í fram-
kvæmdir við hluta Vestfjarðavegar.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
ALÞINGI Fresta þurfti fundi fjár-
laganefndar í gær vegna andstöðu
fulltrúa Samfylkingarinnar við
fjárheimild vegna Vaðlaheiðar-
ganga. Málið var tekið fyrir á
þingflokksfundi flokksins í gær
og loks náðist sátt um það seinni-
partinn.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins eru nokkrir þingmenn
Samfylkingarinnar verulega ósátt-
ir við heimildina til ráðherra. Þeir
bera brigður á forsendur Vaðla-
heiðarganga ehf. um hagkvæmni
ganganna. Vilji er til þess að óháð-
ir aðilar fari yfir forsendurnar og
meti framkvæmdina upp á nýtt.
Það er í takt við afgreiðslu
umhverfis- og samgöngunefndar
sem samþykkti á fundi sínum í
gær að fela Ríkisendurskoðun
að fara yfir forsendur ganga-
gerðarinnar. Ekki náðist sátt
um slíka málsmeðferð innan
fjárlaganefndar.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins var málið komið í
harðan hnút og um hríð var
ein faldlega neitað að afgreiða
fjáraukalagafrumvarpið fyrr en
afdrif heimildarinnar kæmust á
hreint. Þrátt fyrir langan fund um
málið á þriðjudag þurfti að fresta
fundi nefndarinnar í gær til að ná
fram niðurstöðu.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir,
þingmaður Vinstrihreyfingarinnar
– græns framboðs, lofsamaði
samþykkt umhverfis- og sam-
göngunefndar á þingi í gær. Hún
sagðist ekki skilja að nokkur setti
sig á móti því að fá óháðan aðila
til að meta framkvæmdina og
grundvöll hennar. Framkvæmdin
væri afar dýr og mikilvægt að
standa rétt að málum.
Meirihluti fjárlaganefndar
leggur til að fjármálaráðherra
verði veitt heimild til að lána
allt að einum milljarði króna til
Vaðlaheiðarganga ehf. Sú forsenda
að framkvæmdin standi undir sér
að öllu leyti er enn óbreytt.
Meirihlutinn leggur hins vegar
áherslu á að áður en stofnað er til
skuldbindinga ríkisins komi málið
aftur til fjárlaganefndar og verði
kynnt henni með fullnægjandi
hætti.
Einar K. Guðfinnsson, vara-
formaður þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins, og Gunnar Bragi
Sveinsson, formaður þingflokks
Framsóknarflokksins, kvörtuðu
á þingi í gær yfir meðferð máls-
ins. Það hve seint fjárlaganefnd
afgreiddi fjáraukafrumvarpið gerði
það að verkum að þingmönnum
gæfist knappur tími til að kynna
sér það fyrir umræðuna sem hefst
á Alþingi í dag. kolbeinn@frettabladid.is
Stjórnarflokkarnir
deila um gangagerð
Erfiðlega gekk að koma fjáraukalögum úr fjárlaganefnd vegna ágreinings um
Vaðlaheiðargöng. Samfylkingin setti sig á móti fjárheimild til ráðherra vegna
ganganna. Heimildin fékkst í gegn og fjáraukalög verða til umræðu í dag.
VEGURINN UPP Á VAÐLAHEIÐI Fjáraukalög verða til umræðu á þingi í dag. Stjórnar-
þingmenn hafa undanfarið deilt um fjárheimild vegna Vaðlaheiðarganga.
BANDARÍKIN, AP Kjósendur í
Ohio og Mississippi höfnuðu
tveimur helstu baráttumálum
Repúblikana flokksins í kosning-
um á þriðjudag, ári fyrir næstu
forseta- og þingkosningar.
Í Ohio höfnuðu kjósendur
lögum sem hefðu takmarkað
samningsrétt opinberra starfs-
manna, en í Mississippi höfnuðu
kjósendur hörðum reglum um
fóstureyðingar, sem hefðu falið í
sér að líf væri skilgreint þannig
að það hæfist strax við getnað.
- gb
Kjósendur í Bandaríkjunum:
Hafna málum
repúblikana