Fréttablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 86
10. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR70 MORGUNMATURINN „Ég er nýbyrjuð að fá mér hafragraut á morgnana í sparnaðarskyni og verð að viðurkenna að það er bæði gott fyrir magann og budduna.“ Anna Svava Knútsdóttir leikkona „Menn eru auðvitað að hamra járnið á meðan það er heitt,“ segir Hannes Pálsson hjá framleiðslu- fyrirtækinu Saga Film. Fyrirtækið tekur þátt í stórum endurgerðarmarkaði sem fram fer í Hollywood í næstu viku og nefnist The Remakes Market. Þar geta „lítil“ fyrirtæki, eins og Saga Film, komið á framfæri verkefn- um sínum sem þau telja að eigi erindi við önnur stór lönd. Saga Film hyggst kynna spennu- þáttaraðirnar Svarta engla, sem sýndir voru á RÚV, og Pressu, sem sló í gegn á Stöð 2, og svo kvik- myndina Kalda slóð eftir Björn Brynjúlf Björnsson. Þessar þreifingar koma í kjöl- farið á endurgerð á kvikmyndinni Reykjavik-Rotterdam, Contra- band, í Hollywood en hún verður frumsýnd eftir jól. Bandaríski leikstjórinn James Mangold hefur auk þess lýst því yfir að hann vilji endurgera Borgríki eftir Ólaf Jóhannesson og þá stendur til að endurgera Næturvaktina í Nor- egi. Bandaríski stórleikarinn Jack Black er einnig áhugasamur um íslensku gamanþáttaröðina. Norrænir spennuþættir og kvik- myndir eru aðalæðið í Bandaríkj- unum um þessar mundir. Sjón- varpsþættirnir The Killing, sem er endurgerð á danska þættinum Forbrydelsen, þykja hafa heppnast einstaklega vel og segir Hannes að menn séu að leita að einhverju í þeim dúr, einhverju með ferskri og nýrri nálgun. „Við erum sjálf- ir búnir að senda stiklur sem hafa þegar vakið töluverða athygli,“ segir Hannes og tiltekur þar sér- staklega Pressu. „Efnistökin þar þykja nokkuð nýstárleg og þetta er heimur sem hefur ekki verið mikið notaður,“ útskýrir Hann- es og bætir því við að þegar hafi verið bókaðir margir fundir með áhugasömum kaupendum. SIGURJÓN KJARTANSSON: PRESSA VÆN TIL ENDURGERÐAR Íslenskir spennuþættir á kaupstefnu í Hollywood „Við erum rosalega spenntar fyrir þessu,“ segir Alma, sem ásamt þeim Klöru og Steinunni myndar stúlknasveitina The Charlies. Á föstudaginn kemur út svokallað mix- teip frá sveitinni sem aðdáendur geta hlaðið niður af netinu og fara stúlkurnar í mikla kynningarherferð vegna þessa í Los Angeles. „Við byrjum daginn á að fara í upptöku fyrir þáttinn Weekend Mixtape á útvarpsstöðinni 102.7KiisFM en það er mjög eftirsóknarvert fyrir nýja lista- menn að komast í þáttinn,“ segir Alma en útvarpsstöðin er ein sú vinsælasta í Los Angeles og er Ryan Seacrest meðal ann- ars með útvarpsþáttinn sinn á þeirri stöð. „Listamenn á uppleið hafa stig- ið sín fyrstu skref í þættinum eins og Kreayshawn, Dev, Nick Cannon og vin- sæla YouTube-parið Karmin. Við erum því alsælar með að komast að í þættinum.“ Hægt verður að horfa á þáttinn á netinu frá og með 18. nóvember á síðunni Kiisfm. com/pages/weekendmixtape.html. Um kvöldið verður svo allsherjar útgáfupartí á skemmtistaðnum Colony þar sem The Charlies koma fram ásamt hópi dansara en á staðnum er sundlaug sem hefur verið breytt í svið fyrir sveitina. „Þetta er rosalega flottur staður og við hlökkum til að koma þar fram. Áður en við syngjum verður tískusýning á vegum Kitson-fatakeðjunnar sem er haldin í þágu þeirra sem hafa veikst af heilakrabba- meini og vekja athygli á málstaðnum.“ - áp Kynna tónlistina í vinsælum útvarpsþætti SPENNANDI TÍMAR FRAM UNDAN Þær Steinunn, Klara og Alma gefa út mixteip á heimasíðu sinni, thecharliesofficial.com, á föstudaginn og kynna tónlistina í vinsælum útvarpsþætti og á tónleikum sama dag. MYND/GRÉTA KAREN GRÉTARSDÓTTIR „Ég kann mjög vel við mig í Berlín enda suðupott- ur af alls konar fólki og menningu,“ segir Natalie G. Gunnarsdóttir plötusnúður, sem nýlega tók við starfi ritstjóra tónlistar hjá þýska blaðinu Honk Magazine. Natalie flutti út í byrjun sumars og getur ekki hugsað sér betri stað til að vera á. En hvernig kom til að hún gerðist ritstjóri tónlistar hjá Honk Magaz- ine? „Berglind Ágústdóttir, vinkona mín hérna úti, benti mér á að blaðið væri að leita að fólki í vinnu. Við vorum tvö að keppast um starfið og þurftum að skrifa eina grein til að sanna okkur,“ segir Natalie en svo skemmtilega vildi til að verkefni hennar var að taka viðtal við íslensku sveitina Steed Lord. „Hljóm- sveitarmeðlimirnir eru vinir mínir svo við rúlluðum þessu upp saman og starfið var mitt.“ Honk Magazine er tónlistarblað sem reynir að fjalla um það ferskasta sem er að gerast í tónlist hverju sinni og koma nýjum og efnilegum listamönnum á framfæri. „Þó að þetta sé þýskt blað þá er það skrif- að á ensku, sem betur fer því ég tók bara frönsku í menntaskóla,“ segir Natalie og bætir við að íslensk- ir listamenn hafi fengið mikla athygli hjá blaðinu en bæði Jónsi og GusGus eru tilnefnd til tónlistar- verðlauna blaðsins. „Ég hvet alla til að kjósa á heima- síðunni honk-mag.com og styðja íslensku listamenn- ina.“ Natalie hefur samt ekki sagt skilið við plötusnúða- starfið og hefur verið að flakka milli Berlínar og Kaupmannahafnar til að spila á ýmsum stöðum. „Maður verður að sjá til þess að fólk fái að hreyfa á sér rassinn endrum og eins.“ - áp Natalie í suðupottinum í Berlín NÝTT STARF Natalie G. Gunnarsdóttir plötusnúður hefur komið sér vel fyrir í Berlín og er tónlistarritstjóri hjá þýska blaðinu Honk-Magazine. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HEILLANDI Pressa hefur þegar vakið töluverða athygli og hefur Saga Film bókað nokkra fundi með áhugasömum aðilum á The Remakes Market. Sjónvarpsþættirnir Svartir englar og kvikmyndin Köld slóð verða einnig meðal þeirra verkefna sem Saga Film kynnir á ráðstefnunni. Sigurjón Kjartansson, sem er aðalmaðurinn á bak við Pressu, segir að hann hafi alltaf séð Pressu sem mjög endurgerðarvæna, alveg síðan þeir gerðu fyrstu seríuna. „Hún á fullt erindi þangað,“ segir Sigurjón og bætir því við að þetta hafi legið ansi lengi í loftinu. „Ég vissi nú reyndar ekki af þessari ráðstefnu en það er mjög ánægjulegt að hún sé á leiðinni þarna út,“ segir Sigurjón en nú er unnið að gerð þriðju seríunnar. „Hún mun fara aðeins meira út í netheima og hvernig þeir mæta dagblaðinu.“ freyrgigja@frettabladid.is Svartur hundur prestsins (Kassinn) Lau 12.11. Kl. 19:30 20. sýn. Sun 13.11. Kl. 19:30 21. sýn. Lau 19.11. Kl. 19:30 22. sýn. Sun 20.11. Kl. 19:30 23. sýn. Fim 24.11. Kl. 19:30 24. sýn. Fös 25.11. Kl. 19:30 25. sýn. Sun 27.11. Kl. 19:30 26. sýn. Fim 1.12. Kl. 19:30 27. sýn. Fös 2.12. Kl. 19:30 28. sýn. Hlini kóngsson (Kúlan ) Sun 13.11. Kl. 15:00 Hreinsun (Stóra sviðið) Uppnám (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 25.11. Kl. 22:00 Fös 2.12. Kl. 22:00 Lau 10.12. Kl. 22:00 Lau 12.11. Kl. 19:30 5. sýn. Sun 13.11. Kl. 19:30 6. sýn. Lau 19.11. Kl. 19:30 7. sýn. Sun 20.11. Kl. 19:30 8. sýn. Fim 24.11. Kl. 19:30 9. sýn. Fös 25.11. Kl. 19:30 10. sýn. Fös 2.12. Kl. 19:30 11. sýn. Lau 3.12. Kl. 19:30 12. sýn. Lau 10.12. Kl. 19:30 13. sýn. Sun 11.12. Kl. 19:30 14. sýn.Ö Ö Judy Garland (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 12.11. Kl. 22:00 7. sýn. Sun 20.11. Kl. 22:00 8. sýn. Ö Ö U Ö Allir synir mínir (Stóra sviðið) Fim 10.11. Kl. 19:30 21. sýn. Fös 11.11. Kl. 19:30 22. sýn. Fim 17.11. Kl. 19:30 23. sýn. Fös 18.11. Kl. 19:30 24. sýn. Lau 26.11. Kl. 19:30 25. sýn. Kjartan eða Bolli? (Kúlan) Lau 12.11. Kl. 17:00 Ö Ö Ö Æði bitar 119 kr ...opið í 20 ár 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 15. 16. 23. 24. 25. 15. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 32. 33. 34. 35. 36. 37.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.