Fréttablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 81
FIMMTUDAGUR 10. nóvember 2011 65 HANDBOLTI Það styttist óðum í fyrsta heimsmeistaramót kvenna- landsliðsins frá upphafi, sem fer fram í Brasilíu í næsta mánuði. Landsliðsþjálfarinn Ágúst Þór Jóhannsson tilkynnti í gær hvaða 21 leikmaður kæmi til með að keppa um sextán laus sæti í HM- hópnum hans. Íslenska liðið mun leika tvo æfingaleiki í Vodafone-höllinni 25. og 26. nóvember en tékkneska landsliðið kemur þá í heimsókn. Fyrsti leikurinn á HM er síðan á móti Svartfjallalandi 3. desember. Íslenska liðið er einnig með Nor- egi, Angóla, Þýskalandi og Kína í riðli á HM í Brasilíu. Íslandsmeistarar Vals hafa unnið fjóra fyrstu leiki sína á tímabilinu með sannfærandi hætti og Valur á líka sjö leikmenn í hópnum eða þriðjung hans. Fram- liðið kemur næst með fjóra leik- menn en sex leikmenn í hópnum spila erlendis. Það vakti mikla athygli að Vals- konan Þorgerður Anna Atladóttir var ekki valin í hópinn fyrir leik- ina í undankeppni EM á dögunum en hún er nú kominn aftur inn í hópinn. Liðsfélagi hennar, Sunn- eva Einarsdóttir, er einnig með, sem þýðir að Íslandsmeistarar Vals eiga tvo af þremur markvörð- um í hópnum. Auk Þorgerðar og Sunnevu koma þær Elísabet Gunnars dóttir og Harpa Sif Eyjólfsdóttir inn í hópinn en Guðrún Ósk Marías- dóttir, markvörður Fram, er sú eina sem dettur út úr hópnum frá því í leikjunum á móti Spáni og Úkraínu í síðasta mánuði. - óój Ágúst Þór Jóhannsson valdi 21 leikmann í æfingahóp sinn fyrir HM í Brasilíu: Valsliðið á þriðjung leikmanna Á LEIÐ TIL BRASILÍU Þessar eru líklegar til að vera í hópi þeirra sextán sem komast til Brasilíu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Landsliðshópurinn Markmenn: Guðný Jenný Ásmundsdóttir Valur Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir HK Sunneva Einarsdóttir Valur Línumenn: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir Valur Arna Sif Pálsdóttir Aalborg DH Elísabet Gunnarsdóttir Fram Hornamenn: Ásta Birna Gunnardóttir Fram Dagný Skúladóttir Valur Hanna Guðrún Stefánsdóttir Stjarnan Sólveig Lára Kjærnested Stjarnan Þórey Rósa Stefánsd. Tvis Holstebro Útileikmenn: Birna Berg Haraldsdóttir Fram Brynja Magnúsdóttir HK Harpa Sif Eyjólfsdóttir Sparvagens HF Hrafnhildur Skúladóttir Valur Karen Knútsdóttir Blomberg-Lippe Ragnhildur Rósa Guðmundsd. Valur Rakel Dögg Bragadóttir Levanger Rut Arnfjörd Jónsdóttir Tvis Holstebro Stella Sigurðardóttir Fram Þorgerður Anna Atladóttir Valur FÓTBOLTI Bókin hans Zlatans Ibra- himovic er langvinsælasta bókin í Svíþjóð þessa dagana, en þar tjáir besti knattspyrnumaður Svía sig um allt og alla á sigur- sælum ferli sínum. Fyrstu hundrað þúsund eintök- in hafa þegar selst upp og í dag er von á öðrum hundrað þúsund eintökum úr prentun. Það er talið að Zlatan og með- höfundur hans David Lagercrantz muni græða í kringum sex millj- ónir sænskra króna á bókinni, eða um 105 milljónir íslenskra króna. - óój Bók Zlatans slær í gegn: Zlatan mokar inn seðlum ZLATAN Lætur allt flakka í bókinni. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Fabio Capello er eflaust ekkert sérstaklega glaður eftir að ákveðið var að færa landsleik Eng- lands og Spánar frá föstudegi yfir á laugardag. Hann mun fyrir vikið missa af brúðkaupi sonar síns. Það sem meira er: Capello hafði ekki hugmynd um neitt þegar dag- setningunni var breytt. Það var aðstoðarmaður hans, Franco Bald- ini, sem samþykkti breytinguna en hann hafði ekki hugmynd um brúð- kaupið. Hermt er að eiginkona Capellos, Laura, hafi brjálast er hún frétti af þessu. „Svona er þetta bara stundum og við munum sakna pabba. Leikur- inn byrjar á sama tíma og brúð- kaupið en hann hringir örugglega í okkur og óskar okkur til ham- ingju,“ sagði sonurinn Pierfilippo. - hbg Fabio Capello: Missir af brúð- kaupi sonarins dagar eru í fyrsta leik Íslands á HM í Brasilíu. Þá mæta stelpurnar okkar sterku liði Svartfellinga í A-riðli, hinn 3. desember. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.