Fréttablaðið - 10.11.2011, Qupperneq 8
10. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri
markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs
Óli Grétar Blöndal Sveinsson,
framkvæmdastjóri þróunarsviðs
Ragna Sara Jónsdóttir,
yfirmaður samskiptasviðs
Árið 2010 markaði Landsvirkjun nýja stefnu sem leggur áherslu á að hámarka arðsemi
fyrirtækisins. Á fundinum verða dregin fram áhrif nýrrar stefnu á rekstur fyrirtækisins.
HAUSTFUNDUR LANDSVIRKJUNAR 2011
www.landsvirkjun.is Finndu okkur á Facebook
Fundarstjóri er Ragna Árnadóttir,
skrifstofustjóri Landsvirkjunar
Skráning á: www.landsvirkjun.is/skraning
Markmið opinna funda Landsvirkjunar er að stuðla
að gagnsærri og faglegri umræðu um málefni tengd
starfsemi fyrirtækisins.
Að klífa fjallið
Hvernig getur Landsvirkjun orðið leiðandi
fyrirtæki á sviði endurnýjanlegra orkugjafa?
Útsetning
ar Guðna
Þ. Guðm
undssona
r, organis
ta
Útgefand
i Bústað
akirkja
Í tilefni af útkomu bókar með útsetningum Guðna
Sunnudaginn 13. nóv. kl. 20 í Bústaðakirkju
Kór Bústaðakirkju syngur við undirleik
Jónasar Þóris, organista.
BÚSTAÐAKIRKJA
SAMGÖNGUR Breska flugfélagið
EasyJet hyggst fljúga til Íslands
frá og með næsta vori. Fyrstu far-
miðarnir fara í sölu í dag og þeir
ódýrustu kosta ekki nema rúmar
sex þúsund krónur íslenskar aðra
leið og ellefu þúsund krónur báðar
leiðir, með öllum sköttum og gjöld-
um.
Fulltrúar flugfélagsins kynntu
þessi áform sín á blaðamanna-
fundi í Hörpu í gær. Þar kom fram
að jómfrúrflugið yrði þriðjudaginn
27. mars 2012.
Flogið verður þrisvar í viku,
þriðjudaga, fimmtudaga og sunnu-
daga, frá Keflavíkurflugvelli til
Luton-flugvallar nærri London.
Að sögn Hugh Aitken, markaðs-
stjóra EasyJet í Bretlandi, tekur
ekki nema 23 mínútur að ferðast
frá flugvellinum inn í miðborg
London.
Stefnt er að því að fljúga allt árið
um kring til Íslands en í fyrstu
verður þó einungis hægt að panta
farmiða út næsta sumar, enda
hefur áætlun flugfélagsins ekki
verið gerð lengra fram í tímann.
Aitken segir að EasyJet búist
við 50.000 farþegum á sínu fyrsta
ári. Fyrst og fremst verði einblínt
á markaðssetningu í Bretlandi og
líklega verði „mikill meirihluti“
farþega Bretar sem ferðast til
Íslands, frekar en öfugt. Félagið
hafi enda sterka stöðu á Bretlands-
markaði.
Að sögn Aitkens stefnir EasyJet
á að bjóða Íslendingum upp á fleiri
áfangastaði en Luton-flugvöll ef
fyrsta árið heppnast vel.
EasyJet er lággjaldaflugfélag
og Aitken dregur ekki dul á að því
fylgi enginn lúxus, enda sé helsta
markmiðið að halda verðinu á far-
seðlum lágu. Nú um stundir hagn-
ist félagið um þrjú pund á hvert
sæti, en stefnt sé að því að hækka
það í fimm pund á næstu misser-
um.
EasyJet er eitt stærsta flugfélag
í Evrópu, flýgur til þrjátíu landa og
gerir út ríflega 200 flugvéla flota.
Vélarnar sem EasyJet mun fljúga
til Íslands eru af gerðinni Airbus
A319. Í þeim rúmast 156 farþegar.
Veruleg samkeppni er nú komin
í flugsamgöngur frá Íslandi.
Þegar fljúga Icelandair og Iceland
Express til London og þá hefur
Skúli Mogensen boðað stofnun
flugfélagsins WOW Air. Ekki ligg-
ur þó fyrir hvort það muni fljúga
til Bretlands.
stigur@frettabladid.is
Ætla að ferja
50.000 manns
á fyrsta árinu
Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet hefur flugferðir
milli Keflavíkur og Luton í vor. Stefnt að því að
fjölga áfangastöðum frá Íslandi ef vel gengur. Ódýr-
asta farið á 11.000 krónur báðar leiðir, með sköttum.
SAMKEPPNIN HARÐNAR Markaðsstjórinn Hugh Aitken kynnti áformin fyrir blaða-
mönnum í Hörpu í gær. Hann kvaðst mjög spenntur fyrir verkefninu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FL Group átti um skeið tæplega 17 prósenta hlut í EasyJet. Árið 2006 var
hávær orðrómur um að FL Group hygðist taka félagið yfir, en í staðinn var
hluturinn seldur í apríl 2006 fyrir um 227 milljónir punda, eða jafnvirði um
28 milljarða. Með því hagnaðist FL Group um 98 milljón pund, sem á þeim
tíma jafngilti um 12 milljörðum íslenskra króna.
FL Group græddi 12 milljarða á EasyJet
GARÐUR Brotist var inn í félags-
miðstöð unglinga í Garði um síð-
ustu helgi og þaðan stolið þremur
leikjatölvum ásamt fylgihlutum
og leikjum. Þetta kemur fram á
vef sveitarfélagsins.
Þar segir að tölvurnar, sem eru
af tegundunum Playstation 1 og 2
og Nintendo Wii, og aukahlutirnir
hafi verið geymdar á tveimur
stöðum í húsinu. Ekkert bendi til
þess að rótað hafi verið til og af
því megi ráða að gerningsmenn
hafi verið kunnugir innanhúss.
Borðtölvur og tölvuskjáir voru
einnig látin vera. Þeir sem geta
gefið upplýsingar um málið eru
beðnir um að hafa samband við
forstöðumann og er fundarlaun-
um heitið. - þj
Brotist inn í félagsmiðstöðina í Garði á Reykjanesi:
Leikjatölvum stolið
STOLIÐ Innbrotsþjófar höfðu á brott
með sér þrjár leikjatölvur en skildu
borðtölvur og skjái eftir. MYND/SVGARDUR.IS