Fréttablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 42
2 • GÍSLI PÁLMI ER EITT HEIT- ASTA NAFNIÐ Í HIPPHOPP INU UM ÞESSAR MUNDIR. KAPP- INN SENDI FRÁ SÉR LAGIÐ SET MIG Í GANG Í SUMAR. ÞAÐ VAKTI MIKLA ATHYGLI OG HANN HEFUR VERIÐ AÐ SENDA FRÁ SÉR LÖG Á YOUTUBE SÍÐAN. GÍSLI PÁLMI KEMUR FRAM Á GAUKNUM Á LAUGARDAGS KVÖLD. „Ég er nokkuð góður, í toppmálum,“ segir rapparinn Gísli Pálmi, nývaknaður þegar Popp náði í hann. Gísli kemur fram á Gauki á Stöng annað kvöld, en tónleikarnir eru þeir fyrstu sem hann stendur fyrir. Hann kom í fyrsta skipti fram á Iceland Airwaves-hátíðinni í október og fékk frábærar viðtökur áhorfenda, sem virtust hafa legið yfir myndböndum hans, enda röppuðu þeir með hverju orði. „Það er ótrúlegt. Fólk kann lögin, orð fyrir orð,“ segir Gísli. Hann segir tónleikana annað kvöld verða alvöru og að fólk megi búast við góðri hipphoppstemningu. „Það er mjög gaman að fá tækifæri til að gera þetta og ég er glaður að við kýldum á það. Ég sá að það er eftirspurn eftir því. Það er búinn að vera mikill hiti fyrir tónleikum.“ Gísli kom fram á Prikinu um síðustu helgi og var staðurinn troðfullur. Miklu fleiri komast að á Gauknum og Gísli er spenntur. Húsið opnar klukkan 22 og það kostar þúsund kall inn. Fleiri lög eru væntanleg frá Gísla, sem notar Youtube til að koma tónlist sinni á framfæri í formi myndbanda sem hann framleiðir sjálfur með vinum sínum. Spurður út í framtíðina segist Gísli ætla að halda áfram að harka út myndböndum, enda hafa viðtökurnar farið fram úr vonum hans. „Ég vissi kannski ekki að fólk myndi taka svona í tónlistina, en ég vissi af hvaða kaliberi hún er. Ég veit alveg hvað ég er að gera.“ Rauðhærði rokkriddarinn Dave Mus- taine gefur nú út þrettándu hljóðversplötu sína ásamt hljómsveit sinni Megadeth. Síðustu tvær breiðskífur sveitar- innar gripu mig ekki en í þetta sinn hefur Mustaine skorað snerti- mark. Megadeth er skemmtilegust þegar hún daðrar við poppið án þess að ganga of langt. Rokkið er vissulega ruddalegt á Thirteen en lögin eru matreidd á svipaðan máta og á einni af vinsælustu plötu sveitarinnar, Countdown to Extinction, með tilheyrandi stórkarlalegum þungarokksriffum í bland við grípandi melódíur og tæran hljóm. Þungarokk á að vera fjör og þetta veit Megadeth. Opnunar- lagið, Sudden Death, setur tóninn fyrir komandi fjör, en útvarps- hittari plötunnar er Public Enemy No. 1. Klassískt Megadeth-lag með hnitmiðuðum gítar og einföldum bassa að hætti Dave Ellefson, sem er genginn aftur í sveitina. Ofsinn í Never Dead höfðar einkar vel til mín og flytur mig aftur í tíma, þar sem unglingabólur og ótímabær sáðlát réðu ríkjum. Rólegri lögin eru vel heppnuð og í heild er platan sterk. Það tók mig nokkrar hlustanir að aðlagast plötunni. Megadeth hefur ekki verið frumleg í 20 ár en er alltaf samkvæm sjálfri sér og stundum er það einfaldlega nóg. Á meðan riffabanki Mustaine tæmist ekki mega þeir kumpánar alveg halda áfram að vera ófrum- legir. Allavega mín vegna, því ég elska Megadeth. Sem sagt: Þrælskemmtileg plata frá gamla Rauð. Spilist hátt. - hva TÓNLEIKAR „ÉG FÆ MÉR ÞREFALDAN JACK Í KÓK OG LÆT JÚDAS SKYRPA OFAN Í ÞAÐ.“ SÍÐA 6 MEGADETH THIRTEEN ★★★★ ÍSLENSK / ERLEND Í kvöld: Hljómsveitin Reykjavík! heldur útgáfutónleika á KEX hosteli klukkan 21. Miðasala fer fram á Midi.is. FM Belfast kemur fram eftir Reykjavík! Á morgun: Hljómsveitin Kiriyama Family kemur fram á Faktorý. Húsið opnar klukkan 21.30 og einn heppinn gestur vinnur allan aðgangseyri tónleikanna. Ekki á morgun heldur hinn: Meistari Mugison kemur fram í Sjóræningjahúsinu á Patró klukkan 21. Kappinn kannast við sig fyrir vestan, en eins og alþjóð veit bjó hann um árabil á Flateyri. Hann gaf út plötuna Haglél á dög- unum og hefur hreinlega mokað út eintökum. Miðar á tónleikana fást á Midi.is. POPP er tónlistarblað og kemur út annan hvern fimmtudag. Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Umsjón: Atli Fannar Bjarkason Forsíðumynd: Valli Auglýsingar: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is Popp, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 500 Með síðustu hljóðversskífu sinni treystu Hjálmar sig í sessi sem ein albesta hljóm- sveit landsins hin síðustu ár. Og, það sem meira er, ekki einungis sem eitthvert illskilgreinanlegt lopapeysuafbrigði heldur alvöru, dúndurfín reggísveit. Væntingar voru því miklar fyrir þessa nýju plötu, Óra, en svekkelsið að sama skapi töluvert. Krafturinn sem einkennt hefur Hjálma er víðsfjarri og svo virðist sem sköpunargleðin hafi lent í hremmingum. Á ýmsan og afmarkaðan hátt tekst sveitinni ágætlega til á plötunni. Söngtextar eru venju samkvæmt í betra lagi og bandið þétt, en þó á of löngum köflum dálítið þunglamalegt, líkt og keyrt sé áfram af skyldurækni fremur en spilagleði. Þá má hafa gaman af tíðum rafkenndum hljóð- blöndunaræfingum, til dæmis í lögunum Í gegnum móðuna miklu og Áttu vinur augnablik. Hjálmar í toppformi hefðu nýtt slík trix sem punktinn yfir i-ið. Hér gegna þau heldur því hlutverki að beina athyglinni frá aðalatriðinu, sem eru rýrar lagasmíðar. Örfá laganna eru nánast hlægilega langt frá þeim gæðastaðli sem ætti með réttu að ríkja á Hjálmaplötu (dæmi eru hin átakanlega tilþrifalitlu Borð fyrir tvo og Haust) á meðan fleiri sigla lygnan sjó í andleysi. Undan- tekningar líta dagsins ljós, meðal annars í stuðsmellinum Ég teikna stjörnu og hinu snotra Eilíf auðn, en í heildina virðist lítil innistæða fyrir umlykjandi trega textanna og útkoman of oft innantóm og mátt- leysisleg. Sem sagt: Heldur máttlaus plata frá Hjálmum, sem geta miklu betur. - kg HJÁLMAR ÓRAR ★★ UPP Á YFIRBORÐIÐ Gísli Pálmi heldur fyrstu tónleikana sína á Gauknum annað kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.