Fréttablaðið - 10.11.2011, Page 32
32 10. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR
Það er því miður bláköld stað-reynd að ég er kúgaður milli-
stéttarauli. Undanfarin þrjú ár hef
ég verið kúgaður af lánastofnun-
um og stjórnvöldum. Í efnahags-
þrengingum landsins hef ég eins
og aðrir mátt þola kaupmáttar-
rýrnun upp á tugi prósenta og
skattahækkanir. Því til viðbótar
(og það vegur þyngst) hef ég verið
rændur af Íbúðalánasjóði gegnum
verðtryggingarákvæði lána. Til að
bæta gráu ofan á svart hef ég, kúg-
aði millistéttaraulinn, verið skilinn
út undan á meðan útvöldum þjóð-
félagshópum hefur verið rétt hjálp-
arhönd með ýmsum hætti.
Það er staðreynd að skulda úrræði
þau sem boðið hefur verið upp á til
lausnar á skuldavanda heimilanna
fela í sér umfangsmikla og ósann-
gjarna mismunun. Úrræðin verð-
launa fjármálaskussa á kostnað
hinna hagsýnu og ábyrgu. Þeir
sem skuldsettu hús sín í topp fá
lán sín afskrifuð á meðan þeir sem
settu sparifé sitt í fasteignakaup og
stilltu skuldsetningu í hóf neyðast
til að horfa upp á sparifé sitt brenna
upp til agna.
Þegar við hjónin keyptum
okkur hús vorið 2006 tókum við
lán fyrir um 65% af virði húss-
ins, sem á þeim tíma þótti hófleg
skuldsetning. Við tókum þá ákvörð-
un að skuldsetja okkur eins lítið og
mögulegt var og setja í staðinn allt
okkar sparifé í fasteignina eins og
tíðkast hefur hér á landi um áratuga
skeið. Einnig vorum við íhaldssöm
hvað varðar erlenda skuldsetningu
og tókum ¾ hluta lánsins í íslensku
verðtryggðu láni frá Íbúðalána-
sjóði.
Eftir á að hyggja er þetta versta
fjárhagslega ákvörðun sem ég hef
tekið um ævina. Síðastliðin þrjú
ár hef ég horft á allt sparifé fjöl-
skyldunnar brenna upp til agna –
allt saman! Fasteignin hefur lækk-
að í verði um 15% og lánin hækkað
um 40% sem í stuttu máli merkir
að við skuldum í dag um 107% af
virði fasteignarinnar samkvæmt
mati viðskiptabanka okkar. Fast-
eign sem við keyptum fyrir fjórum
árum með 65% skuldsetningu.
Árið 2006 stóðu okkur til boða
aðrir valkostir en sá sem við
völdum. Við hefðum til að mynda
getað farið „eyðslu- og glamúr-
leiðina“, það er, skuldsett okkur í
botn með erlendu láni, að sjálfsögðu
– fyllt húsið af tímalausum hágæða-
húsgögnum, tækjum og tólum og
jafnvel farið til útlanda einu sinni
á ári fyrir afganginn. Hefðum við
farið á slíkt „eyðslufyllerí“ væri
staða okkar síst verri en hún er
í dag og í raun betri. Skuldastaða
okkar væri 110%, þökk sé Árna Páli
og hinni umtöluðu 110% afskriftar-
reglu. Því til viðbótar hefðum við
ekki þurft að greiða nema hluta
afborgana af okkar erlenda láni
í tvö til þrjú síðastliðin ár sökum
óvissu um lögmæti þeirra. Við
værum trygg með lága óverð-
tryggða vexti af húsnæðislánum
næstu 5 árin og sennilega sætum
við hólpin í rándýrum hönnunar-
húsgögnum úr Epal. Ekki slæmt
það!
Þegar horft er til þeirra úrræða
sem stjórnvöld hafa boðið upp á
til að vinna á skuldavanda heimil-
anna er ljóst að mér er refsað fyrir
að sýna hagsýni og varkárni í fjár-
málum á meðan hinum óábyrgu er
bjargað á minn kostnað. Mér finnst
að ég sé hafður að fífli fyrir það eitt
að hafa lagt allt kapp á að standa við
allar fjárhagslegar skuldbindingar
mínar, þrátt fyrir breyttar efna-
hagslegar forsendur. Hvaða skila-
boð er verið að senda mér og afkom-
endum mínum varðandi réttlæti,
ábyrgð og heiðarleika sem undir-
stöðugildi í lýðræðissamfélagi?
Mér líður eins og aula! Hvað með
ykkur hin – eruð þið sátt?
Það er staðreynd
að skuldaúrræði
þau sem boðið hefur
verið upp á til lausnar á
skuldavanda heimilanna
fela í sér umfangsmikla
og ósanngjarna mis-
munun.
Alltof oft hættir okkur til að vanmeta eða ofmeta styrk
barna og þol. Í allri umræðu um
hagræðingu í skólakerfinu, sam-
runa skóla, aukningu nemenda-
fjölda í bekk, virðist eins og menn
hafi ekki áttað sig á því að einn
áhættuþáttur eflist við slíkar
aðgerðir en það er aukin skaðsemi
hávaða. Með því að ætla börnum að
geta einbeitt sér að námi og heyra
til kennara í hávaða, ofmetum við
hlustunargetu þeirra og þol.
Þetta er í raun merkilegt í ljósi
þess hve vakandi við virðumst
vera þegar kemur að þessum þátt-
um hjá fullorðnum. Þá er talin full
nauðsyn á að koma á þéttu neti
vinnuverndarlaga og reglugerða
til þess að verja þá gegn skað-
legum áhrifum hávaða. Vinnu-
verndarlög og reglugerðir eiga t.d.
að tryggja að þegar vinna krefst
einbeitingar og athygli í vinnu-
umhverfi fullorðinna skuli hávaða
haldið í algjöru lágmarki.
Það er því hálf kyndugt að
vinnuverndarlöggjöf skuli ekki ná
til barna í þeirra vinnuumhverfi
þ.e.a.s. í skóla/leikskóla. Það er eins
og gert sé ráð fyrir því að börn geti
haldið athygli og einbeitingu við
aðstæður sem fullorðnir treysta sér
ekki til. Þannig eiga börn að geta
einbeitt sér í kennslu þó hávaði fari
yfir þau mörk sem talin eru geta
skaðað heyrn eins og tölur úr mæl-
ingum frá Vinnu eftirliti hafa sýnt
að gerist, sérstaklega í leikskólum
og íþróttatímum grunnskóla. Eða
er ekki ætlast til þess að börn taki
eftir, haldi einbeitingu í skóla og
meðtaki það sem þar er sagt, m.ö.o.
nemi?
Sé svo, þá kemur áleitin
spurning. Hvað er nám? Er það
leikur eða er það vinna? Þar ríkir
hráskinnaleikur því að í öðru orð-
inu má ekki má tala um að börn
vinni en í hinu orðinu er talað um
vinnu þegar kemur að námi hvort
sem er í skóla eða heima.
Óneitanlega eru athyglisverð
þau hávaðamörk sem sett eru til að
tryggja að fullorðnir geti einbeitt
sér og átt samræður á vinnustað.
Þar segir: Á skrifstofum og öðrum
stöðum (skólum? Innskot höf.) þar
sem gerðar eru miklar kröfur til
einbeitingar og samræður eiga
að geta átt sér stað óhindrað skal
leitast við að hávaði fari ekki yfir
50 dB(A) að jafnaði á vinnutíma.
(Reglugerð um varnir gegn álagi
vegna hávaða á vinnustöðum, nr.
921/2006, 9.11. 2006).
Ef litið er til mælinga Vinnu-
eftirlits ríkisins á hávaða í leik/
grunnskólum sést að meðalhávaði
í skólum/leikskólum liggur frá
75-85 dB. Þessar tölur eru vel í
samræmi við það sem mælst hefur
erlendis í skólahúsnæði. Það segir
sig sjálft að ef fullorðnir treysta
sér ekki til að einbeita sér í slík-
um hávaða þá geta börn það enn
síður vegna þess að til þess hafa
þau ekki öðlast þann þroska sem
fullorðnir hafa til að bera. Hávaði í
leikskólum hefur mælst enn hærri
en í grunnskólum og yfir löglegum
mörkum.
Það er umhugsunarvert sé litið
til tveggja þátta. Annars vegar
eru börnin á máltökuskeiði á leik-
skólum þar sem þau dvelja flest
allt upp í 8 klukkustundir. Hins
vegar er eyrnabólga mjög algeng í
ungum börnum. Hvernig ætli full-
orðnum þætti að dveljast í hávaða
með eyrnabólgu? Ung börn kvarta
ekki en þau sýna með hegðun ef
þeim líður illa, t.d. með óróleika
og vanstillingu. Ætli megi ekki
stundum rekja athyglis- og einbeit-
ingarskort og ofvirkni til þeirrar
ástæðu?
Hávaði er skaðvaldur og rann-
sóknir hafa sýnt hvernig hann
eykur streitu og hjartslátt auk
þess að skemma heyrn og rödd. Að
fjölga börnum í rými eins og nú er
gert í grunnskólum býður þeirri
hættu heim að hávaði eykst. Hjá
slíku er erfitt að komast þar sem
hann fylgir ávallt lifandi verum,
ekki síst börnum. Börn eru að
nema mál og ef hávaðinn er slíkur
að hann kæfir talhljóð, sem hann
gerir miðað við tölur frá Vinnu-
eftirliti ríkisins, þá er hætt við
að einhver börn nái ekki að hlusta
sér til skilnings. Afleiðingin getur
orðið sú að þau börn missa löngun
og getu til að hlusta sér til gagns.
Þar með er tungumáls uppbygging
í uppnámi vegna þess að barnið
nær ekki að heyra rétt það sem
kennari eða aðrir segja og myndar
því ekki eðlilegan orðaforða. Börn-
um með athyglis- og einbeitingar-
skort (ADHD) er sérstaklega hætt
í hávaðasömu umhverfi.
Ef það reynist rétt að hávaði
sé orðinn svo mikill í almennri
kennslu að nemendur fái heyrnar-
hlífar til að verjast hávaða og geta
einbeitt sér þá er skörin farin að
færast upp í bekkinn. Reyndar
hefur hávaði mælst svo mikill í
leikskólum og íþróttakennslu að
samkvæmt lögum ættu allir að
vera með heyrnarhlífar.
Erum við að brjóta lög á börnum?
Ég er kúgaður millistéttarauli!
Umhverfisráðuneytið hefur hafið vinnu sem miðar að því
að sameina stjórnun og umsýslu
friðlanda, þjóðgarða og þjóðskóga,
alls um 20.000 km2, í nýrri stofn-
un sem hefur vinnuheitið „Þjóð-
garðastofnun Íslands“. Núver-
andi fyrirkomulag er þannig að
þrjár stofnanir fara með stjórn
þriggja þjóðgarða: Þingvalla-
nefnd/Alþingi hefur
umsjón með Þingvalla-
þjóðgarði, Umhverfis-
stofnun með Þjóðgarð-
inum Snæfellsnesi og
öðrum svæðum sem
friðlýst eru samkvæmt
náttúru verndarlögum,
og stjórn Vatnajökuls-
þjóðgarðs hefur umsjón
me ð Vat n ajök u ls -
þjóðgarði. Skógrækt
ríkisins hefur umsjón
með þjóðskógum og
Landgræðsla ríkis-
ins með landgræðslu-
svæðum.
Hugmyndin um Þjóð-
garðastofnun Íslands
er ekki ný enda ljóst að
lítil þjóð hefur ekki efni
á að dreifa kröftum og
takmörkuðum fjármun-
um. Undirritaður styður
þessi áform og ef vel og
myndarlega er að verki
staðið getur þetta orðið
mikið heillaspor fyrir náttúru-
vernd, ferðamennsku og ímynd
landsins. Það sýnist þó ljóst að
ganga þurfi enn lengra og sameina
í eina stofnun umsýslu alls lands
í eigu ríkisins, þar með þjóðlend-
ur og ríkisjarðir, a.m.k. þær sem
ekki eru í ábúð. Stofnunin gæti þá
heitið „Þjóðlandastofnun Íslands“.
Þjóðlendur eru landsvæði utan
eignarlanda, einkum á hálendinu,
sem íslenska ríkið á samkvæmt
lögum og forsætisráðherra fer
með í umboði þjóðarinnar. Mikil
vinna hefur farið í að afmarka
og skera úr um þjóðlendur og er
enn langt í land að þeirri vinnu
sé lokið. Stöðu mála má sjá á vef
Óbyggðanefndar, www.obyggd.
stjr.is. Þar sést að þjóðlendur, sem
þegar hafa verið staðfestar með
dómi, spanna drjúgan hluta af
miðhálendi Íslands og eru líklega
ekki undir 30.000 km2 að stærð.
Eins og komið hefur fram þá
fara fjórar stofnanir með umsýslu
þjóðgarða, friðlanda og þjóðskóga.
Þær hafa samtals yfir að ráða um
30 heilsársstarfsmönnum sem
dreifast á annan tug starfstöðva
um allt land. Á sumrin bætast
við hundrað landverðir eða svo.
Tveir til þrír embættismenn í
umhverfis ráðuneytinu sinna enn-
fremur þessum málaflokki. Einn
embættismaður í forsætisráðu-
neytinu fer með umsjón þjóð-
lendna og annar embættismaður
í landbúnaðarráðuneytinu hefur
umsjón með ríkisjörðum. Heild-
arfjárveitingar ríkisins til land-
vörslu, uppbyggingar og annarra
framkvæmda á þessum 50.000 fer-
kílómetrum lands, hálfu Íslandi,
eru líklega um 800 milljónir á ári.
Þjóðlöndin, sem samheiti yfir
allt þetta ríkisland, eru ómetan-
leg auðlind til framtíðar. Stjórn-
málamenn og embættismenn hafa
oftast hrapalega vanmetið þessa
auðlind. Þeir hafa
öðru fremur einblínt
á sjávarfang og orku,
sem vissulega eru líka
miklar auðlindir. Þetta
má sjá þegar borið er
saman umfang Haf-
rannsóknastofnunar,
Fiskistofu, Orkustofn-
unar, Landsvirkjun-
ar og Rafmagnsveitna
ríkisins við ofan-
greindar stofnanir á
sviði landvörslu og
náttúruverndar.
Heildstæð fram-
sýn og vönduð skipu-
lagning og uppbygging
þjóðlandanna, ásamt
virkri landvörslu,
getur skilað arði sem
er á við margar virkj-
anir og togara. Arður-
inn verður í takt við þá
umhyggju sem er sýnd.
Umhyggju ríkisins má
sýna með öflugri Þjóð-
landastofnun sem skipuð er hæfu
fagfólki og hefur fjárráð til upp-
byggingar og framkvæmda. Það
kostar milljarða að gera þjóð-
löndin þannig úr garði að þau geti
tekið við vaxandi straumi ferða-
fólks og aflað verulegra tekna á
formi ímyndarsköpunar, mark-
aðsávinnings og/eða aðgangs eyris.
Það þarf að lagfæra og merkja
vegi, endurheimta vistkerfi, koma
fyrir upplýsinga- og fræðsluskilt-
um, búa til kort og upplýsingavefi,
leggja göngustíga, byggja tröppur
og brýr, setja niður salerni, reisa
upplýsingamiðstöðvar og svo
mætti lengi telja.
Að lokum, Þjóðlandastofnun
Íslands, já takk, með öllu landi í
ríkiseign undir, ekki færri en 50
starfsmenn og einn milljarð á ári
í framkvæmdafé; nánast allt það
fé færi í uppbyggingu og starfs-
mannahald á landsbyggðinni.
Fjárfesting af þessu tagi skil-
ar fljótt sterkari þjóðlöndum og
heilbrigðari ímynd Íslands; eftir
nokkurra ára uppbyggingu er því
kominn grunnur til að verja 900
milljónum eða svo í markaðsátak
fyrir erlenda ferðamenn.
Þjóðlönd Íslands
Náttúruvernd
Snorri
Baldursson
líffræðingur og
áhugamaður um
náttúruvernd
Heilbrigðismál
Valdís
Jónsdóttir
doktor í raddmeinum
Fjármál
Karl
Sigfússon
verkfræðingur
Þjóðlendur
eru land-
svæði utan
eignarlanda,
einkum á há-
lendinu, sem
íslenska ríkið
á samkvæmt
lögum og
forsætisráð-
herra fer með
í umboði
þjóðarinnar.
Hávaði er skaðvaldur og rannsóknir hafa
sýnt hvernig hann eykur streitu og hjart-
slátt auk þess að skemma heyrn og rödd.
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MÁ BJÓÐA YKKUR MEIRI VÍSI?
Stærsti frétta- og afþreyingarvefur landsins.