Fréttablaðið - 10.11.2011, Side 81

Fréttablaðið - 10.11.2011, Side 81
FIMMTUDAGUR 10. nóvember 2011 65 HANDBOLTI Það styttist óðum í fyrsta heimsmeistaramót kvenna- landsliðsins frá upphafi, sem fer fram í Brasilíu í næsta mánuði. Landsliðsþjálfarinn Ágúst Þór Jóhannsson tilkynnti í gær hvaða 21 leikmaður kæmi til með að keppa um sextán laus sæti í HM- hópnum hans. Íslenska liðið mun leika tvo æfingaleiki í Vodafone-höllinni 25. og 26. nóvember en tékkneska landsliðið kemur þá í heimsókn. Fyrsti leikurinn á HM er síðan á móti Svartfjallalandi 3. desember. Íslenska liðið er einnig með Nor- egi, Angóla, Þýskalandi og Kína í riðli á HM í Brasilíu. Íslandsmeistarar Vals hafa unnið fjóra fyrstu leiki sína á tímabilinu með sannfærandi hætti og Valur á líka sjö leikmenn í hópnum eða þriðjung hans. Fram- liðið kemur næst með fjóra leik- menn en sex leikmenn í hópnum spila erlendis. Það vakti mikla athygli að Vals- konan Þorgerður Anna Atladóttir var ekki valin í hópinn fyrir leik- ina í undankeppni EM á dögunum en hún er nú kominn aftur inn í hópinn. Liðsfélagi hennar, Sunn- eva Einarsdóttir, er einnig með, sem þýðir að Íslandsmeistarar Vals eiga tvo af þremur markvörð- um í hópnum. Auk Þorgerðar og Sunnevu koma þær Elísabet Gunnars dóttir og Harpa Sif Eyjólfsdóttir inn í hópinn en Guðrún Ósk Marías- dóttir, markvörður Fram, er sú eina sem dettur út úr hópnum frá því í leikjunum á móti Spáni og Úkraínu í síðasta mánuði. - óój Ágúst Þór Jóhannsson valdi 21 leikmann í æfingahóp sinn fyrir HM í Brasilíu: Valsliðið á þriðjung leikmanna Á LEIÐ TIL BRASILÍU Þessar eru líklegar til að vera í hópi þeirra sextán sem komast til Brasilíu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Landsliðshópurinn Markmenn: Guðný Jenný Ásmundsdóttir Valur Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir HK Sunneva Einarsdóttir Valur Línumenn: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir Valur Arna Sif Pálsdóttir Aalborg DH Elísabet Gunnarsdóttir Fram Hornamenn: Ásta Birna Gunnardóttir Fram Dagný Skúladóttir Valur Hanna Guðrún Stefánsdóttir Stjarnan Sólveig Lára Kjærnested Stjarnan Þórey Rósa Stefánsd. Tvis Holstebro Útileikmenn: Birna Berg Haraldsdóttir Fram Brynja Magnúsdóttir HK Harpa Sif Eyjólfsdóttir Sparvagens HF Hrafnhildur Skúladóttir Valur Karen Knútsdóttir Blomberg-Lippe Ragnhildur Rósa Guðmundsd. Valur Rakel Dögg Bragadóttir Levanger Rut Arnfjörd Jónsdóttir Tvis Holstebro Stella Sigurðardóttir Fram Þorgerður Anna Atladóttir Valur FÓTBOLTI Bókin hans Zlatans Ibra- himovic er langvinsælasta bókin í Svíþjóð þessa dagana, en þar tjáir besti knattspyrnumaður Svía sig um allt og alla á sigur- sælum ferli sínum. Fyrstu hundrað þúsund eintök- in hafa þegar selst upp og í dag er von á öðrum hundrað þúsund eintökum úr prentun. Það er talið að Zlatan og með- höfundur hans David Lagercrantz muni græða í kringum sex millj- ónir sænskra króna á bókinni, eða um 105 milljónir íslenskra króna. - óój Bók Zlatans slær í gegn: Zlatan mokar inn seðlum ZLATAN Lætur allt flakka í bókinni. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Fabio Capello er eflaust ekkert sérstaklega glaður eftir að ákveðið var að færa landsleik Eng- lands og Spánar frá föstudegi yfir á laugardag. Hann mun fyrir vikið missa af brúðkaupi sonar síns. Það sem meira er: Capello hafði ekki hugmynd um neitt þegar dag- setningunni var breytt. Það var aðstoðarmaður hans, Franco Bald- ini, sem samþykkti breytinguna en hann hafði ekki hugmynd um brúð- kaupið. Hermt er að eiginkona Capellos, Laura, hafi brjálast er hún frétti af þessu. „Svona er þetta bara stundum og við munum sakna pabba. Leikur- inn byrjar á sama tíma og brúð- kaupið en hann hringir örugglega í okkur og óskar okkur til ham- ingju,“ sagði sonurinn Pierfilippo. - hbg Fabio Capello: Missir af brúð- kaupi sonarins dagar eru í fyrsta leik Íslands á HM í Brasilíu. Þá mæta stelpurnar okkar sterku liði Svartfellinga í A-riðli, hinn 3. desember. 23

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.