Fréttablaðið - 10.11.2011, Síða 2

Fréttablaðið - 10.11.2011, Síða 2
10. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR2 Hlynur, ertu nokkuð alveg handónýtur eftir meiðslin? „Nei, ég er handviss um að svo er ekki.“ Hlynur Morthens handboltamarkmaður fékk slæmt sár á hönd í síðasta leik en lætur það ekki á sig fá. EFNAHAGSMÁL Nokkuð vantar upp á að Fjármálaeftirlitið (FME) upp- fylli alþjóðlega staðla um skil- virkt bankaeftirlit. Þetta leiddi athugun erlends sérfræðings í ljós fyrr á árinu. Gunnar Þ. Ander- sen, forstjóri FME, fjallaði um athugun ina á ársfundi FME í gær. Aðgerðaáætlun sem tryggja á að stofnunin uppfylli skilyrðin hefur verið unnin og er til tveggja ára. Þá kom fram í máli Gunnars að FME hafi á síðustu misserum vísað 77 málum til frekari rann- sóknar hjá embætti sérstaks sak- sóknara. Þar fyrir utan hefur tugum mála sem FME hefur haft til skoðunar lokið með sektum eða öðrum leiðum. Auk Gunnars tóku til máls Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, og Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður FME. Árni Páll sagði meðal annars að stærstu spurningu hrunsins hefði enn ekki verið svarað til fulls. Þar átti hann við með hvaða hætti tryggja mætti fjármála- stöðugleika og hvaða tæki stjórn- völd þyrftu að hafa til þess verkefnis. „For- sendur fjár- málakerfis og fjármálaeftir- lits eins og við þekkjum þær eru í uppnámi og það er okkar verkefni að tak- ast á við þann vanda á þess- um tíma þegar litla leiðsögn er að fá erlendis frá,“ sagði Árni Páll enn fremur og vísaði þar til þess að komið hefði í ljós að algengir áhættumælikvarðar, sem byggja á þeirri forsendu að ríkisskulda- bréf séu áhættulaus, væru að mörgu leyti gallaðir. Loks sagði Aðalsteinn að tvö lykilatriði væru í fjármálakerfinu á næstunni. Flýta þyrfti skulda- uppgjöri og fækka lánum í van- skilum. Og koma þyrfti þeim fyrir tækjum sem bankar hafa um tíma orðið stórir eigendur að í hendur aðila á markaði sem séu best til þess fallnir að reka þau. - mþl Efnahags- og viðskiptaráðherra segir að svara þurfi spurningunni hvernig tryggja megi fjármálastöðugleika: Fjármálaeftirlitið uppfyllir ekki alþjóðlega staðla GUNNAR Þ. ANDERSEN HEILBRIGÐISMÁL Tveir unglings- drengir hafa verið lagðir inn á bráðamóttöku Barnaspítala Hrings- ins á síðustu dögum eftir að hafa drukkið orkudrykki. Sextán ára drengur, Tryggvi Þór Pétursson, var sendur með sjúkrabíl á bráða- móttökuna á þriðjudaginn eftir að hafa drukkið nær einn lítra af orku- drykknum Red Rooster. Hann fór heim samdægurs. Annar drengur kom á spítalann í síðustu viku og þurfti að dvelja þar yfir nótt sökum hjartsláttartruflana. Red Rooster fæst meðal ann- ars í lítraumbúðum í verslunum Samkaupa, sem eru innflytjandi vörunnar, og kostar 199 krónur. Tryggvi Þór drakk nær einn lítra af drykknum, sem hann keypti sér í Samkaupum við Stigahlíð. Fljót- lega fór hann að finna fyrir aukn- um hjartslætti og hjartsláttartrufl- unum, ofvirkni einkennum eins og ósjálfráðum hlátri, miklum skjálfta og svima og átti erfitt með andar- drátt. Var hann því fluttur á sjúkra- hús með sjúkrabíl, þar sem fylgst var með honum þar til blóðþrýst- ingurinn var kominn í eðlilegt horf. Móðir drengsins, Regína Hall- grímsdóttir, er lyfjafræðingur og segir hún merkingum á um búðum orkudrykkja veru lega ábótavant. Aðvaranir séu ein ungis aftan á flöskum eða dósum, og allar á ensku eða öðru norrænu tungumáli en íslensku. Hún tilkynnti atvikið til Matvælastofnunar og Heilbrigðis- eftirlitsins og krafðist þess að Red Rooster yrði tekinn úr sölu. Benedikt Kristjánsson, fram- leiðslustjóri Samkaupa, kallaði til heilbrigðisfulltrúa frá Heilbrigðis- eftirliti Suðurnesja í gær og fóru þeir yfir merkingar á umbúðum drykkjanna. Niðurstaðan var að öllum lögum um merking- ar væri fylgt og því var ákveðið að aðhafast ekk- ert frekar. „Þetta er allt fullkom- lega löglegt af okkar hálfu,“ segir Benedikt. „Að einhver sé fluttur á sjúkrahús eftir að hafa drukkið svona drykk er eitthvað annað en upp- lýsingaskortur á vörunni.“ Vakthafandi læknir á bráðamóttöku spítalans segir tilvikum sem þess- um fara fjölgandi. Í síð- ustu viku kom sautján ára drengur á bráðadeild Barnaspítal- ans með mun alvarlegri ein- kenni en Tryggvi Þór. Hann hafði drukkið mjög mikið magn af orkudrykkjum. Breytingar sáust í hjartalínu- riti þess drengs og var því ákveðið að halda honum yfir nótt. Hann var ekki með neina undirliggjandi sjúkdóma. sunna@frettabladid.is Drukku orkudrykk og enduðu á spítala Að minnsta kosti tvö tilvik hafa komið upp á síðustu dögum þar sem unglingar enda á bráðamóttöku eftir neyslu á orkudrykkjum. Móðir drengs segir aðvör- unum á umbúðum ábótavant. Tilvikum fer fjölgandi, segir barnalæknir. ORKUDRYKKURINN Koffínmagnið er um 300 milligrömm í einum lítra. Aftan á umbúðum er ráðlagt að börn og barnshafandi konur neyti ekki drykkjarins. VARASAMIR Í MIKLU MAGNI Læknir á bráðamóttöku segir færast í aukana að krakkar endi á spítala eftir að hafa drukkið mikið magn orkudrykkja. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SVÍÞJÓÐ Grunur leikur á að 14 ára stúlku hafi verið haldið sem kynlífsþræl í íbúð í Gautaborg í eitt ár. Stúlkan, sem lögreglan frelsaði fyrir um viku, segist hafa búið við hótanir, ofbeldi eða nauðganir á hverjum degi. Þrír karlar og ein kona eru í gæslu- varðhaldi vegna málsins. Þau neita öll sök. Samkvæmt frásögn Expressen er stúlkan frá Serbíu. Fjölskylda hennar er sögð hafa selt hana nánum ættingja fyrir 1.000 evrur, jafngildi nær 160 þús- unda íslenskra króna. Ættinginn, sem sagður er þroskaheftur, er einn þeirra sem sitja í gæslu- varðhaldi. Stúlkan mun hafa orðið barnshafandi en misst fóstrið. - ibs 14 ára stúlka í Svíþjóð: Haldið í eitt ár sem kynlífsþræl SKIPULAGSMÁL Húsafriðunarnefnd ákvað í gær að skyndifriða Skál- holtsskóla, Skálholtskirkju og nán- asta umhverfi. Nikulás Úlfar Más- son, forstöðumaður nefndar innar, segir þetta þýða að hætta verði byggingu Þorláksbúðar. Árni Johnsen, þingmaður og formaður Þorláks búðarfélagsins, neitar að lúta þeirri niðurstöðu. Í Síðdegisútvarpi RÚV í gær sagðist Árni furða sig á að húsafriðunar- nefnd hefði ekki haft vitneskju um framkvæmdirnar í Skálholti fyrr en nú og hafnaði því að húsið skyggði á kirkjuna. - sv Skálholt skyndifriðað: Neitar að lúta niðurstöðunni VIÐSKIPTI Efnahags- og viðskipta- ráðuneytið telur engin málefna- leg rök vera fyrir þeirri afstöðu að synja eigi kínverska fjárfestin- um Huang Nubo um heimild til að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Þessu mati eru gerð skil í minnis blaði sem Árni Páll Árna- son, efnahags- og viðskiptaráð- herra, lagði fyrir ríkisstjórnina á fundi í gær. Meðfylgjandi minnis- blaðinu er greinargerð sem Ásgeir Jónsson, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands, vann að beiðni ráðherra um þýðingu erlendrar fjárfestingar fyrir Ísland. Í minnisblaðinu segir að ekk- ert bendi til þess að hagsmunum Íslands sé ógnað af erlendri fjár- festingu eins og þessari. Þvert á móti sé það mikilvægt út frá hagsmunum landsins að laða að erlenda fjárfestingu. Þá segir í minnisblaðinu að hug- myndir Huang Nubo falli vel að áherslum núverandi stjórnvalda. Í því samhengi er vísað til sam- starfsyfirlýsingar ríkisstjórnar- innar, stefnumörkunarinnar Ísland 20/20, sem ríkisstjórnin lét vinna, og jafnframt til yfir- lýsingar ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga í vor. Loks segir í minnisblaðinu að sé það vilji stjórnvalda að styrkja rétt almennings til umferðar um land í einkaeigu sé þeim það í lófa lagið með almennri löggjöf sem beinist jafnt að öllum. Slík sjónar- mið geti hins vegar ekki verið lög- mætur grundvöllur synjunar á einstakri beiðni um erlenda fjár- festingu. Í tilkynningu á vefsíðu ráðu- neytisins segir að þar sem það fari með málefni erlendrar fjár- festingar hafi ráðherra áður kynnt í ríkisstjórn að hann myndi koma á framfæri sjónarmiðum ráðuneytis ins við innanríkisráð- herra. - mþl Ráðherra lagði fram minnisblað í ríkisstjórn um fjárfestingaráform Huang Nubo: Árni Páll mælir fyrir samþykkt ÁRNI PÁLL ÁRNASON Í minnisblaði ráð- herrans kemur fram að engin málefna- leg rök séu fyrir því synja Huang Nubo um heimild til að kaupa Grímsstaði. ALÞINGI Eygló Harðardóttir þing- kona hefur óskað eftir fundi í allsherjar- og menntamála- nefnd Alþingis vegna frávís- unar Héraðs- dóms á máli Milestone gegn Karli Werners- syni. Rökstuðn- ingur við frá- vísunina er að lagabreyting- ar Alþingis á gjaldþrotalögum hafi ekki verið nægilega skýrar. „Eitt af því sem Alþingi á að leggja áherslu á við lagafrum- vörp er að þau séu ekki aftur- virk og því er þessi frávísun algjörlega óskiljanleg,“ segir Eygló. „Málinu hlýtur að verða áfrýjað til Hæstaréttar.“ - sv Þingkona fer fram á fund: Vill útskýringar á frávísun máls EYGLÓ HARÐARDÓTTIR MENNTAMÁL Ólafur Ragnar Grímsson afhenti Íslensku mennta verðlaunin í gærkvöldi. Verðlaunin eru í fjórum flokk- um. Sjálandsskóli í Garðabæ hlaut verðlaun fyrir nýsköpun. Gunnlaugur Sigurðsson, fyrr- verandi skólastjóri í Garðaskóla í Garðabæ, hlaut verðlaun fyrir merkt ævistarf. Karólína Einars- dóttir í Akurskóla í Reykjanesbæ fékk verðlaun sem hæfileika- ríkur ungur kennari. Þá hlutu Guðbjörg Pálsdóttir, Guðný Helga Gunnarsdóttir, Jónína Vala Kristinsdóttir og Guðrún Angan- týsdóttir verðlaun fyrir stærð- fræðinámsefnið Geisla. - sv Menntaverðlaunin afhent: Fjórir flokkar verðlaunaðir VERÐLAUN Forseti Íslands ásamt verðlaunahöfum í Sjálandsskóla. Smurostar við öll tækifæri ms.is ...tvær nýjar bragðtegundir Ný bragðtegund með papriku Ný bragðtegund Texmex H VÍ TA H Ú SI Ð / S ÍA - 11 -0 50 9 SPURNING DAGSINS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.