Fréttablaðið - 26.11.2011, Side 4

Fréttablaðið - 26.11.2011, Side 4
26. nóvember 2011 LAUGARDAGUR4 ATVINNUMÁL Verkfalli sjómanna á skipum Hafrannsóknastofnun- ar, sem staðið hefur undanfarnar vikur, var frestað á fimmtudag. Á fundi fulltrúa sjómanna og samn- inganefndar ríkisins náðist sátt um ramma að nýjum kjarasamn- ingi sem vonast er til að gengið verði frá á næstu dögum. Nú verður ráðist í að sinna þeim rannsóknum sem sátu á hakanum vegna verkfallsins. Strax á mánu- dag fara rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson til að rannsaka ungloðnu og annast fyrirhugaðar sjórannsóknir. Ungloðnumælingarnar eru grundvöllur tillagna um upp- hafskvóta við loðnuveiðar haustið 2012 og beinast þær einkum að svæðinu yfir landgrunnsbrún- inni frá Vestfjörðum og að norð- austurhorni landsins. Verkfallið hefur valdið því að ekki var unnt að sinna stofnmæl- ingu botnfiska að hausti, mæl- ingum á síldarstofninum á djúp- slóð, rannsóknum á hrygningu steinbíts og veiðarfærarannsókn- um. Við fyrstu hentugleika verð- ur reynt að sinna þessum rann- sóknum eftir því sem tök verða á, segir í tilkynningu frá Hafrann- sóknastofnun. - shá Rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar út á mánudag til mælinga á ungloðnu: Verkfalli frestað og skipin á sjó SKIP HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Fyrstar á dagskrá eru mælingar á ung- loðnu en verkfall hefur raskað áætlun rannsókna mikið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 6° 7° 10° 8° 6° 9° 9° 22° 12° 19° 16° 25° 3° 10° 18° 5°Á MORGUN Fremur hægur vindur fram á kvöldið 3 MÁNUDAGUR víða 8-15 m/s -2 -2 -3 -3 -2 0 -2 2 -1 0 -8 5 3 5 4 3 3 2 4 2 4 -3 -1 -5 -4 -4 0 -1 1 24 FALLEGT VETRARVEÐUR Frost en hægur vindur í dag. Nokkuð bjart N-til og léttir til A-lands með deginum. Éljagangur V- og A-til. Hvessir annað kvöld með úrkomu og hlýnandi veðri, aðallega sunnan lands. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður SÝRLAND Sýrlensk stjórnvöld höfðu að engu sólarhringsfrest sem Arabandalagið hafði gefið þeim til að fallast á að fimm hundruð eftirlitsmenn fengju að fylgjast með ástandinu í landinu. Fresturinn rann út í gær, en reiknað er með að Arababanda- lagið taki í dag ákvörðun um refsiaðgerðir, sem felast meðal annars í frystingu eigna og við- skiptabanni. Átökin í Sýrlandi hafa magn- ast. Í gær sátu uppreisnarmenn fyrir sýrlenskum hermönnum og drápu sex herflugmenn. - gb Sýrlendingar hunsa frest: Refsiaðgerðir ræddar í dag FJÖLDAFUNDUR Í DAMASKUS Stuðn- ingsmenn Bashars al-Assad forseta flykktust út á götur í gær til mótvægis við mótmælendur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP TÆKNI Tölvusérfræðingar vara við nýjum vírus sem reynir að blekkja notendur iTunes-vefversl- unarinnar til að hleypa sér laus- um á tölvum sínum. Vírusnum virðist hafa verið hleypt af stokkunum í gær til að blekkja fólk í jólagjafaleit, en föstudagurinn eftir þakkargjörð- arhátíðina markar upphaf jóla- verslunarinnar í Bandaríkjunum. Notendur fá tölvupóst með skilaboðum um að þeir hafi feng- ið 50 dollara inneign í iTunes- versluninni, en þeir þurfi að opna viðhengi til að virkja inneignina. Sé viðhengið opnað veitir vír- usinn óprúttnum aðilum aðgang að tölvu viðkomandi notanda. - bj Vírus þykist vera frá iTunes: Plata notendur í jólagjafaleit UMHVERFISMÁL Fulltrúar Sjálf- stæðisflokks í skipulagsráði Reykjavíkur leggja til að gerð verði heildstæð stefnumótun um framtíðarskipulag og uppbygg- ingu í nágrenni áa og vatna á höfuðborgarsvæðinu. Horft verði á vatnasviðin í heild sinni en ekki einstök smærri svæði. „Vatnaauðlindina ber að umgangast af þekkingu og var- færni í því skyni að tryggja gæði auðlindarinnar til framtíðar,“ segir í tillögunni þar sem gert er ráð fyrir að önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, ýmsar stofnanir og sérfræðingar komi að úttektinni. - gar Samstarf höfuðborgarsvæðis: Móti stefnu um allt vatnasviðið DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur maður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að kasta stóru bjórglasi í andlit annars manns. Fórnarlambið hlaut veru- lega áverka og þurfti að sauma 63 spor. Hann fékk einnig sár á höndina. Atvikið varð á veitinga- stað í Reykjavík á síðasta ári. Glasakastarinn játaði sök og þarf að greiða fórnarlambinu 300 þús- und krónur. - jss Rúmlega tvítugur dæmdur: Rúm 60 spor í andlit eftir glas Gná sótti slasaðan skipverja Gná, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti slasaðan sjómann um borð í togara suðvestur af Reykjanesi í fyrrakvöld. Maðurinn hafði slasast á hendi. SLYS FÓLK Sextíu manna hópur starfs- manna Brekkubæjarskóla sem urðu af ferð til Boston þarf að greiða hóteli í borginni rúma 15 þúsund dollara, eða ríflega 1,7 milljónir króna, vegna afpöntunarinnar. Arnbjörg Stefánsdóttir, skóla- stjóri Brekkubæjarskóla, segir hóp- inn hafa ætlað saman í námsferð í vetrarfríi skólans í október. Fengið hafi verið tilboð í flugið frá Iceland Express sem einnig hafi ætlað að útvega hótel. „En svo drógu þeir það til baka og við þurftum að útvega hótel sjálf. Þetta var ráðstefnuhelgi í Boston og þess vegna lentum við á frekar dýru hóteli,“ segir Arnbjörg. Um mánuði fyrir brottför til- kynnti Iceland Express svo að ekk- ert yrði af fluginu til Boston. „Við reyndum að komast með Icelandair en hefðum þá þurft að fara í tveim- ur lotum og annar hópurinn hefði ekki náð skólaheimsóknum í tvo daga. Þess utan var markmiðið að fara sem heild en ekki í tveimur hópum,“ segir Arnbjörg. Hópurinn er afar ósáttur. „Við vorum mjög reið út í flugfélagið fyrir að fella flugið niður og velt- um fyrir okkur hvort þeir voru búnir að sjá það fyrir þegar þeir allt í einu gátu ekki útvegað okkur hótel,“ útskýrir skólastjórinn. Fyrirvarinn var of stuttur til að hægt væri að afpanta hótelið sem krafðist þess að fá þrjár af fjórum gistinóttum greiddar. Arnbjörg segir að hver og einn hafi átt að borga jafnvirði tæplega 80 þúsund króna og að hótelið hafi verið alveg ósveigjanlegt. „Við hótuðum þeim illu umtali á ferðasíðum og þá komu þeir til móts við okkur og við þurfum að borga andvirði einnar nætur,“ segir skólastjórinn. Því þarf hver og einn úr hópnum að greiða 30 þúsund krónur en ekki nærri 80 þúsund. Ætlunin var að hver og einn sækti um ferðastyrk hjá sínu stéttar félagi. Engir styrkir fást hins vegar í stöðunni sem nú er uppi. Rætt hefur verið við umboðs- mann skuldara, Neytendasamtök- in og Kennarasamband Íslands. Iceland Express er ekki bótaskylt nema gagnvart því að endurgreiða fargjöldin. Greiðslukort Akraneskaup- staðar var trygging fyrir hótel- pöntuninni. „Við áttum náttúrlega ekki von á að þurfa að nota kortið í svona ömurlegum tilgangi,“ segir Arnbjörg. Bæjarstjórn Akraness hefur nú samþykkt ósk hennar um að starfsmennirnir fái að endur- greiða bænum hótelreikninginn á þremur til sex mánuðum. gar@frettabladid.is Skulda hóteli í Boston fimmtán þúsund dali Skólastarfsmenn á Akranesi sem pöntuðu hótel í Boston með tryggingu í greiðslukorti bæjarins sitja uppi með 15.254 dollara reikning. Hætt var við flugið og ferðin féll niður. Kennararnir mega greiða bænum með afborgunum. BREKKUBÆJARSKÓLI OG BOSTON Starfs- menn skólans þurftu að hætta við ferð til Boston í vetrarfríinu eftir að Iceland Express felldi niður flug. Hótelið vildi 75 prósent af reikningnum greidd en sætt- ist á endanum við fjórðung eftir hótanir um illt umtal að sögn skólastjórans. JAFNRÉTTISMÁL Stærsta hótel á Norðurlöndunum, Bella Sky Hotel í Kaupmannahöfn, má ekki hafa eina hæð hótelsins aðeins fyrir konur. Jafnréttisráð í Danmörku hefur úrskurðað að í því felist ólöglegt kynjamisrétti. Ekki megi banna fólki aðgang að svæði eingöngu vegna kyns. Hótelstjórinn Arne Bang Mikkelsen er mjög ósáttur við álit ráðsins og er tilbúinn til að fara með málið fyrir dómstóla. - þeb Stærsta hótel í Danmörku: Bannað að banna karla GENGIÐ 25.11.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 216,0112 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 120,24 120,82 185,98 186,88 159,24 160,14 21,412 21,538 20,306 20,426 17,203 17,303 1,5519 1,5609 186,08 187,18 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.