Fréttablaðið - 26.11.2011, Page 40

Fréttablaðið - 26.11.2011, Page 40
26. nóvember 2011 LAUGARDAGUR40 Arnór Guðjohnsen lék með Anderlecht í Belgíu árið 1983 þegar heimavöllur liðsins var endur byggður. Í tilefni af því að ný stúka var vígð komu gestir frá Katalóníu í heimsókn, lið Barce- lona, með Maradona innanborðs. Hann var keyptur til liðsins frá Boca Juniors í Argentínu, þá fyrir metfé, fimm milljónir punda, árið 1982. „Þetta var nú frekar rólegur leikur enda ekkert í húfi. Maradona hafði sig lítið í frammi í leiknum, en allir sáu langar leiðir að hann var sérstakur. Nokkru eftir þennan leik spiluðum við á æfingamóti ásamt Barcelona og Dortmund. Við leikmennirnir horfðum saman á leik Barcelona og Dortmund og sáum þá Maradona í essinu sínu. Hann var ótrúlega góður alhliða leikmaður á þessum tíma. Við trúð- um því varla hversu góður hann var. Hann skoraði eina markið í þessum leik, sneri sér leiftur snöggt og þrumaði í þak netið, eins og að drekka vatn. Hann hafði gríðarlega tækni, hraða, jafnvægi, skottækni, líkamlegan styrk og leikskilning. Bókstaflega allt. Árin á eftir sá maður hann verða að besta leik- manni í veröldinni, og í mínum huga besta knattspyrnumanni sem uppi hefur verið.“ Arnór sá hann aftur spila árið 1989, í undanúrslitum Evrópu- keppninnar, og segir það hafa verið hreina upplifun. „Ég var staddur í München í læknis meðferð og læknir inn gaf mér miða á leik Napoli og Bayern. Fyrir leikinn voru leikmenn að hita upp og hvergi sást Maradona. Þegar leik- menn beggja liða voru að koma til búnings herbergja kom hann skokkandi út á völlinn, með ein- hverja menn sér við hlið, aðstoðar- þjálfara líklega. Áhorfendur fóru strax að púa og láta í sér heyra. Það fór mikill kliður um áhorf- endur þegar hann lét sjá sig, enda var hann stærsta nafn íþróttanna á þessum tíma og hafði þar að auki mikið aðdráttarafl sem persóna. Hann hélt boltanum nokkrum sinnum á lofti, veifaði til stuðningsmanna Napoli og fór svo aftur inn í klefa. Hitaði nánast ekk- ert upp. Svo kom hann út á völl- inn og var langbestur! Hann lék sér að leikmönnum Bayern, sem var með frábært lið. Maður hallaði sér bara aftur og horfði á þennan snill- ing sýna listir sínar. Það sem skilur hann frá öðrum, t.d. Messi núna, var kannski helst það að hann hafði þann eiginleika að geta fallið mjög aftarlega á völlinn og stýrt gangi leikja, án þess kannski að leggja upp mörk eða skora. Hann tók leikinn oft til sín, eins og sagt er, var gjörsamlega einráður þegar kom að taktinum í leikjunum. Það er afar sjaldgæfur eiginleiki. Þetta gerði hann einmitt í þessum leik, lék í raun sem afturliggjandi miðju- maður, en var svo mættur fremst á völlinn þegar þurfti.“ Arnór segir það sorglegt hvernig farið hafi fyrir Maradona utan vallar. Það eigi þó ekki að skemma minningarnar um besta knattspyrnumann fyrr og síðar að hans mati. „Það er sorglegt hvernig það hefur farið með orðspor hans sem leikmanns. Menn muna of lítið eftir honum, margir hverjir. En fyrir mér er hann algjörlega ógleymanlegur. Sérstaklega smá- atriðin í leik hans, fyrsta snerting og augað fyrir spili. Fullkomlega ótrúlegur knattspyrnumaður.“ Á sgeir Sigurvinsson, einn allra besta knattspyrnumaður sem Ísland hefur átt, spilaði á móti Diego Armando Maradona með Stuttgart í tveimur úrslitaleikjum í Evrópukeppni félagsliða árið 1989. Ásgeir var prímusmótor í liði sínu á miðjunni og þótti einn allra besti miðjumaður Evrópu þegar hann var upp á sitt besta. Hann tók auka- spyrnur og horn með eitruðum vinstri fæti og stjórnaði spilinu hjá Stuttgart. Fremst á miðjunni hjá Napoli var hins vegar Maradona, eins og kóngur í ríki sínu. Á þessum tíma var hann ekki alveg á hátindi ferilsins en var þó fremstur meðal jafningja, að sögn Ásgeirs. „Ég man að við töluðum um að spila okkar leik, reyna að hugsa sem minnst um stemninguna sem var á vell- inum og allra síst um að Maradona væri að keppa á móti okkur. Hann var auðvitað stórkostlegur knatt- spyrnumaður, með mjög næman leikskilning og tækni sem ég hef sjaldan eða aldrei séð. Viðhorfið hjá okkur var hins vegar að spila okkar leik og gera okkar besta. Það gekk vel í fyrri leiknum í Napoli þó að við höfum tapað honum 2-1. Það voru ótrúleg læti á vellinum. Mikil öskur og hvatning frá áhorfendum, og mikil persónudýrkun gagnvart Mara- dona. Það var því ekkert sjálfgefið að halda góðri einbeitingu í þessum aðstæðum,“ segir Ásgeir. Hann segir marga aðra leikmenn Napoli hafa verið frábæra, einkum Brasilíumennina Careca, sem var í framlínunni, og varnarmiðju- manninn Alemao. „Þeir voru afar góðir í að halda boltanum innan liðsins. Það er ekkert jafn erfitt og að spila á móti leikmönnum sem ráða vel við að halda boltanum og hafa góða skilning á leiknum. Í minning unni var Napoli-liðið heil- steypt í þessum atriðum, og síðan með snillinginn Maradona fremstan í flokki og einnig Careca sem var baneitraður framherji. Maradona var kannski ekki alveg á toppi ferilsins þegar við mættum honum en það mátti aldrei líta af honum. Hann var í algjörum sérflokki þegar kom að leikskilningi og boltatækni, og oftar en ekki var maður minntur á það í leikjunum. Í seinni leiknum í Stuttgart vorum við í miklum vandræðum. Napoli réð ferðinni og stýrði leiknum, þó að hann hafi endað 3-3. Þá minnti Maradona á hæfileika sína með því að leggja upp tvö mörk og vera sérlega erf- iður þegar kom að hlaupum fremst á vellinum. Hann tímasetti þau með sínum einstaka leikskilningi og gerði okkur lífið leitt. Það er þannig með svona snillinga eins og Maradona, og Messi nú á dögum, að það þýðir ekkert að ætla sér að stöðva leikmennina með því að dekka þá stíft. Þeir ráða alltaf við það að fá leikmenn í sig á fullri ferð og nærast raunar svolítið á því. Í minningunni reyndum við að spila okkar leik og hugsa sem minnst um að einn besti leikmaður sögunnar væri inn á. Það gekk að mörgu leyti vel. En það var kannski lýsandi að það gekk ekki betur en svo að við töpuðum að lokum, ekki síst vegna úrslitasendinga frá Maradona, þó að hann hafi ekki skorað sjálfur.“ T veir af bestu leikmönn- um Íslands frá upphafi, Ásgeir Sigurvinsson og Arnór Guðjohnsen, upp- lifðu það að leika á móti einum besta og umtalaðasta knatt- spyrnumanni sögunnar, Argentínu- manninum Diego Armando Mara- dona. Arnór mætti honum þegar sá síðarnefndi var á hraðri leið með að verða besti leikmaður heims, árið 1983, á meðan Ásgeir mætti honum síðar á ferlinum, árið 1989, í tveimur úrslitaleikjum í Evrópu- keppni félagsliða. Maradona var drif fjöðurin í liði Napoli sem umbreyttist í eitt besta félagslið í heimi eftir að hann gekk óvænt til liðs við það frá Barcelona árið 1984. Við tók ótrúlegt uppgangs- tímabil hjá Napoli. Félagið varð í tvígang ítalskur meistari, sem hafði fram að komu Maradona verið fjarlægur möguleiki, ekki síst vegna þess hve vel mönnuð stórveldin AC Milan, Inter Milan og Juventus voru á þessum tíma. Mögnuð frammistaða Stjarna Maradona skein þó aldrei skærar en árið 1986 þegar hann fór fyrir liði Argentínu á HM í Mexíkó. Enn í dag er talað um frammi- stöðu hans á mótinu sem mögnuð- ustu einstaklingsframmistöðu sem sést hefur á HM. Hann bar höfuð og herðar yfir andstæðinga sína og tætti liðin í sig með mögnuðum ein- leik og spilamennsku. Eftir árið 1990 fór að halla undan fæti hjá Maradona. Sam- kvæmt frásögnum í bók breska rit- höfundarins Jimmy Burns, Hendi Guðs (The Hand of God), glímdi Maradona við djúpstæða eiturlyfja- fíkn á þeim tíma, auk þess sem ökklameiðsli gerðu honum lífið leitt. Þetta kom ekki veg fyrir að hann bæri fyrirliðabandið í lands- liði Argentínu á HM á Ítalíu árið 1990, sem endaði með sigri Þjóð- verja í úrslitaleik við Argentínu- menn. Maradona skapaði sér gríðar legar óvinsældir með því að ögra ítölskum að dáendum í undan- úrslitaleiknum gegn Ítölum. Hann niðurlægði þá síðan endanlega með því að skora úr víti í vítaspyrnu- keppninni. Hann rúllaði boltanum þá laflaust hægra megin við mark- vörðinn fræga Walter Zenga, sem skutlaði sér í öfugt horn. Maradona hljóp brosandi í burtu. Tekinn í vímu Um það bil ári síðar, árið 1991, var Maradona handtekinn ásamt fíkni- efnasala í Napoli. Fyrir utan húsið þar sem hann var handtekinn biðu tugir ljósmyndara og blaðamanna og horfðu á hann leiddan inn í bifreið ásamt lögreglumönnum. Niður lægingin var algjör. Hann var síðan dæmdur í leikbann og hætti hjá Napoli í kjölfarið. Árið 1994, á HM í Bandaríkjunum, féll hann síðan aftur á lyfjaprófi. Hann var dæmdur aftur í bann. Hann lék sinn síðasta keppnisleik árið 1997 með Boca Juniors, félaginu þar sem hann er í guðatölu eftir dvöl sína þar á yngri árum. Maradona hefur viðurkennt í sjálfsævisögu sinni að hafa verið háður kókaíni allt frá árinu 1988 og fram að síðasta leik sínum tíu árum seinna. Enn fremur segist hann hafa prófað efnið fyrst þegar hann var að ganga í gegnum erfið- an meiðslakafla hjá Barcelona, árið 1983. Öllum má ljóst vera að eiturlyfjafíknin gerði hann að verri leikmanni. Eftir að ferlinum lauk dýpkaði fíkniefnavandinn enn frekar og endaði með því að hann næstum dó árið 2004 af þeim sökum. Frá þeim tíma hefur honum gengið betur að halda sér edrú en glímir þó enn við gamlar syndir, skuldir þar helst. Honum tókst að koma Argentínumönnum á HM í Suður-Afríku í fyrra en náði aldrei góðum tökum á stjörnum prýddu liði. Hann þjálfar nú lið Al Wasl í Dubai. Ítölsk yfirvöld segja hann skulda 23 milljónir evra í skatta frá tíma hans hjá Napoli. Hann hefur sjálfur aðeins greitt 42 þúsund evrur til baka, auk úrs og skartgripa. Hann segist ekki skulda meira en það. Kepptu við kónginn Ásgeir Sigurvinsson og Arnór Guðjohnsen ræddu við Magnús Halldórsson og sögðu það hafa verið upplifun að mæta Argentínu manninum Maradona á vellinum. Ásgeir segir að ekki sé hægt að dekka leikmenn eins og Maradona. Arnór upplifði það sem áhorfandi að sjá hann setja á svið „sýningu“ í München. Á FULLRI FERÐ Maradona og Ásgeir Sigurvinsson sjást hér kljást um boltann í seinni úrslitaleik í Evrópukeppni félagsliða árið 1989. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli, og Napoli vann samanlagt 5-4, eftir að hafa unnið fyrri leikinn 2-1. MYND/GETTY ■ ÞAÐ ÞÝÐIR EKKERT AÐ DEKKA SVONA MENN STÍFT ■ TRÚÐI ÞVÍ VARLA HVERSU GÓÐUR HANN VAR FERILL MARADONA: BOCA JUNIORS 1978 – 1982 BARCELONA 1982 – 1984 NAPOLI 1984 – 1991 SEVILLA 1992 – 1993 NEWELL‘S OLD BOYS 1994 – 1995 BOCA JUNIORS 1995 – 1997
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.