Fréttablaðið - 26.11.2011, Side 54

Fréttablaðið - 26.11.2011, Side 54
heimili&hönnun6 viðarparket Verðdæmi: Eik 3ja stafa kr. 4.290 m2 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 „Við erum voða heimakær og förum sem minnst út úr húsi,“ segir Lilja Katrín Gunnarsdóttir, ritstjóri Séð og heyrt, í gamansömum tón þegar Fréttablaðið fær að kíkja til hennar í innlit. Hún lýsir stílnum á heim- ilinu sem „úti um allt“ og segist ekki eltast við vörumerki. „Ég hef engan ákveðinn stíl. Mér finnst gaman að blanda saman gömlu og nýju og safna að mér alls konar dóti. Við Hjalti erum líka bæði uppfull af hugmyndum, en hann smíðaði til dæmis sófaborð- ið okkar úr vörubretti. Ég er líka mikið fyrir að gera kjarakaup og finna ódýra hluti en vinir mínir stríða mér oft á því,“ segir hún hlæj- andi. „Eldhússtólarnir eru til dæmis úr Rúmfatalagernum. Ég tók mig svo til og lakkaði þá alla í mismun- andi litum eina vikuna,“ segir Lilja. Gamalt útvarp úr tekki á fótum fangar augað en ofan á því standa smáhlutir, meðal annars bollar sem Lilja fékk á markaði í Kaupmanna- höfn. Útvarpið virkar og fær að hljóma á tyllidögum. „Tengdapabbi minn kom með það á pallbílnum sínum frá Sauðárkróki. Hann ætl- aði með það á Sorpu en við björguð- um því,“ segir Lilja. „Það er mikil stemning að hlusta á Gullbylgjuna í því.“ Á vegg hangir árituð mynd af innanríkisráðherra og Lilja Katrín skellir upp úr þegar hún er krafin frekari skýringa á henni. „Ég fékk hana í afmælisgjöf frá Tobbu Mar- inós og Karli Sigurðssyni. Þegar ég vann sem blaðamaður á DV þurfti ég oft að hringja í Ögmund vegna frétta. Hann var alltaf svo liðlegur að ég var orðin hálf skotin í honum. Allt þó á platónskum nótum,“ segir hún hlæjandi og bætir við að mynd- in sé góður ísbrjótur í samvæmum. „Það hafa allir sterkar skoðanir á honum.“ Þegar Lilja Katrín er spurð um uppáhaldshúsgagnið á heim- ilinu nefnir hún alls ekki húsgagn. „Amelía Björt er uppáhaldið á heim- ilinu. Ég gæti alveg búið í pappa- kassa þess vegna ef ég hefði hana.“ - rat Ögmundur ísbrjótur ● Lilja Katrín Gunnarsdóttir, ritstjóri Séð og heyrt, býr ásamt Hjalta Rúnari Sigurðssyni og Amelíu Björt í Árbænum. Hún segir þau heimakær og eiga oft notalegar stundir í sófanum. Lilja Katrín Gunnarsdóttir, ritstjóri Séð og heyrt, á góðri stund í sófanum með dóttur sinni Amelíu Björt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Litla froskinn fékk Amelía Björt í jólagjöf frá vinkonu Lilju. Hann var trekktur ótal sinnum upp á aðfangadagskvöld þar til hann bilaði. Þá fór hann á hilluna. Bláu matrúskuna keypti Lilja í Moskvu. Hvítmáluð hirsla. Lilja Katrín hefur gaman af að blanda saman gömlu og nýju og safnar að sér alls konar hús- gögnum. Árituð mynd af Ögmundi Jónasyni innanríkisráðherra hangir uppi á heiðursstað. Lilja Katrín segir hana ágætis ísbrjót í samkvæmum. Ljúffengar bollakökur á bleikum diski taka sig vel út á borðinu. Gömlu tekkgræjurnar kom tengdafaðir Lilju einn daginn með á pallbíl frá Sauðár- króki. Hann ætlaði að fara með þær í Góða hirðinn en Lilja fékk að kippa þeim inn í stofu. Plötuspilarinn er bilaður en útvarpið virkar. Fyrsta jólaskrautið komið upp. Vængina keypti Lilja Katrín í Tiger og hengdi á svefn- herbergishurðina. Amelía Björt er hæstánægð með eld- hússtólana, en mamma hennar eyddi nokkrum kvöldum í að lakka þá í hressandi litum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.