Fréttablaðið - 26.11.2011, Síða 92

Fréttablaðið - 26.11.2011, Síða 92
26. nóvember 2011 LAUGARDAGUR56 F yrr í þessum mánuði reiddi kanadíski tannlæknirinn Michael Zuk fram 19.500 pund, jafnvirði um þriggja og hálfrar millj- ónar íslenskra króna, fyrir jaxl úr John heitnum Lennon á uppboði í Stockport í Englandi. Bítillinn fyrrverandi hafði gefið húshjálp sinni, Dot Jarlett, tönnina úr sér á sjöunda ára- tugnum. „John og mamma voru afar náin og hann stakk upp á því að hún færði systur sinni, sem var mikill Bítlaaðdáandi, jaxlinn að gjöf. Tönnin hefur tilheyrt fjölskyldunni æ síðan,“ sagði Barry Jarlett, sonur hinnar níræðu Dorothy, í undanfara uppboðsins. Þetta er þó fráleitt í fyrsta sinn sem munur sem tengist Bítl- inum selst fyrir háar fjárhæðir á uppboði. Lennon virðist hafa haft yndi af því að gefa fólki í kringum sig gjafir sem jaðra við að vera óhugnanlegar, því árið 2007 seldist hárlokkur sem Lennon gaf hárgreiðslukonu sem vann við Bítlamynd- ina A Hard Day‘s Night á um 560.000 krónur. Árið 1982 seldist ´65-árgerð af Rolls Royce sem var í eigu Lennons, fagurlega skreyttur blómum að skynörvandi sið, á 270 milljónir en ætti með réttu að hafa rokið upp í verði í dag. Tónlistarmaðurinn George Michael greiddi örlítið minna árið 1990, eða 250 milljónir, fyrir píanó með brunablettum eftir sígarettur sem Lennon samdi mörg sín frægustu lög á, þar með talið Imagine. Þá seldist klósettið hans Lennons fyrir um 1,8 milljónir króna árið 2007 og árið eftir fengust rúmlega þrjár og hálf milljón fyrir upptöku af blindfullum og dónalegum Lennon við upptökur á sólóskífu sinni Rock ‘n’ Roll árið 1974. Tveggja milljóna króna klósett Jaxl úr tónlistarmanninum John Lennon, sem seldist fyrir um þrjár og hálfa milljón króna á uppboði fyrr í mánuðinum, er langt því frá furðulegasta dæmið um minjagripi fræga fólksins sem margir girnast. Kjartan Guðmundsson leit á fleiri dæmi um slíkt. „Tryggðu þér þessa krukku sem gæti hugsanlega innihaldið loftsameindir sem komist hafa í beint samband við Angelinu Jolie og Brad Pitt,“ stóð skýrum stöfum á uppboðsíðunni eBay á síðasta ári. Sá sem setti auglýsinguna inn var Joe Wilson, áhugamaður um frægt fólk, sem sagðist hafa opnað krukku nærri leikaraparinu fræga og taldi góða hugmynd að bjóða hana upp. Sem hún reyndist raunar, því ónafn- greindur aðili fjárfesti í krukk- unni fyrir rúmlega 60.000 krónur. Allt er nú til. ■ LIFÐU Í KRUKKU Á hápunkti Britney-æðisins á árunum í kringum aldamótin þótti flest það sem söngkonan snerti þess virði að bjóða í það fúlgur fjár. Einn dýr- mætasti gripurinn, sem seldist á tæpar 600.000 krónur, var þungunarpróf sem Britney mun hafa tekið á hóteli í Los Angeles árið 2004 og staðfesti að hún og þáverandi eiginmaður hennar, Kevin Federline, ættu von á sínu fyrsta barni. Sama ár rataði notað tyggjó, sem Britney spýtti á götuna fyrir utan Sanderson-hótelið í London, á eBay og seldist á 60.000 krónur. Í kjölfarið fylltist eBay af „fölsuðum“ Britney- tyggjóum. Tveimur árum síðar seldist regnhlíf, sem söngkonan nýtti til að ráðast gegn papparössum, á uppboði en engum sögum fer af upphæðinni sem einhver var tilbúinn að reiða fram fyrir vopnið. ■ ÞUNGUNARPRÓF OG REGNHLÍF Þegar nærfatnaður stjarnanna endar á uppboði, sem gerist nánast óþægilega reglulega, eru það oftast nær óprúttnir aðilar sem komast yfir klæðin eftir misjafnlega löglegum leiðum til að krækja sér í aura. Þó er sú ekki raunin með söngkonuna Cher, sem ákvað upp á eigin spýtur að setja brjóstahaldarann sinn á uppboð árið 2007. Hard Rock Café í Las Vegas tryggði sér haldarann fyrir ótil- greinda upphæð, en sjálf lét Cher hafa eftir sér í fjölmiðlum að hún hefði látið „stærstan hluta ágóðans“ rakna til góðgerðamála. ■ FÁÐU ÞÉR BRJÓSTAHALDARA Gyðjan Marilyn Monroe og flest sem henni viðkemur hefur lengi vakið áhuga safnara með rúm fjárráð. Til að mynda hafa kjólar sem hún klæddist, meðal annars í kvikmyndinni Seven Year Itch (sem uppstreymi úr loftrist blés upp um leikkonuna sem frægt varð) og sá sem hún var í þegar hún söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy Bandaríkjaforseta árið 1962 (sem var svo þröngur að það þurfti að sauma hann utan á hana), selst fyrir stórfé á undanförnum árum. Öllu undarlegra þótti þó þegar þrjár röntgenmyndir af brjóstholi Monroe voru settar á uppboð í Las Vegas. Myndirnar voru teknar árið 1954, þegar leikkonan gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsi vegna legslímuflakks, og seldust fyrir fimm og hálfa milljón króna, mun meira fé en upp- boðshaldarinn bjóst við í undanfara uppboðsins. „Svona skyggnist maður inn í Marilyn Monroe á hinn fullkomna hátt,“ sagði hann stoltur. ■ SKYGGNST INN Í MARILYN MONROE Hin danskættaða, en þó bandaríska, leikkona Scarlett Johansson var kvefuð í viðtali í spjall- þætti Jay Leno árið 2008. Hinn kurteisi Leno rétti leikkonunni bréf sem hún snýtti sér í og svo plast- poka, enda hét Johans- son því að selja notaðan snýtipappírinn á uppboðs- síðunni eBay til styrktar góðgerðasamtökunum USA Harvest. Snýtibréfið var þeim mun dýrmætara, að sögn leikkonunnar, vegna þess að hún hafði smitast af kvefinu af leikar- anum Samuel L. Jackson við tökur á kvikmyndinni The Spirit. Bréfið seldist að lokum á um 670.000 krónur. ■ DÝRMÆTUR LEIKKONUHOR Veðmálavefsíðan GoldenPalace. com varð stoltur eigandi nýrna- steins sem eitt sinn tilheyrði Star Trek-leikaranum William Shatner árið 2006. Shatner hafði hnigið niður við tökur á sjónvarps- þættinum Boston Legal, verið drifinn á sjúkrahús og ákveðið strax að aðgerð lokinni að selja steininn til styrktar góðgerða- samtökunum Habitat for Humanity. „Hann er svo stór að hann smellpassar á fingurna á fólki,“ sagði leikarinn um nýrnasteininn, sem seldist á tæplegar þrjár milljónir króna. ■ NÝRNASTEINN UTAN ÚR GEIMNUM Uppboð sem hefði hugsanlega getað orðið það viðbjóðs- legasta í tónlistar- sögunni var stöðvað síðastliðið sumar. Þá stóð til að selja skurðverkfæri, gúmmíhanska og fleira sem notað var við krufningu sjálfs kóngsins, Elvis Presley, samkvæmt ónafngreindum líksmurningar- manni. Sá varð fyrir vonbrigðum, eftir að hafa beðið eftir rétta tækifærinu til að selja góssið í yfir þrjá áratugi, þegar hætt var við uppboðið á þeim forsendum að engin leið væri að sanna að munirnir væru ekta og hefðu í raun komist í tæri við Presley. Líksmurningarmaðurinn vildi tæpa eina milljón og sjö hundruð þúsund krónur fyrir varning- inn og ekki er útilokað að hann hafi selst utan uppboðs. ■ VIÐBJÓÐSLEGASTA UPPBOÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.