Fréttablaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 108

Fréttablaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 108
26. nóvember 2011 LAUGARDAGUR72 folk@frettabladid.is LISTVINAFÉLAG HALLGRÍMSKIRKJU 30. STARFSÁR Fluttar verða latneskar a cappella aðventu- og jólamótettur eftir: Scarlatti, Handl, Palestrina, Guerrero, Lassus, Viadana, Poulenc og Macmillan Miðaverð 3.000 kr. / Afsláttarverð 2.500 kr. Miðasala í Hallgrímskirkju Sími: 510 1000 Stjórnandi: Hörður Áskelsson Trompetleikari: Eiríkur Örn Pálsson www.listvinafelag.is Aðventutónleikar Schola cantorum Hallgrímskirkju 2011 Með þessum tónleikum fagnar Schola cantorum 15 ára afmæli sínu. „Þetta verður í anda gömlu stóru jólaballanna, þar sem börnin taka þátt og syngja með,“ segir frétta- maðurinn og skemmtikrafturinn Ómar Ragnarsson. Stórsveit Reykjavíkur heldur jólatónleika barnanna í Háskóla- bíói á morgun klukkan 15. Leikin verða lög af jólaplötunni Gátta- þefur í glöðum hópi, sem kom út árið 1971. Gáttaþefur og Ómar Ragnarsson sjálfur skipta með sér söngnum á tónleikunum, en öll lögin af plötunni verða leikin. „Það eru nákvæmlega 50 ár síðan ég samdi fyrstu jólatextana, Jóla- sveinninn minn og Sjö litlar mýs. Og það eru 40 ár frá því að þriðja Gáttaþefsplatan kom út. Þannig að þetta er tvöfalt afmæli,“ segir Ómar. „Það verður mikið grín og mikið gaman þegar Gáttaþefur ákveður að stökkva til byggða í einn dag. Þetta verður skemmti- legt og fjölbreytt.“ Hefurðu alltaf jafn gaman af því að bregða þér í þetta hlutverk? „Þegar maður er búinn að hvíla það svona lengi er sérstak- lega gaman að syngja með svona skemmtilegum útsetningum. Sum lögin fá alveg nýtt líf. Þetta verð- ur til þess að Gáttaþefur verður á hálfum tónleikunum og ég sjálfur á hinum helmingnum. Þetta svíng- ar svo vel að ég mátti til með að fá að syngja. Það kemur fullt af fólki upp á svið og tekur þátt í þessu. Og 70 barna kór!“ Miðaverð er 3.000 krónur og miðasala fer fram á Midi.is. Ómar endurvekur Gáttaþef á jólaballi KEMUR MEÐ GÁTTAÞEF Ómar Ragnars- son, Gáttaþefur og Stórsveit Reykjavíkur halda barnaball í Háskólabíói á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Við ætlum að bjóða upp á nýtísku- legt sushi sem er að slá í gegn úti um allan heim ásamt suðrænum steikum,“ segir Gunnsteinn Helgi, einn af eigendum nýs veitingastað- ar sem nefnist Sushisamba. Staðurinn, sem verður opnaður á þriðjudaginn, sérhæfir sig í matar- gerð frá Japan og Suður-Ameríku. Eigendur staðarins hafa fengið til liðs við sig japanska sushi-meist- arann Schinichiro Hara, en hann hefur starfað við sushi-gerð úti um allan heim og nú síðast í Mónakó. Einnig ætla sushi-kokkurinn Ari Alexander og Oliveira að standa vaktina í eldhúsinu, en sá síðar- nefndi hefur til dæmis starfað á veitingastaðnum Sticks and Sushi í Kaupmannahöfn. Það eru því engir aukvisar sem ætla að elda sushi ofan í landann. „Við höfum verið á fullu síðustu mánuði að koma staðnum heim og saman en það er mjög mikilvægt fyrir okkur að skapa réttu stemn- inguna. Við höfum verið í sam- bandi við fólk í Brasilíu, Perú og Japan til að leita að réttu hlutunum inn á staðinn,“ segir Gunnsteinn Helgi, en meðal innanstokksmuna á staðnum eru 50 japönsk fugla- búr og handgerðir trémunir frá Abaetetuba í Brasilíu. Blöndun matargerðar frá Suður- Ameríku og Japan er löngu þekkt í matreiðsluheiminum og hófst strax í byrjun síðustu aldar þegar Jap- anar fluttust búferlum til Suður- Ameríku. Meðal nýjunga á mat- seðlinum eru smáréttir á borð við hrefnu-tataki, taquitos chevice og vatnsmelónufranskar. Staðurinn verður sem fyrr segir opnaður á þriðjudag og er í Þingholtsstræti. - áp Nýtísku sushi og vatnsmelónufranskar SPENNTIR AÐ OPNA Gunnsteinn Helgi stendur hér á nýja veitingastaðnum Sus- hisamba ásamt kokkunum Eyþór Mar, Oliveira og Ara Alexander. Aðdáendur hljómsveitar- innar Diktu fylltu Nasa á fimmtudagskvöldið þegar útgáfutónleikar sveitar- innar fóru fram. Dikta gaf á dögunum út fjórðu plötu sína, Trust Me, og flutti nýju lögin við mikinn fögn- uð viðstaddra. DIKTA FAGNAÐI Á NASA Sigurjón Sigurjónsson og Stefán Þór Guðgeirsson voru ánægðir með nýju plötuna. Bryndís Marteinsdóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Kolbrún Ottósdóttir, Hjörtur Jónsson og Sveinbjörn Höskuldsson. Skúli Steinar sendiherra, Jón Ingi Stefánsson, Jón Alexander Guðmundsson og Adrian Irwing skemmtu sér vel. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sunddrottningin Ragnheiður Ragnarsdóttir og Helga Sörensdóttir á Krúsku mættu saman. Daniel Martines, Margrét Sveinsdóttir, Halldóra Ólöf Brynjólfsdóttir og María Jónsdóttir eru miklir aðdáendur Diktu. 72 ÁR fyllir söngkonan fræga Tina Turner í dag. Turner hefur notið mikillar velgengni í skemmtanabransanum gegnum tíðina, en ferill hennar spannar yfir 50 ár. Hjónaband söngvarans Seal og ofurfyrirsætunnar Heidi Klum hefur þegar enst lengur en flest hjónabönd í Hollywood og er umtalað sem eitt heilbrigðasta samband kvikmyndaborg- arinnar. Parið hefur verið gift í sex ár og nú hefur Seal ljóstrað upp um lyk- ilinn að hamingjusömu hjónabandi þeirra, en það segir hann að sé einfaldlega að hafa það gaman saman. Seal og Klum eiga fjögur börn og hafa bæði í mörgu að snúast, þannig að frítími þeirra er af skornum skammti. Þess vegna passa þau að gera eitt- hvað skemmtilegt þegar þau hafa tíma til þess að vera saman. „Við erum bestu vinir og við elskum að eyða tíma hvort með öðru – fjöl- skyldan gengur allt- af fyrir hjá okkur, sama hvað gerist,“ sagði Seal. Heidi og Seal ham- ingjusamlega gift FYRIRMYNDARPAR Heidi Klum og Seal endurnýja giftingar- heitið á hverju ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.