Fréttablaðið - 26.11.2011, Side 126

Fréttablaðið - 26.11.2011, Side 126
26. nóvember 2011 LAUGARDAGUR90 Styrking • Jafnvægi • Fegurð CC Flax Frábært gegn fyrirtíðarspennu fyrir konur á öllum aldri og einkennum breytingaskeiðs Heilbrigðari og grennri konur Rannsókn sýna að konur sem hafa mikið lignans i blóðinu eru að meðaltali með 8,5 kg minni fitumassa en þær konur sem skortir eða hafa lítið af Lignans.** * Howel AB Journal of the American Medical Associaton june 2002 287:3082 ** British Journal of Nutrition(2009), 102: 195-200 Cambridge University. 1 kúfuð teskeið á dag - 40 daga skammtur Fæst í apótekum, heilsubúðum og Krónunni. www.celsus.is Mulin hörfræ – Lignans Trönuberjafræ Kalk úr hafþörungum JÓL ÁN AUKAKÍLÓA - Frábær árangur - Stuðlar að hormónajafnvægi og vellíðan. Talið gott við bjúg og vökvasöfnun, styrkir þvagfærakerfið. Fjölbreyttar trefjar, hreinsa og tryggja góða starfsemi ristilsins. Lækkar kólestrólfitu, ríkt af Omega-3 Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Umsóknardagar vegna Jólaglaðnings Þriðjudaginn 29. Nóvember kl. 10 – 14 Fimmtudaginn 1. Desember kl. 10 – 14 Þriðjudaginn 6. Desember kl. 10 – 14 Fimmtudaginn 8. Desember kl. 10 – 14 Úthlutað verður dagana 19, 20, og 21. desember kl. 10 – 12 og 13 – 17 að Fiskislóð 14 d PERSÓNAN Steinar Júlíusson, grafískur hönnuður Aldur: 31 árs. Fjölskylda: Giftur Katrínu Karlsdóttur, meistaranema í skipulagsfræði, og á dótturina Júlíu Ósk, fjögurra ára. Búseta: Stokk- hólmur. Starf: Kvikari hjá Acne Production. Stjörnumerki: Steingeit. Steinar Júlíusson er í starfsnámi hjá fremsta framleiðslufyrirtækinu í Svíþjóð, Acne Productions, og fékk til þess styrk úr Hönnunarsjóði Auroru. „Þetta er svona ekta stuðlag sem fær alla til að vilja dansa og dilla sér,“ segir María Björk Sverris- dóttir lagahöfundur um framlag sitt í forkeppni Eurovision í ár. Lag Maríu Bjarkar ber titilinn Hjartað brennur og er samið í samstarfi við sænsku lagahöfundana Marcus Frenell og Fredrik Randquist. Það er engin önnur en söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir sem flytur lagið, en María Björk segir að söngkonan hafi verið hennar fyrsti kostur frá byrjun. „Regína Ósk smellpassar við lagið enda æðis- leg söngkona og þrautþjálfuð á sviði,“ segir María Björk, en báðar eru þær með töluverða Eurovisi- on-reynslu og leggur María Björk áherslu á að það sé mjög mikilvægt í svona keppni að vera með reynslu. Regína Ósk vann árið 2008 með laginu This Is My Life sem hún flutti ásamt söngvaranum Frið- riki Ómari, en saman skipa þau hljómsveitina Euro- bandið. Árið eftir fór María Björk til Moskvu með söngkonunni Jóhönnu Guðrúnu, sem flutti lagið Is It True og lenti í öðru sæti í aðalkeppninni. „Þetta er svo skemmtilegt og ég tek þátt í keppninni til að hafa gaman.“ María Björk hefur verið dyggur samstarfsmaður Jóhönnu Guðrúnar gegnum tíðina, en Fréttablað- ið greindi frá því á dögunum að NRK fjallaði um flutning söngkonunnar ungu til Noregs. Í viðtali við vefsíðu NRK sagði Jóhanna Guðrún að vel kæmi til greina að keppa fyrir hönd Noregs í Eurovision. „Mér finnst það bara gaman og spennandi tækifæri fyrir hana,“ segir María Björk, en í ár eru það alls fimmtán lög sem keppa í forkeppni Eurovision sem verður á dagskrá RÚV í byrjun næsta árs. - áp Regína Ósk syngur stuðlag Maríu Bjarkar EUROVISION-SAMSTARF Regína Ósk og María Björk eru báðar reynsluboltar í Euro- vision-heiminum en snúa nú bökum saman er Regína flytur lagið Hjartað brennur eftir Maríu Björk í forkeppninni. „Jú, hérna voru þrjátíu metrar á sekúndu. Og leik- munabíll hjá okkur fauk út af veginum. En það slasaðist enginn og allir leikmunir eru heilir. Þetta gerðist bara í „slow-motion,“ segir Snorri Þórisson hjá Pegasus. Tökur á bandarísku sjónvarpsþáttaröð- inni Game of Thrones eru hafnar í Skaftafelli við Hótel Freysnes en mikið óveður reið yfir Austur- land á fimmtudagskvöld með fyrrgreindum afleið- ingum. Hins vegar var veðrið gengið niður í gær og lék raunar við hvern sinn fingur. „Þetta er alveg eins og þeir vilja hafa þetta, kalt og snjólag yfir öllu, ekki samt of mikill snjór heldur alveg passlegur.“ Yfir hundrað manns koma að tökunum hér á landi, en þær standa yfir í tvær vikur. Samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins voru íslenskir statistar kallaðir í búningamátun í gær og meðal þeirra var Pétur Örn Guðmundsson, oftast kenndur við Jesú og hjóm- sveitina Buff. Pétur vildi hins vegar ekkert tjá sig við Frétta- blaðið og sagðist vera múlbundinn af trúnaðarsam- komulagi. „Ég má segja að ég sé í tökunum. Meira má ég eiginlega ekki segja og meira veit ég heldur ekki. Enda bara maður með spjót,“ segir Pétur, sem hafði ekki séð þáttaröðina en var hins vegar byrj- aður að lesa bækurnar sem þættirnir eru byggðir á. „Ég er samt bara hálfnaður með fyrstu bókina og verð því heldur betur að spýta í augun,“ segir Pétur. - fgg Leikmunabíll fauk út af vegi MAÐUR MEÐ SPJÓT Pétur Örn Guðmundsson er einn þeirra sem hefur fengið hlutverk í Game of Thrones. Tökur á þáttaröðinni eru byrjaðar í Skaftafelli. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Frúin er komin á svið í Hamborg,“ segir Hallgrímur Helgason rit- höfundur. Þýska leikhúsið Thalia Theater í Hamborg hefur tryggt sér réttindin að bókinni Konan við 1000° í Þýskalandi. Og hyggst setja upp einleik fyrir reynda leik- konu sem ráðgert er að verði frum- sýndur í október á næsta ári. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá er Þjóðleikhúsið á Íslandi þegar búið að tryggja sér svipuð réttindi að leikgerðinni hér á landi. Thalia-leikhúsið er meðal þeirra virtustu í Þýskalandi, en það var stofnað 1843. Hallgrími kemur það í sjálfu sér ekki á óvart að Þjóðverjar skuli fara þessa leið, að setja þessa viðamiklu bók, sem spannar marga áratugi og flakkar á milli heimsálfa, upp í formi ein- leiks. „Þegar ég var að kynna bók- ina í Þýskalandi þá var oft eldri leikkona sem las textann upp fyrir mig, líka þegar ég var í Hamborg. Ég fann að þær fundu sig oft vel í þessu hlutverki og ég held að leik- hús séu oft að reyna að finna hlut- verk fyrir konur á þessum aldri,“ en Hallgrímur hefur ekki hugmynd um hvernig einleikurinn verður. „Góðar leikkonur geta náttúrlega skapað margar persónur.“ Herbjörg María Björnsson, konan í bók Hallgríms, á sér raunverulega fyrirmynd í einu af barnabörnum forsetans Sveins Björnssonar, Brynhildi Georgíu Björnsson-Borger. Kurr var í ætt- ingjum Brynhildar en Hallgrím- ur sjálfur hefur ekki mikið heyrt af því. „Ég skil vel að það sé mjög skrítið fyrir þá að lesa þessa bók en hún sjálf bar þá von í brjósti að lífshlaup hennar yrði að kvik- mynd í Þýskalandi. Og ég held að einleikurinn í Hamborg hefði kætt hana mjög, hún var mjög mikið á því svæði og Hamborg var eigin- lega hennar heimaborg.“ Þetta er ekki fyrsta bók Hall- gríms sem verður að leikriti í hinum þýskumælandi heimi því í byrjun mánaðarins frumsýndi Borgarleikhúsið í Salzburg verk upp úr 10 ráðum til að hætta að drepa fólk. Hallgrímur var við- staddur frumsýninguna og var bara nokkuð hrifinn. „Þetta var mjög furðuleg tilfinning, að sjá þetta á þýsku. Þeim tókst að segja alla þessa sögu og senuskiptin runnu mjúklega í gegn. Það hefði kannski mátt vera meiri húmor en í þessum þýskumælandi löndum er meira leiðindaþol, ef þeir fá að hlæja á tuttugu mínútna fresti þá finnst þeim það alveg nóg.“ freyrgigja@frettabladid.is HALLGRÍMUR HELGASON: GAMLA KONAN VÆRI ÁNÆGÐ MEÐ ÞETTA Saga Herbjargar verður einleikur í Hamborg FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÁNÆGJULEGT Hallgrímur Helgson segir að góðar leikkonur geti skapað margar persónur, en Thalía-leikhúsið í Hamborg hyggst setja upp einleik byggðan á bók Hallgríms, Konan við 1000°.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.