Fréttablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 18
1. desember 2011 FIMMTUDAGUR18 FRÉTTASKÝRING: Fjárlögin 2012 Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Fjárlögin Breytingar meirihluta fjárlaganefndar sem samþykktar voru í gær í upphæðum og prósentum. Æðsta stjórn ríkisins Forsætisráðuneytið Mennta- og menningarmálaráðuneytið Utanríkisráðuneyti Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið Innanríkisráðuneytið Velferðarráðuneytið Fjármálaráðuneytið Iðnaðarráðuneytið Efnahags- og viðskiptaráðuneytið Umhverfisráðuneytið Vaxtagjöld 3,382 1,002 61,781 9,745 19,378 61,165 225,675 53,706 5,320 3,721 8,594 78,400 3,733 990 62,709 9,905 19,386 62,275 227,640 53,321 5,597 3,825 8,742 77,809 +10,37% -1,2% +1,5% +1,64% +0,04% +1,81% +0,87% -0,72% +5,2% +2,78% +1,72% -0,75% 0 50 100 150 200 Milljarðar ■ Frumvarp 2012 ■ Frumvarp eftir breytingar Meirihluti fjárlaganefndar gerir umtalsverðar breyt- ingar á fjárlögum. Alls aukast útgjöld um tæpt eitt prósent miðað við fjárlagafrumvarpið. Flestar tillögurnar lúta að velferðar málum, enda um langstærsta málaflokkinn að ræða. Frumvarpið var samþykkt til annarrar umræðu í gær. Þingmenn boða að frekar verði dregið úr niðurskurði við þriðju umræðu. Fjárlög ársins 2012 voru sam- þykkt til þriðju umræðu á Alþingi í gær. Fjölmargar breytingartil- lögur komu fram við frumvarpið; bæði frá meirihluta fjárlaga- nefndar og minnihlutum. Allar tillögur meirihlutans voru sam- þykktar, en tillögum minnihlutans hafnað. Ein sameiginleg tillaga leit dagsins ljós, en nefndarmenn sammæltust um að leggja til breytt vinnulag varðandi fjárlög. Meðal breytinga sem nefndin leggur til er að gert er ráð fyrir að Alþingi hætti úthlutunum á styrkjum til ýmissa verkefna á vegum félaga, samtaka og ein- staklinga en úthlutunin mun flytjast til lögbundinna sjóða, menningarráða landshluta, ráðu- neyta eða annarra sem sjá um eða bera ábyrgð á fjárveitingum til viðkomandi málaflokka. „Þessi breyting er liður í því að stuðla að skilvirkara verklagi við fjárlagagerð þingsins þann- ig að vinna fjárlaganefndar og umræður í þinginu geti beinst meira að markmiðum ríkisfjár- mála, heildarstærðum, forgangs- röð og áherslum í málaflokkum,“ líkt og segir í nefndaráliti meiri- hlutans. Velferðarmál fyrirferðarmest Breytingartillögur nefndar- innar gera ráð fyrir að útgjöld verði aukin. Gert var ráð fyrir útgjöldum upp á um 531.869 þúsund krónur, en þau verða 535.930. Það þýðir að dregið verður úr niðurskurðarkröfu um tæplega 4,1 milljarð króna, verði tillögurnar að veruleika. Velferðarráðuneytið tekur til sín rúmlega 42 prósent af öllum ríkisútgjöldum. Tillögurnar gera ráð fyrir því að útgjöld til velferðar ráðuneytisins verði aukin um tæpa tvo milljarða, miðað við það sem lagt var til í fjárlögum. Það er þó innan við eins prósent aukning á útgjöldum ráðuneytisins. Í prósentum talið verður hækk- un til æðstu stjórnar ríkisins aukin mest, eða um 10,7 prósent sem jafngildir 351 milljónar króna hækkun. Hækkun útgjalda til innanríkisráðuneytisins nemur 1,1 milljarði króna, samkvæmt til- lögunum. Frekari umbætur Þingmenn gerðu margir hverj- ir grein fyrir atkvæði sínu eða tjáðu sig um atkvæðagreiðslu. Stjórnarliðar fögnuðu því margir að tekist hefði að draga úr kröfu um niðurskurð og þá sérstaklega í velferðar málum. Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður fjár- laganefndar, sagði að haldið yrði áfram á sömu braut og sjónum beint áfram að heilbrigðis- og vel- ferðarmálum og dregið enn frek- ar úr þeim niðurskurði sem boð- aður væri í málaflokknum í dag. Flokkssystir Björns Vals, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, hefur verið gagnrýnin á niður- skurð ríkisstjórnarinnar. Hún samþykkti frumvarpið í gær, en með þeim skýru skilaboðum að fara þyrfti vel yfir heilbrigðis- og velferðarmálin og draga úr niður- skurði. Þá tiltók hún sérstaklega að flestar breytingatillögurnar væru til hækkunar. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Samfylkingarinnar, sagði nauðsynlegt fyrir Alþingi að afgreiða fjárlög með ábyrgum hætti. Ríkisstjórnin væri í þriðja sinn að loka fjárlögum; greiða niður skuldir án þess að það bitnaði á velferðarkerfinu. Gagnrýnin stjórnarandstaða Líkt og búast mátti við var stjórnar andstaðan gagnrýnin á fjárlagafrumvarpið. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem skipuðu fyrsta minnihluta fjárlaganefnd- ar, skiluðu fjórum breytingar- tillögum við frumvarpið. Þar kom meðal annars fram að ríkisstjórn- inni hefði ekki tekist að koma böndum á ríkisfjármálin. Ríkis- stjórnin legði á nýja skatta og álögur í stað þess að stækka skatt- stofnana. Kristján Þór Júlíus son sagði, í umræðum í gær, að í fjár- lögunum væri dulinn halli. Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, skipaði annan minnihluta fjár- laganefndar og lagði fram tvær breytingatillögur. Hann sagði tvennt standa upp úr varðandi fjárlagavinnunna. Í fyrsta lagi væri ríkisstjórnin langt frá því að ná þeim markmiðum í ríkis- fjármálum sem hún hefði sett sér í áætlun um ríkisfjármál. Í öðru lagi væri ríkisstjórnin að gjörbylta heilbrigðiskerfi lands- manna án umræðu eða úttektar og stefnulaust. Framsóknarmenn hefðu lagt fram tillögur til stefnu- mótunar í málaflokknum. Lilja Mósesdóttir lagði fram breytingartillögu um að hækkun bóta almannatrygginga yrði í samræmi við kjarasamning, en Alþýðusamband Íslands hefur gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að standa ekki við það loforð. Þá flutti Lilja breytingu með Þór Saari varðandi fjárstuðning til stjórnmálaflokka. Þór gerði grein fyrir þeirri til- lögu í gær. Hann sagði gert ráð fyrir 300 milljón króna fjárstuðn- ingi til stjórnmálaflokka, þar með talið Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokks sem ekki hefðu skilað árs- reikningi fyrir árið 2010. Slíkt væri lögbrot. 126 atkvæðagreiðslur Önnur umræða um fjárlögin hófst á þriðjudag klukkan 14.36 og stóð til 7.29 á miðvikudagsmorgni. Atkvæðagreiðsla hófst klukkan 15.35, en í millitíðinni hafði fjár- laganefnd fundað. Greiða þurfti atkvæði um fjölmargar breyting- artillögur og allflestir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu á einhverjum tímapunkti. Atkvæða- greiðslunni lauk klukkan 18.37, eftir 126 atkvæðagreiðslur. Að lokum samþykktu 30 þing- menn fjárlagafrumvarpið til þriðju umræðu, fjórir sögðu nei en 24 greiddu ekki atkvæði. Þá voru fimm þingmenn fjarstaddir. Kristján Þór gerði grein fyrir því hvers vegna hans flokkur ákvað að sitja hjá við tekjugreinar frumvarpsins. Hann sagði þá ósammála þeim leiðum sem ríkisstjórnin hefði ákveðið að fara við fjármögnun ríkissjóðs. Hann þyrfti hins vegar að fjármagna og þess vegna sætu þeir hjá. Þriðja umræða fjárlaganna fer fram að viku liðinni. Draga úr niðurskurði og bæta í útgjöld FJÖLMENNTU Á ÞINGPALLA Starfsfólk Landspítala Íslands fjölmennti á þingpalla á þriðjudag þegar önnur umræða um fjárlög hófst. Samþykkt var í gær, að tillögu meirihluta fjárlaganefndar, að auka fjárheimildir spítalans um 14 milljónir króna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Landhelgisgæsla Íslands hækkun um 200 milljónir. Landspítali Íslands hækkun um 140 milljónir. Endurgr. vegna kvikmyndag. á Íslandi hækkun um 247 milljónir. Umboðsmaður skuldara hækkun um 455 milljónir. Alþingi hækkun um 119 milljónir. Sérstakur saksóknari lækkun um 10,6 milljónir. Embætti forseta Íslands lækkun um 5 milljónir. Markáætlun á sviði vísinda og tækni lækkun um 82 milljónir. Nokkur dæmi um breytingartillögur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.