Fréttablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 94
1. desember 2011 FIMMTUDAGUR82 Isabella ætlar að giftast Edward og í staðinn ætlar hann að breyta henni í vampíru … hvað gæti farið úrskeiðis? MARGFÖLD METSÖLUBÓK UM ALLAN HEIM Síðasta bókin í Ljósaskiptaseríunni eftir Stephenie Meyer er komin út ... ... kláraðu söguna! „Þetta er langbesta byrjun hennar frá upphafi og þótti þó mörgum nóg um í fyrra,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti og Veröld, um söluna á nýjustu glæpasögu Yrsu Sigurðardóttur, Brakið. Um sex þúsund eintök hafa verið send í búðir og að sögn Péturs Más hefur salan aukist um fimmtíu prósent frá síðustu bók, Ég man þig, ef miðað er við sama tímaramma og í fyrra. „Þá fórum við úr tíu þúsundum í sextán þúsund eintök. Núna prentuðum við í sextán þúsundum í fyrsta upplagi og reiknum með því að prenta meira,“ segir hann. Til marks um stigvaxandi vinsældir Yrsu var salan á Ég man þig á sama tíma í fyrra einnig fimmtíu prósentum meiri en á bókinni þar á undan, Horfðu á mig. „Við áttum von á því eins og fyrsta prentun gefur til kynna að salan yrði alla vega jafn- góð og í fyrra. En við áttum ekki von á 50 prósenta aukningu,“ segir Pétur Már, sáttur við gang mála. Ég man þig hefur selst í yfir tuttugu þúsund eintökum hérlendis. Í Þýskalandi hefur bókin setið í átta vikur á metsölulistanum og áætla þarlendir útgefendur að bókin nái eitt hundrað þúsund eintaka sölu fyrir jólin. Eldri bækur Yrsu hafa tekið mikinn kipp í Þýskalandi síðan Ég man þig kom út og þá sérstaklega Horfðu á mig. „Við bíðum mjög spennt eftir ársuppgjörinu frá þeim.“ - fb MORGUNMATURINN 1000 800 600 400 200 0 september október nóvember ■ Of Monsters and Men ■ Mugison ■ Páll Óskar Grafið sýnir plötusölu Mugisonar og Páls Óskars ásamt frábærum árangri nýliðanna í Of Monsters and Men. „Ég upplifi þetta alls ekki eins og ég og Mugison séum í keppni,“ segir poppkóngurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Páll Óskar sendi frá sér tón- leikaplötuna Páll Óskar og Sinfó fimmtudaginn 17. nóvember. 907 eintök seldust af plötunni í síðustu viku, en aðeins ein plata hefur selst betur á einni viku á árinu. Er það platan Haglél með Mugison, en hún seldist í 918 eintökum fyrstu vik- una í október og vermdi toppsæti Tónlistans þangað til Páll Óskar rauk á toppinn með látum í dag. Mugison sat í toppsæti Tónlistans í á þriðja mánuð. Hann er nú í öðru sæti og plata hans rýkur út: 12 þúsund eintök eru seld og 5.000 í viðbót hefur verið dreift í versl- anir. Þá stendur til að útbúa 7.000 eintök í viðbót, svo enginn ætti að fara í jólaköttinn í ár. „Ég sam- gleðst Mugison,“ segir Páll Óskar. „Ég hef verið á sama stað og hann, verið sjálfstæður plötuútgefandi að gefa út og dreifa sjálfur ásamt því að líma saman plötuumslög. Þessi plata frá Mugison er fyrsta platan hans á Íslensku. Þannig að það er engu líkara en að allar hinar plöturnar hafi verið upphitun fyrir þessa. Plöturnar á ensku voru bara að spenna bogann fyrir þessa og ekki seldust þær illa.“ Páll Óskar og Sinfó er óhefðbund- in poppplata að því leyti að Sinfón- íuhljómsveit Íslands leikur undir á henni. Er sama hvað þú gerir, það fer allt á toppinn? „Nei. Það er ekki sama hvað ég geri. Það hefur ekki allt sem ég hef gert í lífinu farið á toppinn. En ég hef lært að það skiptir máli hvernig það er gert, hvað býr að baki og þá virkar það.“ Tónleikarnir í Hörpu voru allir gríðarlega vel sóttir, þannig að það mátti kannski búast við því að platan færi vel af stað? „Ég krosslagði puttana upp á það – en þetta er svo magnað, það er engin trygging fyrir neinu. Maður veit aldrei neitt, fyrr en jólin koma. Ekki fyrr en á Þorláksmessu. Þetta er auðvitað virkilega ánægjulegt. Ég er ánægður og glaður fyrir hönd þeirra sem stóðu að tónleikunum.“ atlifannar@frettabladid.is PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON: ÉG SAMGLEÐST MUGISON BARÁTTAN UM TOPPSÆTIÐ Páll Óskar og Mugison syngja saman dúett á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í Laugardalshöll í desember. „Við syngjum Litla trommuleikarann og þar fær Mugison að vera Bing Crosby og ég fæ að vera David Bowie,“ segir Páll Óskar. Var barist um hvor fengi hvaða hlutverk? „Nei, alls ekki. Þetta bara það sem lá beinast við. Mér finnst ofsalega fallegt að við tveir fáum að mætast á þessum tónleikum. Okkur þykir svo vænt um hvor annan. Við höfum fylgst með hvor öðrum úr fjarlægð. Þó að tónlistin okkar sé eins ólík og raun ber vitni, þá eigum við tveir þessa sameiginlegu reynslu að hafa verið sjálfstæðir útgefendur. Það er ákaflega dýr- mætt.“ SYNGJA DÚETT Á JÓLATÓNLEIKUM FER VEL AF STAÐ Nýjasta bók Yrsu Sigurðardóttir, Brakið, hefur farið gríðarlega vel af stað. Langbesta byrjunin hjá Yrsu PLÖTUSALA SEINNI HLUTA ÁRSINS „Ég fæ mér hafragraut í mis- munandi búningi. Ég set út á hann kanil, banana, kókosjógúrt eða rúsínur.“ Rán Flygenring, grafískur hönnuður. „Við vorum búnir að sjá fyrir okkur að geta klárað jólagjafainnkaupin en svo verður bara svo brjálað að gera,“ segir Bjarni Hall, söngvari hljómsveitarinnar Jeff Who? Sveitin er á leið til Bandaríkjanna þar sem hún mun spila á tvennum tónleikum í New York og Chicago í samstarfi við Reyka vodka, auk þess að koma fram í fjölda blaða- og sjónvarpsviðtala. Vodkaframleiðandinn fékk Jeff Who? til liðs við sig fyrir rúmu ári til að taka þátt í markaðssetningu vestanhafs. Í haust var Reyka vodki svo valinn sá besti í heimi á Alþjóðlegu vínkeppninni og til að kynna það og halda upp á sigurinn heldur hljómsveitin út og spilar á tónleikum sem bera yfir- skriftina Iceland Wants to Buy You a Drink. „Ég held að þetta verði miklu skemmti- legra núna en áður þegar við höfum spilað í Bandaríkjunum. Þetta verður í raun bara gott partí, fólk mætir bara til að hlusta á tón- list og drekka. Þetta verður svolítið íslenskt,“ segir Bjarni og hvetur alla sem geta til að mæta því viðburðurinn er opinn öllum. Hljómsveitin mun frumflytja tvö ný lög á tónleikunum í New York, sem ætti að gleðja aðdáendur því töluvert langt er síðan sveitin hefur gefið frá sér nýtt efni. Bjarni segir að viðbót nýs trommara í hópinn hafi verið sparkið í rassinn sem hljómsveitarmeðlimir þurftu til að fara að semja nýtt efni. „Það er ótrúlegt hvað þetta kom okkur í gang. Í raun og veru fundum við Grímsa (Hallgrímur Jón Hallgrímsson) á ættarmóti – hann gifti sig inn í fjölskylduna mína og við bjuggum til litla hljómsveit fyrir ættarmót. Þá kom í ljós að hann er frábær gaur og ennþá betri trommari. Þetta smellpassaði saman hjá okkur.“ - bb Fagna með Reyka vodka í Bandaríkjunum TIL Í SLAGINN Jeff Who? spilar á R-Bar í New York mánudaginn 5. desember og á Bedford í Chicago þriðjudaginn 6. desember. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fjölnir Þorgeirsson, hestamaðurinn góðkunni, lýsti því yfir við Séð og Heyrt árið 2008 að hann hygðist taka sér frí frá konum. Hann var þá nýhættur með sænskri kærustu sinni. Örvar Amors hafa því verið vel brýndar þegar ástarguðinn hafði þær til flugs því þær hafa hæft Fjölni og Bryndísi Ásmundsdóttur beint í hjartastað. Bryndís hefur getið sér gott orð sem bæði leikkona og söngkona og fór meðal annars á kostum í hlut- verki Janis Joplin í Íslensku óperunni. Fjölnir á hins vegar enn vef sinn hestafrettir.is. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.