Fréttablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 1. desember 2011 ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz og KIA á Íslandi. Toyota Yaris árg. 2008, ekinn 69 þús. km. 1000cc, bensín, beinsk. Verð 1.590.000 kr. Mercedes-Benz E Class árg. 2007, ekinn 300 þús. km 2987cc, dísil, sjálfsk. Verð 4.390.000 kr. Kia cee’d Eigum úrval notaðra Kia cee’d fólksbíla, dísil eða bensín. Nánar á askja.is Verð frá 1.990.000 kr. Kia Sorento 4x4 Eigum úrval notaðra Kia Sorento sportjeppa, dísil eða bensín. Nánar á askja.is Verð frá 2.290.000 kr. Mercedes-Benz GLK árg. 2011, ekinn 2 þús. km. 2143cc, dísil, sjálfsk. Verð 8.900.000 kr. Mitsubishi Pajero 4x4 árg. 2007, ekinn 147 þús. km. 2900cc, dísil, sjálfsk. Verð 5.190.000 kr. Volkswagen Passat árg. 2007, ekinn 38 þús. km. 2000cc, dísil, sjálfsk. Verð 3.490.000 kr. Nissan Note árg. 2006, ekinn 26 þús. km. 1600cc, bensín, sjálfsk. Verð 1.850.000 kr. Lukkunnar pamfílar Hvers vegna skyldu heilar kynslóðir af upplýstu fólki hafa heillast af kommúnisma og þjóðernisofstæki? Líklega vegna þess að kapítalisminn virkaði afar illa á fyrri hluta tuttugustu aldar, skilaði auði til fárra en vann her- virki á samfélögum víða um heim. Stefnurnar sýndust hvor með sínum hætti horfa til framfara og jafnvel fullkomnunar manns og þjóðfélags. Þær risu gegn því að markaðir fengju að ráða sam- félögum manna. Skyldleikinn sést víða. Og nú er mótunarvaldi markaða aftur andæft af fullum þunga. Hve langt aftur vilja menn fara? Eða áfram? Norðan við stríð Árin milli stríða einkenndustu af djúpri kreppu, ójöfnuði, órétti, atvinnuleysi og yfirgangi hinna aðstöðubetri á tímum öryggsleys- is hjá almenningi um allan heim. Framtíðarland alþýðu heimsins blasti við sumum en samstaða sterkrar, göfugar þjóðar, frjálsrar í eigin landi við öðrum. Sumum tókst að sameina þetta tvennt eins og til dæmis mörgum íslenskum kommúnistum. Ófáum gekk gott eitt til en á heimsvísu urðu úr þessu einhverjar mestu skelfingar sögunnar. Við slupp- um, kynntumst hvorki kommún- isma né afleiðingum stækrar þjóðernishyggju. Vorum norðan við stríð. En við liðum lengi bæði efnalega og andlega fyrir daður við útnesjalega þjóðernishyggju eins og margar nýfrjálsar þjóðir. Betri og betri Í röska hálfa öld hafa menn víða um heim, sérstaklega þó hér fyrir norðan og vestan, vanist því að heimurinn verði betri og betri. Við nefnum þetta sjaldan þótt fátt sé merkilegra. Við sem nú byggjum Evrópu erum lukk- unnar pamfílar í löngu spili eins og samanburður á kvörtunum okkar og veruleika liðins tíma sýnir. Vaxandi auður og þægindi, batnandi menntun, betri heilsa, aukið lýðræði, meira frelsi, meira jafnrétti, minnkandi fordómar og öfgar. En nú bendir margt til erfiðra tíma framundan. Það fjar- ar ört undan forræði Vesturlanda og þau sérkjör sem við höfum haft með laun og neyslu ganga ekki alveg upp lengur. Stöðnun blasir við. Þótt hrakspár séu gerðar horfir þó miklu mun betur nú en 1930. Vissan heillar En það horfir ekki vel. Víða eru merki um pólitíska upplausn og um vaxandi vinsældir þess að kenna útlendingum um öll vand- ræði og líta á opnar dyr sem vandamál. Okkur hefur þó miðað ansi vel frá því að kynslóðir upp- lýstra manna hrifust af ystu öfgum. Við sjáum sums staðar að afbakaðar trúarkreddur geta heillað fólk sem telur þjóðfélög sín gegnsýrð af útlendri ásælni. Vissan í einföldum lausnum heillar á upplausnartímum. Þá verður til jarðvegur sem er frjór fyrir þau sívinsælu fyrirbæri, hreinar línur og einfaldan sann- leika. Hver ræður? Nú, eins og á síðustu öld, hafa samfélög víða um heim orðið fyrir hervirkjum af græðgi sem hagskipulagið hvatti til og gat ekki hamið. Fyrir löngu var spurt hvort markaðurinn ætti að móta samfélögin í sína mynd eða hvort samfélög ættu að móta markaði. Valið þarna á milli er raunverulegra en menn átta sig kannski strax á. Athugun á því hvernig samfélög hafa umturnast í kringum skipulag markaða leið- ir þetta þó fljótt í ljós. Í Evrópu vestanverðri varð úr eftir eftir tvær heimstyrjaldir og skelfilega kreppu að markaði skyldi nota í þágu samfélaga. Þetta var ekki einungis svar sósíaldemókrata heldur varð þetta grundvöllur mjög breiðrar miðju í flestum löndum sem við teljum til skyld- leika við. Greyptur í samfélagsmót Kapítalisminn var þannig greyptur í samfélagsmót. Menn sáu að hann gaf meiri arð en annað skipulag. Víð- tækar skorður voru hins vegar settar til að takmarka áhrif hans á þjóðfélags gerðina. Svo kom heimsvæðingin og vest- rænt atvinnulíf tapaði í sam- keppni við Asíu. Þá fóru menn að losa um samfélaglegar festingar kapítal ismans. Einkavæðingin og afnám reglna um öll Vestur- lönd voru viðbrögð við versnandi samkeppnis stöðu gagnvart Asíu. En þetta fór ekki allt vel. Íslenska leiðin Ísland var raunar nokkur undan- tekning því að stjórnmálamenn allra flokka voru sannfærðir um að mörkuðum væri nánast aldrei betur treystandi en þeim sjálfum. Við höfðum því ekki mikla reynslu af frjálsum mörk- uðum þegar þeim var gefinn laus taumur. Áður þurfti líka auðvitað að koma eignum í réttar hendur eins og menn þekkja. Og passa að markaðurinn snerti ekki helgar kýr eða ríka hagsmuni. Þetta fór illa. Valið Nú leita menn víða að vörnum og vissu fyrir sig og sín þjóð- félög. Viðbrögðin við krepp- unni hafa þó verið frekar mild. Hófsöm öfl hafa unnið flestar nýlegar kosningar. Tilhneig- ingar gætir hins vegar víða um lönd til lokunar landamæra og hækkunar á hindrunum. Þetta er þannig í öllum álfum en með ólíkum hætti þó. Í Evrópu er valið á milli þess að að hverfa aftur til gamalla hindrana eða að dýpka samrunann og nánast afmá landamæri á milli þrótt- meiri ríkja álfunnar. Þeir sem það vilja telja að hindranir veiki samfélög en að opnun styrki þau og geri þeim fært að dafna svo vel að þau geti áfram staðið undir hinum einstæðu velferðar- kerfum álfunnar. Svo vita menn að öll helstu vandamál heimsins eru alþjóðleg og verða það enn frekar í framtíðinni. Í DAG Jón Ormur Halldórsson dósent Viðbrögðin við kreppunni hafa þó verið frekar mild. Hófsöm öfl hafa unnið flestar nýlegar kosningar. Tilhneigingar gætir hins vegar víða um lönd til lokunar landamæra og hækkunar á hindrunum. Þetta er þannig í öllum álfum en með ólíkum hætti þó. Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð, að hámarki um 4.500 tölvuslög með bilum. Aðeins er tekið við yfirlesnum og villulausum texta. Greinahöfundar eru beðnir að hafa í huga að því styttri sem greinin er, þeim mun líklegra er að hún fái skjóta birtingu. Eingöngu er tekið við raunverulegum umræðugreinum, en ekki greinum sem eru fyrst og fremst kynning á til dæmis fyrirtæki eða félagasamtökum, ráðstefnu eða átaki. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid. is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða á Vísi eða í báðum miðlum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Sendið okkur línu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.