Fréttablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 88
1. desember 2011 FIMMTUDAGUR76 FÓTBOLTI „Ég er mjög sáttur við þessa niðurstöðu. Þetta er það sem ég og félagið vildum og því var gott að það gekk eftir,“ segir Hús- víkingurinn Hallgrímur Jónasson sem í gær skrifaði undir þriggja ára samning við danska félagið SönderjyskE. „Mér líður mjög vel hérna. Aðstæður hér eru betri en í Svíþjóð, deildin er sterkari og ég fæ að spila þannig að þetta getur ekki verið betra. Mér hefur geng- ið vel og þeir eru ánægðir með mig. Ég vissi að ég gæti spilað í þessum styrkleikaflokki og hafði alltaf fulla trú á sjáfum mér. Ég fékk traustið strax frá byrjun og það hjálpaði mér líka.“ Hinn 25 ára gamli Hallgrímur er fjölhæfur leikmaður og hefur leikið bæði sem miðjumaður og miðvörður fyrir liðið. Í síðustu leikjum á miðjunni. „Ég kann betur við mig á miðjunni. Það er aðeins meira fjör þar og maður fær að sækja. Ég held samt að ég geti spilað í hærri styrkleikaflokki sem varnarmaður. Það eru margir til í heiminum með góða tækni og það er ekki alltaf sterkasta hlið okkar Íslendinga,“ sagði Hallgrímur léttur sem er á leið í jólafrí en deildin í Danmörku byrjar síðan ekki aftur fyrr en í mars. - hbg Húsvíkingurinn Hallgrímur Jónasson búinn að skrifa undir þriggja ára samning við SönderjyskE: Er betri í vörninni en skemmtilegra á miðjunni SÁTTUR Í DANMÖRKU Hallgrímur verður áfram hjá SönderjyskE. Hann skorar hér gegn Portúgal. NORDICPHOTOS/AP FÓTBOLTI Ein athyglisverðasta fréttin úr knattspyrnuheiminum síðustu vikuna er 2-1 sigur Banda- rísku Samóa-eyjanna á Tonga. Var þetta fyrsti sigur liðsins frá því að knattspyrnusamband landsins fékk inngöngu í Alþjóðaknatt- spyrnusambandið, FIFA, árið 1994, en leikið var í undankeppni HM 2014. Liðið gerði svo jafntefli við Cook-eyjar í næsta leik og átti möguleika á að komast áfram upp úr riðlinum með sigri á Samóa- eyjum í lokaumferðinni. Þar hafði hins vegar „stóri bróðir“ betur en Samóa vann leikinn 1-0 og kom sigurmarkið einni mínútu fyrir leikslok. Fyrir leikinn gegn Tonga hafði landslið Bandarísku Samóa- eyjanna leikið 30 FIFA-leiki í röð og tapað þeim öllum með marka- tölunni 12-229. Hollendingurinn Thomas Rongen var fenginn til liðsins, en hans helsta verk hefur verið að vinna í sjálfstrausti leik- manna. Einna helst markvarðarins Nicky Salapu sem fékk eitt sinn 31 mark á sig í leik gegn Ástralíu. Er það stærsti sigur knattspyrnu- sögunnar í opinberum landsleik og sóknarmaðurinn Archie Thompson setti einnig met með því að skora þrettán mörk í leiknum. „Hver hefur sinn djöful að draga en fáir í sama mæli og hann,“ sagði Rogan í viðtali við New York Times. „Hann er maðurinn sem er þekktur fyrir að fá 31 mark á sig í einum leik og hans líf gengur út á að bæta fyrir þá skömm fyrir sig og fjölskyldu sína.“ Þar að auki er einn varnar- manna liðsins, Johnny Saelua, ólíkur flestum öðrum í liðinu. Hann var nefnilega alinn upp sem kona. „Ég er í raun með konu í mið- verðinum. Getur þú ímyndað þér að það gæti gerst annaðhvort á Englandi eða Spáni?“ Uppeldi Saelua er þó ekki óhefð- bundið á Samóa-eyjunum en það þekkist sem fa‘afafine. Það þekkist víða í menningu eyjanna að ala drengi upp sem stúlkur, ef foreldarnir bera kennsl á kvenlega eiginleika í barninu. Fa‘afafine er þekkt sem þriðja kynið á eyjunum og er því hvorki karl né kona. „Liðið tekur mér eins og ég er og við berum virðingu fyrir hver öðrum. Það er frábært enda allt hluti af okkar menningu,“ sagði Saelua. - esá Landslið Bandarísku Samóa-eyjanna vann hug og hjörtu knattspyrnuheimsins í síðustu viku: „Taugaveiklaður markvörður og kona í vörninni“ HETJUR Leikmenn og þjálfarar landsliðs Bandarísku Samóa-eyjanna stilla sér upp eftir sigurinn á Tonga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HANDBOLTI Nú um helgina birtust fregnir þess efnis að forráðamenn þýska stórliðsins Kiel hafi átt við- ræður við Guðjón Val Sigurðsson, hornamann íslenska landsliðsins og AG Kaupmannahafnar. Dag- blaðið Kieler Nachrichten hefur eftir Klaus Elwardt, framkvæmda- stjóra Kiel, að félagið hafi mikinn áhuga á Guðjóni. „Það væri algjört kæruleysi að bregðast ekki við því þegar heimsklassaleikmaður á borð við Guðjón Val Sigurðsson er á markaðnum,“ sagði Elwardt. „Við áttum gott samtal og ef þetta heldur áfram á þessari braut er ég vongóður um að Guðjón Valur verði leikmaður Kiel á næsta tímabili,“ bætti hann við. Ekki í neinni tímaþröng Sjálfur vildi Guðjón Valur ekki staðfesta að hann ætti í samninga- viðræðum við Kiel. „Það eru engar samningaviðræður í gangi og ég hef ekki fengið neitt tilboð frá Kiel,“ segir Guðjón Valur. „Ég var líka búinn að lofa þeim hjá AG að láta þá vita ef mér myndi berast tilboð – svo að við gætum rætt málin hér.“ Guðjón Valur er því spar á allar yfirlýsingar um sín mál. „Ég vil ekki hella olíu á eldinn. En ef það kemur tilboð þá þyrfti maður að velja og hafna en það kemur alls ekki til greina að semja við þá [án vitundar AG, innsk. blm.] og skíta svo út klúbbinn hér í leiðinni.“ Það er algengt hjá handbolta- mönnum að ræða við og semja við félög langt fram í tímann en í tilfelli Guðjóns Vals er hann samningsbundinn AG til loka núverandi leiktíðar. Hann vill ekki útiloka neitt um hvar hann muni spila á næstu leiktíð. „Eins og með flest annað eru kostir og gallar við hvern kost. Kiel er ekki eini klúbburinn sem er að leita að vinstri hornamanni og ég vil ekki loka á neina möguleika. Ég vil einfaldlega halda áfram að spila handbolta og þetta mun svo eflaust ráðast á næstu mánuðum. Ég er ekki í neinni tímaþröng.“ Efnilegir stríðsmenn í vörn AG AG Kaupmannahöfn hefur vakið mikla athygli þrátt fyrir að félagið hafi verið stofnað áríð 2010 og telst í dag meðal sterkustu liða Evrópu. Liðið varð tvöfaldur meistari í Danmörku í vor og hefur gert það gott á sínu fyrsta tímabili í Meistara deild Evrópu. Auk Guð- jóns Vals eru landsliðsmennirnir Arnór Atlason, Snorri Steinn Guð- jónsson og Ólafur Stefánsson á mála hjá AG og segir Guðjón Valur að það sé mjög gaman að vera leik- maður AG. „Það er mikið af ofboðslega sterkum leikmönnum hjá félaginu og margir reynsluboltar sem hafa spilað með mörgum af bestu félagsliðum heims. Það er ávallt létt yfir æfingunum og gaman að koma í vinnuna. Við Íslending- arnir erum svo duglegir að skjóta á Danina og öfugt,“ segir Guð- jón Valur, sem hrósaði dönsku varnar mönnunum sérstaklega. „Við getum stillt ótrúlegri vörn hjá liðinu. Rene Toft Hansen er eins og fjall á miðjunni og svo eru Joachim Boldsen og Lars Jörgen- sen þarna líka. Þetta eru fyrstu mennirnir sem maður myndi taka með sér í stríð enda miklir naglar.“ Guðjón Valur missti af stórum hluta ársins 2010 vegna meiðsla en hefur spilað mikið í ár. „Ég er að vísu að drepast í hælnum þessa dagana eftir að hafa lent illa á fæt- inum fyrir þremur vikum. Það er verið að reyna að laga það og lítur það ágætlega út.“ eirikur@frettabladid.is Ég held mínum möguleikum opnum Hornamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson nýtur sín hjá AG Kaupmannahöfn en hann hefur verið orðaður við Kiel, eitt sterkasta félagslið heims. Guðjón Valur hefur þó ekkert tilboð fengið frá þýska stórveldinu. GUÐJÓN VALUR Lykilmaður í íslenska landsliðinu og í sigtinu hjá einu allra sterkasta félagsliði heims. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KNATTSPYRNA Mál mannsins sem veittist að dómara í lands- leik Danmerkur og Svíþjóðar á Parken í undankeppni Evrópu- mótsins árið 2007 er komið fyrir landsrétt. Þar horfir maðurinn, sem var ofurölvi þegar hann hljóp inn á völlinn, fram á sekt að upphæð 2,2 milljónir danskra króna, hátt í fimmtíu milljónir íslenskra. Knattspyrnusambandið kveðst þó tilbúið að semja um skaða- bæturnar ef maðurinn verður fundinn sekur. Leikurinn var flautaður af eftir uppákomuna. Þá var staðan 3-3, stutt eftir af leiknum og Svíar áttu að taka vítaspyrnu. Svíum var síðar dæmdur sigur í leiknum 0-3. - þj Boltabulla fyrir dómi: Sér fram á 50 milljóna sekt STÖÐVAÐUR Michael Gravgaard stökk dómaranum til varnar. Bullan hefur síðan verið meðal óvinsælustu manna í Danmörku, enda var Svíum dæmdur sigur. NORDICPHOTOS/AFP HÖFUNDURINN Víðir Sigurðsson með bókina í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Íslensk knattspyrna 2011 eftir Víði Sigurðsson, íþrótta- fréttamann á Morgunblaðinu, er komin út. Er þetta 31. árið í röð sem þessi árbók knattspyrnunnar hér á landi er gefin út. Bókin er samtals 256 blaðsíður og hefur aldrei verið stærri. Fjallað er ítarlega um Íslands- mótið í knattspyrnu í öllum deildum og flokkum auk þess sem bikarkeppni, Evrópuleikjum og landsleikjum eru gerð skil, svo eitthvað sé nefnt. Það er orðin hefð að verðlauna stoðsendingahæstu leikmenn Íslandsmótsins við útgáfu bókar- innar, sem var gert í gær. Ólafur Páll Snorrason, FH, og Guð- mundur Steinarsson, Keflavík, áttu flestar stoðsendingar karla- megin, tíu talsins. Hjá konunum var Mateja Zver, ÍBV, efst með nítján stoðsendingar. Knattspyrnudeild Stjörnunnar fékk síðan heiðursverðlaun útgáfufélagsins Tinds, en báðir meistaraflokkar félagsins náðu glæsilegum árangri á leiktíðinni. Íslensk knattspyrna 2011: Hefur aldrei verið stærri Tveir handteknir í Noregi Lögreglan í Noregi handtók í gær tvo menn og yfirheyrði í tengslum við umdeild félagaskipti Veigars Páls Gunnarssonar frá Stabæk yfir í Vålerenga. Málið er komið inn á borð efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu- stjóra Noregs, en norskir fjölmiðlar fullyrtu í gær að mennirnir væru báðir í forsvari fyrir Stabæk. Félögin hafa verið sökuð um svik í tengslum við söluna á Veigari Páli, sem er saklaus aðili í málinu. FÉLAGASKIPTI VEIGARS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.