Fréttablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 34
34 1. desember 2011 FIMMTUDAGUR Á Alþingi liggur nú fyrir frum-varp innanríkisráðherra um breytingar á áfengislögum sem kveður á um að bannað sé að auglýsa óáfenga drykki ef hægt er að ruglast á umbúðum þeirra og umbúðum áfengra drykkja. Í greinargerð frumvarpsins segir að stemma eigi stigu við leynd- um áfengisauglýsingum og því sé verið að fylgja eftir upphaflegum tilgangi laga um bann við áfengis- auglýsingum. Raunveruleikinn í fjölmiðlaumhverfi landsins sýnir þó að sá tilgangur hefur ekki náðst þar sem áfengisauglýsingar eru víða. Fyrirliggjandi frumvarp innanríkisráðherra mun hafa þar lítið að segja en mun hins vegar hafa auknar samkeppnishamlandi afleiðingar í för með sér. Núverandi löggjöf um bann við auglýsingum á áfengi er um margt barn síns tíma þar sem hún tók gildi áður en erlent gervihnatta- sjónvarp og internet breiddist út. Á fjölmiðlamarkaðinum flæða áfengisauglýsingar því í gegnum fjölda miðla sem lög gjöfin nær ekki til, svo sem vinsæla erlenda vefmiðla, erlend tímarit o.fl. Áfengisauglýsingar birtast að auki í hefðbundnum íslenskum miðlum, til að mynda með sýning- um í íslensku sjónvarpi frá alþjóð- legum íþróttaviðburðum þar sem bjórauglýsingar eru oft áberandi. Með frumvarpinu er verið að veikja samkeppnisstöðu íslenskra framleiðenda enn frekar þar sem þeir njóta ekki jafnræðis í sam- keppni við erlend vörumerki. Einungis erlendir framleiðendur munu eiga kost á að auglýsa vöru sína því fáir íslenskir framleið- endur hafa tök á að auglýsa í svo dýrum auglýsingaplássum. Samkvæmt skýrslu starfshóps fjármálaráðherra um heildar- endurskoðun áfengis löggjafar- innar sem kom út árið 2010, kemur fram að áfengisauglýsingar hafa ekki áhrif á magn áfengis kaupa, heldur hafa þær aðallega áhrif á hvaða áfengistegund er valin. Afleiðingar þess að einungis erlend- ir framleiðendur hafa tækifæri til að vera sýnilegir í íslenskum miðlum verða því þær að bjórinn sem selst á Íslandi verður síður íslenskur. Ef bjórinn sem selst er ekki íslensk- ur verður hann ekki framleiddur af íslensk- um starfs mönnum. Ef markaðssetning erlenda bjórsins er einungis á hendi erlendra miðla verða það ekki íslenskir auglýsinga miðlar sem fá tekjur af markaðssetningunni. Og afleiddar tekjur af öllu þessu fara ekki til íslensks samfélags. Á Íslandi starfa hundruð manna við framleiðslu á bjór, hundruð við fjölmiðlun og fjöldi annarra í tengdri starfsemi. Innanríkis- ráðherra virðist með frumvarp- inu ekki hafa hugann hjá öllu því fólki eða hafa áhyggjur af því að afleiddar tekjur til samfélags- ins minnki. Það ætti kannski ekki að koma á óvart þar sem í hlut á sami ráðherra og hefur áður sýnt að þetta eru ekki atriði sem eru honum hugleikin. Sífellt betur kemur í ljós að fjand skapur núverandi stjórnvalda gagnvart íslensku atvinnulífi og störfum fyrir vinnufúsar hendur á sér engin takmörk. Eins og svo oft áður er til gangur- inn sagður helga meðalið. Í þessu tilviki er tilgangurinn hins vegar ómarkviss og mun fyrir sjáanlega ekki nást. Miðað við fórnarkostn- aðinn sem íslenskt atvinnulíf þarf að bera er aug- ljóst að verið er að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Áðurnefndur starfshópur um heildar- endurskoðun á áfengis- löggjöfinni komst líka að þeirri niðurstöðu að það ætti að leyfa áfengis- auglýsingar með mikl- um takmörkunum þar sem algert bann væri óraunhæft. Það er óskiljanlegt af hverju íslensk stjórn- völd vilja vera með þá allra ströngustu löggjöf sem þekkist á Vestur- löndum þegar hægt er að finna aðrar lausnir sem takmarka áfengisauglýsingar en byggjast á meðalhófi, jafnræði og skynsemi. Til að mynda væri hægt að líta til Svíþjóðar, þar sem áfengisaug- lýsingar eru leyfðar með ýmsum ströngum skilyrðum. Undir þeim skilyrðum má til dæmis ekki beina áfengis auglýsingum að börnum og ungu fólki. Án viðsnúnings frá vondri lög- gjöf sem veldur ójafnræði og setur ósanngjörn höft á kynningu á innlendri framleiðslu er ljóst að áfengi verður áfram auglýst, selt og drukkið á Íslandi. Bara ekki það íslenska. HVAÐ KOSTA VERÐTRYGGINGIN OG KRÓNAN OKKUR? Alþýðusamband Íslands boðar til opinna funda um vexti og verðtryggingu. Fundarstjóri: Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Við hvetjum fólk til að fjölmenna. Þetta er hagsmunamál okkar allra. Fimmtudaginn 1. desember kl. 17 á Grand Hótel – Gullteigi Eru háir vextir og verðtrygging náttúrulögmál á Íslandi? Ræðumenn: Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ Ólafur Darri Andrason, deildarstjóri hagdeildar ASÍ Fyrirspurnir og umræður Fimmtudaginn 8. desember kl. 17 á Grand Hótel – Gullteigi Hvað kostar krónan heimilin í landinu? Ræðumenn: Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ Ólafur Darri Andrason, deildarstjóri hagdeildar ASÍ Fyrirspurnir og umræður Áfengi verður áfram auglýst, selt og drukkið á Íslandi. Bara ekki það ís- lenska. Íslenskt, nei takk Hver þekkir ekki þennan gamla frasa? Ég get sjálf ekki talið á fingrum annarrar handar hversu oft þetta var sagt við mig sem barn. Þegar ég heyrði þessi orð út undan mér á leikskólalóð fyrir stuttu tók hjartað í mér kipp og sú hugsun læddist að mér að í raun lýsir þessi setning og viðhorf- in sem hún sýnir vel þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að ofbeldi karla gegn konum. Frasinn „Æ, hann er bara skot- inn í þér“ endurspeglar sérkenni- lega sýn á samskipti kynjanna og sendir stelpum og strákum ákveð- in skilaboð sem vert er að skoða betur. Frasinn felur í sér þau skila- boð að stelpur eiga ekki að kippa sér upp við stríðni strákanna og kvarta undan framkomu þeirra. Þvert á móti eiga þær að vera þakklátar fyrir þá athygli sem þær fá. Þetta leiðir óneitanlega til þess að grafa undan sjálfstrausti stelpna og getu þeirra til þess að setja mörk í samskiptum við aðra. Skilaboðin sem strákarnir fá eru engu skárri. Þeir læra að þeir þurfi ekki að virða þau mörk sem stelpur setja þeim í samskiptum og það sé í lagi að haga sér hvernig sem er til að fá athygli. Það hefur ekkert með það að gera hvort strákarnir séu skotnir í stelpunum í raun eða ekki, það skiptir ekki máli. Þeir fá hins vegar þau skilaboð að þetta sé eðlileg og árangursrík leið til að fanga athygli stúlkna. Eru þetta skilaboðin sem við vilj- um senda börnunum okkar? Hvers konar samskipti viljum við að börnin okkar tileinki sér? Ég geri mér grein fyrir því að markmið þeirra sem nota frasann eru ekki úthugsuð og yfirleitt eru þau sögð í hálfkæringi, uppgjöf eða gríni. Skilaboðin sem þau senda eru þó alltaf hin sömu. Aðstæðurnar sem kalla fram þennan gamla frasa eru í raun fullkomið tækifæri til að kenna börnum samskipti sem byggjast á gagnkvæmri virðingu. Sýnum stelpunum að þær eiga rétt á því að setja öðrum mörk og að það sé hlustað á þær ef þeim finnst gengið á rétt sinn og þurfa aðstoð. Kenn- um strákunum að biðjast afsökun- ar og leiðbeinum þeim við að finna aðrar leiðir til að eiga frumkvæði að samskiptum. Að læra samskipti sem einkenn- ast af virðingu er flókið ferli sem krefst mikillar vinnu bæði af hálfu barnanna sjálfra og allra þeirra sem koma að uppeldi þeirra, hvort sem það eru foreldrar eða fagfólk. Þetta rótgróna viðhorf sem ég hef lýst hér vinnur gegn því að okkur takist að ala upp sjálfstæða ein- staklinga sem eru öruggir í sam- skiptum við annað fólk, líka við fólkið sem það hrífst af. Setning- in „Æ, hann er bara skotinn í þér“ er ein birtingarmynd menningar- bundins vanda sem við verðum að vera meðvituð um og vinna mark- visst gegn til að tryggja gagn- kvæma virðingu í samskiptum kynjanna sem þau taka með sér inn í fullorðinsárin. „Æ, hann er bara skotinn í þér“ Við skiptumst á minningumaldir upp á sama heimili og örfá ár á milli okkar. En ég man ekki það fólk, sem þeir tala um andlit þess vilja ekki lifna í vit- und minni. Hjá mér vakna tiltekin nöfn og ákveðið umhverfi en hjá þeim önnur nöfn annarra vina í öðrum íbúðum hjá öðrum fullorðnum. Enginn ætti að vera nær manni í sameiginlegum minningum en systkini manns. En það er eins og við allir eigum sérminningar og að hugarheimar okkar séu ekki alveg eins. Kannski muna þeir köllin frá leikvellinum öðruvísi en ég kannski muna þeir tifið í ritvél- inni hans pabba öðruvísi en ég kannski muna þeir munstrið á teppunum kvöldin í stofunni og kökurnar hennar mömmu öðruvísi en ég. Kannski er sérhver manneskja ein líka með minningar sínar? (Efinn. Orð og mál eftir Björn Sigurbjörnsson). Við munum margt af því sem við reynum hvort heldur það er blítt eða strítt. Ljúfar minningar leita m.a. á huga okkar margra á jólum og ilmur af ávöxtum kall- ar á myndbrot löngu liðinna daga hjá þeirri kynslóð sem kynntist ekki í annan tíma slíku fágæti. Hjá öðrum kveikja lykt og bragð aðrar og sárari minningar, þá situr kannski óbragðið af appels- íni eftir í kverkunum og hryll- ingsmyndir glataðrar bernsku láta á sér kræla. Stundum er reynslan svo sár að eina leiðin til að lifa af er að grafa hana djúpt niður í myrkur óminnis sem vitj- ar manns síðar á þann hátt að sársaukinn situr eftir og erfitt getur verið að raða minningar- brotunum saman. Það er ekki fyrr en einstaklingurinn fær lið- sinni nærfærinnar fagmanneskju sem nýtur fullkomins traust að styrkurinn vex til að líta ekki undan og horfast í augu við allt það versta. Þetta er reynsla fjöl- margra sem hafa orðið fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi sem börn. Sú reynsla rænir barnið ótal- mörgu sem jólin birta og boða. Þar má nefna sakleysið og traustið, þá grunnþætti mennskunnar sem skapa öryggi og sálarfrið. Niður- lag ljóðsins sem tilgreint er í upp- hafi á hér sérstaklega við, að vera einn með minningar sínar. Það er ekki aðeins barnið sem forðast sársaukann með því að reyna að gleyma. Það gera líka margir sem eiga aðrar myndir úr sama nær- umhverfi og stendur ógn af því sem fellir skugga á þær. Að baki helgimyndarinnar af fæðingu barnsins sem lagt var í lágan stall býr raunveruleiki útskúfunar þar sem ekki var rúm í gistihúsinu. Við skulum ekki líta undan heldur horfast í augu við raunveruleikann. Það kann- ast margir við gamansöguna af manninum sem var stolið af og fékk upp frá því viðurnefnið þjóf- ur. Sú saga er þó nær en nokkurn kann að gruna. Þessi raunveruleiki blasir m.a. við konum í fjarlægu landi sem er nauðgað og njóta ekki réttar öryggis heldur hljóta fyrir það fangelsisdóm. Það vekur að vonum andúð okkar og hneykslan. Kannski ættum við að líta okkur nær? Minningar Kynbundið ofbeldi Hugrún R. Hjaltadóttir sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu Minningar Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur Auglýsingar Hildur Sverrisdóttir lögfræðingur 365 miðla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.