Fréttablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 68
1. desember 2011 FIMMTUDAGUR56 „Við höfum fengið rosalega góð við- brögð við því að þessi plata hafi orðið fyrir valinu,“ segir Jana María Guð- mundsdóttir, söng- og leikkona. Hún mun ásamt Ívari Helgasyni leikara flytja lög af jólaplötunni ástsælu, Ellý og Vilhjálmur syngja jólalög, í Salnum í Kópavogi á morgun klukkan 20. Platan er ein allra vinsælasta íslenska jólaplatan og hefur komið Íslendingum á öllum aldri í hátíðar- skap frá því að systkinin tóku hana upp árið 1971. Síðan þá hefur hún verið endurútgefin oftar en einu sinni, enda er eintak til á flestum heimilum landsins. „Amma átti plötuna og ég er með hennar eintak núna. Hún er algjör hluti af mínum jólaundirbúningi, mér þykir ofboðslega vænt um hana,“ segir Jana María og undir það taka greini- lega fleiri því um liðna helgi varð hún efst í kjöri um uppáhaldsjólaplötur hlustenda Rásar 2. „Það er bara þessi andi sem er yfir allri plötunni, hún er eitthvað svo hátíðleg. Ég byrja alltaf dálítið snemma að hlusta á jólalög og Ellý og Vilhjálmur koma mér algjörlega í jóla- skapið.“ Jana María og Ívar ætla að flytja plötuna í heild sinni en tónleikarn- ir eru hluti af tónleikaröð þeirra þar sem þau flytja lög eftir ást sælustu dægurlaga söngvara Íslands. Nú þegar hafa þau flutt lög Ingibjargar Þorbergs, Helenu Eyjólfs, Alfreðs Clausen og Óðins Valdimarssonar og á næsta ári mun dúettinn flytja lög Ragnars Bjarnasonar, Sigrúnar Jóns- dóttur, Erlu Þorsteinsdóttur og Hauks Morthens. „Við Ívar erum bæði dálítið gamlar sálir og hlaupum upp til handa og fóta ef Litla flugan er í útvarpinu og svona. Við elskum þessa tónlist og vildum líka heiðra þessa söngvara með heilli tónleikaröð. Það sem er erfiðast er að geta ekki bara flutt allt efnið þeirra, við lendum oft í smá slag yfir því hvaða lög komast að á tón- leikunum og hver ekki.“ - bb Flytja lög Ellýar og Vilhjálms ANNÁLUÐ JÓLABÖRN Jana María og Ívar munu bjóða upp á kakósopa, piparkökur og sögur af Ellý og Vilhjálmi á milli laga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 1. desember ➜ Tónleikar 12.15 Garðar Cortes og píanó- leikarinn Robert Sund deila uppáhalds- lögum sínum með áheyrendum á Kjarvalsstöðum. Létt og jólaleg dagskrá. Aðgangseyrir er kr. 1.000, frítt fyrir eldri borgara og námsmenn. 18.00 Fyrstu vetrartónleikar tónlistar- deildar Listaháskóla Íslands 2011 fara fram í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfis- götu. Fram koma þau Chrissie Telma Guðmundsdóttir og Ísak Ríkharðsson á fiðlu, Ragnar Jónsson og Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir á selló og Emily Bradley syngur. Aðgangur ókeypis. 20.00 Hljómsveitin Grafík heldur upp á útgáfu á nýju lagi, safnplötu og heim- ildarmynd með tónleikum í Austurbæ. Helgi Björnsson og Andrea Gylfadóttir syngja gömul og ný lög sveitarinnar ásamt því að heimildarmyndin verður sýnd. Miðaverð er kr. 4.900. 20.00 Hátíðartónleikar í Salnum, Kópavogi, með verkum eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson í flutningi einvalaliðs tónlistarmanna. Miðaverð er kr. 2.500. 20.00 Aðventutónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar fara fram í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. Stjórnandi er Erna Guð- mundsdóttir og píanóleikari er Antonia Hevesi. Miðaverð er kr. 2.000. 20.00 Jana María syngur og segir frá söngfuglunum Helenu Eyjólfsdóttur, Ingibjörgu Þorbergs og Ellý Vilhjálms. Miðaverð er kr. 2.500. 20.30 Kór Fjarðabyggðar flytur íslensk ættjarðarlög ásamt þeim Óskari Péturs- syni tenór og Daníel Þorsteins- syni píanóleikara í Hofi. Miðaverð er kr. 2.000. 21.00 Halli Reynis heldur upp á 45 ára afmæli sitt með tónleikum á Café Rosenberg. Hann mun leika bæði gömul og ný lög eftir sig. Miðaverð er kr. 1.000. 21.00 Samúel Jón Samúelsson Big Band heldur síðustu tónleika tónleikaraðarinnar Funk í Reykjavík á Faktorý í dag, á degi íslenskrar funktónlistar. Dj Honky frá New York hitar upp. Aðgangseyrir er 1000 krónur. Dj Hannes stjórnar tónlist- inni á neðri hæð. 21.00 Strengur, lagaflokkur Tómasar R. Einarssonar verður fluttur í síðasta sinn á þessu ári í Sal Tónlistarskóla FÍH, Rauðagerði 27. Tólf myndbönd verða flutt samtímis. Allir velkomnir. 22.00 Hljómsveitin Hetjur spilar rokk- tónlist á Gauki á Stöng. Aðgangur er ókeypis. 22.00 Bítladrengirnir blíðu halda tónleika á Obladí Oblada, Frakkastíg 8. Aðangur er ókeypis. ➜ Leiklist 20.00 Draumasmiðjan sýnir aftur táknmálsleikritið Lostin vegna fjölda áskoranna. Að þessu sinni í Tjarnarbíói. Miðaverð er kr. 2.900. 20.00 Leiksýningin Hjónabandssæla er sýnd í Gamla bíói. Miðaverð er kr. 4.300. ➜ Opnanir 17.00 Leirlistafélag Íslands opnar sýninguna Leir-andi í tilefni 30 ára afmælis síns í stóra salnum á Korpúlfs- stöðum. ➜ Upplestur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.