Fréttablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 80
1. desember 2011 FIMMTUDAGUR68 Njóttu jólanna í faðmi fjölskyldunnar Við viljum öll njóta þess besta saman um jólin, hvort sem það er heitt súkkulaði og smákökur eða stórkostleg jóladagskrá Stöðvar 2. Styttum biðina fyrir þau yngstu með vönduðu talsettu barnaefni, upplifum hátíðlega tónleika og hjúfrum okkur saman undir teppi og njótum þeirra fjölmörgu bíómynda sem eru á dagskrá Stöðvar 2 og Stöðvar 2 Bíó um jólin. Skoðaðu stod2.is og kynntu þér frábæru jóladagskrána okkar til hlítar! Gefðu áskriftarkort að Stöð 2 í jólagjöf. Það fæst hjá okkur í Skaftahlíðinni! VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 JÓLA BÍÓ Stöð 2 Bíó sýnir yfir 200 úrvalskvikmyndir í hverjum mánuði og stöðin fylgir frítt með áskrift að Stöð 2. Scarlett Johansson vill halda einkalífi sínu fyrir sjálfa sig og notar því hvorki Facebook né Twitter. „Ég veit ekki hvað mér finnst um þessa hugmynd um að: „Núna er ég að borða kvöld- mat og ég vil að allir viti hvað ég er að fá mér í matinn“ eða „Ég var að setja þetta bréf í póst og skutlaði krökkunum í skól- ann“,“ sagði leikkonan. Mér finnst mjög skrítið að gera þetta. Ég hef ekki minnsta áhuga á að segja öðrum hvað eftir annað frá því sem ég er að gera í mínu daglega lífi.“ Notar ekki Facebook Ryan Reynolds lét á dögunum á það reyna að leika í sínum eigin áhættuatriðum við tökur á spennumyndinni Safe House. Sum atriðanna fóru ekki vel með leikarann, en Reynolds leikur í myndinni leyniþjónustu- mann sem lendir ítrekað í slags- málum. Aðstandendur myndar- innar höfðu ráðið áhættuleikara en virtust ekki setja sig upp á móti því að Reynolds tæki þátt í fimm klukkutíma löngum tökum á slagsmálasenum. „Ég var alltaf að sjá áhættu- leikara sem var eins klæddur og ég á vappinu, en þeir vildu greinilega ekki nota hann í atrið- unum. Ég er algjörlega ónýtur, en get þá allavega sagt að þetta sé í alvöru ég sem 150 kílóa rumur er að berja í klessu,“ var haft eftir Reynolds. Lét lemja sig í fimm tíma HÖRKUTÓL Ryan Reynolds er stoltur af sjálfum sér fyrir að hafa leikið í slags- málasenum. ÚT AF FYRIR SIG Leikkonan Scarlett Johansson vill halda einka- lífinu fyrir sjálfa sig. Stefán S. Stefánsson, fyrrverandi forsprakki hljómsveitarinnar Ljósin í bænum, hefur gefið út plötuna Von. „Tónlistin er nokkuð rökrétt framhald af fyrri útgáfum mínum með Ljósunum í bænum en síðasta plata með þeim kom út um 1980,“ segir Stefán og bætir við að text- arnir séu af jákvæðum toga. „Þess vegna skíri ég diskinn Von, eftir einu laganna sem fjallar um það sem heldur okkur á floti dag frá degi: Vonina.“ Djassskotin popp- tónlist hljómar á plötunni og söngvarar eru þau Regína Ósk og Þór Breiðfjörð. Stefán er höfundur laga á borð við Disco Frisco, Tunglið, tunglið taktu mig og Fallinn. Spurður hvort hann fái ekki rífleg stef- gjöld á hverju ári segist hann fá þokkalega tölu. „En hún dugir kannski ekki fyrir ferð til Balí. En það kemur alltaf á óvart að þessir gömlu slagarar skuli standa af sér öll þessi ár og veður og vinda.“ Sigurður starfar sem skólastjóri Tónlistarskóla Árbæjar. Einnig hefur hann spilað með Stórsveit Reykjavíkur og stundað kennslu í FÍH. „Núna er ég búinn að gera hreint fyrir mínum dyrum í þessum málaflokki. Það er smá hreinsun að koma þessu efni út og ég vona bara að einhverjir hafi gaman af þessu.“ - fb Höfundur Disco Frisco gefur út VON Stefán S. Stefánsson, fyrrverandi forsprakki Ljósanna í bænum, hefur gefið út plötuna Von. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Björk hefur staðfest að hún muni koma fram á Hróarskelduhátíðinni sem haldin verður dagana 5.-8. júlí næsta sumar. Björk er fyrsti og eini lista- maðurinn sem tilkynnt hefur verið að muni gleðja hátíðargesti, en í fréttatilkynningu á síðu tónleika- hátíðarinnar sögðust aðstandendur himinlifandi yfir því að fá að bjóða stórstjörnuna velkomna aftur. Hróarskeldustoppið verður hluti af tónleikaferð Bjarkar til að kynna áttundu hljómplötu hennar, Biophiliu, sem hlotið hefur lofsam- lega dóma víða um heim. Aðdáendur söngkonunnar eru að vonum ánægðir með fréttirnar og eru þegar farnir að orða vonir sínar um að hún endurtaki leikinn frá 2003 þegar hún lokaði hátíðinni með rafmagnaðri framkomu og flugeldasýningu á appelsínugula sviði Hróarskeldu. Björk á Hróarskeldu BJÖRK Sala á miðum á Hróarskeldu hefst í dag. Björk kom síðast fram á hátíðinni árið 2007.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.