Fréttablaðið - 01.12.2011, Page 84
1. desember 2011 FIMMTUDAGUR72
sport@frettabladid.is
ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ í handbolta lenti í Brasilíu í gærmorgun eftir ellefu tíma flugferð frá Lundúnum
og tveggja tíma rútuferð til Santos. HM í Brasilíu hefst á morgun og Ísland á sinn fyrsta leik gegn Svartfjallalandi
á laugardaginn kemur. Fylgst verður náið með gangi mála á Stöð 2 Sport, Fréttablaðinu og Vísi.
Þetta gefur okkur
mikið, við erum enn
í baráttunni um efstu fjögur
sætin og loksins unnum við
lið fyrir ofan okkur.
ATLI HILMARSSON
ÞJÁLFARI AKUREYRAR
KÖRFUBOLTI „Það er alveg augljóst
að það voru gerð ákveðin mistök í
ráðningu á erlendum leikmönnum
í sumar,“ segir Böðvar Guðjóns-
son, formaður körfuknattleiks-
deildar KR, en félagið er búið að
senda Bandaríkjamanninn David
Tairu til síns heima og Ed Horton
gæti einnig farið sömu leið áður en
langt um líður.
„Okkur vantaði ekki mann í þá
stöðu sem Tairu spilar. Við erum
að leita að stærri leikmanni en
Tairu. Okkur vantar tveggja
metra mann með gott skot sem
getur einnig hjálpað til inni í teig.
Við höfum verið í vandræðum
inni í teig og því sækjum við
hjálp þangað,“ segir Böðvar en
hvað með hinn Bandaríkjamann-
inn, Ed Horton, sem hefur einnig
átt erfitt uppdráttar? „Eigum við
ekki að segja að hans mál séu til
skoðunar á hverjum degi. Það er
ekkert öruggt í þessum bransa.“
KR-ingar eru sem fyrr afar
metnaðarfullir og þeir ætla ekki
að sætta sig við að vera áhorfend-
ur að titilslagnum í ár.
„Við ætlum að vera með, það
er alveg klárt. Við höfum orðið
sárir yfir sumum leikjum í vetur
og menn voru ansi litlir í sér í
nokkra daga eftir flenginguna frá
Grindavík um daginn. Við erum
ekki vanir því í Vesturbænum að
vera litlir í okkur og þetta var ekki
skemmtilegt.“
Böðvar gerir ráð fyrir því að
breytingar verði á flestum liðum
eftir áramót.
„Ég vænti þess að öll þau lið
sem eru í toppbaráttunni bæti
við sig þriðja útlendingnum eftir
áramót eins og alltaf. Við munum
því einnig skoða það og jafnvel að
bæta þeim fjórða við ef við erum
í stuði,“ segir Böðvar, en hann vill
fá meira frá íslensku strákunum
sínum.
„Það er sorglegt að skoða stiga-
skor eftir leiki þar sem útlendingar
ráða ríkjum. Íslenskir leikmenn
þurfa að taka aukna ábyrgð á sig
og sérstaklega þeir sem eru að fá
borgað fyrir að spila. Þeir geta
ekki endalaust falið sig á bak við
útlendingana. Körfubolti er liðs-
íþrótt þar sem allir þurfa að skila
sínu.“ - hbg
KR-ingar viðurkenna mistök í leikmannamálum – senda Tairu heim og Horton gæti líka horfið á braut:
Erum ekki vanir því að vera litlir í okkur
HELDUR JÓLIN HEIMA Tairu fer heim til Bandaríkjanna í dag og spilar ekki aftur fyrir
KR. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
N1-deild karla
Akureyri - Fram 25-24 (12-10)
Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzsson 8/3
(15/3), Oddur Gretarsson 7 (10), Guðmundur H.
Helgason 4 (6), Heimir Örn Árnason 3 (9), Geir
Guðmundsson 3 (9), Hörður F. Sigþórsson (4).
Varin skot: Sveinbjörn Péturss. 21/1 (45/2, 47%).
Hraðaupphlaup: 6 (Oddur 3, Guðm. 2, Bjarni 1)
Fiskuð víti: 3 (Bjarni 1, Oddur 1, Hörður Fannar 1)
Utan vallar: 8 mínútur.
Mörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 7 (14/2),
Stefán Baldvin Stefánsson 6/1 (7/1), Ingimundur
Ingimundarson 4 (7), Jóhann Karl Reynisson 3
(4), Sigurður Eggertsson 3 (7), Arnar Birkir Hálf-
dánsson 1 (7), Sigfús Páll Sigfússon (1), Matthías
Daðason (1), Halldór Jóhann Sigfússon (2/1),
Róbert Aron Hostert (6).
Varin skot: Magnús Erlendsson 19 (34/2, 56%),
Sebastian Alexandersson 2 (12/1, 17%).
Hraðaupphlaup: 8 (Einar Rafn 4, Stefán 3,
Ingimundur 1)
Fiskuð víti: 4 (Jóhann Karl 4)
Utan vallar: 6 mínútur.
Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Péturs-
son. Áttu jafn lélegan dag og leikmenn.
Iceland Express-d. kvenna
Fjölnir - Haukar 77-87 (33-40)
Fjölnir: Brittney Jones 21, Birna Eiríksdóttir 20,
Katina Mandylaris 18, Erla Sif Kristinsdóttir 6,
Eva María Emilsdóttir 6, Bergdís Ragnarsdóttir 4,
Telma María Jónsdóttir 2.
Haukar: Margrét Rósa Hálfdánardótir 21, Íris
Sverrisdóttir 19, Jence Ann Rhoads 16, Hope
Elam 16, Guðrún Ósk Ámundardóttir 8, Sara
Pálmadóttir 4, Auður Íris Ólafsdóttir 3.
Snæfell - KR 77-72 (33-40)
Snæfell: Kieraah Marlow 32, Helga Hjördís Björg-
vinsdóttir 14/16 fráköst, Hildur Sigurdardottir
13, Hildur Björg Kjartansdóttir 11, Ellen Alfa
Högnadóttir 3, Alda Leif Jónsdóttir 2, Sara Mjöll
Magnúsdóttir 2.
KR: Erica Prosser 19, Margrét Kara Sturludóttir
19, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 14, Hafrún
Hálfdánardóttir 11, Helga Einarsdóttir 4, Bryndís
Guðmundsdóttir 4, Rannveig Ólafsdóttir 1.
Njarðvík - Hamar 77-53 (55-21)
Njarðvík: Shanae Baker 25 Sara Dögg Margeirs-
dóttir 17, Ólöf Helga Pálsdóttir 10, Erna Hákonar-
dóttir 7, Harpa Hallgrímsdóttir 7, Lele Hardy 6/16
fráköst, Petrúnella Skúladóttir 2, Emelía Ósk
Grétarsdóttir 2, Eyrún Líf Sigurðardóttir 1.
Hamar: Samantha Murphy 26, Jenný Harðardóttir
13, Kristrún Rut Antonsdóttir 5, Marín Laufey
Davíðsdóttir 3, Álfhildur Þorsteinsdóttir 2, Dagný
Lísa Davíðsdóttir 2, Katrín Eik Össurardóttir 2.
Keflavík - Valur 91-68 (52-37)
Keflavík: Jaleesa Butler 35/18 fráköst, Sara
Rún Hinriksdóttir 16, Pálína Gunnlaugsdóttir
13, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 12, Lovísa Fals-
dóttir 5, Sandra Lind Þrastardóttir 4, Aníta Eva
Viðarsdóttir 2, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 2, Helga
Hallgrímsdóttir 2.
Valur: María Ben Erlingsdóttir 21, María
Björnsdóttir 16, Hallveig Jónsdóttir 13, Melissa
Leichlitner 8, Guðbjörg Sverrisdóttir 3, Kristrún
Sigurjónsdóttir 2, Þórunn Bjarnadóttir 2, Signý
Hermannsdóttir 2, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 1.
STAÐAN
Keflavík 10 9 1 859-704 18
Njarðvík 10 7 3 861-775 14
Haukar 10 6 4 753-727 12
KR 10 6 4 761-721 12
Snæfell 10 5 4 678-703 10
Valur 10 3 7 676-747 6
Hamar 10 2 8 666-787 4
Fjölnir 10 2 8 737-827 4
Enski deildabikarinn
Man. United - Crystal Palace 1-2 (1-1)
0-1 Darren Ambrose (65.), 1-1 Federico Macheda,
víti (68.), 1-2 Glenn Murray (98.)
Evrópudeild UEFA
Malmö - AZ Alkmaar 0-0
Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem
varamaður í seinni hálfleik hjá AZ Alkmaar.
Celtic - Atletico Madrid 0-1
0-1 Arda Turan (31.)
Braga - Birmingham 1-0
1-0 Hugo Viana (51.)
Tottenham - PAOK 1-2
0-1 Dimitrios Salpigidis (7.), 0-2 Stefanos
Athanasiadis (14.), 1-2 Luka Modric (38.)
Vorskla Poltova - FC Kaupmannahöfn 1-1
Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson léku
báðir allan leikinn í vörn FCK.
Þýska úrvalsdeildin
Göppingen - Hannoverg-Burgdorf 34-24
Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði sex mörk fyrir
Hannover-Burgdorf, Hannes Jón Jónsson þrjú og
Vignir Svavarsson eitt.
Gummersbach - Bergischer 29-31
Rúnar Kárason skoraði þrjú mörk fyrir Bergischer.
Hüttenberg - Flensburg 26-29
ÚRSLIT
HANDBOLTI Leikur Akureyrar og
Fram í N1-deild karla í hand-
bolta í gær var illa spilaður af
báðum liðum. Ítrekuð mistök þar
sem Framarar skutu mjög illa og
klaufaskapur Akureyringa í sókn-
inni gerði það að verkum að leik-
urinn var jafn og spennandi allan
tímann. Akureyri vann 25-24.
Það var raunar ótrúlegt að
Framarar skyldu ekki vera langt
á eftir Akureyri í hálfleik. Sókn-
arleikur liðsins var mjög slak-
ur og meðal annars átti liðið sex
skot sem hittu ekki einu sinni á
rammann. Mörg skotanna voru
ótímabær, tekin í flýti úr slæmum
færum en auk þess átti liðið nokk-
ur slök skot sem Sveinbjörn varði
auðveldlega.
Það var raunar aðeins fyrir
klaufaskap Akureyringa að þeir
leiddu ekki með meira en tveim-
ur mörkum í hálfleik, 12-10.
Sebastian varði ekkert í upphafi
leiks en Magnús tók þrjú skot eftir
að hafa komið inn. Samtals fimm
varin skot í fyrri hálfleik. Svein-
björn varði níu skot hinumegin.
Akureyri tapaði boltanum
nokkrum sinnum afar klaufa-
lega, lélegar sendingar, klaufaleg
sóknar brot, skref og fleira kom í
veg fyrir að liðið skoraði meira en
tólf mörk í fyrri hálfleiknum.
Leikurinn skánaði í seinni hálf-
leik en aðeins góð markvarsla
Magnúsar hélt Fram inni í leikn-
um. Flestir leikmenn liðsins áttu
slakan dag, Jóhann Karl lék vel
og Einar Rafn var markahæstur.
Ekkert kom út úr Róberti Hostert
sem átti mörg ömurleg skot, líkt
og Arnar Birkir. Liðið var mjög
óagað og tók kolrangar ákvarðanir
á mikilvægum augnablikum.
Þetta varð liðinu að falli.
Akureyri hefði getað unnið
stærra en Magnús spilaði vel
og liðið fór illa með færin sín. Í
staðinn skoraði Fram úr hraðaupp-
hlaupum og hélt sér inni í leiknum.
Sveinbjörn varði vel á afmælinu
sínu og Oddur lék líka vel. Þá skor-
aði Bjarni mikilvæg mörk.
Lítil gæði og leiðinlegt
„Gæði handboltans voru ekki
mikil og þetta var eflaust leiðin-
legur leikur á að horfa, fyrir utan
kannski spennuna,“ sagði Halldór
Jóhann Sigfússon, Framari. „Við
vorum óskynsamir á löngum
köflum, kaflar þar sem við vorum
í vandræðum bæði í vörn og sókn
fóru með okkur. Heilt yfir held ég
að þetta hafi bara verið lélegur
handboltaleikur. Nýtingin okkar
var ekki góð og ég er hálf orðlaus
yfir ákveðnum punktum í leikn-
um. Við verðum að fá fleiri skot
en tókum mjög léleg færi í þessum
leik. Samt hefði þetta getað endað
hvorumegin sem var en of margir
voru að spila undir getu til að við
gætum unnið,“ sagði Halldór.
Skutum illa á Magga
Atli Hilmarsson, þjálfari Akur-
eyrar, segir að strákarnir hans
hafi verið sjálfum sér verstir.
„Við vorum oft komnir í álitlega
stöðu en nýttum það ekki nógu
vel. Maggi varði vel í seinni hálf-
leik en við vorum líka að skjóta
illa á hann. Við lentum ekki í vand-
ræðum með Róbert eða Arnar
Birki sem hafa verið að spila vel
en Maggi og Jóhann voru okkur
erfiðir,“ sagði Atli.
„Þetta gefur okkur mikið, við
erum enn í baráttunni um efstu
fjögur sætin og loksins unnum við
lið fyrir ofan okkur. Það er stutt
í langt hlé og mikilvægt að hala
sem mestu inn núna. Svona leikir
hafa ekki verið að falla með okkur
í vetur en það er mjög sterkt að
vinna þegar maður er ekki að spila
vel,“ sagði Atli. - hþh
Agaleysi Framara algjört
Akureyri vann góðan sigur á Fram í slökum handboltaleik nyrðra í gær. Bæði
lið gerðu sig sek um mörg mistök en agaleysi Framara fór alveg með möguleika
Safamýrarpilta. Afmælisbarnið Sveinbjörn Pétursson átti góðan leik í markinu.
FÓTBOLTI Enska úrvalsdeildar-
félagið Sunderland leysti í gær
knattspyrnustjórann Steve Bruce
frá störfum. Hann er fyrsti
stjórinn í deildinni sem fær að
taka poka sinn á leiktíðinni.
Sunderland vann aðeins tvo af
fyrstu þrettán leikjum sínum á
tímabilinu, nú síðast fyrir Wigan
á heimavelli, 2-1. Bruce gekk til
liðs við Sunderland árið 2009,
einmitt frá Wigan.
Liðið náði tíunda sæti í ensku
úrvalsdeildinni á síðasta tíma-
bili en hefur tapað átta af síðustu
deildarleikjum sínum og fannst
forráðamönnum félagsins nóg
komið. „Það kemur í minn hlut að
gæta hagsmuna félagsins og get
ég fullvissað alla um að þetta var
ekki auðveld ákvörðun,“ sagði
stjórnarformaðurinn Ellis Short
við enska fjölmiðla. „Úrslitin
þetta tímabilið hafa því miður
ekki verið nógu góð og mér finnst
tímabært að breyta til.“ - esá
Fyrsta stjóranum sparkað:
Bruce rekinn
frá Sunderland
Í STRANGRI GÆSLU Framarinn Arnar Birkir Hálfdánsson í baráttu við leikmenn Akureyrar í leiknum í gær. Hann skoraði eitt mark í
leiknum. MYND/SÆVAR GEIR SIGURJÓNSSON
FÓTBOLTI Heldur óvænt tíðindi
urðu í lokaleik fjórðungsúrslita
ensku deildabikarkeppninnar í
gærkvöldi en þá tapaði stórlið
Manchester United fyrir B-deild-
arliðinu Crystal Palace, 2-1, á Old
Trafford.
Framlengja þurfti leikinn þar
sem staðan var 1-1 að loknum
venjulegum leiktíma. Darren
Ambrose kom Palace yfir með
þrumufleyg á 65. mínútu en
Federico Macheda jafnaði metin
úr vítaspyrnu þremur mínútum
síðar. Glenn Murray skoraði svo
sigurmarkið á áttundu mínútu
framlengarinnar með skalla af
stuttu færi. Palace komst þar
með áfram í undanúrslit keppn-
innar ásamt Manchester City,
Liverpool og Cardiff City. - esá
Óvænt tíðindi á Englandi:
Crystal Palace
vann Man. Utd
ÓVÆNT Leikmenn Palace fagna sigur-
marki sínu í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY