Fréttablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 62
1. desember 2011 FIMMTUDAGUR50
10
9
8
7
6
5
4
3
2
1
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
23.11.11 - 29.11.11
Jólamatur Nönnu - Nanna Rögnvaldsdóttir
Sómamenn og fleira fólk - Bragi Kristjánsson
Málverkið - Ólafur Jóhann Ólafsson
Holl ráð Hugos - Hugo Þórisson
Húshjálpin - kilja - Kathryn Stockett
Sagan sem varð að segja - Þorfinnur Ómarsson
Glósubók Ævars vísindamanns - Ævar Þór Benediktsson
Gamlinginn sem skreið út um gluggann - Jonas Jonasson
Brakið - Yrsa Sigurðardóttir
Einvígið - Arnaldur Indriðason
SAMKVÆMT BÓKSÖLU
Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT
„Arnaldur kann þá list að vefa glæpasögu … Staðsetning sögunnar
í tíma er snilldarlega unnin … Spennandi og heilsteypt saga …“
Friðrika Benónýs / Fréttablaðið
50
menning@frettabladid.is
SPENNUSAGNAHÖFUNDARNIR Óttar M. Norðfjörð, Ragnar Jónasson, Sigurjón Pálsson, Yrsa Sigurðardóttir og
Þorlákur Már Árnason munu lesa upp úr verkum sínum á árlegu glæpakvöldi Hins íslenska glæpafélags sem verður haldið á
Gallery-bar 46, Hverfisgötu 46, í kvöld. Glæpatríó Edda Lár leikur glæpadjass. Dagskráin hefst klukkan 20.30.
Hátíðartónleikar verða í Salnum
í kvöld klukkan átta þar sem flutt
verða verk eftir Sveinbjörn Svein-
björnsson, höfund þjóðsöngs Íslend-
inga.
Þann dag eru liðin 85 ár frá síð-
asta opinbera tónlistarflutningi
Sveinbjörns. Hinn 1. desember
1926 tók tónskáldið þátt í samkomu
Félags íslenskra stúdenta og Íslend-
ingafélagsins í Kaupmannahöfn og
lék verk sín Ó Guð vors lands og
Íslenska rapsódíu nr. 2, en Svein-
björn lést 23. febrúar 1927. Auk
þess að flutt verður úrval söng-
laga tónskáldsins verða einleiks- og
kammer verk frumflutt. Fram koma
Þóra Einarsdóttir sópran, Giss-
ur Páll Gissurarson tenór, Pálína
Árna dóttir fiðluleikari, Hildi gunnur
Halldórsdóttir fiðluleikari, Þórunn
Ósk Marinósdóttir víóluleikari, Sig-
urgeir Agnarsson,sellóleikari og dr.
Nína Margrét Grímsdóttir, píanó-
leikari og listrænn stjórnandi dag-
skrárinnar.
Flytja verk Sveinbjörns
Tókýó er risavaxin borg en mjög vinaleg,“ segir
Bjargey Ólafsdóttir, sem er stödd í höfuðborg Jap-
ans um þessar mundir. Ástæðan er sýning hennar í
galleríi sem ber heitið XYZ og er fyrsta listamanns-
rekna galleríið í borginni. „Ég er að sýna hér bæði
gömul verk og ný, teikningar, ljósmyndir og kvik-
mynd. Einnig var að koma út bók með teikningum
mínum frá Síle. Þar að auki er ég í samstarfi við
japanskan listamann, Cobra, sem sýnir með mér
í galleríinu,“ segir Bjargey, sem fyrir ári vakti
athygli um heim allan fyrir mynd af ísbirni sem hún
málaði á Langjökul.
Sýning Bjargeyjar var opnuð um helgina og var
mjög vel tekið, segir Bjargey. „Það var mikið af
fólki og mikið stuð.“
Risavaxin en vinaleg
BJARGEY ÓLAFSDÓTTIR Sýnir í Tokýó um þessar mundir.
Guðrún Kristjánsdóttir
myndlistarkona heldur á
laugardaginn fyrirlestur
í Galleríi Ágúst og sýnir
myndir frá vinnslu verksins
Múrinn sem hún vann í Pek-
ing nýverið. Einnig fjallar
hún um innsetningar sínar
á tveimur kínverskum lista-
hátíðum á síðasta ári.
Nýlega vann Guðrún Kristjáns-
dóttir myndlistarkona útilistaverk
í miðborg Peking, rétt sunnan við
Torg hins himneska friðar, ásamt
sex listnemum úr List akademíu
Pekingborgar. Verkið nefnist Múr-
inn og er gert úr íslenskri eld-
fjallaösku og kínverskum gler-
salla. Verkið er hluti af NOTCH11
listahátíðinni í Peking sem er sam-
norræn-kínversk menningarhátíð
á sviði lista og hönnunar. „Þema
sýningarinnar var skapandi
endur vinnsla,“ segir Guðrún. „Ég
nota ösku úr báðum eldgosunum,
í Eyjafjallajökli og Gríms vötnum,
og kínverskt postulín frá verk-
smiðju í hverfinu sem við muldum
í fínan salla eins og öskuna. Postu-
línið er aðallega hvítt en ég vildi
líka hafa svolítið glært og svolítið
blátt með. Síðan málaði ég öskuna
á vegginn með rúllu og pensli með
aðstoð verkamanna, en krakkarn-
ir máluðu hvíta postulínið og fengu
dálítið frjálsar hendur við það. Ég
útskýrði fyrir þeim að grunnhug-
myndin væri jökull þakinn ösku
sem byrjaður er að brjóta af sér
og hvítu línurnar komnar í gegn.
Verkið er dekkst neðst vinstra
megin en lýsist til hægri þegar ofar
dregur og það er hugsað sem yin-
yang jafnvægið.“
Guðrúnu var boðið að taka þátt
í hátíðinni í kjölfar vel heppnaðr-
ar innsetningar hennar í lista- og
hönnunarhverfi Pekingborgar á
síðasta ári.
„Já, þetta átti sér töluverðan
aðdraganda. Þannig var að í sept-
ember 2010 var þremur íslensk-
um sýningum boðið á sýningu sem
tengdist Expo í Sjanghæ. Þangað
komu forsvarsmenn listahátíðar-
innar NOTCH, sem er samnor-
ræn-kínversk menningarhátíð á
sviði lista og hönnunar í Peking, og
buðu öllum þessum sýningum til
Peking að sýna á NOTCH í nóvem-
ber í fyrra. Þar fengum við stórt
og mikið pláss í nýju hverfi sem
iðar af listastarfsemi og ég setti
þar upp innsetningu á hundruðum
fermetra. Þá voru komnir nýir list-
rænir stjórnendur fyrir hátíðina í
ár og þeir spurðu mig hvort ég væri
tilbúin að vinna útilistaverk.
Fyrst var meiningin að ég yrði
með vídeóinnsetningu eins og í
fyrra skiptið, en svo bárust eldgosin
á Íslandi í tal og ég sagði þeim, bara
svona í bríaríi, að ég væri einmitt
að nota fíngerðustu öskuna sem lita-
duft. Það spannst svo þannig að þau
báðu mig að vinna þetta útilista-
verk sem byggir á endur nýtingu.
Svo þegar þau fundu „rétta“ vegg-
inn, sem er gafl gamallar verk-
smiðjubyggingar sem NOTCH11
var haldin í, fór allt í fullan gang
og ég fékk þessa yndislegu nema úr
List akademíunni mér til aðstoðar.
Verkið er nú komið upp og verður
þarna á meðan veggurinn stendur.“
Í fyrirlestrinum á laugar daginn,
3. desember klukkan 16.00, ætlar
Guðrún að segja frá aðdrag-
anda, undirbúningi og vinnu við
uppsetningu listaverksins, sýna
myndir og koma með sýnishorn
af efninu sem notað var í verkið.
Allir eru hjartanlega velkomnir í
Gallerí Ágúst á Baldursgötu 12 að
heyra af þessu ævintýralega verk-
efni í Kína.
fridrikab@frettabladid.is
Íslensk aska og kínverskt
postulín í útilistaverki
LÝSIR FERLINU Guðrún Kristjánsdóttir myndlistarkona lýsir vinnslu útilistaverksins
Múrinn í Galleríi Ágúst á laugardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
MÚRINN EFTIR GUÐRÚNU KRISTJÁNSDÓTTUR Sex kínverskir listnemar aðstoðuðu
hana við verkið.