Fréttablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 8
1. desember 2011 FIMMTUDAGUR8
1. Gunnlaugur Sigmundsson hefur ját-
að að hafa sent Teiti Atlasyni óviður-
kvæmileg SMS. Fyrir hvaða flokk sat
hann á þingi frá 1995 til 1999?
2. Alþjóðaglæpadómstóllinn hefur
gefið út handtökuskipun á hendur
fyrrverandi forseta Fílabeins-
strandarinnar. Hvað heitir hann?
3. Hver er andlit nýja herrailmsins
frá Gyðju Collection?
SVÖR
1. Framsóknarflokkinn. 2. Laurent
Gbagbo. 3. Þorvaldur Davíð Kristjánsson.
EFNAHAGSMÁL Seðlabankar Banda-
ríkjanna, Evrópusambandsins,
Englands, Kanada, Japans og
Sviss hafa tekið höndum saman
til að auðvelda bönkum að útvega
sér fé í kreppunni miklu, sem allt
stefndi í að myndi kæfa fjármála-
kerfi heimsins að stórum hluta.
Seðlabankarnir hafa meðal
annars lækkað vexti á neyðar-
lánum í dollurum, sem bankar
geta notað til að lána áfram til
fyrirtækja eða einstaklinga.
Þessi neyðarlán verða nú í boði til
febrúar 2013 í stað ágúst 2012.
Verðbréfamarkaðir tóku mynd-
arlega við sér í kjölfarið og
hækkuðu vísitölur víðast hvar um
þrjú til fjögur prósent.
Ótti við hugsanlegt hrun
evrunnar hefur valdið því, að
bankar í Evrópulöndum eiga erfitt
með að útvega sér fé frá öðrum
bönkum til daglegra viðskipta.
Bankar hika við að lána hverjir
öðrum af ótta við að fá lánin ekki
endurgreidd. Innspýtingin frá
seðlabönkunum sex leysir þetta
vandamál í bili.
Þetta gerðist sama daginn og
ljóst varð að fjármálaráðherrum
Evrópusambandsins tókst ekki að
tryggja neyðarsjóði evrusvæðis-
ins næga fjármuni til að hjálpa
skuldugustu evruríkjunum í
gegnum kreppuna.
Evruríkin ákváðu fyrr í vetur
að efla neyðarsjóðinn með því að
gera honum kleift að útvega sér
fé með öðrum hætti en beinum
framlögum frá evruríkjunum.
Til stóð að ljúka nánari útfærslu
þess á fundi fjármálaráðherranna
í Brussel nú í vikunni, en það verk-
efni bíður nú næsta leiðtogafundar
Evrópusambandsins, sem haldinn
verður í næstu viku.
Svo virðist sem útfærslan hafi
ekki síst strandað á því að Kína og
fleiri ríki hafi ekki haft áhuga á að
fjárfesta nógu mikið í skuldabréf-
um, sem neyðarsjóður evruríkjanna
gæti gefið út, þannig að sjóðurinn
myndi ekki fá nægilega mikið fé til
umráða.
Þess í stað eru nú komnar upp
hugmyndir um að fá Alþjóðagjald-
eyrissjóðinn til liðs við neyðarsjóð-
inn og útvega viðbótarfé til hans.
Jafnframt þessu bíða leiðtoga-
fundarins þær frekari aðgerðir til
bjargar evrunni, sem óhjákvæmi-
legt þykir að ráðast í. Meðal annars
hafa verið nefndar hugmyndir
um að sterkustu evruríkin myndi
með sér nýtt bandalag kjarnaríkja
evru svæðisins, sem fælist í miklu
nánara samstarfi í fjármálum en til
þessa hefur náðst sátt um.
Harðar deilur hafa verið milli
evruríkjanna um þessar hugmyndir,
sem og um aðrar hugsanlegar lausn-
ir á vandanum.
gudsteinn@frettabladid.is
Helstu seðlabankar
koma til bjargar
Fjármálaráðherrum Evrópusambandsins tókst ekki að ljúka við útfærslu á því
hvernig neyðarsjóður evruríkjanna yrði efldur. Útfærslan bíður nú leiðtoga-
fundar ESB í næstu viku. Inngrip seðlabankanna sex hjálpar til á meðan.
MARIO MONTI OG MARIO DRAGHI Forsætisráðherra Ítalíu, sem jafnframt er fjár-
málaráðherra landsins, ræðir við bankastjóra Seðlabanka Evrópusambandsins á
fundi fjármálaráðherra Evrópusambandsríkjanna í Brussel í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BRUNI „Við vorum byrjuð að endurnýja allt innbúið
hjá okkur með nýjum vörum, húsgögnum og gólfefni.
Það er allt í rúst,“ segir Þröstur Johnsen, eigandi
Drífanda í miðbæ Vestmannaeyja, sem skemmdist
gríðarlega í miklum bruna á aðfaranótt miðvikudags.
Þröstur rekur hótel í húsinu, en hann er einungis
með almenna brunatryggingu en enga innbús-
tryggingu. Hótelið er algjörlega óstarfhæft en var
mannlaust þegar bruninn uppgötvaðist.
„Þetta var allsjokkerandi að sjá. Það er spurning
hvort eitthvað er eftir sem er hægt að bjarga,“ segir
Þröstur.
Í húsinu var starfrækt verslun Pennans Eymunds-
son sem var opnuð nýverið. Framkvæmdastjóri
fyrirtækisins, Ingþór Ásgeirsson, telur allar vörur í
búðinni ónýtar.
„Þetta er töluvert tjón. Við ráðgerum að allar
vörur og tækjabúnaður séu nánast ónýt,“ segir hann.
Brugðist var fljótt við brunanum og er búist við því
að nýjar vörur komi til Vestmannaeyja í dag, en
unnið er af kappi við að finna versluninni nýtt hús-
næði sem verði opnað á allra næstu dögum.
Talið er að eldurinn hafi átt upptök sín í þvottahúsi
hótelsins, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni
í Vestmannaeyjum voru þurrkari og þvottavél í gangi
þegar tilkynnt var um eldinn klukkan þrjú á þriðju-
dagsnótt. Eins og áður sagði var húsið mannlaust.
Allt tiltækt slökkvilið var sent á staðinn og gekk í
fyrstu greiðlega að slökkva eldinn. Hann blossaði þó
upp á ný og var verið að berjast við hann þar til undir
morgun. - sv
Mikið tjón hjá Pennanum í Vestmannaeyjum í eldsvoða:
Ótryggt innbú eyðilagðist í bruna
MIKIÐ TJÓN Byggingin sem hýsti Pennann og hótelið skemmd-
ist mikið í brunanum. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON
DÓMSMÁL Bloggari hefur verið
dæmdur í Héraðsdómi Reykja-
víkur til að greiða konu þrjú
hundruð þúsund krónur í miska-
bætur fyrir meiðyrði, sem hann
viðhafði um hana á bloggsíðu sinni.
Þá voru ummæli sem birtust á síð-
unni dæmd dauð og ómerk. Dómari
telur það vera „tilefnislaust og
óviðurkvæmilegt“ að rifja upp tutt-
ugu ára gamlan dóm yfir konunni
og þrjátíu ára gamla dómssátt kon-
unnar. Sú fullyrðing bloggarans að
hún eigi langan brotaferil að baki
sé úr lausu lofti gripin og ekki
sannleikanum samkvæmt.
Tilefni þessa máls er nágranna-
erjur í Aratúni í Garðabæ sem
staðið hafa yfir um árabil. Tvær
nágrannafjölskyldur höfðu eldað
grátt silfur og er bloggarinn vinur
annarrar fjölskyldunnar. Hann
taldi sig vera að taka upp hansk-
ann fyrir hana og birti á vefsvæði
sínu grein með fyrirsögninni „Sið-
blint ofbeldisfólk og ráðalaus lög-
regla“ síðasta sumar. Þar ritaði
hann um „hrottalegar ofsóknir“
sem vinafólk hans átti að hafa
sætt af hálfu nágranna sína. Í
dómsniður stöðu segir að þótt
ætla verði bloggurum svigrúm
til þess að fjalla um málefni sem
eigi erindi til almennings og séu
hluti af þjóðfélagsumræðu verði
„að gera þær kröfur til þeirra að
umfjöllunarefni þeirra séu sett
fram með málefnalegum hætti“.
Jafnframt að þó að konan hafi
sýnt af sér ólíðandi hegðun í garð
nágranna sinna þyki ekki hafa
verið sýnt fram á að hún hafi sýnt
af sér ofbeldi í garð þeirra.
Auk þess að greiða konunni þrjú
hundruð þúsund krónur í miska-
bætur þarf hann að greiða allan
málskostnað, sem er sex hundruð
og fimmtíu þúsund krónur. - jss
Bloggari dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir meiðyrði og ummæli hans dauð og ómerk:
Bloggið kostaði samtals 950 þúsund krónur
HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Kvað upp
bloggdóminn.
alla sunnudaga klukkan 16.
Njótið vel
Hemmi Gunn
– og svaraðu nú!
Fjölbreyttur og fjörugur þáttur
VEISTU SVARIÐ?