Fréttablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 64
1. desember 2011 FIMMTUDAGUR52 I. Jennifer: Finnst þér ég vera rangeyg? Brad: Ha? J: Joey sagði alltaf að ég væri rangeyg. B: Fyrirgefðu, ég var að plokka á mér augabrúnirnar. J: Veistu hvaða ættarnafn ég var með? B: Aniston? J: Nei, ég meina í Friends? B: Varstu með ættarnafn? J: Auðvitað, hélstu að það væri bara Joey? B: Var hann með ættarnafn? J: Tribbiani, það var aðalbrandarinn. B: Rachel Tribbiani. Ég hafði ekki hugmynd um það. J: Nei, Joey Tribbiani, auli. B: Var það ekki aðalbrandarinn hvað hann var mikill auli? J: Þú ert vonlaus. B: Segirðu það vegna þess að ég er með hrukku? J: Hrukkur? B: Hvað segirðu? Eru þær fleiri en ein? J: Bíddu, leyfðu mér að sjá. Jú, þú ert með hrukkur. B: Fleiri en eina. Ég verð aldrei aftur valinn kynþokkafyllsti maður í heimi. J: Varstu kosinn kynþokkafyllsti maður í heimi? Hugsaðu þér og svo giftist þú mér, aðalstjörnunni í vinsælustu sjónvarpsþáttaröð allra tíma. B: Ég skil það ekki. Ég var kosinn kynþokkafyllstur 1995 og 2000. Af hverju ekki 1996, 1997, 1998 og 1999? Ég var lifandi allan þennan tíma. Heldur þú að ég hafi verið of feitur á þessum árum? J: Aldrei var ég valin kynþokkafyllst. Ég er líka alltaf of feit. Feit og rangeyg. B: Finnst þér að ég ætti alltaf að vera með kúrekahatt? J: Til þess að fela hrukkurnar? B: Guð, ég er með fleiri en eina. J: Þá sést minna af andlitinu. B: Alltaf þegar ég var með kúrekahatt og ber að ofan fannst öllum konum ég ofboðslega sexí. J: Þegar þú segir öllum konum, áttu við þessa ógeðslegu Gwyneth Paltrow? B: Hún skiptir engu máli. Ég man varla eftir henni lengur. Nema … J: Nema hvað? B: Mamma er stundum að tala um hana. J: En ekki mig? B: Jú, hún talar stundum um þig líka. Sérstaklega augun. J: Finnst henni ég rangeyg? B: Hefurðu tekið eftir hvað ég er orðheppinn? J: Nei. B: Einu sinni sagði ég við blaða- mann: Ég hætti í skóla vegna þess að allir vinir mínir ætluðu að fara að vinna. En ég flutti til Kaliforníu til þess að þurfa aldrei að vinna. Ef tækifærin leituðu mig ekki uppi varð ég að fara að leita þeirra. J: Rosalega er þetta flott. Samdirðu þetta alveg sjálfur? B: Nei, umboðsmaðurinn hjálpaði mér dálítið. En ég lærði textann sjálfur. Það er svo gott að vera leikari. J: Fannst þér hinar stelpurnar í Friends jafnsætar og ég? B: Voru aðrar stelpur í Friends? J: Þú ert svo sætur. Sérstaklega ef þú ert með kúrekahatt og ber að ofan. B: Heyrðu. Ættum við að eignast börn? J: Þú veist að maður fær ör á magann þegar maður eignast börn. B: Ég vil ekki fá ör á magann. J: Green. B: Ha? J: Rachel Green. II. Angelina: Viltu biðja þjónustufólkið að safna börnunum saman? Við þurfum að komast heim. Brad: Já. Er ekki rétt að telja þau til öryggis. Hvað eru þau aftur mörg? A: Ég er búin að panta þyrluna, en það komast bara sex í hana þannig að þriðja heims börnin þurfa að fara á bílpallinn. B: Eigum við þessa kínversku? A: Hún er frá Víetnam. B: Hugsaðu þér hvað við höfum gert mörg börn hamingjusöm. Börn sem höfðu ekkert við sig … A: Þú veist að ég vel aldrei nema falleg börn. B: En þau koma úr ömurlegu umhverfi og eignast heimsfræga foreldra. A: Það skiptir engu máli að eiga fræga foreldra. Þú veist ekkert um það. Pabbi var frægur. B: Og þú meikaðir það. A: Pabbi er asni. B: Hvers vegna segirðu það? A: Hann sagði að ég væri geðveik. Bara af því að ég sagðist vera ást- fangin af bróður mínum. Og er með fimmtíu tattú. B: Hverjum dettur í hug að svona falleg kona eins og þú sé geðveik? Þú ert svo góð. Ættleiðir eitt barn á ári. Það hefur enginn verið svona góður síðan Mia Farrow hætti að ættleiða. A: Hvernig heldur þú að manni líði þegar pabbi manns er frægastur fyrir að leika mann sem ætlaði að vinna fyrir sér með því að sofa hjá ríkum kellingum? B: En það er ekkert leiðinlegt. Það geri ég. A: Það er svo gaman að vera fallegur og góður. Veistu hvað við gefum mikið til góðgerðarmála? B: Ég er svo ánægður að hafa kynnst þér. Áður en við hittumst vissi ég ekki að bótox getur eytt hrukkum. Mér finnst bótox dásamlegt efni. A: Vel á minnst. Það er kominn tími á vorviðgerðirnar. Þú þarft að láta fjarlægja pokana undir augunum. B: Ég var tvisvar kosinn kynþokka- fyllsti maður í heimi. A: Það væri voða gott að þú hættir að ganga um ber að ofan. Þú ert kominn á þann aldur að það gengur ekki lengur. B: En myndirnar af okkur sem ég var búinn að selja Hello? A: Það er allt í lagi með þær. Ég lét fótósjoppa andlitið á þér á búkinn á Maríó. Þú veist að ég er kynþokka- fyllsta kona í heimi. Núna. Ekki ein- hvern tíma í gamla daga. B: OK. A: Gott að þú sagðir það. Við erum orðin svolítið blönk. Ég ætla að ætt- leiða barn frá Borneó. OK! kaupir myndirnar af þeim á þrjár milljónir dollara. B: En það er minna en síðast. A: Skilurðu þetta aldrei? Ég er búin að fara yfir þetta með þér. Fjórtán milljónir fyrir tvíbura sem við eigum sjálf, sjö milljónir á stykkið. Fimm milljónir á Afríkukrakka, þrjár á Asíubarn og hundrað þúsund dalir á fatlað amerískt. Það er enginn bisness. B: Jennifer sagði mér að maður fengi ör á magann af því að eignast börn. En ég fékk engin ör á magann. A: Þarftu alltaf að vera að tala um þessa rangeygu kellingu. B: Nei. Bara við mömmu. A: Ég var búin að banna þér að tala við mömmu þína eftir að hún bauð glyðrunni heim. B: Við vorum gift í mörg ár svo … A: Mamma þín sagði að ég væri lesbía, bara vegna þess að ég sagði að það væri allt í lagi að kyssa og snerta konur sem maður væri ást- fanginn af. B: Er ekki örlítið lessulegt að segja það? A: Ætlar þú að fara að tala eins og gamla skassið? B: Ég sá aftan á kornflexpakka að maður getur ættleitt apa. Hvað fáum við mikið út úr því? A: Manstu hvar ég setti óskarinn minn? Stærðfræðingurinn og útgefand- inn Benedikt Jóhannesson hefur sent frá sér sitt fyrsta smásagna- safn, Kattarglottið og fleiri sögur. Kjartan Guðmundsson ræddi við Benedikt um bókina og Fréttablaðið birtir hér eina af sögunum, Fallega fólkið. „Það er í raun ansi snúið að segja frá þess- ari bók, því sögurnar eru afar fjölbreyti- legar. Það er kannski helst að þær eigi það sameiginlegt að vera allar smásögur og því eðli málsins samkvæmt tiltölulega stuttar,“ segir Benedikt Jóhannesson, stærðfræðing- ur og útgefandi, sem sent hefur frá sér sitt fyrsta smásagnasafn, Kattarglottið og fleiri sögur. „Það er ekkert þema sem gengur í gegnum allar sögurnar,“ bætir hann við. Byggir lítið á raunveruleikanum Í Kattarglottinu eru fjórtán smásögur sem Benedikt hefur skrifað undanfarin þrettán ár. Sex af sögunum skrifaði hann á þessu ári, en hinar segist hann hafa dundað sér við árin á undan án þess að hafa hugsað sér að gefa þær út á bók að lokum. „Tvær af sögunum skrifaði ég í tilefni þess að vinir mínir og frændur urðu fimmtugir. Í báðum tilfellum voru gefin út ritgerðasöfn þeim til heiðurs, en ég hafði meira gaman af því að skrifa smásögur en fræðilegar ritgerðir,“ segir Benedikt. „Hinar sögurnar skrifaði ég svo bara að gamni mínu.“ Eins og áður sagði er umfjöllunarefni smásagnanna í Kattarglottinu fjölbreytt, en höfundurinn segir flestar þeirra eiga það sameiginlegt að byggja lítið sem ekkert á raunveruleikanum. „Tvær af þessum sögum dreymdi mig og skrifaði upp strax kvöldið eftir. Svo eru tvær þeirra sannar að hálfu, en svo tekur ímyndunaraflið við. Það skemmtilegasta við smásöguformið er að þannig getur maður leyft sér ýmislegt sem gengur ekki upp í raunveruleikanum. Svo eru þarna sögur sem eru á mörkum súrrealisma, sem ég hef dálítið gaman af. Í einni sögunni er ég undir augljósum áhrifum frá Franz Kafka, en í annarri nota ég smá trix frá honum Óskari Wilde. Mest eru þetta þó hugmyndir sem ég hef fengið sjálfur,“ segir Benedikt, en meðal þess sem ber fyrir í sögunum er blaðamaður sem tekur viðtal við guð, stjórn- málamaður sem slettir úr klaufunum í New York og ímyndað samtal leikarans Brads Pitt við Jennifer Aniston annars vegar og Angelinu Jolie hins vegar, sem gefur að líta hér á síðunni. Höfundurinn tekur þó fram að sú saga, Fallega fólkið, sé ekki dæmigerð fyrir sög- urnar í bókinni. „Ég man nú varla hvernig mér datt í hug að skrifa þetta samtal. Lík- lega hefur ástæðan verið fréttaflutningur og spenningur fyrir enn einni ættleiðingunni.“ Kemur mörgum á óvart Benedikt hefur mikla reynslu sem greina- og pistlahöfundur en hann hóf að gefa út blöð aðeins þrettán ára gamall, sem báru nöfn á borð við Íþróttamaðurinn, Hring- urinn og Laugarástíðindi. „Þessi blöð voru skrifuð á stensla og fjölrituð í tugum, eða jafnvel fáum hundruðum eintaka í einhverj- um tilvikum. Krakkarnir í skólanum lásu þau og svo gekk maður í hús og seldi. Við tókum þessa útgáfu mjög alvarlega, vorum með bankareikning og allt,“ segir Bene- dikt, en síðari árin hefur hann meðal ann- ars ritað pistla í blöð um hagfræði, viðskipti og stjórnmál. „Ég hugsa að það komi mörgum á óvart að ég skuli gefa út bók, en öðrum kemur þetta ekkert á óvart. Mér dettur hitt og þetta í hug. En ég hef ekki verið að flíka þessum sögum.“ Spurður hvort önnur bók sé á dagskránni segist Benedikt ekki hafa hugmynd um það sem framtíðin ber í skauti sér. „Ég get að minnsta kosti fullyrt að þetta er fyrsta bókin mín, en framhaldið verður svo bara að koma í ljós.“ kjartan@frettabladid.is HEF EKKI VERIÐ AÐ FLÍKA SÖGUNUM LENGI Í VINNSLU Fyrstu söguna í Kattarglottinu skrifaði Benedikt Jóhannesson fyrir þrettán árum. Sex af þeim voru skrifaðar á þessu ári, eftir að það rann upp fyrir höfundinum að smásagnasafnið gæti orðið að veruleika. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FALLEGA FÓLKIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.