Fréttablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 22
1. desember 2011 FIMMTUDAGUR22 Eirvík hefur eldhústæki og fylgihluti fyrir alla sem unna góðri matargerð. Allt fyrir matgæðingana Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is 22 hagur heimilanna Þeir sem hafa ekki þolin- mæði til þess að leita að biluðum perum í gömlu jólaseríunni eða perum sem eru ýmist of laust eða fast skrúfaðar ættu ef til vill að huga að kaupum á seríu með ljósgjöfum framtíðar- innar, ljóstvistum, í stað venjulegrar seríu. Seríur með ljóstvistum (LED) end- ast miklu lengur en þær hefðbundnu og eyða minna rafmagni en þær eru hins vegar dýrari. Í Garðheimum kostar 80 pera og 4,8 vatta útisería með ljóstvistum 4.780 krónur en venjuleg 16,8 vatta útisería með marglitum perum kostaði á mánudaginn 1.500 krón- ur með helmingsafslætti. Ef 80 pera og 4,8 vatta útisería með ljóstvistum er látin loga frá fyrsta í aðventu fram á þrett- ándann, alls 960 klukkustundir, verður orkukostnaðurinn 55,85 krónur, samkvæmt útreikningum Eiríks Hjálmarssonar, upplýsinga- fulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur. „Orkukostnaðurinn vegna notkunar venjulegrar 16,8 vatta útiseríu með 80 perum á jafn- löngum tíma er 195,47 krónur,“ greinir Eiríkur frá. Endingartími sería með ljós- tvistum er langur, að sögn Eiríks. „Ég skoðaði 90 ljósa LED-seríu og var uppgefinn endingartími 24 til 25 þúsund stundir. Ég reiknaði út að ef það logaði stanslaust á henni í 30 daga á ári myndi hún endast til ársins 2036.“ Hjá Blómavali kostaði hefðbund- in 80 pera útisería 2.490 krónur á mánudaginn en LED-sería með 80 bláum ljósum 4.990 krónur. Með hvítum ljósum kostaði hún 4.699 krónur en marglita kostaði 3.999 krónur. LED-sería með 120 hvítum ljósum kostaði 9.990 krónur. Hjá Garðheimum kostaði 100 ljósa LED-sería átta til 10 þúsund krónur. ibs@frettabladid.is Led-seríur endast lengur og eyða minna rafmagni Börn sem neyta fisks áður en þau eru níu mánaða gömul eiga síður á hættu að fá asmaeinkenni en önnur börn. Þetta eru niðurstöður sænskrar rannsóknar sem tók til 4 þúsund barna fæddra á árinu 2003. Rannsóknin var hluti af doktorsverkefni Emmu Goksör sem segir að líkurnar á að börnin fengju endurtekin asmaeinkenni hafi verið helmingi minni hjá þeim sem fengu fisk að borða fyrir níu mánaða aldur. Ekki var rannsakað hvaða fisktegund reyndist best gegn asma en börnin sem rannsóknin tók til höfðu oftast neytt hvíts fisk, til dæmis þorsks. Lax var í öðru sæti á listanum yfir fisktegundir sem börnin höfðu borðað. Börn sem borðuðu fisk oftar en einu sinni í viku fengu jafnframt sjaldnar exem. ■ Heilbrigðismál Fiskneysla verndar börn gegn asmaeinkennum GÓÐ HÚSRÁÐ - Súkkulaði Súkkulaði er gott í baksturinn Þegar súkkulaði er brætt yfir vatnsbaði þarf að gæta þess að hvorki vatn né gufa komist í súkkulaðið því þá getur það farið í kekki. Ef það gerist getur dugað að setja teskeið af bragðlítilli olíu út í og hræra þar til hræran verður slétt. Dökkt súkkulaði inniheldur meira af kakói og minna af feiti og sykri heldur en ljóst. Þess vegna hentar dökkt súkkulaði betur í sætar kökur. Heimild: Leiðbeiningastöð heimilanna Hvað er LED? LED ljós (Light-Emitting Diode) eru kölluð ljóstvistar eða ljósdíóður á íslensku. Díoða er hálfleiðari sem þarf mjög litla orku til að gefa frá sér ljós. Ljósadíóða gefur frá sér ljós þegar straumur fer um hálfleiðaraefnið. Hitamyndunin er óveruleg og rafmagnsnotkunin talsvert minni en hjá venjulegum ljósaperum. LED ljós endast lengur en venjuleg auk þess sem birtan af þeim er meiri. Rússneskur pels sem Vigdís Hauksdóttir þingkona keypti sér á sjötíu prósenta afslætti í skinna- uppboðshúsinu í Kaupmannahöfn árið 2006 er hennar bestu kaup í gegnum tíðina. „Hann hefur hlýjað mér á köldum vetrar- dögum síðan og hélt í mér lífinu þegar ég bjó í Kanada. Þar fór frostið stundum niður í 40 gráður,“ segir Vigdís. „Ég nota hann alltaf á veturna. Hann er æðislegur.“ Pelsinn hefur þó komið að fleiri góðum notum en að hlýja þingkonunni, sem telur sín verstu kaup vera í buxum sem hún keypti í ónefndri búð á Laugaveginum. „Þær sprungu gjörsamlega utan af mér þegar ég settist niður á tónleikum í Kópavogi. Ég sat á nærbuxunum einum saman með tætlur í kringum mig,“ segir Vigdís og bætir við að þá hafi pelsinn góði komið til bjargar, þar sem hún gat sveipað honum utan um sig þegar hún gekk út. Án þess að eftir væri tekið. NEYTANDINN: VIGDÍS HAUKSDÓTTIR ALÞINGISKONA Pelsinn huldi nærbuxur á tónleikum eftir buxnaslys Efnið BPA (Bisphenol-A) hefur nú verið bannað í pelum hér á landi. Samkvæmt upplýsingum á vef Neytenda- samtak- anna, sem hafa lengi barist fyrir banninu, hefur það hormóna- raskandi áhrif og er mikið notað í plastiðn- aði. Það hefur verið mikið notað í matarílát úr plasti svo sem pela, vatnflöskur og í húð innan í niður- suðudósum. BPA hefur einnig mælst í miklu magni í kassakvittunum. Danir voru meðal fyrstu þjóða til að banna efnið í pelum og matarílátum fyrir ung börn og hefur velferðarráðherra nú sett reglur sem banna efnið í ílátum fyrir börn hér á landi. ■ Heilbrigðismál BPA bannað í pelum JÓLALJÓS Birtan af ljósaljósunum er kærkomin í skammdeginu. Úrvalið af jólaseríum hér á landi hefur aukist verulega á síðustu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA PRÓSENT af neyslu heimila á árinu 2009 í krónum mælt fólust í gosdrykkjum, söfum og vatni. Er það umtalsverður samdráttur frá árinu 2003 þegar 1,50 prósent af neyslunni féllu undir þennan lið. 1,10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.