Fréttablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 81
FIMMTUDAGUR 1. desember 2011 69
Opið laugard. kl. 10-14
Raftónlistarhljómsveitin
Reptilicus gaf fyrir skömmu út
smáskífu í Kanada. Þar spilaði
hún einnig á tónleikum og tók
upp efni í hljóðverinu Grant
Avenue Studio. Það var stofnað
af Lanois-bræðrum en annar
þeirra, Daniel, er þekktastur
fyrir samstarf sitt við írsku
rokkarana í U2. Útgáfutónleikar
vegna smáskífunnar, sem er
fyrsta útgáfa Reptilicus í þrettán
ár, verða haldnir 9. desember á
skemmtistaðnum Gauki á Stöng.
Smáskífa
í Kanada
Í HLJÓÐVERINU Reptilicus eyddi tveimur
dögum í hljóðverinu Grant Avenue
Studio.
Leikkonan unga Felicity Jones
er nýtt andlit tískuhússins
Dolce & Gabbana og fetar þar
með í fótspor frægra kvenna á
borð við Madonnu og Scarlett
Johansson. Jones er frekar lítið
þekkt nafn í kvikmyndaheim-
inum en hlaut mikið lof fyrir
leik sinn í myndinni Like Crazy.
Bæði myndin og Jones hlutu
verðlaun á Sundance-kvik-
myndahátíðinni.
Í tilkynningu frá tískuhúsinu
segir að Jones standi fyrir
klassíska fegurð og náttúrulega
útgeislun. Jones mátti einnig
sjá í nýlegri auglýsingaherferð
Burberry-tískuhússins fyrir
haust og vetur.
Í fótspor
Madonnu
NÝTT ANDLIT Leikkonan unga Felicity
Jones er nýtt andlit Dolce & Gabbana.
NORDICPHOTOS/GETTY
Kardashian-fjölskyldan fær skot úr óvæntri
átt, en leikarinn Daniel Craig fer ekki fögrum
orðum um raunveruleikaþáttastjörnurnar í
nýju viðtali við tímaritið GQ. Þar segir Craig
Kardashian-systurnar gera allt fyrir frægð
og frama.
„Horfðu á Kardashian-fjölskylduna, þau
græða milljónir núna og ég held að þau hafi
ekki verið svo illa stödd fyrir. Fólk horfir á
þetta og hugsar að það eina sem maður þurfi
að gera til öðlast frægð og peninga sé að haga
sér eins og hálfviti í sjónvarpinu,“ segir Craig
og bætir við að hann mundi aldrei gera þátt
um líf sitt því hann vill meina að fjölskyldan
hafi afsalað sér rétti á einkalífi.
„Það er ekki hægt að kaupa einkalífið sitt
aftur. Þær geta ekki sagt almenningi að láta
sig vera þegar þær eru búnar að
hleypa áhorfendum inn í stofu og
fæða barn í beinni útsendingu.
Ég er ekki að dæma þær, eða jú,
ég er nú eiginlega að gera það.“
Daniel Craig er þekktur fyrir
að vilja halda einkalífi sínu utan
fjölmiðla, en hann giftist leik-
konunni Rachel Weisz í sumar og
fréttu fjölmiðlar ekki af
brúðkaupinu fyrr en
viku seinna.
GERA ALLT FYRIR FRÆGÐ OG
FRAMA Daniel Craig segir að
Kardashian-fjölskyldan hafi
afsalað sér rétti til einkalífs með
öllum raunveruleikaþáttunum
um sig.
BLÆS ÚT Daniel Craig talar
um Kardashian-fjölskyld-
una í nýjasta hefti GQ.
Kallar Kardashian-fjölskylduna hálfvita